Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987.
Neytendur
Meira að segja
fjallalambið ódýrara
Við á Neytendasíðu höfum mikið
hamrað á því hversu dýrar neyslu-
vörur eru hér á landi sé tekið mið
af sambærilegum vörum meðal sið-
menntaðra þjóða. Er við leitum
skýringa á þessum mikla mun vill
oft verða fátt um svör, innflytjendur
bera þvi við að ísland sé afskekkt
og sé því flutningskostnaöur hár eða
tollalöggjöf sé óréttlát. Því hefur ís-
lenskum innflytjendum lengi staðið
ógn af hvers kyns verðsamanburði
við önnur markaðssvæði.
Það hefur þó margoft verið sýnt
fram á að rök þessi séu harla léttvæg
og sýndi það sig þegar Verðlags-
stofnun bar saman verölag hér og í
Bergen í Noregi, en þar reyndist
verðlag mun lægra, jafnvel þótt
Bergen sé álika afskekkt og Reykja-
vík sem þó er í alfaraleið. Innflytj-
endur fitna því eins og púkinn á
fjósbitanum meðan daglegur rekstur
er að sliga hvert heimili í landinu.
Nýjasta dæmið, sem við höfum í
höndum, tekur þó öðru fram hvað
þetta varðar því það sýnir ekki bara
verðmun á neysluvörum hér og ann-
ars staðar heldur er það lýsandi
dæmi um þær ógöngur sem land-
búnaðurinn er kominn í, en þær
kosta íslenska neytendur stórfé á ári
hverju. Þetta dæmi er verð á ís-
lensku lambakjöti í Lúxemborg,
verð sem er svo miklu lægra heldur
en verð á sömu vörum hér að mann
setur hljóðan. íslenskir neytendur,
a.m.k. sá hluti þeirra sem treystir
sér til að kaupa kjöt á núgildandi
verði, eru greinilega að halda Lúx-
emborgurum lambakjötsveislu því
svo virðist sem þeir þurfi einungis
að greiða kostnað við pökkun kjöts-
ins.
Lambakjöt í heilum skrokkum
kostar í Lúxemborg 158 kr’ hvert
kíló í smásölu. Hér kostar sami
skrokkur 313 kr. kg sé miðað við
stjömuflokk en 303 kr. ef um fyrsta
flokk er að ræða.
í heildsölu kostar kjöt í heilum
skrokkum af úrvalsflokki (stjömu-
flokki) 286,80 kr. kílóið og em þá
niðurgreiðslur 53,28 kr. á hvert kíló.
Kjötið kostar því í raun 340,08 kr.
kílóið. Því nema niðurgreiðslur til
Lúxemborgara 182,08 kr. á hvert kíló
og er þá ekki reiknað með að kostn-
aður við flutning og pökkun sé
niðurgreiddur af íslenskum neyt-
endum.
Svo fleiri dæmi séu tekin um verð
kostar lærið í Lúxemborg 245 kr. á
kíló, hryggur 260 kr. og hryggur með
áfostum skönkum 250 kr.
Veislan er svo auglýst sem Agneau
d’Islande eða íslenskt lamb og er því
fjálglega lýst á umbúðum að kjötið
sé af lambi sem nærist á gróðri af
söltu engi og lifl úti í guðs grænni
náttúrunni árið um kring, ekki orð
um kjamfóður.
Rollur á beit innan skógræktargirðingar. Kjötið af þessum skepnum er furðu ódýrt í Lúxemborg enda niðurgreitt. -PLP
OPIÐ
alla daga frá kl. 10. til 22
Laugardaga 11 til 18
Sunnudaga 10 til 16
Góð tæki og þægilegt andrúmsloft. Einnig bjóðum
við ykkur upp á hressa eróbikk-leikfimi sem er á
mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl.
19.45 í björtum og rúmgóðum sal.
Mætum hress
VAXTARRÆKTAR- OG ERÓBIKKSTÖÐIN
ORKULIND
Brautarholti 22
sími 15888
ÍSLENSK-AMERÍSKA FÉLAGIÐ
HAUSTFAGNAÐUR
á Hótel Loftleiðum nk. laugardagskvöld.
Miðasala og borðapantanir
fimmtudag og föstudag
á Hótel Loftleiðum.
Skemmtinefnd
Snenl-
efnlð selen
Ýmsar kenningar hafa verið í
gangi um nytsemi selens fyrir líka-
mann. Ég ætla ekki að fjalla um
þær hér heldur tjalla um það sem
vitaö er um selen. Virkni, skort,
ráðlagðan dagsskammt og hvaða
fæðutegundir gefa mest af selen.
Virkni
Selen er hluti af ensími, og sem
slíkt vemdar selen fitusýrur í
frumuhimnum fyrir súrefni og
kemur á þann hátt í veg fyrir þrán-
un fitusýranna.
Á þennan hátt getur selen komið
að hluta til í staðinn fyrir E-vítam-
ín, sem er ekkert annað en þráa-
vamarefni.
Skortseinkenni
Alvarlegur skortur á seleni getur
orsakað hjartatruflanir, sem lýsir
sér í því að hjartaö stækkar óeðli-
lega mikið og starfsemi þess
skerðist.
Töluverðar rannsóknir hafa far-
ið fram á þvi hvort einhver tengsl
séu á miii lítils selens í blóði ein-
staklinga og krabbameins. Má í því
sambandi nefna krabbamein í
bijóstum, þörmum og ristli. Hins
vegar vil ég leggja ríka áherslu á
það að ekkert hefur komið fram
um þaö að eitthvert orsakasam-
Hollusta
og næring
Gunnar Kristinsson
band sé á milli myndunar krabba-
meins og lítils magns af seleni í
blóði. (Understanding nutrition,
útg. 1984.)
Ofneysla selens
Það hefur verið sýnt fram á það
að of mikii neysla umfram ráðlagð-
an dagsskammt veldur eituráhrif-
um á líkamann. Má í því sambandi
nefna að viðkomandi einstaklingar
geta misst hárið, tapað nöglum af
fingrum og tám eða orðið fyrir því
að tennur þeirra skemmast.
Eituráhrifin geta komið fram í
truflun á starfsemi taugakerfis eft-
ir neyslu mjög mikils magns í
langan tíma (Medical clinics of
North America, útg. 1976.)
Ráðlagðir dagsskammtar
(RDS) og bestu gjafar
Ráölagður dagsskammtur af se-
leni fyrir fuilvaxinn einstakling er
á biiinu 0,05 miliigrömm til 0,2
miliigrömm.
Mest af seleni í fseðunni kemur
úr flski og skeldýrum. Einnig
finnst töluvert magn af seleni í
komi og kjöti. Mjólk, grænmeti og
ávextir innihalda Utið af seleni.
(Human nutrition and dietetics,
útg. 1979.)
Mikill hluti selens í líkamanum
finnst í blóðflögum og skjaldkirth.
Einnig finnst nokkurt magn í lifur,
nýrum og vöðvum. Irmiheldur lík-
aminn allt að 13-20 mg af seleni
(Náringslara, útg. í Svíþjóð).