Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Page 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Saurgerlasaga
Nýlega var sendur hingað dýralæknir frá Evrópu-
bandalaginu vegna hugsanlegrar sölu íslenzks dilka-
kjöts til Vestur-Evrópu. Hann skoðaði þrjú hin beztu
af fimmtíu sláturhúsum landsins og taldi ekkert þeirra
þriggja nógu gott að viðhaldi, aðstöðu og búnaði.
Okkar kröfur eru vægari, því að sautján sláturhús
hafa löggildingu til að slátra sauðfé fyrir innlendan
markað. Þau eru mjög afkastamikil, enda telur slátur-
húsanefnd, að þau geti annað allri sauðfjárslátrun í
landinu og raunar þótt víðar væri leitað.
Ýmsir þröngir sérhagsmunir valda því, að tvöfalt
fleiri sláturhús til viðbótar, eða 33 alls, hafa undanþágu
til rekstrar, þótt þau séu ekki frambærileg samkvæmt
hinum vægu heilbrigðiskröfum, sem hér eru gerðar.
Undanþágur hafa hreinlega verið veittar á færibandi.
Samanlögð afköst hinna samtals fimmtíu sláturhúsa
landsins eru 43.450 fjár á dag. í fyrra jafngilti það 19
daga notkun að meðaltali á ári. Þessi lélega nýting af-
kastagetunnar stuðlar að háum fjármagns- og rekstrar-
kostnaði og gerir slátrun afar dýra hér á landi.
Lýsing sláturhúsanefndar á undanþáguhúsunum er
löng og ekki fögur. Víða er slátrað í gömlum kofum,
jafnvel timburkofum, eða í fiskverkunarhúsum, sem
tímabundið er breytt í sláturhús, með skaðlegum áhrif-
um á hvort tveggja, fiskvinnsluna og slátrunina.
Undanþágurnar eru veittar með pólitísku handafli.
Stundum tregðast dýralæknar staðarins og yfirdýra-
læknir við að veita leyfm. Þá knýja þingmenn kjördæm-
isins landbúnaðarráðherra til að kreista út undanþágu.
Þáð gerðist til dæmis í haust í Vík í Mýrdal.
Sláturhúsið á Bíldudal í Arnarfirði er hins vegar svo
lélegt, að ráðherra treysti sér ekki til að keyra yfir dýra-
læknana, enda eru aðeins 30 kílómetrar frá Bíldudal til
löggilts sláturhúss á Patreksfirði. Vegna þessa hafa
nokkrir þingmenn gengið berserksgang við Austurvöll.
Undir forustu Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Matthí-
asar Bjarnasonar var í skyndi búið til frumvarp til
sérstakra laga um þetta hús. Ráðgert var að keyra mál-
ið í gegn á einum sólarhring með því að beita afbrigðum.
Fjölmiðlar hafa skýrt rækilega frá gangi málsins.
Sem betur fer sáu ýmsir aðrir alþingismenn, að mál
þetta var Alþingi til hinnar mestu vansæmdar. Þess
vegna fékk Bíldudalsfrumvarpið ekki þann forgang, sem
ráðgerður var, og málið féll á tíma. Nú er sauðfénu
ekið skamman veg til slátrunar á Patreksfirði.
Upphlaupið skilur hins vegar eftir óbragð í munni.
Það hefur hreyft ýmsum spurningum, sem ekki hefur
verið svarað. Er til dæmis rétt hjá sumum þingmönn-
um, að sláturhús kaupfélaga megi að mati dýralækna
vera skítugri en hin, sem eru í eigu hlutafélaga?
Þá er ekki síður athyglisvert, að í umræðunni á Al-
þingi taldi enginn þingmanna sig knúinn til að ræða
málið frá sjónarhóli neytenda og með hagsmuni þeirra
í huga. Af 63 þingmönnum voru margir fúsir að þjóna
sérhagsmunum, en fáir fúsir að þjóna neytendum.
í rannsókninni, sem væntanlega siglir í kjölfar upp-
hlaupsins, verður vonandi fjallað um, hvort eftirlit með
sláturhúsum og leyfisveitingar þeirra séu eða eigi að
vera fyrir neytendur eða einhverja aðra og þá hverja.
Einnig hvers konar handalögmál stjórni undanþágum.
Þótt málið hafi til þessa verið Alþingi til vansæmdar,
er hægur vandi að veita umræðunni framvegis í þann
farveg, að leiði um síðir til heilla fyrir landsmenn.
Jónas Kristjánsson
Fiskeldi við Eiliðaárnar.
Fiskeldi í Reykjavík
Nýlega hélt atvinnumálanefnd
Reykjavíkur ráðstefnu um fiskeldi
í Reykjavík. Ráðstefnan var mjög
fjölsótt. Þar voru flutt mörg fróðleg
erindi og umræður voru fjörlegar.
Athyglisvert er að Reykjavík er á
vissan hátt vagga fiskeldis á ís-
landi. í Laxalóni hefur frumkvöð-
ullinn Skúli Pálsson barist lengi,
sem alþjóð er kunnugt, og í Kolla-
firði hefur rikið lengi rekið fiskeldi.
Nú eru að opnast nýjar víddir,
ný útsýn. Fjögur fyrirtæki stunda
nú kvíaeldi í Eiðsvík. Eldið viröist
ganga vel og á vafalaust mikla
framtíð fyrir sér þarna í firðinum.
Það er skemmtileg framtíð að
hugsa sér flóann nýttan til fiskeld-
is, lifandi atvinnugrein sem gæti
blómstiað í nágrenni höfuöborgar-
innar. Vandséð er að til sé betri
nýting á flóanum og sjálfur hef ég
margoft lýst þeirri skoðun minni
að engin atvinnugrein búi yfir öðr-
um eins vaxtarmöguleikum og
fiskeldið.
Sjálfsagt er þó að mörgu að
hyggja þegar framtíð fiskeldis á fló-
anum er skoðuð.
Ef menn láta sig dreyma um
framleiðslu nokkur þúsund tonna
af laxi árlega þarna, reyna að rýna
í framtíðina og sjá fyrir sér sjókvíar
víða um flóann, báta á ferð með
fóður og gæslumenn, sláturfisk á
leið í land og seiði á leið út í kvíar,
er eins og allt iði af lífi þarna. En
hvernig verður nábýliö viö höfuð-
borgina?
Fiskeldi við höfuðborg
Á ráðstefnunni gerði hafnarstjóri
grein fyrir aðstæðum til kvíaeldis
á hafnarsvæðinu. Borgarverkfræð-
ingur gerði grein fyrir lóðaúthlut-
unum vegna kvíaeldisins en það
þarf talsverða aðstöðu í landi.
Fróðleg erindi voru einnig flutt um
náttúrulegar aðstæður.
Ljóst er aö nokkrar meginútrásir
skolpkerfis borgarinnar koma út í
sjó á Sundunum. Umfangsmiklar
mælingar hafa verið gerðar á
mengun frá holræsum á Sundun-
um. Af þeim virðist ljóst aö haga
megi frárennslismálum borgarinn-
ar á þann veg að þau hafi engin
áhrif á fiskeldi i flóanum. Gera
verður þær kröfur til borgaryfir-
valda aö þau hafi vakandi áhuga á
þróun mála á þessu sviði og stuðli
á þann hátt að því að fiskeldi geti
dafnað þama.
Fram kom að straumar eru tals-
verðir í Eiðsvíkinni þannig að
mengun vegna fóðurleifa ætti að
vera hverfandi. Norðmenn búa við
nokkuð aðrar aðstæður í þessu til-
Kjallarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður
fyrir Framsóknarflokkinn
liti í lygnum og lokuðum fjörðum.
Mengunar- og sjúkdómavandamál
þeirra stafa að talsverðu leyti af
þessum náttúrulegu aðstæðum.
Mælingar á hitastigi sjávar eru
til frá Reykjavíkurhöfn en ekki í
Eiösvíkinni sjálfri. Ekki er unnt að
nota mælingar frá höfninni beint
til að meta hitastig í Eiðsvíkinni
þó leiða megi að því líkur. Hita-
mælingar eru heldur ekki til
samfelldar yflr nægilega langt
tímabil.
Fram kom aö sum árin hefur
hitastig verið undir frostmarki allt
að 35 daga. Ekki er ljóst hversu
mikla hættu er hér um að ræða en
í mörgum fræðibókum eru dauða-
mörk lax talin -0,5°C. Hætta virðist
því nokkur á undirkælingu í yfir-
borði. Norðmenn hafa orðið fyrir
tjóni af undirkælingu og hætt er
við að köld ár gætu orðið erfið þó
nokkur mismunur sé eftir því hvar
er á flóanum.
í nágrenni Reykjavíkur eru þrjár
laxveiðiár, Elliöaárnar, Korpa og
Leirvogsá. Á ráðstefnunni ræddu
menn nokkuð stofnblöndun á laxi
eða erfðafræðilega mengun eins og
sumir kalla.
Upplýst var að 10% af laxi, sem
veiddist í norskum ám á sl. ári, var
eldislax sem slapp. Ef fiskeldi vex
fiskur um hrygg á flóanum og þar
verða framleidd nokkur þúsund
tonn af laxi árlega og eitthvaö af
honum sleppur, eins og verða vill,
velta menn því fyrir sér hver áhrif
það muni hafa. Vafalaust gengur
hann upp í árnar þegar hann verð-
ur kynþroska og blandast hinum
náttúrulegu stofnum. Og fyrsta
spurning hlýtur auðvitað að verða:
gerir það nokkuð til? Aukin haf-
beit, þar sem milljónum seiða af
ýmsum stofnum er sleppt, mun
auðvitað leiða til stofnblöndunar í
mörgum ef ekki öllum íslenskum
ám.
Kynbætur
Fram komu hugmyndir um að
nota geldfisk í kvíaeldi, en hann
virðist ekki leita upp í árnar, eða
velja stofna til kvíaeldis á flóanum
þannig að stofnblöndun í ánum
verði sem minnst.
í mínum huga er svarið við þess-
ari spurningu undir ýmsu komið.
Norðmenn leggja mikla áherslu á
kynbætur á eldislaxi. Reynt er með
margvíslegum aðferðum að fá fram
hraðvaxna stofna sem seint verða
kynþroska og hafa mikið viðnáms-
þrek gegn sjúkdómum. Margt
virðist benda til að í framtíðinni
verði með kynbótum leitaö að eld-
islaxi sem hafi „húsdýrseiginleika"
þ.e. sé gæfur og láti sér vel líka að
vera í eldiskvíum, líkt og alisvín
og alifuglar, og hafi álíka margt
ólíkt villta laxinum og alisvín og
alifuglar villtum tegundum. Sjálf-
sagt tekur þetta langan tíma, en ef
menn áætla að þar komi að fram-
boð og eftirspurn eftir laxi mætist
standa þeir best i samkeppninni
sem minnstan framleiðslukostnað
hafa. Það hafa þeir sem hraðvaxn-
asta stofninn hafa meðal annars.
íslendingar munu því verða að
hefja kynbætur. Þegar þessu stigi
er náð er blöndun eldislax og villts
lax sjálfsagt óæskileg.
Öðru máli gegnir með hafbeitar-
laxinn. Hann þarf að hafa sömu
eiginleika og villti laxinn, rateigin-
leika, kunna að varast hættur í
náttúrunni, leita sjálfur fæðis o.s.
frv. Blöndun hans við villtan lax í
ánum er því annars eðlis og líklega
ekki eins áhættusöm þegar til
lengri tíma er litið.
Fareldi
Þó nauðsynlegt sé að hafa þessa
hluti í huga er ólíklegt að nein
hætta sé á ferðum í náinni framtíð.
Menn þurfa aö fylgjast með þróun-
inni.
Sambýlið við höfuðborgina hefur
því margar hliöar. Reykjavík ætti
að geta lagt eldismönnum til ódýrt
heitt vatn, e.t.v. bakrennslisvatn.
Þetta þarf atvinnumálanefnd borg-
arinnar sérstaklega aö skoða.
Þannig mætti koma upp fareldi þar
sem fiskurinn væri alinn í hita í
kerum á landi meðan hann er smár
og hitastigið hefur mest áhrif á
vaxtarhraða og flytja hann síðan
út í sjókvíar. Þetta er auövitað
reikningsdæmi sem þarf að skoða.
Þegar allt er lagt saman eiga
möguleikar til sjókvíaeldis við
Reykjavík að vera góðir. Köld ár
gætu gert strik í reikninginn en
bæta má aðra þætti eldisins og
stuðla að auknu fiskeldi á flóanum
með margvíslegum aðferðum.
Þessari atvinnugrein þurfa borg-
aryfirvöld markvisst að hlúa að.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Þegar allt er lagt saman eiga mögu-
leikar til sjókvíaeldis við Reykjavík að
vera góðir.“