Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Qupperneq 32
44
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Lét breyta sér í Michael Jackson
Eddie Murphy
er með skemmtilegri mönnum.
Það sannaðist fyrir skömmu.
Hann var farþegi í flugi frá Los
Angeles þegar bilun varð í mót-
or flugvélarinnar. Farþegum
varð mjög brugðið og greip
nokkur hræðsla um sig. Eddie
var ekki lengi að bregðast rétt
við. Hann reis á fætur og bað
fólk vinsamlegast að vera ekkert
að „stressa" sig á þessu. Bilun-
in væri ekkert mál og sló hann
bara á létta strengi. Þannig tókst
honum að fá fólk til að slappa
af og gleyma áhyggjum sínum.
Eddie reif utan af sér brandar-
ana eins og honum væri borgað
fyrir það. Og tókst að skapa fjör
um borð.
Það hefur löngum þótt eftirsókn-
arvert að líkjast fræga fólkinu.
Taka þá til fyrirmyndar. En
misjafnt er hve fólk gerir mikið í
því. Sumir láta sér nægja að greiða
sér svipað, aðrir likja eftir klæða-
burði þess. En til eru þeir sem taka
málin öllu alvarlegar.
Eins og til dæmis Valentino Jo-
hnson. Hann hefur um árabil verið
einlægur aðdáandi Michael Jack-
son. Poppstjarnan hefur haft
gífurleg áhrif á Valentino og hefur
hann reynt að taka sér goðið til
eins mikillar fyrirmyndar og hugs-
ast getur.
„Þegar ég fylgdist með Michael
á hljómleikaferðalagi fyrir þremur
árum varð ég ákveðinn í að láta
breyta mér þannig að ég líktist
honum sem allra mest.“ segir Va-
lentino.
Og þá hófst leikurinn. Hann ræddi
við skurðlækni sem leist nú ekkert
sérstaklega á málið. En Valentino
var svo ákveðinn í þessu að læknir-
inn gat ekki annað en fallist á
þetta. Aðgerðin tók sinn tíma og
kostaði dágóða fúlgu. Hundrað og
sjötíu þúsund íslenskar. Gera
þurfti rosalegar breytingar á
manninum eins og sjá má á mynd-
inni. I fjórtán klukkutíma stóðu
skurðlæknar yfir andlitinu á hon-
um og breyttu og bættu. En þar
með var ekki allt búið. í hálft ár
þurfti Valentino að jafna sig.
Þegar hann leit í spegil fyrst eftir
aðgerðina brá honum heldur betur
í brún. Hann líktist Michael Jack-
son ekki vitund. En smám saman
á næstu sex mánuðum fór hann að
líkjast goðinu meira.
Nú er svo komið að -hann verður
að ganga með lífvörð úti á götu.
Fólk hreinlega þyrpist að honum.
Smástelpur öskra og henda sér um
hálsinn á honum. Auðvitað hald-
andi hann vera poppstirnið.
Hvernig skyldi honum svo líka
nýja lífið?
1
Alison Moyet,
söngkona meö meiru, gerir þaö
gott þessa dagana í fleiru en í
söngnum. Eins og íslenskir tón-
listarunnendur vita hefur hún
sungið hvert vinsæla lagiö á
fætur ööru síðustu misseri. En
nú er hún alveg heltekin af billj-
ardíþróttinni. Segir hún allan
sinn fritíma fara í að leika billj-
ard. Lætur hún hafa eftir sér að
billjard sé alveg frábær leikur
sem reyni á nákvæmnina og
þolinmæðina. Hún er að sögn
þeirra sem þekkja bara orðin
ansi sleip í billanum og leggi
marga góða spilara að velli.
Victoria
Principal,
sem við þekkjum best sem Pa-
melu í Dallas, sér nú fram á
nýja og betri tíma. Hún var fyrir
löngu komin með hundleiða á
hlutverki sínu í sápuóperunni
sem var farið að þynnast all-
veruléga. En Victoria sagði starfi
sínu ekki lausu þar sem hún
hafði ekkert annað í að hlaupa.
Hún beið eftir öðrum tilboðum
og nú er það komið. Henni hef-
ur verið boðið að stjórna eigin
sjónvarpsþætti tvisvar í viku.
Hún var ekki lengi að slá til og
segja upp í Dallas. Kveður hún
eigin þáttarstjórn öllu meira
spennandi en hið þreytta hlut-
verk hennar í Dallas.
Leikkonan Blair Brown sem leikur Molly Dodd er ung kona í framavon
iíkt og persónan sem hún túlkar í þáttunum „ Dagar og nætur Molly
Dodd“.
Hér á myndinni er hún með syni
sinum og fyrrverandi eiginmanni
sinum. En á hinni er hún við leik
í sjónvarpsþættinum.
Á fimmtudagskvöldum er þáttur
á dagskrá Stöðvar 2 sem heitir
„Dagar og nætur Molly Dodd“.
Þeir sem hafa fylgst með þáttunum
kannast þá orðið við aðalleikkon-
una, Blair Brown. Hún leikur
þrjátíu og fjögurra ára einhleypa
konu. Sem á að vera hin dæmigerða
kona á uppleið, eða að minnsta
kosti reynir að vera það.
Nú er Blair sjálf komin í svipaða
stöðu og Molly. Hún er nýskilinn
við mann sinn og býr því ein með
fimm ára gömlum syni sínum. En
hún segist þó alls ekki vera eins
ráðvillt og Molly. Hún hefur sitt
nokkuð á hreinu og skilnaðurinn
fór fram í mestu vinsemd. Hennar
takmark er að halda leik áfram og
hyggst leggja hart að sér til að ná
langt. „Konur á framabraut eiga
ekki að vera bundnar á meðan þær
eru að koma sér áfram. Starfið
verður að ganga fyrir,“ segir hún.
„Ég held að fólk eigi erfitt með
að ímynda sér hve miklu maður
þarf að fórna tii að ná langt í leik-
listinni. Þar gildir bara frumskóg-
arlögmálið. En á sínum tíma var
ég ákveðin að eiga barnið og vissu-
lega er sonurinn það dásamlegasta
sem ég hef átt. En hjónabandið
verður að bíða betri tíma.“
UppinnMollyDodd
Tvíburabræöurnir Ronnie og Donnie giftust tviburasystrunum Dawn og
Shaun. Pörin áttu börn á sama degi. Samhentir tvíburar í meira lagi.
Tvíbura-
tilviljanir?
Það gerist margt skrýtið í þessum
heimi - tilviljunum háð eða ekki.
Eins og það að tvíburabræður giftist
tvíburasystrum og eigi börn á sama
degi í ofanálag.
Þannig vildi það til með tvíbura-
bræðurna Ronnie og Donnie Shaw.
Þeir áttu tvíburasystur fyrir kær-
ustur. Það getur nú svo sem gerst.
En var það tilviljun að Donnie bað
Shaune sama kvöldið og Ronnie bað
Dawn? Þeir segjast ekki hafa haft
minnstu hugmynd um bónorð hvors
annars fyrr en eftir á.
Nú, það var efnt til meiriháttar
tvíburabrúðkaups. Og fóru brúð-
hjónin tvö saman í brúðkaupsferð.
Þegar heim var komið fluttu pörin í
íbúðir í sömu götu. Einhverra hluta
vegna ekki í sama húsi en tvö hús
voru á milli. En sagan er ekki öll
sögð því það merkilegasta er eftir.
Hjónin tvö áttu dætur á sama degi.
Shaune átti á undan en aðeins þrem-
ur og hálfum tíma síðar átti systirin.
Tilviljanir???