Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987.
Útlönd
Lá við árekstri hjá Reagan
. Nærri lá að þyrla Ronalds Rcagan
Bandaríkjaforseta lenti í árekstri í
lofti við óþekkta flugvél rovrri bú-
garði forsetans við Santa Barbara í
Kalifomíu í gær. Forsetinn var að
koma á búgarð sinn þar sem hann
ætlar að dvelja í afelöppun á nsest-
unni.
Atvikið átti sér stað um sex kíló-
metra saðaustur af búgarðinum
þegar flugmaður þyrlu forsetans bjó
sig tíl iendingar.
Að sögn talsmanns forsetaembætt-
isins var bin öugvéiin aðeins fáeiná
metra írá þyrlu forsetans. Flugmað-
ur hennar var síðar handtekinn á
öugveliinum í Santa Barbara eftir
að önnur þyrla haföi elt hann.
Myrtí sjúklinga
Þrjátíu og Ijögurra ára gamail
aðstoðarmaður á sjúkrahúsi í Cinc-
innati í Bandaríkjunum hefúr verið
handtekinn og sakaður um að hafa
myrt einn af sjúklingum þeim sem
hann haföí umsjón með.
Talið er hugsanlegt að maðurinn,
Donald Haryey, hafi myrt allt að
þrjátíu og fjóra sjúklinga á gúkra-
liúsinu þótt hann hafi aðeins verið
ákærður fyrir eitt morð til þessa.
Harvev er lýst sem þægilegum í viðmóti, duglegum og áhugasömum um
galdra og aðra einkennilega hluti.
Hánn heíúr verið opinberlega ákærður fyrir morðið á sjúklingi sem slas-
ast hafði í umferðarslysi en sjúklingurinn lést í marsmánuði síðastliðnum
af völdum blásýrueitrunar.
Harvey hefur sjálfur sagst bera ábyrgð á dauða þrjátíu og íjögurra sjúkl-
inga og kveðst hafa myrt þá með blásýru, rottueitri, hreinsilegi og með því
að sprauta lofti í æðar þeirra eða kæfa þá með plastpokum og púðum.
Réðust á franska borgara
Sendiráð Frakka í Port-Au-Prmce, höfuðborg Haiti, hefúr kralist þess af
stjómvöldum í landinu að þau efhi til rannsóknar á árásum sem þrír fransk-
ir borgarar hafa orðið fyrir í borginni undanfarið. Meðal annars hafa Frakkar
krafist þess að Haitimenn rannsaki tilvik þar sem hópur vopnaðra manna
í einkennisbúningum nauðgaði franskri konu.
Franska sendiráðið hefúr skrifað utanríkisráðuneyti Haiti bréf, þar sem
farið er fram á rannsókn á atviki þegar fimm vopnaðir menn stöðvuðu kon-
una, eiginmann hennar og annan karlmann þar sem þau voru á leið heim
til sín af veitingastað aðfaranótt þriðjudags.
Mennimir rændu fólkið og nauðguðu konunni.
SJö létust í fellibyfnum
Sjö rnanns létu lífið á Filippseyjum
í gær þegár fellibylurinn Betty gekk
yfír eyjamar. Miöjórúr manna voru
heimdislausar eftir að fellibylurinn
eyðiiagði stór hverfi nokkurra bæja
á miðbiki eyjanna.
Fellibylurinn sleit niður mikið af
rafmagnslínum og varð fjöldi bæja
algerlega rafinagnslaus. :
Að sögn Rauða krossins hefur ekki
verið hægt að ásetla skaðann af völd-
um veðursins, þar sem samgöngur
liggja mjög víða niðri og talið er áð
taki nokkra daga að koma þeim í
samt lag að nýju.
Þeir sem létust af völdum veðurs-
ins höföu flestir ákveðið að halda
sig á heimilum sínum i stað þess að
leita betra skjóls fyrir veðrinu. Þeir
urðu síðan undir braki þegar veður-
ofsinn rústaði íbúðú- þeirra.
Hetja komin heim
F'lugþjónninn sem yfirbugaði flug-
ræningja í Genf í Sviss fyrir nokkru
er nú kominn út af sjúkrahúsi þar
sem gert var að sárum hans. Flug-
þjónninn fékk skot í kviðarhol þegar
hann réðst á flugræningjann scm
rændi þotu frá Air Afrique fyrir
nokkru. Þurfti hann að gangast und-
ir erfiðar aðgerðir en er nú heill
heilsu.
Lik fallinna þorpsbúa i fjöldagröf í Mósambik. Hægri sinnaðir skæruliðar eru sagðir hafa skotið að minnstá kosti
sjötiu manns í þorpinu Manjacaze. Símamynd Reuter
Fiöklamorð í Mósambik
Hægri sinnaðir skæruliðar í
Mósambik neituðu í gær að hafa
myrt sjötíu manns í þorpinu
Manjacaze í suðurhluta landsins.
Hin opinbera fréttastofa Aim í
Mósambik sagði frá því í gær að um
sex hundruð vopnaðir skæruliðar
hefðu þust inn í þorpið á mánudag-
inn og skotið að minnsta kosti sjötíu
manns. Sagði fréttastofan árásina
hafa verið svipaða þeirri sem gerð
var 18. júlí síðastliðinn en þá féllu
Kona á flótta frá þorpinu Manjacaze.
Skæruliðar hafa framið fjöldamorð
í annað sinn á tæpum mánuði.
Símamynd Reuter
tæplega fjögur hundruð óbreyttir
borgarar. Var það mesta fjöldamorð-
ið í sögu borgarastyrjaldarinnar í
Mósambik.
Yfirvöld í Mósambik segja skæru-
liðana njóta stuðnings stjórnarinnar
í Suður-Áfríku. Hafa þeir látið til sín
taka í Gaza-héraðinu og í fréttatil-
kynningu frá l.ágúst sögðust þeir
hafa ráðist á herbækistöðvar við
Manjacaze.
Marmaraþjófur heim gegn tryggingu
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfii;
Átján ára Dani hefur verið látinn
laus úr grísku fangelsi gegn trygg-
ingu sem hljóðaði upp á tíu þúsund'
danskar krónur. Getur hann því far-
ið heim eftir rúmlega mánaðarlanga
fangelsisvist.
Daninn var handtekinn í Aþenu
11. júlí síðastliðinn þegar lögreglan
þar uppgötvaði fyrir tilviljun að
hann bar tíu kílóa marmarastykki
frá Akropolishæðinni í bakpoka sín-
um. Eftir handtökuna kom í ljós að
marmarastykkið hafði mikið fom-
fræðilegt gildi.
Þótt Daninn hafi litið á marmara-
stykkið sem hvem annan stein við
göngustíg þá líta Grikkir á hveija
steinvölu á Akropolishæð sem hluta
af menningararfleifð sinni og taka
þungt á öllum tilraunum til að fjar-
lægja minnsta rykkom þaðan.
Reyndar gengu samningaumleit-
anir danska sendiráðsins um að fá
Danann lausan vel og því er litið á
fangelsunina sem áminningu fyrir
aðra Akropolisfara.
Leitað var eftir aðstoð kafara til að kanna hvort ekki væri allt i lagi með skips-
skrokk franska tundurduflaslæðarans Cantho sem fara á til Persaflóa.
Símamynd Reuter
íranir leita
tundurdufla
íranir tilkynntu í gær að þeir myndu
æfa tundurduflaleit á alþjóðlegum.
siglingaleiðum í kjölfar ásakana
Bandaríkjamanna um að írönsk
stjórnvöld hefðu látið koma fyrir tund-
urduflum fyrir utan Persaflóa.
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins sakaði einnig í gær
írana um að vera að kaupa fleiri tund-
urdufl. Hvatti hann Sameinuðu þjóð-
imar til þess að íhuga hvort ekki ætti
að banna sölu vopna eins og tundur-
dufla til Irans og Iraks.
Að minnsta kosti fimm tundurdufl
hafa fundist i þessari viku fyrir utan
Fujairah, hafnarborg í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum fyrir utan
Persaflóa. Olfuflutningaskip i eigu
Bandaríkjamanna rakst á eitt tundur-
dufl og kom gat á skipið. Bandarískir,
breskir og franskir tundurduflaslæð-
arar em nú á leið til Persaflóa og
búist er við þeim þangað næstu vik-
umar.
Irakar hafa tilkynnt að þeir hafi flog-
ið rúmlega hundrað árásarferðir í gær
en neita fullyringum Irana um að fjór-
ar íranskar þyrlur hafi verið skotnar
niður. Báðir aðilar tilkynntu um
særða eftir árásir á borgir og þorp.
íranir segjast nú hafa rétt til þess
að nota efnavopn í Persaflóastríðinu
í hefndarskyni gegn slíkum árásum
íraka. Kom það fram í bréfi til Samein-
uðu þjóðanna. Einnig gagnrýndu
íranir ályktun Sameinuðu þjóðanna
um vopnahlé samstundis en höfnuðu
henni ekki beint.