Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987.
5
Fréttir
Veiðiþjófar veiða tugi
eða hundruð hreindyra
- fa allt að eitt þúsund krónur fyrir kílóið
Taliö er að veiðiþjófar grandi tugum
eða hióidruðum hreindýra á ári
hveiju og virðist svo sem þessi veiði-
þjófnaður sé „opinbert leyndarmál" á
Austurlandi. Samkvæmt upplýsing-
um DV er tahð að minnst 10-20% af
árlegum veiðikvóta fari í hendumar á
veiðiþjófum og einn þeirra manna sem
blaðið ræddi við í gær taldi að mun
meira væri veitt, eða alit aö háifum
kvóta. Veiðikvótinn í ár er 600 hrein-
dýr.
„Maður heyrir sögur um þetta á
hverju hausti," sagði Skarphéðinn
Þórisson sem hefur stundað hrein-
dýratalningar á Austfjörðum fyrir
hönd menntamálaráðuneytisins.
Sagði Skarphéðinn að veiðiþjófnaður
væri mikil freisting því oft væri auð-
velt að ná í dýr og auðvelt að koma
þeim í verð. Talið er að um 1.000 krón-
ur fáist fyrir kíló af hreindýrakjöti en
nýtanlegt kjöt af hreinkú er á bilinu
30 til 40 kíló en af tarfi er nýtanlegt
kjöt 60 til 80 kíló.
Skarphéðinn kvaðst telja auðvelt aö
skjóta nokkra tugi dýra án þess að á
stofninum sæist, ekki síst vegna þess
að veiðikvótinn nýttist ekki til fulls á
hverju ári. Þá sagðist Skarphéðinn
hafa séð tilbúinn flugvöll innarlega á
Brúardölum, innundir Krilsárrana, en
á því svæði halda hreindýrin sig við
upphaf veiðitíma. Hins vegar ér það
svæði friölýst og umferð þar bönnuð.
Ekki sagðist Skarphéðinn sjá annan
Samtökin Gamli miðbærinn:
Austurstræti að vistgötu
„Ég og fleiri kaupmenn við göngu-
götuna höfum lýst þvi yfir að við
viljum fá fram breytingar á skipulagi
Austurstrætisins. Borgarstjóri hefur
tekiö vel hugmyndum okkar og meg-
um við koma með tillögur og til greina
kemur að við tökum þátt í kostnaði
við breytíngar," sagði Guðlaugur
Bergmann kaupmaður í samtali við
DV en hann er formaður samtakanna
Gamh miðbærinn. Guðlaugur var
spurður að þvi hvemig honum htist á
Kvosarskipulagið sem samþykkt hef-
ur verið í borgarstjóm.
„Við höfum áhuga á að breyta Aust-
urstrætínu í vistgötu svipaða Lauga-
veginum, þannig að hún yrði
göngugata á daginn en akstur heimil-
aður á kvöldin. Við teljum rétt að opna
Austurstrætíð fyrir umferð og opna
gamla rúntinn aftur á kvöldin, þannig
að þá veröi hægt að aka um mið-
bæinn,“ sagði Guðlaugur.
„Við erum líka þeimar skoðunar aö
Geirsgata sé ekki sú lausn á umferðar-
vandanum frá austri til vesturs um
miðbæinn sem talað er um. Við teljum
að setja eigi brú yfir hafnarmynnið
og em þær tillögur okkar til athugun-
ar í hafnarstjóm. Þessi hugmynd
leysir bflavandann og um leið er Ör-
firisey orðin byggflegt svæði. Við
höfum reifað þessa hugmynd lengi,“
sagði Guðlaugur.
„Að öðra leyti er ég ánægður með
Kvosarskipulagið, það er hið besta
skipulag, en ég er að visu á mótí hinni
fyrirhuguðu viðbyggingu Alþingis-
hússins,“ sagði Guðlaugur Bergmann.
-ój
Héraðsskólinn Reykjanesi:
Mun fæivi nemendur
í ár en í fyrra
- skólanefndarmaður sendir böm sín til ísafjarðar
í ár er útht fyrir að mun færri nem-
endur muni stunda nám við Héraðs-
skólann á Reykjanesi við ísafjarðar-
djúp en gerðu á síöasthönu skólaári.
Nú hafa 32 nemendur skráð sig til
náms, á sama tíma í fyma hófu rúm-
lega 40 nemendur nám þar.
Ástþór Ágústsson, einn skólanefnd-
armanna, hefur gripið til þess ráðs aö
senda böm sín til náms á Isafirði. Seg-
ist hann hafa gripið tfl þessa úrræðis
vegna stjómunar á Héraðsskólanum.
Kvaöst hann ekki hafa aðra kostí
vegna þess hvemig málefnum skólans
er komið. Sagði hann að þessi leið
væri einhveiju dýrari, þó svo að mötu-
neytiskostnaður við Héraðsskólann sé
sá hæstí sem hann vití til. Sem dæmi
nefndi hann að matarkostnaður á dag
hefði veriö um 60 til 70 krónum hærri
í Reykjanesi miðað við aðra sambæri-
lega skóla.
Áður hefur aðsókn að Héraðsskól-
anum verið minni en nú. Hins vegar
hefur hún ekki verið svona htil nokk-
ur undanfarin ár.
Málefni Héraðsskólans era til með-
feröar í menntamálaráðuneytinu. Sá
starfsmaöur ráöuneytisins, sem hefur
með máhö að gera, er í leyfi og engar
fréttir er að fá varðandi hvemig vinna
við máhð gengur. -sme
Mannýgir hrútar í Hrútafirði
Gyffi Kristjánssom, DV, Akuieyii;
Gangnamenn, sem smöluðu Meladal
upp af Hrútafirði fyrir skömmu, lentu
í baráttu við tvo veturgamla hrúta sem
urðu á leið þeima.
Hrútamir vora hinir verstu viður-
eignar og runnu á gangnamenn er
þeir hugðust reka þá til byggða. Urðu
lyktir þær að skilja varð hrútana eftir
enda ekki á allra færi að eija á hrúta
í slíkum ham. Menn gera því skóna
að hrútamir hafi varið sig á þennan
hátt fyrir tófunni í vetur ög hafi til-
einkað sér þessa baráttuaðferð sem
gafst vel gegn gangnamönnum.
Blaðið Feykir á Sauðárkróki skýröi
frá því að sportveiðimenn hefðu fuilan
hug á því að fara á vettvang og skjóta
hrútana en áhugamenn um sauðfjár-
rækt telja hins vegar betri kost aö
lauma til þeirra nokkrum gimbrum
og freista þess þannig að koma upp
mannýgum villifjárstofni.
tilgang með flugvellinum en að flylja
þaðan ólöglega veidd hreindýr enda
hefði enginn kannast við flugvöllinn
þegar hann hefði spurst fyrir um til-
vist hans. Þá sagði hann að í haust
hefðu fjórir hreindýrshausar fundist í
Sauðavelli en enginn hefði viljað
kannast við hausana.
Samkvæmt heimildum DV tíðkast
það víða á Austfjörðum að menn skjóti
sér dýr, bæði tfl heimanota og einnig
tfl sölu, bæði til hótela og matsölu-
staða. „Það er erfitt að sanna þetta,“
sagði einn heimfldarmanna DV.
„Þama hylmir hver yfir með öðrurn."
-ój
A hreindýraveiðum. Eru mun fleiri dýr veidd en heimilað er?
DV-mynd GVA
APPLE
STÓRSÝNING
í dag og á morgun
Við sýnum nú margar stórkostlegar nýjungar.
Macintosh II
Það er næg ástæða að koma á þessa sýningu
einungis til að skoða þessa tölvu. Eða hvað
segir þú um vél sem getur valið úr 16.777.216
litum ?
HyperCard
Það allra nýjast í forritun, sem á eftir að valda
jafnmikilli byltingu í forritagerð eins og Macin-
tosh hefur haft á vélbúnaðarsviðinu.
4th Dimension
Nýjasti forritanlegi gagnagrunnurinn. Nú er
forritun á Macintosh orðin ennþá auðveldari.
PageMaker 2.0
Allir sem gefa út blöð og bæklinga eða hanná
eyðublöð verða að líta á þetta forrit.
Word 3.0
Flestir eru þeirrar skoðunar aö þetta sé
fullkomnasta ritvinnsluforrit sem skrifað hefur
veriö.
Sýningin verður á
opnunartímaverzlunarinnar
frákl. 900 til 1800
Allir geta fengið kaffi
og að sjálfsögðu epli með.
Apple
SKIPHOLTI 19
SfMI 29800