Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Page 27
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987.
39
dv Fólk í fréttum
Þráinn Bertelsson
Þráinn Bertelsson hefur sagt upp
störfum sem ritstjóri Þjóðviljans og
af þeim sökum verið í fréttum DV.
Þráinn er fæddur 30. nóvember
1944 og nam heimspeki og sálfræði
í Dyflinn 1968-1970 og í Marseille í
Frakklandi 1971-1972. Hann lauk
lokaprófi í kvikmyndastjóm frá
Dramatiska institutet í Stokkhólmi
1977. Þráinn var kennari við Eiða-
skóla 1965-1966 og Þelamörk í
Eyjafirði 1972-1975. Hann hefur ver-
ið blaðamaður í Reykjavík og
dagskrárgerðarmaður við Ríkisút-
varpið og Sjónvarpið. Þráinn stofh-
aði fyrirtækið Nýtt líf með Jóni
Hermannssyni 1981 og hefur verið
aðaleigandi þess frá 1985. Hann var
ritstjóri Þjóðviljans frá 1. september
1986 - 1. september 1987 og tekur
nú aftur við stórfum hjá Nýju lífí.
Þráinn hefur verið afkastamikill
kvikmyndaleikstjóri og rithöfúndur
og hefur gert eftirtaldar kvikmyndir:
Jón Oddur og Jón Bjami, 1981,
Snorri Sturluson, 1981, Nýtt líf, 1982,
Dalalíf, 1983, Skammdegi, 1984,
Löggulíf, 1985. Meðal þeirra bóka
sem eftir hann liggja em: Sunnudag-
ur, skáldsaga, 1970. Stefnumót í
Dublin, 1971. Kópamaros, 1972.
Paradísarvíti, 1974, Hundrað ára af-
mælið, 1984 og Það var og, 1985.
Kona Þráins er Sólveig Eggerts-
dóttir, b. á Möðruvöllum í Hörgár-
dal, Davíðssonar og konu hans,
Ásrúnar Þórhallsdóttur, og eiga þau
tvo syni, Álf Þór og Hrafh.
Þráinn á eina systur, Ýrr, sem
vinnur á Ríkisútvarpinu. Foreldrar
þeirra em Bertel Theodór Natel Sig-
urgeirsson trésmiður og kona hans,
Fjóla Oddsdóttir.
Bertel er sonur Sigurgeirs, skipstjóra
í Tungu í Önundarfirði, Bjamason-
ar, b. í Engidal, Jónssonar, af
Amadalsættinni í fóðurætt og Eyr-
ardalsættinni í móðurætt. Móðir
Bertels var Ólína Ólafsdóttir frá
Skeggsstöðum í Svartárdal í Húna-
vatnssýslu. Meðal foðursystkina
Þráins var Helga, móðir Sigurgeirs
Jónssonar, bæjarfógeta í Kópavogi.
Þráinn er fjórmennmgur í föðurætt-
ina við þá bræður Veturliða og
Benedikt Gunnarssyni listmálara,
Gunnar Ásgeirsson forstjóra og
Valdimar Ömólfsson íþróttakenn-
ara.
Fjóla, móðir Þráins, er dóttir Odds,
b. á Hrafheyri við Amarfjörð, föður-
bróður Guðmundar G. Hagalín
rithöfundar, föður Sigríðar Hagalín
leikkonu. Oddur var sonur Krist-
jáns, skipstjóra á Lokinhömrum,
Oddssonar. Móðir Fjólu var Símonía
KristjanaPétursdóttir, b. á Bala á
Kjalamesi, Kristjánssonar, langafa
Valgerðar, móður Össurar Skarp-
héðinssonar, ritstjóra Þjóðviljans.
Kristjana, amma Þráins, var af
Fremri- Hálsættinni, en meðal skyld-
menna Þráins af þeirri ætt em
Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Guð-
rún Helgadóttir alþingismaður,
Magnús Hreggviðsson, forstjóri
Þráinn Bertelsson
Frjáls framtaks, Jóhanna Kristjóns-
dóttir blaðamaður og Þorbjöm
Broddason dósent.
Afmæli
Gunnar Bjömsson og Sigurður Bjömsson
Gunnar og Sigurður Bjömssynir frá
Stóm-Ökrum verða sextugir í dag.
Gunnar Bjömsson er fyrrum bóndi
á Sólheimum í Blönduhlíð en nú
húsvörður Búnaðarbankans á
Hlemmi.
Kona hans er Ragnheiður Jóns-
dóttir, b. á Sólheimum í Blönduhlíð
Bjömssonar og konu hans Valgerð-
ar Eiríksdóttur og em böm þeirra
Valgerður Jóna, kennari, Ragnar,
sálfræðingur, Sigríður Hrafnhildur,
blaðamaður og Ingibjörg Ásta,
mannfræðingur.
Sigurður Bjömsson er bóndi á
Stóm-Ökrum í Akrahreppi í Skaga-
firði, kona hans er María Helgadótt-
ir b. á Tungu í Gönguskörðum
Magnússonar og konu hans, Krist-
ínar Guðmundsdóttur. Böm þeirra
em Sigríður sagnfræðingur, Bjöm,
Sigurður Bjömsson og Gunnar Bjömsson frá Stóru-Ökrum.
framkvæmdastjóri Ungmennasam-
bands Skagafjarðar, Kristín, banka-
starfsmaður í Rvík., Gísli, íþrótta-
þjálfari hjá Ungmennasambandi
Skagafjarðar, Helga Gígja, banka-
starfsmaður á Sauðárkróki, Gunnar.
bóndi og kennari á Stóm-Ökrum.
Auður Herdís, verslunarmaður í
Varmahlíð í Skagafirði, María Aðal-
heiður, rakaranemi í Rvík. og Helgi,
námsmaður á Stóm-Ökrum.
Gunnar og Sigurður eiga þijár
systur. Þær em: Gunnfríður Ingi-
björg, maður hennar er Hólmsteinn
Jóhannesson b. á Þorleifsstöðum í
Akrahreppi, Ingunn, maður hennar
er, Geir Axelsson fyrrv. b. á Brekku-
koti i Akrahreppi. Herdís. maður
hennar er, Sveinn Jóhannsson b. á
Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi.
Foreldrar þeirra em Bjöm Sig-
ui'ðsson b. á Stóru-Ökrum og kona
hans, Sigríður Gunnarsdóttir. og
vom þau hjónin bræðraböm.
Faðir þeirra bræðra. Bjöm. var son-
ur Sigurðar b. á Svðra-Vallholti í
Seyluhreppi, Gunnarssonar. hrepp-
stjóra á Skíðastöðum i Skefilsstaða-
hreppi Gunnarssonar af Skíðastaða-
ættinni. Móðir Bjöms var Herdís
Ólafsdóttir b. í Brekkukoti í Blöndu-
hlíð Bjömssonar af Valadalsætt.
Móðir þeirra. Sigríður. var dóttir
Gunnars b. á Svðra-Vallholti. Gunn-
arssonar frá Skíðastöðum. Móðir
Sigríðar var Ingibjörg Ólafsdóttir.
b. í Kálfárdal í Skefilsstaðahreppi
Rafhssonar og Sigríðar Gunnars-
dóttur frá Skíðastöðum og vom
foreldrar Sigríðar systkinaböm.
Þeir bræður verða að heiman í
dag.
Jóhannes Zoega
Jóhannes Zoega hitaveitustjóri,
Laugarásvegi 49, verður sjötugur í
dag.
Hann lauk prófi í vélaverkfræði frá
Tækniháskólanum í Berlín 1941 og
vann við rannsóknir og störf i
Múnchen 1941-1945. Jóhannes var
verkfræðingur hjá Hamri hf. í Rvík
1945-1951 og forstjóri Landsmiðj-
unnar í Rvík 1952-1962. Hann var
hitaveitustjóri í Rvík frá 1962 og
hefur haft umsjón með lögn hita-
veitu í Rvík, Kópavogi, Hafnarfirði
og Garðabæ á þessu tímabili.
Kona hans er Guðrún Benedikts-
dóttir alþingismanns og skjalavarð-
ar í Rvík Sveinssonar og konu hans
Guðrúnar Pétursdóttur, em þau
hjón fjórmenningar. Böm þeirra em:
Tómas læknir, Guðrún verkfræðing-
ur, Benedikt stærðfræðingur. og
Sigurður hagfræðingur.
Systkini Jóhannesar em: Unnur,
gift Jóni Sigurðssyni, sjómanni á
Neskaupstað, og Reynir, gjaldkeri á
Neskaupstað.
Foreldrar þeirra vom Tómas Zo-
ega, sparisjóðsstjóri á Norðfirði, og
kona hans, Steinunn Símonardóttir.
Tómas var sonur Jóhannesar Zoega,
Jóhannes Zoega hitaveitustjóri.
skipstjóra í Rvik, Tómassonar Zo-
ega, formanns á Bræðraparti á
Akranesi, Jóhannessonar Zoega.
Bróðir Jóhannesar Zoega skipstjóra
var Geir, rektor, afi Geirs Hallgríms-
sonar seðlabankastjóra og Geirs
Þorsteinssonar, forstjóra Ræsis hf.
Móðir Tómasar var Guðný Hafliða-
dóttir, tómthúsmanns í Nýjabæ í
Rvík Nikulássonar, systir Ólafar,
móður Bjama Jónssonar vígslubisk-
ups. Kona Hafliða var Guðfinna
Pétursdóttir b. í Engey Guðmunds-
sonar, langafa Guðrúnar Péturs-
dóttur, móður Bjama Benediktsson-
ar forsætisráðherra og tengdamóður
Jóhannesar Zoega.
Móðir Jóhannesar hitaveitustjóra,
Steinunn, var dóttir Símonar b. á
Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal
Jónssonar, b. á Efstabæ í Skorradal
Símonarsonar, sem Efstabæjarættin
er kennd við. Systur Símonar vom
Halldóra, amma Sveinbjöms Bein-
teinssonar skálds og allsherjargoða
og Hildur, amma Péturs Ottesen al-
þingismanns á Ytra-Hólmi á Akra-
nesi, Jóns Helgasonar ritstjóra,
Magnúsar Ásgeirssonar skálds og
þýðanda, Leifs Ásgeirssonar prófess-
ors, langamma Inga Sigurðssonar
lektors og Helga H. Jónssonar
fréttamanns. Móðir Steinunnar Sím-
onardóttur var Herdís Jónsdóttir,
systir Magnúsar á Vilmundarstöð-
um, langafa Guðrúnar Hannesdótt-
ur, móður Hannesar Pálssonar
bankastjóra.
Þowarður Ömótfsson
Þorvarður Ömólfsson, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsfélags-
ins, Vorsabæ 3, Reykjavík, er
sextugur í dag.
Þorvarður er fæddur á Suðureyri
við Súgandafjörð og lauk lögfræði-
prófi 1966. Hann var í námi við
háskólann í Uppsölum 1967-1968 og
var stærðfræðikennari við Kvenna-
skólann í Reykjavík 1948-1974.
Þorvarður var framkvæmdastjóri
Félagsstofhunar stúdenta 1968-1973,
Bamavinafélagsins Sumargjafar
1973-1975 og Krabbameinsfélags
Reykjavíkur frá 1975. Þorvarður
hefur verið í stjóm Fannborgar hf.
(Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum)
frá stofnun félagsins 1974. Hann var
í samstarfsnefnd um reykingavamir
1977-1980 og reykingavamanefnd
frá 1980. Þorvarður var varamaður
i Bamavemdarráði íslands
1967—1974 og varaformaður ráðsins
1972-1974. Hann var formaður Bind-
indisfélags íslenskra kennara
1969-1973 og ritstjóri blaðsins Tak-
marks frá stofhun þess, 1976.
Kona Þorvarðar er Anna tann-
smiður Garðarsdóttir, skógarvarðar
á Selfossi, Jónssonar, og konu hans,
Móeiðar Helgadóttur.
Foreldrar Þorvarðar vom Ömólf-
ur Valdimarsson, kaupmaður á
Suðureyri við Súgandafjörð, af Am-
ardalsættinni, og kona hans,
Ragnhildur Kristbjörg Þorvarðs-
dóttir, af ætt Stefáns Péturssonar,
prests á Desjarmýri.
70 ára_____________________
Skarphéðinn Jónsson, Kringlu,
Miðdalahreppi, er 70 ára í dag.
60 ára_________________________
Laufey Lárusdóttir, Skaftafelli 2.
Hæðum. Hofshreppi. er 60 ára í
dag.
Þorgils Eiríksson, Evrarvegi 16.
Selfossi, er 60 ára í dag.
----■_
50 ára_________________________
Margrét Pétursdóttir, Egilsstöðum
2. Egilsstaðahreppi. er 50 ára í dag.
Lárus Arnar Kristinsson, Eyjavöll-
um 1. Keflavík. er 50 ára í dag.
Svavar Símonarson sjómaður.
Viðimel 41, Reykjavík, er 50 ára í
dag.
40 ára________________________
öm Oddgeirsson, Dvergholti 2,
Mosfellsbæ, er 40 ára i dag.
Sigurður Rúnar Hrólfsson, Flúða-
seli 80, Reykjavik, er 40 ára í dag.
Þorvarður ömóHsson, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsfelags-
ins.
Árni 0. Thorlacius, Túngötu 1.
Bessastaðahreppi, er 40 ára í dag.
Harry Erik Jóhannesson. Strand-
götu 18. Miðneshreppi. er 40 ára i
dag.
Sigurlaug Anna Sigtrvggsdóttir,
Tungusíðu 13. Akureyri. er 40 ára
í dag.
Þórhildur Jónsdóttir, Arnarvatni
I. Skútustaðahreppi. er 40 ára í dag.
Jón Árnason stýrimaður. Skál.
Mosfellsbæ. er 40 ára í dag.
Finn Jansen bifvélavirki. Hraunbæ
168, Revkjavík. er 40 ára í dag.
Vilborg Þorfinnsdóttir, Fjólu-
hvammi 11. Hafnarfirði. er 40 ára
í dag.
Gunnar L. Björnsson flugvirki,
Lindarflöt 30. Garðabæ. er 40 ára
i dag.
Guðmundur Hannesson, Reyni-
grund 40, Akranesi, er 40 ára í dag.
Olga Guðmundsdóttir, Látraströnd
56, Seltjarnarnesi, er 40 ára í dag.
Sævar Karl Ólason klæðskeri,
Smáragötu 4, Reykjavík, er 40 ára
í dag.
__________________Andlát
Sölvi Ólafsson, fyrrv. kaupmaður,
Hringbraut 99, Keflavík, lést á
gjörgæsludeild Landspítalans mið-
vikudaginn 12. ágúst.
Guðmunda Sigríður Jónsdóttir,
Langholtsvegi 94, andaðist á
Landakotsspítala að morgni 12.
ágúst.
Pétur Pétursson, Fjólugötu lla,
lést af slysförum þann 12. ágúst. j
Matthildur Björg Matthíasdótt-
ir, Vesturbergi 142, lést á gjör-
gæsludeild Landakotsspítala 12.
ágúst.