Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. 39 Dægradvöl Með Guðrúnu var Ragnheiður Ragnarsdóttir arkitekt, úr Reykja- vík, nam hún í Kaupmannahöíh. Hún hefúr verið viðloðandi skól- ann álíka lengi og Guðrún. Þær sögðu að þátttaka í bessum mótum hefði komið sér mjög vel og Ragnheiður lagði á það áherslu að það væri mikils virði fyrir sig sem arkitekt að komast út úr því fasta kerfi sem hér er og fá innsýn í það sem er að gerast annars stað- ar í heiminum. Guðrún tók undir þetta og sagði að þetta sameinaði virkilega góða faglega reynslu og félagslega innsýn sem hefur hjálp- að í hennar starfi. Tungumálaerfiðleikar eru ekki fyrir hendi þó þama séu töluð 5 tungumál og sama brandarann þurfi að s'egja 5 sinnum til að allir Barnapian á staðnum, Gun Holms- tröm. Helena Nynas, veðrið eins og í suðurl- öndum. skilji. Það leggja sig allir fram og gefa sér tíma til að skilja hver annan. Þá sögðu þær að á mótinu væri öflug blaðaútgáfa, heitir blaðið Brák eftir fóstru Egils Skalla- grímssonar sem Brákarsund er kennt við. Blaðið er öllum opið eins og andinn leyfir í það og það skiptið og sögðu þær frá því að einn hefði tekið áskorun um að yrkja og fékk hann til þess 10 mín- útur. Árangurinn varð glæsilegur og var bálkurinn, sem ortur var í limrustíl, kallaður Tíu mínútna sónatan. Þær sögðu að þátttakendur væru mjög ánægðir með dvölina hér og hefði veðrið leikið við þau alla vik- una. 70% æt.la að vera hér lengur og skoða landið og ferðast um. Að lokum vildu þær koma því að framfæri að á hverju hausti væri haldin kynning á starfsemi skólans og yrði það auglýst, hvöttu þær fólk til að mæta á þessa kynn- ingu í haust því að þetta væri bæði gagnleg og skemmtileg leið til að komast út úr hinu daglega amstri. Suðrænt veðurlag Á baklóð skólans voru nokkrir tjaldbúar sem gerðu dvölina hér ódýrari með þvi að búa í tjaldi. Helena Nynasá, einn tjaldbúanna, sagðist vera finnsk en stunda nám í landafræði við Háskólann í Oslo. Hennar áhugamál er samband okkar við náttúruna og sagðist hún vinna i hóp með það svið. D völin hér hefði verið frábær. V eð- rið eins og á suðrænum slóðum og sagðist hún ætla að vera hér í 4 daga eftir að skólanum lýkur, fara norður í land til að sjá sig um. Nokkrir höfðu tekið með sér fjöl- skylduna og voru 9 böm þátttak- enda þama. Gun Holmström frá Aabo í Finlandi starfaði sem bamapía og sagðist hún hafa grip- ið þetta tækifæri til að komast frítt til íslands og sagðist hún hafa notið ferðarinnar og góða veðurs- ins. Þar með lauk þessari ferð DV að Hvanneyri og var ekki laust við eftirsjá því svo sannarlega hefði verið gaman að fá að taka þátt í því sem þama fer fram og það þegar íslensk náttúra skartar sínu fegursta. -Ó.G. Texti: Ómar Garðarsson DV-myndir JAK Kennslustund í forsælu trjánna. r PÓSTUR OG SÍMI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK Þú ættir að leggja nýja póstnúmeiið vel á minnið svo þú getirnotað það næst þegar þú sendir bréf í hverfið. Með því móti sparast tími og fyrir- höfn og þú flýtir fyrir sendingunni. Mundu nýja póstnúmerið 103 og fyrir pósthólf 123. Nýtt pósthús. Ts að er íleira nýtt á þessum slóðum. i Þann 13. ágúst nk. opnum við nýtt póstútibú í Kringlunni. Það verður í vist■ ■ legu umhverfi og mun veita alla alm- enna póstþjónustu auk póstfaxþjónustu. Afgreiðslutíminn verður virka daga frá kl. 8.30 til 18.00. Við bjóðum þig vel- komin í nýja póstútibúið okkar. Ný söludeild 5amhliða nýja póstútibúinu munum við opna söludeild í Kringlunni. í söludeildinni verða á boðstólum fjöl- margar tegundir vandaðra símtækja og annarbúnaður tengdur síma. Auk þess mun söiudeildin veita símnotend- um alla þjónustu varðandi nýja síma og ílutning á símum. OG N/ESTA NAGRENNI HEFUR FENGIÐ PÓSTNÚMERIÐ103 < co

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.