Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. 9 Utlönd Skæruliðar hafna friðarsamkomulaginu Skæruliðar í Nicaragua og E1 Salvad- or höfnuðu í gær friðarsamkomulagi sem forsetar Mið-Ameríkuríkja undir- rituðu á föstudaginn. Contraskærulið- amir í Nicaragua, sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna í baráttunni gegn stjóm sandinista, og vinstri sinnaðir skæmliðar í E1 Salvador, þar sem stjómin nýtur stuðnings Bandaríkja- stjómar, kváðust halda baráttunni áfram þrátt fyrir friðarsamkomulagið. Stjómarerindreki frá Nicaragua sagði í sjónvarpsviðtali í gær að sam- komulagið bæri því aðeins árangur að Bandaríkjamenn ræddu við stjóm- völd lands síns og hættu öllum stuðningi við contraskæmliða. Samkomulagið, sem forsetar E1 Salvador, Honduras, Nicaragua, Costa Rica og Guatemala undirrituðu, felur í sér vopnahlé innan níutíu daga í E1 Salvador og Nicaragua. Gert ráð fyrir breytingum í átt að lýðræði innan hundrað og fimmtíu daga og em lýð- ræðislegar kosningar undir alþjóðlegu eftirliti þar meðtaldar. Auk þess felur samkomulagið í sér að utanaðkom- andi stuðningi við skæmliða verði hætt og að þeim skæmliðum, er leggja niður vopn, verði gefhar upp sakir. Forsetar Suður-Ameríkuríkja hafa lýst yfir ánægju sinni með samkomu- lagið og segja að vemlegum áfanga að friði sé náð. Margir stjómmálasérfræðingar halda því fram að samkomulagið hafi verið ofanígjöf við Reagan Banda- ríkjaforseta en með undirritun þess var friðartillögum hans hafnað. Þær náðu aðeins til Nicaragua en sam- komulagið, sem undirritað var, til alls svæðisins. Reagan hefur lýst því yfir að Banda- ríkjastjóm muni aðstoða við fram- kvæmd samkomulagsins. Hann hefur þó látið í ljós að mikla vinnu þurfi til þess að það hafi einhver áhrif. Sendifulltrúi frá Nicaragua fullyrti í sjónvarpsviðtali í gær að árangur næðist aðeins ef Bandaríkin vildu ræða við stjómina í Nicaragua og að þau hættu stuðningi sínum við contra- skæruliða. Verkfall íS-Afriku Tvö hundmð og áttatíu þúsund námu- verkamenn í Suður-Afríku hófu í gær víðtækasta verkfallið í sögu landsins. Námuverkamenn frá tuttugu og tveimur gull- og kolanámum hafa lagt niður vinnu en samtök þeirra höfðu hvatt meðlimi í fjörutíu og sex námum til að fara ekki á næturvakt til að leysa félaga sína af. Ekki er vitað að til átaka hafi kom- ið í verkfallinu sem boðað var til þar sem ekki var orðið við kröfum verka- mannanna um þrjátíu prósent launa- hækkun. I fyrri verkföllum hefur oft komið til átaka með þeim afleiðingum að námuverkamenn hafa látið lífið. Búist er við að verkfallið geti staðið yfir í viku og að framleiðsla minnki um helming. Sextíu prósent af útflutn- ingstekjum Suður-Afríku koma frá námuiðnaðinum. Önnur verkalýðsfélög hafa gefið í skyn að þau boði ef til vill til samúðar- verkfalla. Loftárásirá Líbanon og ísrael Flugskeytum frá Líbanon var skotið inn í ísrael í nótt. Var það í annað sinn á einum sólarhring sem slík árás var gerð. Israelskar orrustuþyrlur réðust í gær á aðalbækistöðvar skæruliða i Líban- on sem sagðir eru vera í tengslum við Hizbollahsamtökin. Voru árásimar gerðar eftir að flugskeytum var skotið inn í Israel og öryggissvæðið í Suður- Líbanon. Talsmaður ísraelska hersins neitaði því í gær að samband væri á milli loft- árásarinnar og flugskeytaárásarinnar. Eitt flugskeytanna lenti í Galíleu í norðurhluta Israels. Heryfirvöld í ísrael bönnuðu allan fréttaflutning af loftárásinni og flug- skeytaárásinni í nokkra klukkutíma. Útyarpsstöðvar í Beirút skýrðu frá þvi að orrustuþyrlurnar hefðu beint árás- um sínum að íbúðarhúsum. Ekki var greint frá manntjóni. Árás Israela í gær var sú nítjánda á þessu ári á skotmörk í Líbanon. í síð- astliðnum mánuði drápu ísraelar að minnsta kosti sjö skæruliða shíta fyrir norðan svæðið sem ísraelar lýstu yfir sem öryggissvæði í júní 1985 eftir að þeir kölluðu heim mestan hluta her- aila síns frá Líbanon. Forseti Guatemala, Vinicio Cerezo, veifar til almennings er hann kemur út af fundi forseta Mið-Ameríkuríkja eftir undir- ritun samkomulags um frið. Símamynd Reuter Ódýru Glasgow-ferðimar Þær byrja aí hópar sem j beðnir að p; íslenskur fari Munið sólarlam Brottför í hveri Rínarlönd: Helgar 4 dagar frá kr. 11 tur frá og með 19. september. Sta fóru með okkur í fyrra og ætla anta sem fyrst. Sætaframboð er tc arstjóri. 4 dagar, flug og verðfrákr. 11 ferðir rLUurcnLlln rfsmanna- aftur eru ikmarkað. gisting .900.- [Vesturgötu 17 ! Símar 10661, 1 22100, 15331 eoo, s SOLRRFLUC 15 814 HANZKABOÐIN HF. Skólavörðustig 7. stærri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.