Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987.
Fréttir
Nú er áætlað að eyða fjárlagahallanum á tveimur árum:
Beita verður stóra
niðurskurðarhnífnum
segir fjármálaráðhenra
„t>að er ljóst að stíga verður stæiri
skref en ætlað var í fyrstu til að
eyða flárlagahallanum. Talað var
um að eyða honum á þremur árum
en nú er stefht að tveimur árum,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson
íjármálaráðherra er DV spurði hann
hvaða ráð hann og ríkisstjómin
væru með í pokahominu til að
stemma stigu við upprisu verðbólg-
unnar.
„Til þess að það sé hægt þarf að
auka tekjuöflun ríkissjóðs og skera
niður ríkisútgjöld og beita stóra nið-
urskurðarhnífnum. Ég hef unnið að
þessu í samráði við ráðherranefhd í
ríkisfjármálum og ég hef lagt fyrir
hana ákveðnar forsendur um póli-
tíska ste&umótum að því er varðar
útgjaldaliði fjárlaganna. Þar fyrst
reynir á pólitíska samstöðu innan
ríkisstjómarinnar um að þessar út-
gjaldatakmarkanir haldist," sagði
Jón Baldvin.
Síðan sagði Jón:
„Því miður er undirafda verðbólg-
unnar mikil og fer vaxandi. Það er
gífurlegur halli á ríkisbúskapnum,
vaxandi hafli á viðskiptum við út-
lönd, það hafa orðið gífurlegar
launahækkanir hjá þorra launþega,
það er veruleg kaupmáttaraukning,
léttari skattbyrði og neyslukapp-
hlaup.
Það sem þessi ríkisstjóm hefur
gert til að byrja með er að draga úr
verðbólguafleiðingum af ríkisfjár-
Iagahallanum með skattheimtu. Það
sem innheimtist á þessu ári er tak-
markað en mun skila ríkinu 3,5
milljörðum króna á næsta ári enda
fækkar þá söluskattsundanþágum.
Það kemur að því að ríkisstjómin
verði að meta það hvort við stöndum
frammi fyrir því að á ný hefjist víxl-
hækkanir kaupgjalds og verðlags og
verðbólgan fari á fulla ferð. Ljóst er
að fastgengisstefhan þyldi ekki það
álag. Þar með værum við komnir í
sömu hringekju og var á síðasta ára-
tug.
Ríkisstjómin heftir ekki mótað þá
stefriu enn en auðvitað ber henni
skylda til að gera það sem gera þarf
til að koma í veg fyrir að við lendum
í nýrri verðbólguholskeflu. Ráðstaf-
anir af því tagi þurfa að vera á
mörgum vígstöðvum og ljóst að beita
verður stóra niðurskurðarhnífnum á
verðbólguhvata innan ríkiskerfis-
ins,“ sagði Jón Baldvin.
Aðspurður hvort hann óttaðist
ekki kröfur verkalýðshreyfingarinn-
ar á haustmánuðum sagði Jón
Baldvin að einmitt verkalýðshreyf-
ingin hefði haft mestan skilning á
því, það em launþegar í landinu sem
hafa mestu að tapa ef verðbólgan fer
á fulla ferð.
„Ég geri mér því vonir um að allir
sjái að slíkt má ekki henda,“ sagði
Jón Baldvin að lokum.
-S.dór
Hinnar nýju rikisstjórnar Þorsteins Pálssonar bíða fjölmörg erfið úrlausnar-
efni. Verðbólga stefnir nú hraðbyri upp á við og halli á ríkissjóði er gífurleg-
ur. Fulltrúar hinna ýmsu stjórnmálaflokka hafa við þessum meinum
margvislegar lausnir.
Steingrímur Hermannsson:
Ný verðbólgualda
yrði sársaukafull
Guðrún Agnarsdóttir:
Halli
ríkissjóðs
áhyggjuefni
„Sú þensla, sem menn töldu að
væri í efnahagskerfinu, virðist nú
vera að koma í ljós,“ sagði Guðrún
Agnarsdóttir þegar hún var spurð
álits á stöðu efhahagsmála.
„Vísitala framfærslukostnaðar
hefur hækkað mikið og verðbólgan
er nú komin í að minnsta kosti
28%. Aðgerðir stjómarinnar hafa
stuðlað að þessum hækkunum.
Arfur frá fyrri stjóm mun verða
erfiður viðfangs, ekki bara fyrir
ríkisstjórnina, þar sem em flokkar
sem nú þurfa að kljást við afleið-
ingar gerða sinna, heldur einnig
fyrir almenning."
Húsnæðiskerfið er spmngið og í
það vantar vemlega fjármuni á
næsta ári, flugstöðvarbyggingin
fór langt fram úr áætlun og sömu-
leiðis kostnaður vegna Útvegs-
bankamálsins. Allt veldur þetta
halla á ríkissjóði sem sannarlega
er áhyggjuefni.
Kvennalistinn hefur þegar mót-
mælt aðgerðum ríkisstjómarinnar,
m.a. að leggja 10% söluskatt á
matvörur, og bent á aðrar leiðir
til tekjuöflunar í soltinn ríkissjóð,
leiðir sem snerta lítt þá sem tekju-
lægstir em.“
Guðrún benti á að ytri aðstæður
réðu miklu í þróun efnahagsmála
á næsta ári. „Hagstæð ytri skilyrði
vom einmitt meginorsök þess góð-
æris sem síðustu ríkisstjóm tókst
ekki að skila til fólksins. Miklu
varðar að þessi stjóm kunni að
nýta þær góðu sendingar sem
henni berast, fólkinu í hag.“ -ES
„Því er ekki að neita að þetta em
allískyggilegar tölur,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson utanríkisráð-
herra um stöðu efnahagsmála.
„Það var ljóst að til að draga úr
miklum ríkissjóðshalla varð að ná
inn tekjum. Vitað var að þær aðgerð-
ir myndu auka verðbólgu tímabund-
ið en ég trúi og vona að hún muni
lækka á næstunni.
Það sem ég er hins vegar hrædd-
astur við er hin mikla þensla sem
ríkir í þjóðfélaginu og ef ekki tekst
að draga úr henni. Við Islendingar
fjárfestum of mikið bæði einstakling-
ar og fyrirtæki. Ef sér fram úr
erfiðleikunum og kemur góðæri þá
ijúka allir til. Aðgerðir á næstunni
verða að miða að því að draga úr
þessari miklu þenslu, draga úr þess-
um fjárfestingum."
Steingrímur var spurður hvort
hann teldi að fjárlagagerð fyrir
næsta ár yrði sársaukafull. „Jú, það
finna sjálfsagt einhverjir fyrir því
þegar fjárlögin verða gerð. En ef
tekst að draga úr þenslunni þá er
það miklu sársaukaminna en ef ný
verðbólgualda myndi skella á, það
væri sársaukafullt," sagði Stein-
grímur.
Áfellisdómur á síðustu stjórn
segir Oli Þ. Guðbjartsson
„Verðbólgustigið er gjaman sá
mælikvarði sem segir mest um efna-
hagsástandið á hveijum tíma, að
minnsta kosti finnur almenningur
vel fyrir þróun verðbólgunnar. Þró-
un hennar upp eða niður er að auki
eins konar einkunn sem stjóm efha-
hagsmála fær á hveijum tíma. Stjóm
ríkisfjármála, peningamála og ekki
síst vaxtastefrian em afgerandi þætt-
ir í þessari framvindu," sagði Oli Þ.
Guðbjartsson, þingmaður Borgara-
flokksins.
ÓIi sagði að minna mætti á að
þegar Albert Guðmundsson lét af
embætti fjármálaráðherra stefridi
verðbólgan í 20% en þegar Þorsteinn
Pálsson lét af embætti stefhdi hún í
40%. „í þessari staðreynd felst margt
sem ekki em tök á að telja upp hér
í sviphendingu en almenningur á
íslandi, til sjávar og sveita, mun
ekki gleyma henni því lengi man til
lítilla stunda," sagði Óli.
Hann sagði þessar staðreyndir
vera áfellisdóm yfir stjóm efhahags-
mála hjá fyrrverandi ríkisstjóm því
að ástæðan væri ekki rakin til hörku
á vinnumarkaði, óbilgjamrar stjóm-
arandstöðu né verðfalls á útflutn-
ingsvörum. „En verst er þó að vart
örlar á heilstæðum tökum til að fást
við þau verkefni sem brýnust em í
þessu efhi af stjómvalda hálfu. Það
er nánast sorglegt. Ég man aldrei
eftir svona þreytulegri ríkisstjóm og
það á hveitibrauðsdögunum," sagði
Óli Þ. Guðbjartsson.
-ES/JFJ
Verðbólgan er
ekki einkamál
stjórnarinnar
- segir Friðrik Sophusson
„Ríkisstjómin þarf að bregðast við
vaxandi verðbólgu og of mikilli
þenslu með þrennum hætti,“ sagði
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra
um stöðu efhahagsmála. Friðrik er
einn þriggja ráðherra í ráðherra-
neftid um ríkisfjármál.
„I fyrsta lagi þarf að ná tökum á
ríkisfjármálunum. Það þarf að gera
annars vegar með samdrætti í ríkis-
útgjöldum og hins vegar með því að
koma ýmsum verkefnum, sem ríkið
annast nú, yfir á hinn almenna
markað.
I öðru lagi þarf með peningalegum
aðgerðum að hvetja til innlends
spamaðar. Meðal annars þarf að
breyta reglum til að arðvænlegt sé
að leggja áhættufé til fyrirtækja.
Það þarf að styrkja stöðu spamaðar-
ins gagnvart eyðslunni.
Síðast en ekki síst skipta komandi
kjarasamningar mjög miklu máli.
Sem stærsti atvinnurekandinn þarf
ríkið að beita sér fyrir jöfnun launa
frekar en að þau ijúki upp hjá þeim
sem þegar hafa há laun. Hins vegar
■hlýtur það að reyna, óbeint, að hafa
áhrif á aðila vinnumarkaðarins.
Aðalatriðið er að reyna að halda sem
mestu af þeim mikla kaupmætti sem
nú hefur fengist með aukinni verð-
mætasköpun og framleiðniaukningu
í stað nýrrar verðbólguhringekju.
Það verða allir að átta sig á því,
hvar sem þeir standa í stjómmálum
eða hagsmunagæslu, að það er ekk-
ert einkamál ríkisstjómarinnar og
stuðningsaðila hennar að halda
verðbólgunni niðri. Það er lífshags-
munamál allrar þjóðarinnar og því
ættu allir að geta sameinast í þessu
verkefhi."
-ES
Svavar Gestsson:
Fývstu efnahagsað-
gerðirnar vom kák
„Fyrir kosningar bentu menn á
að vandinn væri gífurlegur, bæði á
sviði ríkisfjármála og viðskipta við
útlönd. Þá bám ríkisstjómarmenn
fyrir sig skýrslu Þjóðhagsstofhunar.
Nú, aðeins fáum mánuðum eftir
kosningar, snýr Þjóðhagsstofhun við
blaðinu og fellst á ábendingar okk-
ar,“ sagði Svavar Gestsson þegar
hann var spurður álits á ástandi
efhahagsmála.
„Þetta er alvarlegt athugunarefni
um stöðu Þjóðhagsstofhunar og trú-
verðuleik þeirra upplýsinga sem
berast þaðan, sérstaklega fyrir
stjómarandstöðuna.
Nú er mikil þensla í þjóðfélaginu
og aðgerðir ríkisstjómarinnar hafa
aukið verðþensluna. í gegnum við-
skiptabankana streyma inn í landið
erlendir peningar sem engin inni-
stæða er til fyrir í landinu. Það var
haldin veisla í gær í Kringlunni fyr-
ir þess háttar peninga.
Hættan er að efhahagskollsteypan
sé þegar það langt gengin að erfitt
sé að stöðva hana. I ríkisstjómarvið-
ræðunum hefði átt að leggja fram
efhahagsplan til tveggja ára því þá
þegar var vandinn kominn í ljós. Það
var ekki gert og fyrstu efhahagsað-
gerðir ríkisstjómarinnar vom kák.
Sem fyrsta skref myndi ég núna
stöðva umsvifalaust hinar sjálfvirku
erlendu lántökur viðskiptabank-
anna og slá þannig á þensluna.“
-ES