Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987. 21 Iþróttír ólympíuleikanna í gærkvöldi eins og þessi mynd, sem þá var tekin, ber með sér. Til vinstri er Halldór Áskelsson en til hægri in áttu báöir góðan leik í gærkvöldi. DV-símamynd/Acacio Franco land næði forystunni. Er ekki gott að segja hvemig leikurinn hefði þróast ef Guðmundur hefði haft heppnina með sér. Herfileg mistök og Portúgalar skora Á 22. mínútu kom reiðarslagiö. Ingvar Guðmundsson átti þá mjög ónákvæma sendingu sem rataði beint fyrir fætur Portúgalans Coelho í vítateig íslenska liðsins og hann þakkaði fyrir sig og skor- aði með góðu skoti. Sannarlega sorgleg mistök. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fékk Guðmundur Steinsson knöttinn einn og óvaldaðaur í vítateig Portúgala eftir sendingu frá Guðmundi Torfasyni og átti aðeins markvörðinn eftir. Guð- mundi mistókst hins vegar skotið og skaut í markvörð Portúgala. Aparicio gerir út um leikinn Á 52. mínútu bættu Portúgalar öðru marki við eftir fallega sókn og Aparicio skallaöi í mark íslands eftir að vömin hafði sofnað á verðinum. íslensku leik- mennimir gáfust ekki upp og tóku nú að sækja að marki heimamanna. Þaö bar árangur á 59. mínútu. Friðrik spymti þá langt fram á völlinn, knöttur- inn barst til Ólafs Þórðarsonar sem skaut hörkuskoti að portúgalska mark- inu. Markvörðurinn varði skot hans en hélt ekki knettinum sem barst til Guð- mundar Steinssonar sem skoraði af stuttu færi. Þrátt fyrir ágætar tilraunir tókst íslenska liðinu ekki að skora fleiri mörk í leiknum. Staðan Staðan í riðhnum sem ólympíuhð íslands leikur í er nú þannig eftir leikinn gegn Portúgal í gærkvöldi: Portúgal-Island.................2-1 Austur Þýskalandð 2 2 15-46 ítaUa............3 2 1 0 3-0 5 Portúgal.........4 12 13-34 ísland............4 112 5-63 Holland..........4 0 2 2 5-8 2 Furðulegur tyrkneskur dómari • Þeir HaUdór Áskelsson, Ólafur Þórðarson og Guðmundur Torfason vom bestu menn íslenska Uðsins í þess- um leik en Guðmundur var reyndar í strangi gæslu aUan leikinn. • Tyrkneskur dómari dæmdi leikinn og var frammistaöa hans afar slök. Hann leyfði Portúgölum að komast upp ifteð fólskubrögö trekk í trekk án aðvar- ana. Ef íslensku leikmennimir bmtu hið minnsta af sér var flautað samstund- is. Dæmigerður heimadómari. Áhorf- endur á Estadio Municipal leikvangin- um vom rúmlega 2000. • Tvær breytingar vom gerðar á ís- lenska Uðinu í síðari hálfleik. Ingvar Guðmundsson og Pétur Amþórsson fóm af leikveUi en í þeirra stað komu þeir NjáU Eiðsson og Heimir Guð- mundsson. -SK Jón Kristján Sigurðsson, íþróftafréttamaður DV, skrifar frá Lissabon ir í Leiria 'ortúgal, verðskuldaði jafntefli eða sigur en tapaði 2-1 „Mjögsvoósáttur - sagði Guðni Kjartansson J&i Kristján SigurðEBon, DV, Leiria: „Ég er að vonum mjög ósáttur við þessi úrsUt og þá ekki síður þennan lélega dómara," sagði Guöiú Kjart- ansson, aðstoöarmaður Sigfrieds Held, í samtah við DV eftir leUtinn í gærkvöldi. „Við gáfum þeim mark á slæmum tíma í fyrri hálfleiknum og þessi mistök kostuðu okkur ósigur í kvöld. Það er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að viö misnotuðum dauðafæri í þessum leik og til að vinha sigur þarf að nýta dauðafæri. En þrátt fyrir þetta tap er engin ástæða til að örvænta. Viö erum staðráðnir i að leggja þetta portú- galska Uð að velh á LaugardalsveU- inum, það er engin spuming um að viö gerum það. Það segir kannski sína sögu um hvað íslenska Uðið í raun og veru getur aö maöur skuU vera mjög svekktur með að tapameð eins marks mun á útiveUi fyrir „púra“ atvmnumannaUði," sagði Guðni Kjartansson. -SK „Dómaranum mútað“ sagði Guðmundur Torfason Jón Kristján Sguiöæan, DV, Ledria: „Ég er sársvekktur. Við fengum rakin tækifæri tfl að gera út um leik- inn í fyrri hálfleik en því miður tókst ekki að nýta þau í þetta skipti," sagöi Guðmundur Torfason eftir leikinn í gærkvöldi. „Ég vil nota þetta tækifæri og þakka strákunum fyrir þennan firá- bæra leik. Við sýndum mikinn karakter þegar við komumst aftur inn í leikinn þegar þeir höfðu skorað mörkin tvö. Og svo má ekki gleyma dómaranum. Hann var hörmulegur. Ég tel að við höfum verið sterkari aðilinn í leiknum og þaö hefði ekki verið ósanngjamt að sigra 3-2. Það verður að hafa það hugfast að Portú- galamir skoruðu tvö mörk en fengu engin alvarleg marktækifæri. Við lékum ekki aðeins gegn ellefu at- vinnumönnum firá Portúgal. Dómarinn var þeirra 12. maður og ég er þess fullviss aö honum hefur verið mútað fjTÍr leikinn," sagði Guðmundur Torfason. -SK „Eg er vitanlega mjög óánægður" - sagði Guðmundur Steinsson lyrírliði Jón Kristján Sigurðsson, DV, Leiria: „Ég er vitanlega mjög óánægöur. Viö böröumst mjög vel í þessum leik á erflðum velli. Það er í sjálfu sér lítið hægt að segja varðandi færin sem ég fékk. Þaö þarf oft heppni til að skora og hún fylgdi mér ekíti í kvöld. Ég hefði átt að vippa knettinum yfir markvöröinn í síðara færinu," sagði Guðmundur Steinsson, fyrlrliöi OL- liðsins, eftir tapið gegn Portúgal í gærkvöldi. „íslenska liðið er mjög sterkt og ég held að mér sé óhætt að segja að viö höfum sýnt frábæran leik á köfl- mn. Ég bjóst við portúgalska liðinu mun sterkara en ég bjóst hins vegar ekki við svona grófúm leik,“ sagði Guðmundur Steinsson. -SK „Ég er drallusvekktur“ - sagði Friðrik Friðriksson markvórður Jón Kristján Sguiðæon, DV, Laria: „Eg tel að lið okkar sé míög sterkt og það þarf að hlúa vel aö þessu liöi í framtíðinni. Sigfried Held er að gera frábæra hluti með þetta lið,“ sagði Friðrik Friðriksson, mark- vörður-íslenska hösins, en hann er sem kunnugt er á fórum til danska liðsins b-1909. „Eg gat alls ekki komið í veg fyrir síðara markið sem Portúgalir skor- uðu. Ég bjóst við þeim sterkari. Ég er drullusvekktur með þessi úrslit og engan vegjnn sáttur við þau. Við lékum vel og þetta voru ósanngjöm úrslit. Við sýndum það í þessum leik að við getum á góðum degi staöið í hvaða þjóð sem er og unnið,“ sagði Friðrik Friðriksson. -SK „Dómarahneyksir - sagð! Ólafur hórðarson Ján Kristján SigurðaBon, DV, Leiria: „Þetta var dómarahneyksli og þaö hefði verið mjög sanngjamt að við hefðum gengiö af leikvelli hér sem sigurvegarar," sagði baráttqjaxlinn Ólafur Þórðarson eftir leikiim gegn Portúgal. „Guömundur Steinsson var míög óheppinn að skora ekki þegar hann skaut í stöngina. Ef honum hefði tekist að skora hefðum viö gert út um þetta. Ég er á því að annað mark þeirra hafi verið rangstöðumark. Þeir spiluöu mjög gróft og vom nán- ast í hnefaleikum allan leikinn. Tveir leikmenn í okkar liöi fengu hnefa í andlitiö. Við látum ekki deig- an síga þrátt fyrir þessi úrsli* og gerum betur næst,“ sagði Ólal.T Þórðarson. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.