Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987.
Fréttir
••
••
Tuttugu tonna steinnökkvi á Bolungarvik. Eigandinn hyggst flytja fleyið til
Reykjavíkur og Ijúka smíðinni þar. DV-mynd GVA
Bolungatvík:
Skúta úr steini
Þegar ekið er um Bolungarvík vek-
ur athygli skúta sem stendur í fjöru-
kantinum. Við nánari eftirgrennslan
sést að skútan er byggð á afar sér-
stakan máta. Hún er byggð úr stein-
steypu.
Tryggvi Thorsteinsson er eigandi
skútunnar. Trvggvi er búsettur í
Revkjavík og hann var spurður hvem-
ig stæði á því að Revkvíkingur ætti
skúti í smíðum á Bolungarvík. Sagðist
Tr\'ggvi hafa áður átt handfærabáta
og eftir að hafa starfað í Danmörku í
tvö ár hefði hann fengið sér hand-
færabát og farið til Bolungarvíkur á
meðan hann hefði verið að átta sig
eftir að hann kom heim til íslands á ný.
Trvggvi sagðist hafa kynnst þessari
bvggingaraðferð þegar hann var í Afr-
íku. þar hefði hann séð greinar um
þessa byggingaraðferð i blöðum frá
FAO. Tryggvi sagðist einnig hafa frétt
að á Kúbu hefði heill fiskiskipafloti
verið byggður á þennan máta. í fyrstu
höfðu sjómenn á Kúbu enga trú á
bátum byggðum úr steinsteypu en eft-
ir að í ljós kom að þetta voru einu
bátamir sem þoldu kóralrifin hefði
skoðun þeirra breyst. I Víetnam voru
varðbátar steyptir á þennan máta, það
vom einu bátamir sem þoldu skothríð-
ina.
Þegar Tryggvi var síðar í Danmörku
kynntist hann áhugamannaklúbbi um
steinsteypta báta, þá vom 600 slíkir
bátar í smíðum á Norðurlöndum. Það
var hönnuður frá Nýja-Sjálandi sem
hannaði skútuna fyrir Tryggva.
Tryggvi segist þurfa að koma skrokkn-
um suður til Reykjavíkur til að geta
haldið smíðinni áfrarn.
Skrokkurinn hefur kostað lítið að
sögn Tryggva, kannski 600 þúsund
krónur, en mikil vinna hefur farið í
gerð hans, sennilega um sex mánuðir.
Það kostar hins vegar öllu meira að
ljúka smíðinni. Tryggvi giskaði á að
það gæti kostað allt að fjómm milljón-
um króna. Enda sagðist Tryggvi eiga
von á að skútan yrði ekki tilbúin til
notkunar fyrr en eftir fimm ár. Skúta
Tryggva er 20 tonn að stærð.
-sme
Nýtt dýpkunarskip í flotann
Nýtt dýpkunarskip í eigu Siglfirð-
inga og Reykvíkinga kom til
Raufarhafnar í morgun. Skipið er
gröfuskip, 180 tonn. En gröfuskip
hefur vantað hérlendis frá því að
Grettir sökk í Faxaflóa fyrir nokkr-
um árum. Skipið verður við dýpkun-
arframkvæmdir á Raufarhöfn næstu
20 daga. En þaðan heldur það til
Þórshafhar og að verki loknu þar
til Siglufjarðar.
Skipið er norskt og heitir Jutul 3.
Það er Dýpkunarfélgaið hf. sem er
með skipið á leigu í þrjá mánuði til
reynslu. Fáist næg verkefni verður
það keypt að þremur mánuðum liðn-
um.
-GK
Okuleikni BFO - DV:
Ók brautina villulaust
- í annað sinn sem það er leikið
Ekki viðraði vel til keppni í Hafn-
arfirði þegar forráðamenn ökuleikni
Bindindisfélags ökumanna og DV
mættu á staðinn mánudagskvöldið
20. júlí sl. Það hefti þó ekki Hafnfirð-
inga því góð mæting var í ökuleikn-
ina og hjólreiðakeppnina.
Villulaus akstur
Mjög góður árangur náðist í karla-
riðli í ökuleikninni. Einn keppend-
anna, reyndar sá er mætti á stærsta
bílnum, stórum Benz sendiferðabíl,
ók alveg villulaust allar þrautir.
Þetta er í annað sinn í sumar sem
ökumanni tekst að vera með 100%
akstur í þrautaplaninu. Þetta var
Jóhann Harðarson. Honum tókst að
aka hægaþrautina á 68 sekúndum
en hægaþrautin er metra langur
planki og er þrautin sú að aka hann
eins hægt og unnt er án þess að
stöðva bílinn. Jóhann vann keppn-
ina og fékk aðeins 121 refsistig.
Hann er því með 8. besta árangur
yfir landið af tæplega 500 keppend-
um. Það var einnig ökumaður á
sendibíl sem lenti í 3. sæti. Sá heitir
Þórir Garðarsson og ók hann Mazda
sendibíl sínum af miklu öryggi og
fékk 185 refeistig. Þórir var í öðru
sæti þar til kom að síðasta keppand-
anum. Sá náði að slá Þóri við og
hreppa silfrið. Það var Guðmundur
Gunnarsson er bætti árangur Þóris
um 15 sekúndur á Hondu Accord.
Fámennur kvennariðill
Kvennariðillinn hefur verið frekar
fámennur í sumar og voru aðeins 2
konur í keppninni í Hafnarfirði. Sú
er betur ók heitir Hafdís Brands-
dóttir, á Honda Civic. Þó voru
aðeins 14 sekúndur sem skildu Haf-
dísi og Jónínu Ólafsdóttur að sem
varð að láta sér nægja silfrið.
Mikið hefur verið rætt um að
breyta þátttökureglum á þann veg
að ekki sé sérstakur karla- eða
kvennariðill nema þátttakendur séu
í það minnsta 4 í hvorum riðli. Það
myndi þýða að meðal annars í Hafn-
arfirði hefði kvennariðillinn fallið
niður og sama má segja á fleiri stöð-
um um landið. Því verður kvenfólkið
að standa sig betur í mætingu ef
Hann Jóhann Harðarson ók brautina af 100% öryggi og er annar keppand-
inn i sumar sem það tekst. Hann er hér á stóra sendibílnum í brautinni og
er ekki annað að sjá en að vandvirknin sé í fyrirrúmi.
kvennariðillinn á ekki alveg að falla
niður.
Góður tími í hjólreiðakeppn-
inni
Sigurvegarinn í eldri flokki hjól-
reiðakeppninnar náði mjög góðum
tíma í brautinni eða 45,20 sekúndum
og er það aðeins 2 sekúndum lakara
en landsmetið. Þetta var Hafsteinn
Þór Hafsteinsson sem stóð sig svo
frábærlega. Hann var með samtals
65 refsistig. Tómas Ágústsson varð
annar með 75 refeistig. { yngri riðli
sigraði Kjartan Þórisson með 82
refeistig. Annar varð Guðjón Rúnar
Sveinsson með 95 refsistig. Verð-
launin í hjólreiðakeppninni gaf
reiðhjólaverslunin Fálkinn hf. en í
ökuleikninni var það Sparisjóður
Hafnarfjarðar sem verðlaunin gaf.
Casio umboðið gaf þeim keppanda,
sem bestan tíma hafði í brautinni,
vandað Casio úr og sá er hreppti það
var Guðmundur Fylkisson. Hann
hafnaði í 4. sæti. EG
Snælax í Grundarfirði:
Markið er 500 tonn af
laxi eftir þrjú ár
í haust verður slátrað í fyrsta sinn og þá 100 tonnum
„Stöðin hefur verið í uppbyggingu
síðan 1984 og í haust verður fyrsta
alvöruslátrunin hjá okkur og er gert
ráð fyrir að slátra 100 tonnum af laxi.
Næsta ár reiknum við með 350 tonnum
og 1989 ætlum við að vera komnir í
500 lestir en það teljum við vera hám-
arkið miðað við stærð stöðvarinnar,"
sagði Svanur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri laxeldisstöðvarinnar
Snælax í Grundarfirði, í samtali við
tíðindamann DV.
Svanur sagði að slátruninni í haust
yrði dreift yfir mánuðina október til
janúar en ætlunin væri í framtíðinni
að dreifa henni yfir allt árið. Snælax
er að láta smíða bát í Noregi sem er
sérhannaður til þess að sækja fisk í
eldiskvíamar og er hann væntanlegur
til landsins í haust.
„Það er dýrt að stofha svona laxeld-
isstöð því að fyrstu 3 til 4 árin er
ekkert nema kostnaður, tekjumar
koma ekki fyrr en í haust þegar slátr-
un hefst. Mesti kostnaðurinn er fóðrið
en við fáum allt fóður úr frystihúsi
okkar og með því að framleiða það
sjálfir verður það um helmingi ódýrara
en ef við keyptum þurrfóður," sagði
Svanur.
Framleiðslukostnaður á hvert kíló
af laxi taldi Svanur vera á bilinu 120
til 140 krónur en eins og málin standa
um þessar mundir er skilaverðið á
milli 260 og 300 krónur, en auðvitað
getur það verið mjög breytilegt. Hann
sagðist vera mjög bjartsýnn á framtíð
kvíaeldis á laxi hér á landi ef ekki
yrði lagður steinn i götu þess en á því
hefði örlað. -S.dór
.■■SsmeBM iinr, \ ,
Gamla kempan, Guðmundur Runólfsson, með son sinn og tengdason sér við
hlið. Þetta eru aðalmenn laxeldisstöðvarinnar Snælax í Grundarfirði. Svanur
Guðmundsson er lengsttil vinstri en Eiður Björnsson stendur á milli feðganna.
DV-myndir JAK
Það lifnar yfir eldiskvíunum þegar fiskinum er gefið. Þá kraumar yfirborð sjáv-
arins eins og sjá má.