Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Qupperneq 33
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. 45 blenskur flugmadur í bandarískri bók í Bandaríkjunum kom út bók í sumar um tuttugu og fimm flugmenn um víða veröld sem þykja hafa haft afgerandi áhrif á þróun flugsam- gangnd í gegnum tíðina. Þar er einn kaflinn helgaður íslenskum flug- manni, Alfi-eð Elíasson. Hann var einn af stofnendum Loftleiða og var forstjóri félagsins um áraskeið. Höfundur bókarinnar telur Alfreð vera tákn Loftleiða og að Loftleiðir hafi án efa verið brautryðjandi í lág- um fargjöldum á Norður-Atlants- hafsflugleiðinni. Höfundi finnst félagið ekki hafa notið sannmælis varðandi það atriði. Höfundur bókarinnar, Ron Davies, á að baki fjölbreyttan starfsferil sem blaðamaður um flugmál og sem rit- höfundur. Hann hefur starfs síns vegna átt þess kost að fylgjast með flugmálum á íslandi, þar á meðal starfsemi Loftleiða og ferli Alfreðs Elíassonar. f bókinni er Alfreð skipað á bekk með heimsfrægum nöfnum flugsög- unnar en kaflinn um hann er sextán síður með einni mynd. Nei, þetta eru ekki tvær Fergiar heldur er hér um að ræða Söru Ferguson sjálfa og unga breska stúlku sem sigraði í samkeppninni: „Hver er líkust Söru?“ Hertogaynjan sjálf var fengin til að færa henni blóm þegar úrslitin voru kunngerð. Heather Dunbar heitir stúlkan en hún varð alveg yfir sig hissa þegar henni var tilkynnt að hún hefði sigrað í keppninni. Steinhissa sagði hún við Söru: „Er ég virkilega lík þér?“ og tók við blómunum með bros á vör. Meryl Streep í nýrri mynd Bandaríska leikkonan geðþekka Meryl Streep er þessa dagana að undirbúa sig fyrir tökur á nýrri kvik- mynd þar sem hún fer með aðal- hlutverkið. Hún mun leika Lindy Chamberlain sem fékk lífstíðarfang- elsisdóm fyrir að drepa lítið stúlku- barn sitt en fékk náðun eftir þriggja ára fangelsisvist. Það verður spenn- andi að bíða eftir þeirri kvikmynd því seint verður nokkur svikinn af leik leikkonunnar. Myndin er tekin af henni á blaðamannafundi í Ástral- íu í fyrradag þar sem myndin verður tekin. Með henni er einn aðstand- andi myndarinnar, Fred Schepsi. ÞaA er alltaf gaman að fylgjast með frábœrum leik Meryl Streep. Hún er um þessar mundlr að undlrbúa slg fyrir tökur á nýrri kvlkmynd þar sem hún fer með aðalhlutverkið. Simamynd Reuter Sviðsljós ólyginn sagði... Jane Wyman fyrri eiginkona Ronalds Reag- an, segir að hún hefði aldrei getað hugsað sér að verða for- setafrú. Auðvitað hefði hún viljað að hjónabandið hefði en- dað öðruvísi en raun bar vitni en ekki ef hún hefði lent í spor- um Nancyar. Jane segist ekki þola stjórnmál og hefði heldur ekki líkað það umstang og þá ábyrgð sem forsetahjónin kom- ast ekki hjá því að axla. Hún lýkur þó máli sínu á að segja að Nancy standi sig reglulega vel sem „fyrsta dama" Banda- ríkjanna og vart sé hægt að ímynda sér hana betri. Lisa Bonet sem leikur elstu dótturina í þátt- unum um Fyrirmyndarföðurinn, er nú að verða með eftirsóttari yngri leikkonum heimsins. Hún hefur að undanförnu fengið nokkur kvikmyndatilboð. Þau tilboð eru öll nokkuð svipuð. Alls staðar eiga kyntöfrar henn- ar að njóta sín til hins ýtrasta - mismunandi mikið þó. Lisa er mjög ánægð með að kvik- myndaframleiðendursýni henni áhuga en segist þó í framtíðinni kjósa að fá tilboð um að leika eitthvað annað en kynveru. Madonna hélt hún hefði leikið stóran leik um daginn þegar hún var á ferð á Florida og lét bóka sig inn á hótel undir dulnefni. Þannig bjóst hún við að fá frið fyrir öll- um utanaðkomandi og óðum aðdáendum. En annað kom á daginn. Dulnefnið sem hún valdi sér vakti svo mikla athygli að móttaka hótelsins, sem hún bjó á, fylltist af forvitnu fólki sem spáði og spekúleraði í það hver þetta væri. Nafnið þótti þannig að augljóst var að hér var um dulnefni einhverrar fræ- grar persónu að ræða. Ginger Rogers var nafnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.