Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987. 15 Gott skipulag: Gmndvöllur að raun- hæfu jafhrétti kynja Ein tillaga að umhverfi sem stuðlar að jafnari möguleikum karla og kvenna. Tillagan kom fram í samkeppni Gavle og Sænska arkitektafé- lagsins. Undanfarin ár hafa mörg orð fall- ið hér á landi um að jafnrétti sé æskilegt þótt enn sé langt í land aö raunhæft jafnrétti ríki í reynd. Þó ætti þetta að vera sjálfsagt mál. Hvaða karlmann langar líka í raun og veru til að kúga konuna sína og hvaða konur vilja undiroka sína menn? Auðvitað viljum við að allir geta búið við jafnrétti, lært að þroskast og verið frjálsir til að ráða sínu lífi eins og þeir frekast vilja. Að minnsta kosti þekki ég engan sem ekki viðurkennir þetta í orði. Hins vegar hefur reynst erfitt að ná árangri í jafnréttismálum hér á landi, enda er um að ræða alda- gamlar hefðir sem erfitt hefur reynst að breyta. Ekkert einkamál kvenna Ástæðurnar eru margar. Ein er sú aö konur hafa haft mjög ríka tilhneigingu til að líta á þetta mál sem sitt einkamál, og þar með úti- lokað marga karlmenn frá því að taka þátt í umræðum um þessi mál, skilja þau og veita þeim Uð. Ef slík samvinna næðíst á breiðum grundvelli væri án efa hægt að vænta mun meiri árangurs en orð- ið hefur undanfarin ár. Auðvitað er þetta ekkert einkamál kvenna Kjallariim Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur og arkitekt enda væri það líka ábyggilega miklu skemmtilegra fyrir íslenska karlmenn að konur þeirra stæðu þeim jafnfætis heldur en að búa með einhverju pilsklæddu bak- varðaliði. Önnur ástæða er án efa sú aö þau gildi, sem ráða ferðinni í íslensku þjóðfélagi í dag, eru að verulegu leyti hefðbundin sjónarmið karl- mannaþjóðfélags. Þetta þýðir ekki að íslenskir karlmenn séu nokkuð á móti jafnrétti í sjálfu sér heldur gera þeir sér oft bara ekki nógu góða grein fyrir þessum málum enda erum við öll börn okkar tíma. Það er líka miklu auðveldara að halda áfram að gera hlutina á hefð- bundinn hátt en að brydda upp á nýjungum. Eflaust liggja hér líka miklu fleiri ástæður að baki. Jöfn aðstaða Menn hafa lengi gert sér grein fyrir því hvað skipulag hefur mikil áhrif á líf fólks og möguleika. Hins vegar hafa margir ekki gert sér grein fyrir því ennþá hvað það gild- ismat, sem þar er haft að leiðarljósi, ræður miklu um það hvort hcégt er að mynda jafna aöstöðu fyrir karla og konur til atvinnu, barna- uppeldis og allra þáttar nútíma lífs. Þó hefur þetta verið þekkt um ára- tuga skeiö. Fyrir um 10 árum beittu arki- tektafélagið í Svíþjóð (SAR) og sveitarfélagiö Gávle sér fyrir sam- keppni um það hvernig hægt væri að skipuleggja byggð sem skapaði konum og körlum jafnar aðstæður. Margar þeirra hugmynda, sem þar komu fram, eiga enn í dag fullt er- indi til þeirra karla og kvenna á íslandi sem vilja gera jafnréti kynj- anna að einhverju meira en orðræðum. Á alþingi íslendinga sitja nú 13 konur og hafa aldrei veriö fleiri. í sveitarstjórnum fer þeim einnig fjölgandi þótt því fari fjarri að þar hafi nokkru jafnrétti verið náð. Hugsanlega væri hægt að auðvelda og flýta þessari þróun ef hlutaðeig- andi aðilar uðurkenndu að skipu- lag getur verið mikilvægt tæki til að stuðla að auknu jafnrétti kynj- anna og beittu því með það fyrir augum. Gestur Ólafsson „Menn hafa lengi gert sér grein fyrir því hvað skipulag hefur mikil áhrif á líf fólks og möguleika.“ Maðkur í mjölinu? „Eg býst við að flestir þeirra sem flutt- ir verða inn til iðnaðar- og verslunar- starfa verði í lægstu launaflokkunum. Við viljum væntanlega ekki hleypa þeim of langt.“ í gamla daga lágu íslendingar fyr- ir innan búðarborðið hjá danska kaupmanninum og skröpuðu sam- an maðkað mjöl í poka handa vesælum landsmönnum að kaupa fyrir okurfé. í dag eru Danir komnir í verslan- ir okkar og raða upp mjölpokum og öðru sem við kaupum. Okkur hefur tekist að fá hingað unga at- vinnulausa Dani til þess að þræla og þjóna á ýmsan hátt. Er þetta ekki ljúft? Loksins tókst okkur að hefna fyrir alla niðurlæginguna sem Danir sýndu okkur á einokun- artímanum! Blessuð þenslan Ekki veit ég hvort þú nennir að lesa framhaldið á greinarkorni þessu en ég held að þetta einokun- artal hafi jafnvel náð athygli þinni. Málið er að við stöndum á háska- legum þröskuldi. Við stöndum þar sem margar nágrannaþjóða okkar stóðu fyrir tveimur áratugum og hafa misstigið sig og viöurkennt það. Við ætlum greinilega ekki að læra á mistökum vina okkar og nágranna heldur æða áfram út á braut sem tnargsannað hefur verið að sé vafasöm og þjóðfélagslega hættuleg. Ástæðan fyrir hinni svo- nefndu „þenslu'1, sem er orðin eitt af blessunarorðum hagsveiflunnar í dag, er sú að íslenska krónan er of hátt skrifuð. Dollarinn ætti að kosta 47 krónur í dag en ekki tæpar 40. Vegna þessarar „þenslu" eyð- um við meiri peningum. Auðvelt er að fá erlend lán og við flytjum inn býsn af alls kyns drasli. Þetta dót verður að umsetja, þannig að við verðum að kaupa og einhver verður að stimpla inn verðgildið á búðarkassa og setja hlutina í poka. Vegna þess að við erum öll of upp- tekin við að „kaupa inn“ getum við eölilega ekki líka verið á kassanum eða raðað þessu öllu upp í hillur. Til þess arna verðum við að flytja inn atvinnulaust fólk. Fyrir barðinu á okkur hafa orðið atvinnulausir írar, Svíar, Danir og aðrir sem líta út fyrir að vera ís- lenskir, hvítir á hörund o.s.frv. Nú Kjallariim Friðrik Á. Brekkan blaðafulltrúi eru að skapast vandræði við að koma þeim öilum fyrir því að ein- hvers staðar verða þeir aö búa. Hvað skeður? Það þarf að byggja yfir alla og það verður „þensla" á íbúðamarkaðinum. Blessuð þensl- an! Einu sinni var verðbólgan aðalbjargvætturinn. nú er þaö þenslan. Frelsi farandverkafólks Mér líst ekki á þetta. Því þessi „þensla" er ekki byggð á bjargi. Þetta er gerviþensla, sem springur einn góðan veðurdag. og hvað ger- um viö þá? Nú, þá sendum við þrælana til sins heima. Er það hægt? Það mætti auðvitað reyna að brýna fyrir farandverkamönn- um áður en þeir koma til íslands að þeir megi ekki fjölga sér um of og auka enn á vandræðin í trygg- ingakerfinu, sein eru víst ærin fyrir. Þá mætti og takmarka veru þeirra við eitt ár í einu og láta þá sverja að þeir færu. um leið og hagsveiflan færi niður. Þetta eru allt brot á mannréttindum og er auðvitað út í hött, en ég get sagt þér það að enginn farandverka- maður, sem kemur hingað úr erfiðleikum og eymd síns heima- lands, mun snúa aftur sjálfviljug- ur. Sérstaklega ef þetta er einhleypt fólk. Við sitjum uppi með það. Það vill eðlilega vera hér áfram og njóta lífsþæginda okkar og væntanlega einnig menntast enn frekar. Þá eykst blessuð þenslan á ný og þjóð- inni fjölgar. Með tilkomu allra þessara farandverkamanna. eins og ég kýs að nefna þá hér. mun kaup hinna lægst launuðu örugg- lega haldast á botninum. Ég býst við að flestir þeirra sem fluttir verða inn til iðnaðar- og verslunar- starfa verði í lægstu launaflokkun- um. Við viljum væntanlega ekki hleypa þeim of langt. Þetta er akkúrat það sem aörar þjóðir hafa flaskað á. Skammtímagróðinn er nokkur en langtímatapið er mikið. Öll félagsleg og persónuleg vanda- mál hlaðast á félagsmálageirann og ríkisútgjöld stóraukast. Viö vit- um öll að á Norðurlöndunum eru þúsundir íslendinga sem margir liverjir vilja snúa heim á ný bjóðist þeim mannsæmandi kaup. Þeir koma ekki vegna þess að kaupið er lágt og oft er mórallinn lélegur á vinnustöðum eða var svo allavega fyrir fáeinum árum áður en allir þessir „hressu" starfskraft- ar fóru að birtast á vinnumarkað- ínum. „Hressleiki" þessi er nokkurs konar andsvar hinna ungu við „slappleika" gamla kerf- isins. Það eru fundin upp orð. sem eingöngu fólk innan við fertugt skynjar. þannig að eldri menn og konur sæki örugglega ekki um þau störf. Hvetjum til heimkomu Ég held að við ættum að fara var- lega í að ráða allt þetta erlenda fólk til starfa. Við eigum frekar að höfða til landa okkar sem búa erlendis. Við eigum að hvetja þá til að koma heim. Við eigum að hækka kaupið verulega og vera „hress" hvert við annað. frekar en að vera „ofur- hress" við stóran hóp af útlending- um sem við sjáum eftir að hafa minnst á að bióða hingað til stana. Ég hóf rabb mitt á bví að segja frá Dönunum sem núorðiö vinna fvrir okkur í kjörbúðunum og ég lýk frá- sögn minni á raunveruleika ársins 1968. en þá var hér að koma mikið atvinnuleysi. Hingað komu menn til að ráða íslendinga til verksmiðjustarfa í Svíþjóð. Menn stóðu í hundraðatali í biðröð fyrir utan ráðningarstað- inn. Menn voru afgreiddir á færi- bandi og gætti nokkurs hroka hiá þeim sem ferðinni réðu við ráðn- inguna. - Við viljum þennan en ekki hinn. - Nú. tuttugu árum síð- ar. förum við til útlanda og ráðum fólk til verksmiðjustarfa hér. Hvað skeður eftir tuttugu ár? Þá verða farandverkamennirnir búnir að koma sér vel fyrir á islandi. Þeir verða búnir að læra íslensku. búnir að mennta sig. margir hveri- ir orðnir nýtir þjóðfélagsþegnar. Nokkrir orðnir ráðningarstjórar hiá íslenskum fyrirtækjum og við verðum að sækja urn vinnu hjá þeirn. Þetta er gangur lifsins. Allir reyna að spjara sig. Við vorum svo upptekin við að versla að viö van- ræktum eigin menhtun en farand- verkamaðurinn nýtti sér menntunarmöguleikana. Hann fór i námsflokkana. menntaskóla og Háskólann meðan við hlupum i Kringlunni meö innkaupavagninn. Þess vegna verður það ef til vill þannig eftir tuttugu ár að biskup- inn yfir íslandi heitir Jesper Jensen. forsætisráðherrann Jónat- an Gauti eða Bing da Ho og kaupmaðurinn á horninu Abd- ullah bin Saleh. Ef til vill eigum við þetta í vændum og jafnvel skil- iö fyrst við nennum ekki að hugsa rökrétt. Fyrst við nennum ekki að spara til mögru áranna og fara var- legar í eyðslunni þá er þetta eðlileg afleiðing. Þjóðin bíður þá spennt á gamlársdag eftir því að forsætis- ráöherra landsins, Jónatan eða Bing da Ho, flytji áramótaræðuna. Friðrik Ásmundsson Brekkan Hingað komu menn til að ráða íslendinga til verksmiðjustarfa i Svíþjóð. - Myndin er frá einni stórverksmiðju þar i landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.