Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 34
46 MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. Kvikmyndahús Bíóborg Bíóborgin Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Angel Heart - ; Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05 Krókódila Dundee Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhúsið Bláa Betty Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin The Living Daylights Sýnd kl. 5. 7.30 og 10. Hættulegur vinur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Morgan kemur heim Sýnd kl. 7 og 11. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11. Lögregluskólinn m Allir á vakt Sýnd kl. 5 og 9. Blátt flauel Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Háskólabíó Villtir dagar Sýnd kl. 7, 9 og 11.10. Laugarásbíó Andaboð Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Gustur Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11. Meiriháttar mál Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11. Regnboginn Hættuförin Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herdeildin Sýnd kl. 3, 5.20 9 og 11.15. Dauðinn á skriðbeltum Sýnd kl. 9.10 og 11.10. Þrír vinir Sýnd kl. 3.10 og 5.10 og 7.10. Hættuástand Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. Otto Endursýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15, Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Stjörnubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. , Hættulegur leikur *■' Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. LUKKUDAGAR 10. ágúst 17620 Skíðabúnaður frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 15.000,- Vinningshafar hringi i sima 91-82580. Kvikmyndir DV Bíóborgin/ Sérsveitin: Vestri hvunndagsins Extreme Prejudice Leikstjóri: Walter H.ll Framleiðandi: Buzz Feitshans Handrit Deric Washburn og Harry Kleiner Aðalhlutverk: Nick Nolte, Powers Boothe, Michael Ironside Þrátt fyrir að siðmenningin svo- kallaða hafi haldið innreið sína víðast hvar í Bandaríkjunúm þá er vestrið enn villt, að minnsta kosti það sem snýr að lögreglunni í mynd Walter Hill, Extreme Prejudice. Jack Benteen, leikinn af Nick Nolte, er fulltrúi í Ranger-lögregl- unni í smábæ í Texas rétt við landamæri Mexíkó. Hann er hörku- tól og það er eins gott því starfið er enginn bamaleikur. Eiturlyf flæða yfir landamærin og fátækir einyrkj- ar láta eiturlyfjasalana nota sig í því skyni að fá aukapening til að flosna ekki upp af bújörðum forfeðra sinna. Bankinn „þvær“ peninga fyrir eitur- lyflakónginn og ofbeldi gerist æ tíðara. Fljótlega í myndinni fellur fóget- inn fyrir hendi eitursmyglara í hefndarárás og Jack er orðinn yfir- maður lögregluliðsins. Það sem gerir baráttuna erfiðari fyrir hann er að æskuvinur Jacks, Cash Baily, er eit- urlyfjakóngurinn þar um slóðir. Hann situr handan landamæranna og lætur aðra um skítverkin. Cash vill gjaman fá Jack til liðs við sig en fær ekki sínu framgengt og fljót- lega verður ljóst að koma mun til uppgjörs þeirra í milli. Það flækir líka málin að sambýliskona Jacks, Sarita, er fyrrverandi ástkona Cash. Fleiri eru þó á höttunum eftir Cash en einungis Jack. Harðsvíraður hóp- ur hermanna vill hann feigan. Þeir em 6 saman, allir opinberlega skráð- ir látnir, en vinna ýmis leynileg verkefni um allan heim fyrir herinn. Cash er fyrrverandi eiturlyflanjósn- ari sem snerist og skjöl í hans fórum geta orðið vopn í höndum óvina stjómvalda. Hópurinn fremur bankarán sem yfirskin á meðan þeir tæma banka- hólf Cash. Hins vegar mistekst verkefnið því Jack handtekur tvo af bankaræningjunum á flóttanum og kemst fljótt að þvi að mennimir em opinberlega skráðir látnir. For- ingi hópsins, Hackett, leitar til Jacks, skýrir honum frá staðreynd- um málsins og biður um samvinnu. Hópurinn og Jack halda saman yfir landamærin, í gin ljónsins, Jack mestmegins til að ná Saritu aftur en hermennimir til að klára verkefnið. I lokin slær í biýnu á milli hermann- anna og einkahers Cash og margt óvænt kemur fram. Þegar blóðbaðið er yfirstaðið kemur til uppgjörsins, vinur á móti vini, maður á móti manni, byssa á móti byssu! Myndin er vel unnin og leikur góður, einkum er Nick Nolte sann- færandi. í heild er hér um hina bestu skemmtan að ræða og vel má mæla með bíóferð til að beija hana augum. -JFJ Á ferðalagi Jarðlög og námur á Tjömesi Skaginn milli Axarfjarðar og Skjálf- anda nefnist Tjömes og hefur nesið að geyma einhveijar merkilegustu jarðmyndanir á Islandi. Þar má rekja breytingar á sædýralífi, loft- slagi og gróðri um milljónir ára í jarðlögum, sem m.a. hraun, jöklar og ár hafa skilið eftir sig. 1 jarðlög- unum er fjöldinn allur af skeljum og steingervingum sem notaðir eru til að tímasetja lögin. Má með þessu móti t.d. rekja mörg jökul- og hlý- indaskeið ísaldarinnar. Það voru Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson sem fyrstir vísindamarma skoðuðu Tjömeslögin en síðan hafa vísinda- menn í tugatali kannað þessi ómetanlegu jarðlög. Á heimsstyrjaldarárunum fyrri vom surtarbrandsnámur á Tjömesi. Líklega hafa það verið hinar mestu námur á Islandi og þar risu mikil mannvirki. Þar er sagt að hafi fund- ist trjábolir sem vom um einn metri í þvermál og má af því ráða að Tjör- nesið hefur ekki alltaf verið skógar- vana. Af Tjömesi er gott útsýni til Grímseyar og Mánáreyja sem em litlar eyjar eða sker beint norður af nesinu. Austur af nesinu fyrir botni Axarfjarðar liggur Kelduhverfi. Sveitin skiptist að mestu í sand og hraun. Hraun þessi em víða með gjám og spmngum og geta verið hættuleg yfirferðar. í Bláskóga- hrauninu er að finna Beinahelli sem er allstór hvelfing með litlu opi og dregur nafn sitt af beinum sem í honum fundust í byijun þessarar aldar. Skinnastaður er prestsetur í Kelduhverfí í Axarfirði. Þar hefur verið kirkja frá miðöldum og er kall- ið eitt víðlendasta á landinu. Núverandi kirkja á Skinnastað er timburkirkja með tumi sem reist var árið 1854. Kirkjan er mikið og fall- ega skreytt og em nokkrir góðir gripir í eigu hennar. Sagt var um hina gömlu presta Skinnastaðar- kirkju að sumir þeirra væm göldr- óttir. Listhagir menn og kennimenn þjónuðu einnig kirkjunni og naut hún góðs af. Skammt fyrir norðan Skinnastað er Brandslækur þar sem segir að Þangbrandur biskup hafi skírt Öx- firðinga i kristniboðsferð sinni um landið. Jarólög í Breiðavík sem liggur vestan til á Tjörnesi. : > , PLAST- þakrennur ryðga ekki! Einfaldar í samsetningu, þarf ekki að líma. #ALFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 - SÍMI 686755 Útvarp - Sjónvarp Bylgjan kl. 17.00: Salvör Nordal í Reykjavík síðdegis Salvör Nordal er margt til lista lagt. Salvör Nordal verður umsjónar- maður þáttarins Reykjavík síðdegis sem er á dagskrá alla virka daga frá kl. 17.00 til 19.00. Hún er annar gestastjómandi þátt- arins en Stefán Benediktsson, fyrrver- andi alþingismaður, hefur stýrt þættinum undanfama viku. Salvör er 24 ára gamall Reykvíking- ur. Hún var ffamkvæmdastjóri lista- hátíðar á ámnum 1985 til 1986 og einnig heíur hún starfað sem blaða- maður á Morgunblaðinu og nú hjá Helgarpóstinum. Auk þess stundar hún nám í Háskóla íslands í heim- speki og hagfræði. Sem sagt nýjasta nýtt hjá Salvör Nordal. Hallgrímur Thorsteinsson kemur síðan til starfa í Reykjavík síðdegis í þessum mánuði. BINGO! Hefstkl. 19.30 AðaMnnlnqur að vcrðmaetl ---------kr.40bús. Helldarverðnueti vlnnlnga kr.180 bús. ll TEMPLARA HÖLUN EJríksgötu 5 — S. 20010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.