Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987.
Fréttir
DV
Ríkisstjómin lætur breyta þjóðhagsspá:
Vilja spá meiri viðskipta-
halla og engum hagvexti
Ráðherrar brugðust ókvæða við
þjóðhagsspá þegar hún var lögð fyr-
ir ríkisstjómina í fyrradag. Ákvað
ríkisstjómin að endursenda spána
til Þjóðhagsstofnunar og fá nýja.
Það sem einkum fór fyrir bijóstið
á ráðherrum var sú forsenda, sem
Þjóðhagsstofnun gaf sér, að sjávar-
afli, og þá einkum þorskafli, yrði
óbreyttur á næsta ári. Ákvað ríkis-
stjómin að fela Þjóðhagsstofnun að
gera nýja spá með þeirri forsendu
að samdráttur yrði í sjávarafla.
Þjóðhagsspáin, eins og hún leit út
á borði ríkisstjómarinnar í fyrradag,
gerði ráð fyrir að hagvöxtur á næsta
ári yrði um 1%. Til samanburðar
má geta þess að búist er við að hag-
vöxtur í ár verði um 7%.
Ennfremur var spáð viðskipta-
halla upp á 4 til 5 milljarða króna.
Með hinum nýju forsendum, sem
ríkisstjómin vildi um samdrátt í
þorskveiðum, breytast niðurstöður.
Nýja þjóðhagsspáin, sem kynnt
verður um helgina, mun líklega sýna
viðskiptahalla upp á 5,5 til 6 millj-
arða króna á næsta ári og nær engan
hagvöxt.
-KMU
Jóna Gísladóttir með kaninuna, með henni á myndinni eru starfsfélagar henar, þau Kamilla Garðarsdóttir, Gísli
Björn Heimisson, Birgir Scheving og Árni Jensen. DV-mynd S
Henti kanínu úr bíl sínum
Starfsstúiku í Mikiagarði brá í brún
er hún var að mæta til vinnu í vi-
kunni. Á bílastæðinu við Miklagarð
sá hún mann á miðjum aldri opna far-
angursgeymsluna á bíl sínum og
henda út kanínu. Eftir að hafa hent
kanínunni úr bíinum ók maðurinn
burt. Starfsstúikan segir að maöurinn
hafi verið á hvítum bíl að Mösdugerð.
Starfsfólk Mikiagarðs brá skjótt við
og náðu þau kanínunni og hafa haft
hana í fóstri. Það hefur verið ákveðið
að Jóna Gísladóttir taki kanínuna að
sér.
-sme
Kópavogur:
Lögreglan klippir
Skráningamúmer vom klippt af með sérstakt átak í umferðarmálum.
fjömtíu bílum í Kópavogi í gær. Var Þá daga, sem umferðarártkið hefur
þaðgertvegnavanræksluáaðeigend- staðið yfir, hefur lögreglan klippt
ur færi bíla sína til skoðunar. númer af þrjátíu til fjörutíu bfium
Lögreglan í Kópavogi hefur verið daglega. -sme
Borgarfjörður eystra:
Næralltféskorið
vegna riðuveiki
Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyii
„Landbúnaður hér hefur nær ein-
göngu byggst upp á sauðfjárrækt og
það gefur því augaleið að riðuveikin
skapar hér alvarlegt vandamál," sagði
Magnús Þorsteinsson, oddviti á Borg-
arfirði eystra, í samtali við DV.
„Riðuveiki hefur verið landlæg hér
allt síðan um 1970,“ sagöi Magnús.
„Veikin hefur ágerst mjög sl. 2 ár
þannig að nú er ákveðið að skera nið-
ur á öllum bæjum hér nema tveimur
eða þremur. Um er að ræða 12-15
sauðfjárbú og farga verður 3-4 þúsund
fjár.“
- Hvaða áhrif hefur þetta, fara þessir
bæir í eyði?
„Það er ekki gott að segja. Það er
hins vegar Ijóst að ef ekkert hefði ver-
ið að gert hefðu flestir þessara bæja
farið í eyði því menn geta ekki búið
við riðuveikina endalaust, menn hefðu
þá neyðst tfi að hætta sauðfjárbúskap
einn af öðrum og segja má að það
hafi verið nær óbúandi á 2-3 bæjum
undanfarin ár vegna veikinnar.
Við vorum búnir að ræða allsherjar-
niöurskurð áður en sú ákvörðun
stjómvalda aö skera niður allt riðu-
veikt fé í landinu var tekin. Flestir
vora sammála því að þetta væri nauð-
syn, þótt þetta sé auðvitað mjög erfið
framkvæmd og mikið átak fyrir
menn,“ sagði Magnús.
Síldveiðamar mega hefjast í dag:
Fimmtíu og eitt skip má
veiða 73 þúsund lestir
- stærsti hluti aflans mun fara í bræðslu
í dag, 8. október, mega sfldveiðam-
ar fyrir Suður- og Austurlandi
hefiast og hafa 51 skip leyfi til veiða.
Heildarkvótinn í ár er 72.930 lestir
sem er 10 þúsund lestum meira en
í fyrra og er langmesta magn sem
leyft hefur verið að veiða eftir aö
Suðurlandssfldveiðamar hófust aft-
ur.
Fyrirfram samningar um sölu á
verkaöri og flakaðri sfld hafa verið
gerðir við Finna og Svía og nema
þeir 83 þúsund tunnum. Enn er ó-
samið við Sovétmenn sem til þessa
hafa verið stærstu kaupendur að
verkaðri sfld frá íslandi.
Bæði Sambandiö og Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna standa í samn-
ingum við aðila í Japan um sölu á
heilfrystri sfld. Sölumiðstöðin getur
selt 2.300 lestir nú þegar og Sam-
bandiö á milli 1500 og 2.000 lestir.
Samningar hafa ekki verið undirrit-
aðir vegna þess að Japanir em ekki
tilbúnir að greiða viðunandi verð.
Ástæðan fyrir því er sú að Norð-
menn, sem seþa Japönum mest allra
af sfld, segja að norsk-íslenska sfldin,
sem þeir selja til Japans, sé nú stærri
og feitari en nokkm sinni. Segja þeir
sfldina vera um 400 grömm en Suð-
urlandssfldin er 250 tfl 300 grömm
sú stærsta. Sfldveiöar Norðmanna
hefiast ekki að marki fyrr en í nóv-
ember.
Sambandiö selur á bilinu 3 til 4
þúsund lestir af frystri sfld tfl Eng-
lands og Skotlands en Sölumiðstöðin
selur bæði tfl Bretlands og Tékkósló-
vakíku. Þýskaland mun alveg dottið
út sem kaupandi eflir ormafáriö í
sumar.
Jafiivel þótt takist að selja Sovét-
mönnum jafhmikið magn af verk-
aðri sfld og í fyrra er ljóst að stærsti
hluti sfldaraflans nú mun fara til
bræðslu. Þannig er það líka í Noregi
og raunar fer ekki nema lítið brot
af sfldarafla Norðmanna tfl verkun-
ar, hitt fer til bræðslu. Þannig var
það líka hér á landi á hinum einu
sönnu sfldarárum.
-S.dór
Umférðiii í Reykjavík:
Númer klippt
af sextán
bflum
Lögreglan í Reykjavík klippti
númer af sextán bflum í gær vegna
vanrækslu á skoðun. Að auki vom
fimm bflar ferðir til skoðunar.
Árekstrar vom færri í Reykjavík
en oft áður eöa fimmtán. í þremur
þeirra varö að flytja ökumenn á
slysadeild.
Níu bflar vom fluttir á brott meö
krana í gær vegna þess að þeim
reglan sjö ökumenn fýrir aö aka
hraðar en leyfilegt er. Einn öku-
maður var tekinn fyrir að aka á
móti rauðu ijósi. Þrír vom teknir
fyrir að sinna ekki stöövunar-
skyldu.
Okuréttindalaus maður var tek-
inn er hann var að rúnta á
mótorhjóli. Annar var stöövaður
vegna þess að á bflnura hans voru
ekki skráningamúmer.
-sme