Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. Dægradvöl Sumarmót Norræna sumarhá- skólans var nýlega haldið í Bændaskólanum að Hvanneyri í Borgarfirði. Mót þessi eru haldin árlega, til skiptis á Norðurlöndun- um, en á íslandi eru þau þó ekki haldin nema í annarri hverri um- ferð eða 9. hvert ár. Skólinn var stofnaður af Norður- landaráði árið 1951, dregur hann nafri sitt af sumarmótunum en er í raun starfandi allt árið og í dag eru um 150 hópar starfandi vítt og breytt um Norðurlöndin. Skólinn er frábrugðinn öðrum háskólum vegna þess að hann er opinn öllum. í starfi hans tekur þátt fólk sem starfar við rannsóknir, nám eða er úti á vinnumarkaðnum. Markmið skólans er m.a. að skapa tengsl milli Norðurlandabúa og að bæði komi til verkunnátta og reynsla úr daglega lífinu og fræðimennska. Fyrir eru tekin hin ýmsu málefni á hverju ári og er stefnt að því að hverju verkefni sé sinnt í að meðal- tali 3 ár. Nú eru 11 hópar starfandi. Af þeim efnum sem þeir eru að vinna í má nefna sálfræðileg og heimspekileg viðfangsefni, þróun- arleiðir í þriðja heiminum, hag- fræði, stjómmál og framtíð Evrópu. Af þessari upptalningu má sjá að í skólanum er hægt að finna sér viðfangsefni við hæfi og áhugamál hvers og eins. Fá allir eitthvað við Norræni sumarháskólinn á Hvanneyri Háskóli sem er öllum opinn sitt hæfi en hvað er það sem fær fólk til að eyða tíma og peningum í það að sækja skóla sem ekki gef- ur nein próf eða gráður. Þegar komið var í Borgarfjörð- inn var veðrið eins gott og það getur orðið á Islandi, sól, hiti og stillilogn. Nemendur sátu i hópum á lóð Bændaskólans og er það ekki oft sem skólakennsla fer fram und- ir berum himni hér á norðurhj ara. Gerir Noröurlöndin minni . Núverandi formaður NSU, Norr- æna sumarháskólans Gerd-Inger Voje, er frá Þrándheimi í Noregi og starfar sem sálfræðingur á sjúkrahúsi þar. Hún sagði að form- aður væri kjörinn til eins árs i senn og hefði hún tekið við um síðustu áramót. Upplýsti hún að á móti væru milli 150 og 160 þátttak- endur, starfsfólk, leiðbeinendur og nemendur. Ekki hafði Gerd-Inger komið til Islands áður og sagði hún að fæstir þeirra sem komu frá hin- um Norðurlöndunum hefðu komið áður til íslands og þar sem það væri talsvert dýrt að koma hingað ætluðu þó nokkrir úr hópnum að dvelja hér áfram og sjá meira af landinu. Þó sagði hún að Norður- landaráð hefði veitt ferðastyrki vegna mótsins hér. Aðspurð um skólann sjálfan sagði hún að reynsla sín af honum hefði bæði orðið sér til gagns og gamans. Hún hefði kynnst fólki sem starfaði við það sama og hún og þætti sér gott að geta leitað til annarra í stéttinni sem hún hefði kynnst í gegnum sumarháskólann. Gerd-Inger sagði að þau hefðu verið einstaklega heppin með veð- ur og hefði það verið miklu betra en þau hafa átt að venjast i sumar i Noregi. Á miðvikudaginn var far- ið í ferðir um Snæfellsnes og gekk hluti þess hóps upp að Snæfells- jökli á meðan annar hópur fór um Borgarfjörð og þaðan yfir á Þing- völl. „Það er dásamlegt að upplifa íslenskt landslag á þennan hátt og kynnast fólkinu hér. Einnig að fá að kynnast menningu ykkar.“ Sveinbjöm Beinteinsson allsherj- argoði hafði komið á sérstakt íslenskt menningarkvöld og Bubbi Morthens var væntanlegur. „Það er okkur mikils virði, sem komum hingað, að fá að kynnast á þennan hátt andstæðunum í menningu ykkar, Sveinbimi og frægum rokk- söngvara. En það sem er kannski mest um vert er að kynnast hvert öðru og eftir kynni mín af starfi skólans finnst mér Norðurlöndin minni,“ sagði Gerd-Inger að lokum. Gerd-lnger Voje, formaður NSU. Anna M. Magnúsdóttir tónlistarkennari. Guðrún Bjarnadóttir, formaður undir- búningsnefndar. kennslu lýkur á kvöldin tekur við óformlegt spjall á kvöldin þar sem fólk kynnist og miðlar hvert öðru af reynslusinni." Þarf að segja sama brand- arann 5 sinnum Guðrún Bjamadóttir, talkennari frá Hafharfirði, er formaður undir- búnings þessa móts á Hvanneyri. Hún hefur tekið þátt í starfi skól- ans í nokkur ár og er þetta 4. námskeiðið hennar. Guðrún stundaði nám í Osló og hefur búið í Kaupmannahöfn þannig að hún hefur þó nokkra reynslu af öðrum Norðurlöndum og Norður- landabúum. Guðrún sagði að það hefði verið auglýsing í blaði sem hefði vakið athygli sína á starfsemi skólans. Sagði hún að þátttakendur frá ís- landi væm 4 eða 5 en auk þeirra em nokkrir sem starfa við skól- ann. Þegar mótin em haldin á hinum Norðurlöndunum em það yfirleitt 12-15 sem taka þátt í þeim frá íslandi. Svo má bæta því við að hún hrós- aði mikið íslenskum mat. Hressandi að kynnast nýju fólki Anna M. Magnúsdóttir, tónlist- arkennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigur- sveins, sagðist hafa verið beðin um að vera hópstjóri yfir músíkfag- fræði. Anna sagði að þessi beiðni hefði orðið til þess að hún fór á þetta mót. Hefði hún notað þetta tækifæri til þess að hlýða á hina ýmsu fyrirlestra. „Þetta er mitt fyrsta skipti í sumarháskólanum og ég hef haft mjög gaman af þvi að vera hér og hlýða á fyrirlestra, hitta fólk og heyra misjöfn sjónar- mið. Ég get ekki sagt að ég sé neinn sérstakur áhugamaður um Norræna samvinnu en eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjun- um í sex ár er hressandi að kynnast nýju fólki og nýjum viðhorfum. það sem gefur þessu kannski mest gildi er að eftir að hinni formlegu Ragnheiður Ragnarsdóttir, arkitekt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.