Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987.
39
Fólk í fréttum
Bera Nordal
Bera Nordal hefur verið skipuð
forstöðumaður Listasafns Islands til
eins árs,
Bera er fædd 25. september 1954 í
Rvík. og lauk fil. kand. prófi í lista-
sögu frá háskólanum í Lundi 1978.
Hún lauk MA prófi í listasögu frá
Courtauld Institute of Art í London
1979 og hefúr verið í doktorsnámi frá
1979. Bera hefur verið safiivörður i
Listasafríi Islands frá 1980. Maður
Beru er Sigurður Ármann Snævarr,
hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofhun,
og eiga þau tvö böm. Foreldrar Sig-
urðar em Ármann Snævarr, hæsta-
réttardómari í Rvík, og kona hans,
Valborg Sigurðardóttir fyrrv. skóla-
stjóri.
Systkini Bem em: Sigurður,
rekstrarfræðingur, kvæntur Ragn-
heiði Ástu Þórisdóttur gullsmið,
Guðrún, er í doktorsnámi í norrænu
í Oxford, Salvör, er í námi í heim-
speki og viðskiptafræði í Hí, Ólöf
lögfræðinemi og Marta mennta-
skólanemi.
Foreldrar Bem em Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri og kona
hans, Dóra Guðjónsdóttir píanóleik-
ari. Faðir Jóhannesar var Sigurður
Nordal prófessor, Jóhannesson
Nordal, íshússtjóra í Rvík, Guð-
mundssonar, b. í Kirkjubæ í Norður-
árdal í Húnavatnssýslu, Ólafssonar,
systursonur Vatnsenda-Rósu en
bróðir Frímanns, afa Valtýs Stefáns-
sonar ritstjóra og hálfbróður Páls,
langafa Jónasar Rafnar, fyrrv.
bankastjóra, og Ólafs Ólafssonar
landlæknis. Móðir Sigurðar var
Björg Jósefína Sigurðardóttir, smiðs
á Blönduósi Helgasonar. Móðir
Bjargar var Guðrún Jónsdóttir,
prests á Undirfelli Eiríkssonar, og
Bjargar Benediksdóttur Vídalín,
systur Ragnheiðar, ömmu Einars
Benediktssonar skálds, afa Einars
Benediktssonar sendiherra. Systir
Bjargar Jósefínu var Katrín, lang-
amma Þuríðar Pálsdóttur ópem-
söngkonu.
Kona Sigurðar Nordal var Ólöf
Jónsdóttir, yfirdómara í Rvík, Jens-
sonar rektors, Sigurðssonar, bróður
Jóns forseta. Móðir Ólafar var Sig-
ríður Hjaltadóttir Thorberg, b. í
Ytri-Ey á Skagaströnd, Ólafssonar,
bróður Kristínar, ömmu Einars Guð-
finnssonar, útvegsmanns í Bolung-
arvík.
Móðir Bem, Dóra, er dóttir Guð-
jóns Ólafs, prentara og bókaútgef-
anda í Rvík, Guðjónssonar, b. á
Moshvoli í Hvolhreppi Einarssonar.
Móðir Guðjóns Ó. var Salvör Sig-
urðardóttir, b. á Bryggjum í Land-
eyjum, Ögmundssonar, af Víkings-
lækjarættinni. Móðir Salvarar var
Anna Salómonsdóttir, einnig af Vík-
ingslækjarættinni. Móðir Dóm var
Marta, fósturdóttir Jóns Trausta
skálds, bróðir Mörtu er Ellert, faðir
Ásgeirs yfirlæknis og Þorkels Stein-
ars kennara. Faðir Mörtu var
Magnús, b. á Syðri-Sýrlæk i Flóa,
Snorrason, og móðir hennar var
Oddný Jónsdóttir.
Bera Nordal.
Afmæli
Siguiveig Vigfúsdóttir
Sigurveig Vigfúsdóttir er áttræð í
dag.
Hún fæddist í Tunguhaga á Völl-
um. Tveggja ára fluttist hún ásamt
fjölskyldunni að Grófargerði á Völl-
um og var þar í átta ár. Þá fluttist
hún að Dvergasteini í Reyðarfirði.
Sigurveig starfaði á sjúkrahúsi Ak-
ureyrar í tvö ár, á Vífilsstaðaspítala
í sjö ár, síðan í Þvottahúsi Landspít-
alans um árabil. Sigurveig giftist 6.
febrúar 1942 Pétri Jóhannessyni,
starfsmanni hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Foreldrar hans vom
Jóhannes Lárus Lynge Jóhannsson,
prestur á Kvennabrekku, og kona
hans Steinunn Jakobsdóttir. Þau
eignuðust tvö böm, dreng sem fædd-
ist 1943 og lést óskírður nokkurra
daga gamall, og dótturina Steinunni
Maríu, fædda 1946, en hún er lærð
fóstra úr Fósturskóla fslands, for-
stöðukona Tjamarborgar um tíma.
Hún hefur síðustu 15 árin rekið veit-
inghúsið Gullna Hanann, áður
Halta Hanann, ásamt manni sínum,
Birgi Jónssyni, og eiga þau fimm
böm.
Systkini Sigurveigar em Valgerð-
ur, vann við hjúkrunarstörf, gift
Ólafi Siguijónssyni b. á Brekku í
Fljótsdal, hún er látin, Jón bifreiðar-
stjóri, vann almenna verkamanna-
vinnu, kvæntur Sigurlaugu
Guðmundsdóttur, hann er látinn,
Einar bifreiðarstjóri, vann við vega-
gerð en hann er látinn, giftur Sigríði
Jóhannesdóttur, Guðrún búsett í
Danmörku, gift Magnúsi Mogensen
mjólkurfræðingi. Foreldrar Sigur-
veigar vom Vigfús Jónsson, b. í
Tunguhaga á Völlum, og kona hans
María Þorgrímsdóttir.
Vigfús var sonur Jóns, b. í Nóat-
úni á Seyðisfirði, Einarssonar.
Móðir Vigfúsar var Snjólaug Jóns-
dóttir, b. á Litla-Sandfelli, Stefáns-
sonar, b. á Litla-Sandfelli,
Magnússonar, sem Sandfellsættin er
kennd við. Móðir Jóns á Litla-
Sandfelli var Guðrún Erlendsdóttir,
b. á Ásunnarstöðum í Breiðdal
Bjamasonar, sem Ásunnarstaðaætt-
in er kennd við.
Móðir Sigurveigar, María, var
dóttir Þorgríms, b. í Tunguhaga á
Sigurveig Vigfúsdóttir
Völlum Þorgrímssonar frá Kirkju-
bóli í Fáskrúðsfirði. Móðir Maríu
var Valgerður Oddsdóttir, b. á Kolla-
leim í Reyðarfirði Bjamasonar.
Á sunnudaginn, 13. sept., milli kl.
2 og 6, tekur Sigurveig á móti gestum
í veitingahúsinu Gullna hananum,
Laugavegi 178.
Guðmundur Marinó
Ásgrímsson
Guðmundur Marinó Ásgrímsson
verslunarmaður, Hóbngarði 27,
Reykjavík, er áttræður í dag.
Guðmundur fæddist á Akureyri og
er einn af stofhendum íþróttafélags-
ins Þórs. Guðmundur flutti ungur
frá Akureyri og vann síðan við ýmis
störf til sjós og lands. Lengst af starf-
aði hann hjá J. Þorlákssyni og
Norðmann eða um fimmtíu ára
skeið. Guðmundur kvæntist 1942
Emilíu Benediktu Helgadóttur. For-
eldrar hennar vom Helgi Ólafeson,
b. í Fagradal í Breiðdal í Suður-
Múlasýslu, og kona hans, Björg
Guðmundsdóttir. Böm þeirra em:
Helgi, húsgagnabólstari, kvæntur
Anný Helgadóttur, Öm, viðskipta-
fræðingur í Rvík, giftur Esther
Sigurðardóttur, Ásgrímur, jarðfræð-
ingur, kvæntur Svövu Jakobsdóttur,
og Björg, hjúkrunarfræðingur, gift
Gísla Sváfiiissyni kennara.
Guðmundur átti þrjá albræður sem
vom: Pétur, Jakob, lést ungur, og
Lúðvík. Hálfeystkini Guðmundar,
samfeðra, vom: Hugi, trésmiður í
Rvík, Hekla, gift Baldvin Ásgeirs-
syni, forstjóra á Akureyri, Hervör,
hún er látin, var gift Gísla Jónssyni
menntaskólakennara, Harpa, gift
Páli Árdal prófessor í Kanada, og
Ása, hárgreiðslumeistari í Rvík. For-
eldrar Guðmundar vom Ásgrímur
Pétursson, fiskimatsmaður á Akur-
eyri, og kona hans, Guðrún Jóns-
dóttir.
Guðmundur Marinó Asgrimsson.
Ragnheiður
Pétursdottir
Ragnheiður Pétursdóttir frá
Dröngum í Ámeshreppi, nú vistmað-
ur á Hrafnistu, er nítíu og fimm ára
í dag.
Ragnheiður fasddist á Veiðileysu í
Ámeshreppi og giftist 1916 Eiríki
Guðmundssyni, b. á Dröngum , syni
Guðmundar Péturssonar b. þar og
konu hans Önnu Jakobínu Eiríks-
dóttur. Þau bjuggu á Dröngum til
1947 er þau fluttu til Akraness en
þar stundaði Eiríkur alla algenga
verkamannavinnu. Þau fluttust svo
til Kópavogs 1954. Eiríkur andaðist
1976. Böm þeirra em: Guðmundur,
verkamaður í Kópavogi, giftur Val-
gerði Jónsdóttir, Aðalsteinn, lést
ungur, Ágústa, gift Magnúsi Jóns-
syni, b. í KoOafjarðamesi í Stein-
grímsfirði, Anna, gift Kára Þ.
Kárasyni, múrarameistara í Rvík,
Lilja, gift Friðberti Elí Gíslasyni
skipstjóra, en hann lést 1980, Elín,
gift Aðalsteini Ömólfssyni, vélstjóra
í Rvík, Pétur, vélvirki hjá Lands-
virkjun, kvæntur Svanhildi Guð-
mundsdóttur og Álfheiður gift Þóri
Kristinssyni múrarameistara í Rvík.
Ragnheiður Pétursdóttir.
Foreldrar Ragnheiðar vom Pétur
Söebech, b. á Veiðileysu í Ámes-
hreppi, og kona hans, Anna Ágúst-
ína Benediktsdóttir. Ragnheiður á
einn bróður á lífi, Óskar Söebech
prentara, giftan Lilju Söebech, en
hann er nú vistmaður á dvalar-
heimilinu á Dalbraut.
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson, Kirkjustíg 3,
Siglufirði, verður áttræður í dag.
Hann fæddist á Molastöðum í
Fljótum og var þar til fjögurra ára
aldurs er hann fluttist að Bjamar-
gili í Fljótum. Þar var hann í tíu ár
og síðan á Reykjum í Fljótum í fjög-
ur ár. Jón var bóndi á Gili í Fljótum
1938-1947 en fluttist þá til Siglufjarð-
ar og vann þar í steypuvinnu og við
fleiri störf í tvö ár. Hann vann síðan
í Síldarversmiðjum ríkisins í 33 ár
en hætti störfum 73 ára. Kona Jóns
hét Aðalbjörg Guðmundsdóttir, fædd
11. ágúst 1895 I Langhúsum í Fljót-
um. Þau eiga eina dóttur, Helgu,
fiskvinnslukonu, sem er gift Haf-
steini Hólm, fiskvinnslumanni á
Siglufirði.
Systkini Jóns vom Jóhannes, síld-
armatsmaður á Siglufirði. giftur
Laufeyju Sigurpálsdóttur, Páll tré-
smiður, giftur Margréti Þorkels-
dóttur, þau em bæði látin,
Hallgrímur, sjómaður í Rvík, látinn,
Gestur, eftirlitsmaður Rafinagn-
sveitunnar á Dalvík, giftur Jónu
Sigurpálsdóttur, Guðfinna, gift Ein-
ari Hallgrímssvni, bæjarstarfemanni
á Siglufirði, Snorri, lést ungur, og
Sveinn, starfsmaður Áburðarverk-
smiðjunnar í Gufunesi.
Foreldrar Jóns vom Sigurður Jóns-
son og kona hans, Björrúna Hall-
grímsdóttir.
Leiðrétting
Hér í blaðinu í gær gerðust þau
mistök að Nikolína Bjamadóttir,
Hátúni 12, Eskifirði, var sögð eiga
fimmtugsafmæli. Nikolína er látin.
Blaðið biður aðstandendur afeökun-
ar á þessum leiðu mistökum.
Ritstj.
90 ára
50 ára
Jón Sigurðsson, Kóngsbakka 14,
Reykjavík, er 90 ára í dag.
Hjörtur Skúlason, Stökkum,
Rauðasandshreppi, er 70 ára í dag.
Grétar Sigurðsson, Hrafnhólum 8,
Reykjavík, er 50 ára í dag.
Jónas Pálsson, Mávahlíð 17,
______________ Reykjavík, er 50 ára í dag.
, Arnfinnur Bertelsson, Sæbraut 12,
70 ara Seltjamamesi, er 50 ára í dag.
______________ Karen Karlsdóttir, Fljótaseli 13,
Reykjavík, er 50 ára í dag.
40 ára
60 ára
Gottskálk Rögnvaldsson, Eyrar-
götu 25, Siglufirði, er 60 ára í dag.
Ragnar G. Gunnarsson, Vestur-
bergi 26, Reykjavik, er 40 ára í dag.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Bollagörðum 33, Seltjamamesi, er
40 ára í dag.
Sigurður Björgvinsson, Birkihlíð
46, Reykjavík, er 40 ára í dag.
Inga Guðmundsdóttir, Gmndar-
gerði 7b, Akureyri, er 40 ára í dag.
Hrafn Sigurðsson, Boðagranda 7,
Reykjavík, er 40 ára í dag.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Vestur-
bergi 167, Reykjavík, er 40 ára í
dag.
Sigurður Guðmundsson, Langa-
gerði 27, Reykjavík, er 40 ára í dag.
Haraldur Júliusson, Bessahrauni
20, Vestmannaeyjum, er 40 ára í
dag.
Gunnlaugur Halldórsson, Hraun-
tungu 65, Kópavogi, er 40 ára í dag.
Hannes Helgason, Birkihlíð 6,
Sauðárkróki, er 40 ára í dag.
Auður Sveinsdóttir, Kárastíg 7,
Reykjavík, er 40 ára í dag.
Andlát
Sonja Gísladóttir hjúkmna-
rkona, til heimilis að Tómasarhaga
43, Reykjavík, andaðist á Landa-
kotsspítala 7. september.
Jóhann Ágúst Gunnarsson raf-
virkjameistari, Huldulandi 6,
andaðist þann 7. september í
Landspítalanum.
Sigurður Ægir Jónsson, Ála-
granda 12, Reykjavík, lést á
Landakotsspítala 10. september.
Einar Eggertsson, Álftamýri 48,
er látinn.