Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987.
11
Httabylgla á Spáni
Hitabylgja stendur nú yfir á Spáni
og hefur hitastig í forsíelu farið upp
í fjörutíu gráður á Celcfus, að því
er spánska veðurstofan skýrði frá í
gær. Hitabylgjan staíar af heitu lofti
sem borist heftu' með vindum úr
Sahara-eyðimörk tnni undanfttrið. i
Ferðamenn gripu til þess í gær að
kæla sig í gosbrunnum Madrid-
borgar og að sögn ríkisúlvarpsins á
Spáni hefur orðið að skammta vatn
í mörgum bæjum í austanverðri
Kataloníu og í Extramadura-héraði.
Að sögn veðurstofúnnar er talið að hi
Talsraaður þjóðvarðliðsins á Spáni sagði í gær að óttast væri að skógareld-
ar gætu brotist út. 1 Extramadura-héraði brunnu um tvö hundruð hektarar
af eikartrjám og kjarri í gær.
Skór fyrir prinsinn
Um þessar mundir er verið að
leggja lokahönd á gerð pars af skóm
fyrir Karl Bretaprins. Skór þessir eru
einkum merkilegir fyrir þá sök að
efhiviðurinn í þeim er tvö hundruð
ára gamalt rússneskt hreindýra-
skinn sem bjargað var úr danska
skipinu Catherine von Flensburg.
Skipið sökk við Bretlandsstrendur
árið 1786 og hefur skinnið þvi legið
tvær aldir í sjó.
Kostnaður við skógerðina er um
1250 sterlingspund. Það hefur þurft
fimm skógerðarmeistara til að íjúka
verkinu. Prinsinn mun fa parið fljót-
lega en auk þessa skópars verða
framleidd níu önnur úr sama efnivið.
Þau verða seld á uppboði og and-
virði þeirra gefið til góðgerðarmála.
TVíhöfða grii
Tvíhöfoa grís fæddist á býli einu í Ungverjalandi síðastliðinn miðvikudag.
Grísinn var einn af tíu sem móðirin gaut þann dag. Hann er með tvö höf-
uð, tvo munna, fjögur augu, tvær tungur en aðeins einn heila. Grísinn getur
ekki tekið til sín næringu frá móðurinni, líkt og eðlilegir grísir gera, þann-
ig að hann fær næringu um sérstakt rör.
Ekki er talið að grísinn geti lifað lengi.
Enrlle á þlng
Juan Ponce Enrile, fyrrutn vamar-
málaráðherra Filippseyja og einn af
helstu 8tjómmálaandstæðingum
Coraxon Aquino, forseta landsins,
var í gær opinberlega lýstur þing-
maður í öldungadeild þings landsins
og þar með lauk biturri, þriggja
máhaða langri baráttu um síðasta
sætið á þinginu.
Mál Enrilea þurfti að fara fyrir hæstarétt landsins. Þegar úrskurður var
kveðinn upp í gær sagðist Aquino rayndu beygja sig fyrir honum þar sem
hún tryði á gildi hans sem æðsta dómstóls landsins.
Felldu tugi uppreisnarmanna
Að sögn sovésku fréttastofúnnar
Tass hafa tugir uppreisnarmanna í
Afganistan fallið undanfarið og afg-
anski stjómarherinn liefur tekið
mikið af vopnum herfangi. Að sögn
frétrastofttnnar hefur þetta átt sér
stað í miklum átökum i Shakardara
héraði, sem er skammt fyrir noröan
Kabul, höfúðborg Afganistan.
Fréttastofan tiltók ekki hvenær bardagar þessir áttu sér stað en vestræn-
ir diplómatar i Islamabad segja að í síðustu viku hafi hersveitir Sovétríkja-
anna og stjómarhers Afganistan haft uppi miklar sprengjuárásir á svæði
þetta.
Fréttastofan sagði að meðal þess sem tekiö var herfangi hefðu verið meira
en þrjú þúsund fallbyssuskot, kvartmilljón riffilskota og margar þungar
vélbyssur.
Eldamir slokknaðír
Slökkviliði á grísku eyjunni Rhodos tókst í gær að ráða endanlega niður-
lögum skógareldanna sem geiaað hafa á eynni undanfarna daga.
Úllönd
Sprenging
í efiia-
biigða-
stöð
Að minnsta kosti fimm manns létu
lífið og sextíu slösuðust við spreng-
ingar í efnabirgðastöð nálægt flug-
velli í Seoul í Suður-Kóreu í gær.
Búist er við að fjöldi látinna sé meiri
þar sem talið er að nokkrir hafi lok-
ast inni í birgðastöðinni.
Að sögn vitna náðu eldtungurnar
úr birgðastöðinni tuttugu metra upp
í loftið. Allt lék á reiðiskjálfi á flug-
vellinum og þrjú hús jöfnuðust við
jörðu. Flestar rúður innan tveggja
kílómetra radíusar brotnuðu. Flug-
umferð varð ekki fyrir truflunum
vegna sprengingarinnar.
Þrjátíu og sjö ára gamall maður
missti átta ára gamla dóttur sína og
eiginkonu er kviknaði í húsi hans.
Tvö önnur börn voru í húsinu og slö-
suðust þau alvarlega. Nágranna-
kona mannsins komst með
naumindum úr rústum húss síns en
það hrundi tuttugu sekúndum eftir
að hún heyrði í sprengingunum.
Fullyrt er að tala látinna hefði orðið
hærri ef ekki hefði verið svo fábýlt
í kringum efnabirgðastöðina sem að
mestu var umkringd ökrum.
Mikill eldur varð við sprengingu í efnabirgðastöð i Seoul í gær og biðu fimm
manns bana. Simamynd Reuter
Tjalda vegna húsnæðiseklu
Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannaha&u
Nú eru skólar að byrja og húsnæðis-
leit námsfólks í helstu skólaborgum
og bæjum Danmerkur í alglevmingi.
Framboð er eins og fyrr miklu minna
en eftirspum og því hefur Thor Peders-
en, húsnæðismálaráðherra Dana.
beðið bæjar- og sveitarfélög um að
gera átak til að finna húsaskjól fyrir
nemendur. Mælir ráðherrann með
stofnun húsnæðismiðlana og auglýs-
ingaherferða vfirvalda á hverjum stað
svo að fólk með laus herbergi gefi sig
fram.
Á Kaupmannahafnarsvæðinu er
reiknað með að 90 prósent umsækj-
enda um húsnæði á stúdentagörðum
fái neitun. Námsmannasamband Dan-
merkur reiknar með að nemendur við
tækniháskólann við Kaupmannahöfh,
sem ekki fá húsaskjól, slái upp tjöldum
á skólalóðinni eins og í fyrrahaust til
að vekja athygli á stöðu sinni.
VATNSDÆLUR • HJOLATJAKKAR • HJOLKOPPAR • SÆTAAKLÆÐI
NÝKOMIÐ!
LEGUR 0G PAKKDÓSIR
í ÖXLA OG DRIF
SENDUM í PÓSKRÖFU
Spjcer’
4*
V A R A HLUTAVERSLUNIN
SIÐUMULA 3
0 3 7 2 7 3
KVEIKJUHLUTIR • BREMSUKLOSSAR • STYRISEIMDAR • HJÖRULIÐIR
LUKKUGETRAUN:
Einu sinni í mánuði drögum við úr nöfnum kaupenda og seljenda um 5 daga ferð til
Hamborgar með ferðaskrifstofunni Sögu.
Verður þú sá heppni í ágúst?
AMC Cherokee Laredo, árg. 1986, GMC Jimmy Super Sierra 6,2 dis- Ford Capri 2,8 i árg. 1982, dökk-
gullsans, sjálfskiptur, ekinn 19.000 il árg. 1982, rauður, sjálfskiptur, grár, vökvastýri, low profil dekk,
m., verð kr. 1.190.000. Skipti á rafmagn i rúðum og læsingum, sportfelgur, sportstólar, einn
ódýrari. breið dekk og felgur, ekinn 43.000 meiri háttar, ekinn 77.000 km,
m., verð 890.000. Skipti á ódýrari. verð kr. 490.000. Skipti á ódýrari.
Allar gerðir bíla vantar á söluskrá- mikilsala
Opið laugardaga kl. 10-18.
BÍLATORG
NOATUN 2 - SIMI 621033