Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Page 32
32 Sandkom FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987. Urval ÚRVALSEFNI VIÐ ALLRA HÆFI ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 BS FREEPORTKLÚBBURINN Fundur verður haldinn fimmtudaginn 8. október kl. 20.30 í Safnaðarheimili Bústaðakirkju. Rætt um vetrarstarfið. Skemmtidagskrá. Kaffiveitingar. j Stjórnin SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna paö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgið teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifaerum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Það ber árangur! i Smáauglýsingadelldin er í Þverholti 11. Opfð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 115.000tonna Trabant „Af hveiju aka ekki allir á Trabant?" Þannig spyr Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöövarinnar hf. á Ak- ureyri, en meö spurningunni lýsir hann áliti sínu á kín- verskum skipasmiöaiðnaði. Dagur fór á stúfana til for- stjórans út af þeim ótrúlegu fréttum aö Kínverjar bjóða stálskip fyrir næstum ekki neitt. Trabantinn þarf annars ekki aö taka þetta svo ýkja nærri sér. Kínveijar voru til að mynda aö skila Norö- mönnum 115.000 tonna ílutn- ingaskipi á dögunum. Tæplega hafa þeir frændur okkar tekiö viö neinu hrófa- tildri. Þaö verður fróölegt að sjá sambærilegan Trabant á Oddeyrinni. Skipulagðar eldgildrur Nú er verið aö byggja svo há íbúðarhús á Akureyri að slökkviliðið fengi við ekkert ráðið ef kviknaði í efst í hús- unum. Það á einfaidlega ekki tæki sem ná svo hátt upp. Sama vandamál hefur velgt Hafnfirðingum og Garðbæ- ingum undir uggum. í Garðabænum uppgötvuðu menn það einnig að hraða- hindranir, sem nú er í tísku aö drita niður um allt höfuð- borgarsvæðið, geta orðið til þess að slökkvilið komist alls ekki á brunastað fyrr en allt er brunnið. Þar sem þessar hindranir eru hæstar ná þær upp undir suma slökkvibíl- ana. Það má sjá þetta fyrir sér þar sem slökkvibíllinn er kominn með framhjólin yfir hindrunina og situr síðan Þaö er svona álika fyrir slökkviliö aö horfa á bruna sem tæki þess ná ekki til eins og aö lenda i þvi ein- staka óláni aö hafa slöngurnar til þerris i sjálfum eldinum. fastur á malbikaöri eða jafn- vel steyptri og flísalagðri upphækkun og lokar jafnvel götunní. Hann kemur ekki að miklu gagni á meðan við slökkvistörf. Ogjafnvel þótt ekki fari svona ifia í öllum tilfellum hljóta hraðahindr- anirnar að tefj a verulega ferðir slökkviliðs á þungum bílum. En það þarf sjálfsagt „góðan" bruna til þess að mennáttisigáþessu. Slöngumar í eldinum Annars eiga slökkviliðs- menn viða í erfiðleikum oft á tíðum og þarf ekki tilbúna fjallvegi í þéttbýlinu til. Frægt varð þegar kviknaði í einni fiskimjölsverksmiðj- unni. Slökkviliðið á staðnum var auðvitaö ræst út í skyndi og slökkvibíllinn sóttur. Þeg- ar grípa átti slöngumar rann það upp fyrir slökkviliðs- stjóranum að þær höfðu verið hengdar upp til þess aö þurrka þær og auðvitað inni í fiskimjölsverksmiðjunni. Sama slökkvilið var ein- hveiju sinni kvatt út til þess að slökkva eld í íbúðarhúsi á staðnum. Þegar slökkvibíll- inn var kominn miðja vegu niður að sjó tfi þess að ná í vatn festist hann og slöng- umar náðu því hvorki í sjóinn né að húsinu. Það stóð á endum að þegar bíllinn losnaði féll þakiö á húsinu. í þungbæru starfi „Það er erfitt að þurfa að aflifa þessar blessaðar skepn- ur,“ segir sláturhússtjórinn í Sláturhúsi KÞ á Húsavík í viðtali við Dag. Sá heitir Baldvin Baldursson og hefur raunar verið við þessa þung- bæm sauðfjárslátrun síðan í lok síðustu heimsstyrjaldar. Hann er raunar búinn að skjóta svo margar kindur aö núna er hann orðinn sama og heyrnarlaus. Það er margt manna bölið. Flestir leigja á Akureyri Samkvæmt vönduðum út- reikningum Húsnæðisstofn- unar ríkisins býr 21 % Akureyringa í leiguhúsnæði og er það íslandsmet. Það seg- ir sig þá sj álft að færri búa í eigin húsnæði á Akureyri en almennt gerist. Þó er líkt ástand bæði á Vesturlandi og Vestfiörðum. 66% Akur- eyringa búa sem sagt í eigin húsnæði og 13% hjá ættingj- um. Hér er átt við fólk á aldrinum 18-75 ára. 80% Sunnlendinga búa í eigin húsnæði og er það einn- ig Islandsmet. Þar era ekki nema 7% í leiguhúsnæði en 14% búa hjá ættingjum. Ætt- ingjar á Austurlandi láta hins vegar ættingjana ekki troða sér inn á sig. Einungis 2% hefur tekist að smokra sér undir þak hjá ættingjum sín- um fyrir austan, sem er glæsilegt íslandsmet hjá ætt- ingjunum. Atvinnurek- endursjálf- stæðastir Þeir hjá Húsnæðisstofnun hafa komist að þeirri niður- stöðu að atvinnurekendur og sérfræðingar séu sjálfstæð- astir íslendinga í húsnæðis- málum og búi 87% þeirra í eigin húsnæði, 10% leigi og aðeins 3% búi hjá ættingjum. Sjómenn og bændur era í öðra sæti og ekki langt á eftir þeim fyrst nefndu. Þar næst koma iðnaðarmenn og þar á eftir þeir sem starfa við þjón- ustu og kennslu. Aðeins 64% verkafólks býr í eigin hús- næði. Samt era ekki nema 12% þess sem leigir því 25% búahjáættingjum. Umsjón: Herbert Guðmundsson Menning i>v Tíð á sér tíma Sýning Rúríar að Kjarvalsstöðum DV-mynd Brynjar Gauti Allt frá því hún rústaði gamla gulllit- aða Bensinum með sleggju á Lækjart- orgi árið 1974, hefur Rúrí unnið að list sinni fyrir opnum tjöldum. í stórum dráttum má skipta þessari „opinberu" listsköpun hennar í tvennt, í gjöminga, þar sem listakonan framkvæmir einhverja “aksjón" eftir fyrirfram gefnum reglum ef til vill með þátttöku, eða að minnsta kosti þöglu samþykki, almennings, hins .vegar þrívíð umhverfisverk eða skúlptúra á almannafæri. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson í þessu hefur Rúrí verið í takt við áherslubreytingar í erlendri nýlist, án þess þó að bæta ýkja miklu við hana, nema þá á allra síðustu árum. Það ér í hinum „kosmísku" um- hverfisverkiun sínum, það er verkum sem ganga að einhverju eða öllu leyti út frá náttúrlegum lögmálum sem mér finnst Rúrí hafa mestað sýna og segja. Sum þessara verka, til að mynda „Glerregn" (1984), „Regnbogi 1“ (1983), „Regnbogi H“ ( 1984 ) og loks Flug- stöðvarregnboginn, eru með áhrifa- mestu og frumlegustu myndverkum sem hér hafa verið gerð í seinni tíö. Elja og verklagni „Tími“ heitir sýning sem Rúrí held- ur að Kjarvalsstöðum um þessar mundir og í tilefni hennar hefiir hún gefið út þekkilega kilju með sama nafni. Á sýningunni hefur hún dregið sam- an umhverfisverk sem heitir líka Rúri ásamt verki sinu „Safn“. „Tími“ en það var upprunalega hengt upp í Sveaborg, grafískar heimildir (dokumentasjón) um þijú steypt um- hverfisverk (í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi) og loks spánnýtt og um- fangsmikið verk, „Safn“. Allt ber þetta vitni heilmikilli elju og verklagni listakonunnar og vel má sjá í þeim öllum skírskotun til tímans. En „tími“ er ansi afstætt og teygjan- legt hugtak. Verk Rúríar bera í sér tvíþætta skírskotun, til nánustu fortíð- ar í líki húsarústa og afdankaðra brúkshluta af haugunum, og (nán- ustu?) framtíöar, þegar kjamorku- sprengjan er búin að ganga frá afganginum af siðmenningunni. Hvaða vídd Þó get ég ekki að því gert að ég skyifia ekki í þessum verkum Rúríar þá tragísku vídd og djúphyggju sem mér finnst tilheyra myndsýn af þessu tagi. Þá vídd er meðal annars að finna í verkum Jósefs heitins Beuys, en andi hans svífur yfir ýmsum þeim aðskota- hlutum sem Rúrí hefur eignað sér. Mér finnst sem sterkasti aflvaki þessara verka sé í rauninni nostalgían, eftirsjá efiir liðinni tíð, þegar hlutimir vom ekki eins flóknir og ógnvekjandi og þeir em í dag. Jafnvel „Safn“, þar sem líkkistulaga kassar hafa verið smíðaðir utan um allslags drasl, er ekki tragískt verk heldur miklu fremur angurvært, segir af samhengisleysi hlutanna og óbrú- anlegu bilinu milli nútíðar og fortíðar. Sýning Rúríar að Kjarvalsstöðum stendur til 11. október nk. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.