Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987. Fréttir Kringlan opnuð í gær: Fjölmenni á fýrsta degi - ÆUar að fa 13% smásöluverslunar í borginni Fjöldi manns kom í Kringluna í gær, íyrsta daginn sem þessi stærsta verslunarmiðstöð landsins var opin. Flestir komu til að skoða dýrðina og athuga verð en margir voru þó í verslunarhugleiðingum og það var nóg að skoða. í Kringlunni eru 76 verslanir á 28 þúsund fermetrum og með tilkomu þessarar verslunarmiðstöðvar eykst verslunarrými í Reykjavík um níu prósent. Forráðamenn Kringlunnar gera sér vonir um að ná í um 13% hlutdeild allrar verslunar í höíúð- borginni. Allt umhverfi verslananna og sam- eign er einkar snyrtilegt og fallegt, nánast íburðarmikið. Á gólfum er gljáfægður marmari, rúllustigar á milli hæða og á göngum og torgum eru gosbrunnar og fallegur gróður en allt verslunarsvæðið er undir þaki. Við Kringluna eru tilbúin um fjórtán hundruð bílastæði en það er á mörkunum að það nægi þar sem starfsmenn eru um fimm hundruð og gert er ráð fvrir sextíu þúsund viðskiptarinum vikulega. Byggingarkostnaður Kringlunnar er áætlaður um sautján hundruð milljónir króna. Er þá ekki meðtal- inn innréttingakostnaður verslan- anna og þá örugglega ótaldar nokkur hundruð milljónir króna. En forráðamenn Kringlunnar og versl- unareigendur eru bjartsýnir og ánægðir með útkomuna og viðtök- umar íyrsta daginn og viðskiptavin- imir virtust hæstánægðir. -ATA Sameignin, göng og torg, er falleg og víða gróðursæl - minnir óneitanlega dálitið á utlönd. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverötryggð Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Lb.Sp. Úb.Bb, Ab Sparireikningar 3ja mán. uppsögn, 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb. Úb 12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 25,5-27 Ib.Bb Ávísanareikningar 4-15 Ab.lb. Vb Hlaupareikningar 4-8 Ib.Lb Innlan verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán meosérKjörum 3-4 Ab.Úb 14-24.32 Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab Sterlingspund 7,5-9 Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Vb Danskarkrónur 8.5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 28-28,5 Lb.Bb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 25-26 eða kge Almenn skuldabréf 29 31 Ub Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningaríyfirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir Skuldabréf Að 2.5árum 8-9 Lb.Vb. Sb.Ab Til lengri tíma 8-9 Lb.Vb, Sb.Ab Utlán til framleiðslu isl. krónur 25-29 Úb SDR 7.75-8 Bb.Lb, Úb.Vb Bandaríkjadalir . 8,5-8,75 Bb.Lb, Úb.Vb Sterlingspund 10-10,75 Sp Vestur-þýsk mörk 5,25-5.75 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 40.8 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala ágúst 1743 stig Byggingavisitala ágúst 321 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði9%1.júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestin< arfélaginu); Ávöxtunarbréf 1,1995 Einingabréf 1 2,216 Einingabréf 2 1,311 Einingabréf 3 1.375 Fjölþjóöabréf 1,030 Kjarabréf 2,211 Lífeyrisbréf 1,114 Markbréf 1,101 Sjóðsbréf 1 1,086 Sjóðsbréf 2 1,086 Tekjubréf 1,202 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 273 kr. Flugleiðir 190kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 116 kr. Iðnaðarbankinn 140kr Skagstrendingurhf. 182 kr. Verslunarbankinn 123kr Útgerðarf. Akure. hf. 16ökr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. (2) Byggingarvísitala var sett á 100 þann 1. júlf, en þá var hún í 320. Hún verður framvegis reiknuð út mánaðarlega, með einum aukastaf. Nánari upplýsingar um peningamarkaöinn blrtast i DV á fimmtudögum. „Berjumst á tvenn- um vígstöðvum“ „Við getum ekki annað en verið bjartsýn. Viðbrögð fólks hér í dag hafa verið frábær, því finnst það hreinlega ævintýraleg reynsla að koma á þetta verslunarsvæði," sögðu Skúli Jóhannesson og Erla Vilhjálmsdóttir, eigendur verslunar- innar Tékk-kristall, sem er ein 76 verslana í Kringlunni. „Það hefur verið feikileg vinna að koma öllu þessu heim og saman en við erum ánægð með útkomuna. Hér er allt fallegt og vinnan vönduð.“ Tékk-kristall verður áfram með verslunina á Laugaveginum. „Þetta fyrirtæki hér, Kringlan, er alveg nýtt fyrirbæn á íslandi og það er gaman að taka þátt í þessu. En hjartað slær enn á Laugaveginum og þar höldum við áfram með gömlu verslunina okkar. Hver borg verður að hafa sinn miðbæ og það má alls ekki leggja hann af í Reykjavík. Það verður dýrara og erfiðara að byggja aftur upp miðbæinn ef það eru komnir kalblettir í hann. Við ætlum því að halda áfram okk- ar baráttu á tvennum vígstöðvum og við vonumst bara til að eignast nýja viðskiptavini hér. Það verður gaman að fylgjast með þróun mála hér í Rringlunni. íslendingar eru svo nýjungagjamir að þeir þyrpast ör- ugglega hingað til að byija með og næstu jól verða Kringlujól. En hvað gerist svo getur reynslan ein sýnt okkur,“ sögðu Skúli og Erla. ATA Skúli Jóhannesson og Erla Vilhjálmsdóttir, eigendur Tékk-kristals, sögöu aö viðbrögð viðskiptavina hefðu verið frábær. DV-mynd JAK svæðið. Ella Jóhannesson er lengst til vinstri, þá Katrin Sigurjónsdóttir og Sólveig Eysteinsdóttir. DV-mynd JAK „Mættu vera fleiri stólar“ sögðu þrír ánægðir viðskiptavinir „Okkur líst mjög vel á Kringluna, eiginlega alveg stórkostlega," sögðu þær Ella Jóhannesson, Katrín Sigur- jónsdóttir og Sólveig Eysteinsdóttir sem sátu á bekk á neðri hæðinni og voru að hvíla sig eftir verslunarráp. „Okkur líst vel á verslanimar héma og reiknum svona frekar með því að versla hér í framtíðinni ef verðlagið rýkur ekki upp úr öllu valdi," sögðu þær stöllur. Sólveig sagðist hafa verslað í Hag- kaupi alla tíð frá því fyrsta verslunin var stofrisett í fjósinu á Miklatorgi og hún hefði hugsað sér að gera það áfram. Hún var nýbúin að kaupa vikuskammtinn í Hagkaupi og henni fannst verðlagið mjög svipað í Kringlunni og í Skeifunni. „Okkur finnst allur aðbúnaður hér til mikils sóma og umhverfið er geysilega fallegt. En okkur finnst vanta fleiri stóla á gangana. Hingað kemur svo mikill fjöldi manna og svæðið er svo stórt að það er nauð- synlegt að hér sé góð aðstaða til að setjast niður og hvíla 'lúin bein á milli þess sem innkaup em gerð.“ Að öðm leyti sögðust þær ekki hafa undan neinu að kvarta og Kat- rín sagðist vera nýkomin frá því að snæða léttan rétt á einum matsölu- staðanna sem heitir Léttir réttir og það hefði verið mjög ánægjuleg mál- „Mjög fallegur stórmarkaður“ - sögðu tveir rtalskir ferðamenn „Okkur líst mjög vel á Kringluna. Þetta er ekki ólíkt öðrum stórmörk- uðum sem við höfum séð í Evrópu nema hvað okkur finnst þetta íburð- armeira og fallegra," sögðu bræð- umir Giovanni og Paolo Sormani sem búa í Mílanó. Giovanni og Paolo sögðust bara vera að skoða Kringluna en það væri þó ekki útilokað að þeir versl- uðu eitthvað líka. Þeir sögðust vera vanir stórum verslunarmiðstöðvum frá Ítalíu, jaihvel miklu stærri en þessari. „Það kemur okkur þó á óvart að svona fámenn þjóð geti staðið undir svo stóm verslunarhúsnæði. Og svona rosalega glæsilegu,“ sögðu Giovanni og Paolo. ATA fámennið á íslandi. hve Kringlan er stór miðað við DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.