Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Qupperneq 33
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987 45 Á eftir ræöuhöldunum tók fólk að streyma um göturnar. Um tólf hundruð manns virtu fyrir sér og dáðust að nýju verslanasamsteypunni. Morgunverður í Kringlunni Það hefur ekki farið fram hjá nein- um; Kringlan var opnuð í gær. Með pomp og prakt. Klukkan átta í gærmorgun tóku gestir að streyma í morgunverð sem boðið var til. Fjölmargir fluttu ræð- ur. „Kringlan er mesti viðburður í íslensku viðskiptalífi hingað til“ ætti að vera óhætt að segja að hafi verið tónninn í ræðunum. Á meðan á ræðuhöldum stóð gæddu gestir sér á veitingum sem boðið var upp á. Fólk úr viðskipta- og fjármálalífinu var í meirihluta. Sem og stjórn- málamenn og aðrir merkir. Flestir voru mættir í sínu fínasta pússi enda var þetta prúðbúin samkoma. Eftir um það bil klukkustund, þeg- ar ræðuhöldum lauk, færðu gestir sig um set og fóru í skoðunarferð um Kringluna fögru og miklu. Matthías Mathiesen samgönguráðherra, Halldór Blöndal alþingismaður og Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri voru á meðal þeirra sem fengu sér „Kringluhressingu". FRAMTÍÐARSTARF Traust fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur óskar eftir að ráða stúlku til skrifstofu- og gjaldkerastarfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið við tölvur (ekki skilyrði) og geti unnið sjálfstætt. Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Tilboð sendist DV, merkt „Framtíðarstarf 103". HEILSUGÆSLUSTÖÐ Á ÞÓRSHÖFN Heildartilboð óskast í innanhússfrágang á heilsu- gæslustöð á Þórshöfn. Innifalið í verkinu er t.d. múrhúóun, pípulagnir, raf- lagnir, dúkalögn, málun, innréttingasmíði. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1988. Útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. sept 1987 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BOSGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓIF 1441 TELEX 2006 BRAUTARHOLTl 33- SÍMI695660. TILB0Ð ÓSKAST Peugeot 504 bensín, ekinn 112.000 km. Einnig Peuge- ot 504 dísil, ekinn 122.000 km. Tilboðum skal skila á Bílasöluna Bjölluna EVRÓPA - STAÐUR NÝRRAR KYNSLÓÐAR OPŒ) í KVÖLD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.