Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1987, Page 31
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987.
31
Sandkom
Fréttir
Skattlagðir
á grafar-
bakkanum
Þaö er mörg matarholan
hjá ríkissjóði samkvæmt
frumvarpi að fjárlögum
næsta árs og er auð vitað ekk-
ert nýtt. Sumt af því sem ríkið
innheimtir er jafhvel svo
smávægilegt eða smásmugu-
legt að efalaust kostar meira
að ná því inn og færa það í
bækur, endurskoða og bera
upp á Alþingi en sem tekjun-
um nemur. Þar má fyrst
nefna minnsta tekjustofninn
sem er gjald af eyðublöðum
heillaskeyta, heilar 20 þús-
imd krónur. Það hlýtur að
vera gaman að rukka þau
ósköp upp í 60 milljarða
króna hít. Öllu meira munar
um gjald á samúðarskeyti
Landssímans. Það er þriggja
milljóna króna tekjustofn
fyrir ríkissjóð á næsta ári og
dugir fyrir þokkalegum ráð-
herrabíl. Þetta eru lika
síðustu forvöð að hafa eitt-
hvað af viðkomandi skatt-
borgurum.
Rólegt hjá
Sigga Sveins
Nýjasta flskiskipið í flotan-
um, Siggi Sveins frá Hnífsdal,
sem er búið fullkomnustu
tækjum eins og vera ber, ligg-
ur við bry ggj u og blæs ekki
úr nös. Skipið hefur nefnilega
engan veiðikvóta og engar
veiðiheimildir og ekki er að
sjá að neinu verði þokaö í því
efni fyrr en i fyrsta lagi um
áramót þegar núgildandi lög
um flskveiðistjórnun renna
skeiðsittáenda.
18 milljóna
reykur
Davíð Gíslason læknir hef-
ur reiknað það út að ef
maður, sem reykir einn
pakka af sígarettum á dag,
notar peningana til þess að
kaupa ríkisskuldabréf eign-
ast hann 18,3 milljónir króna
á 50 árum. Ef hann heldur
bindindið ekki nema í 25 ár
eignast hann samt þrjár'
milljónir króna. Strax eftir 10
ár hefur tekist að spara fyrir
þokkalegri bifreið, 700 þús-
und krónur. Á einu ári
sparast 51.100 krónur með
reikningsaðferð læknisins.
Svo má bæta því við að lífs-
líkur þess sem aldrei reykir
eru sagðar 73,6 ár en þess sem
reykir pakka á dag ekki nema
68,1 ár eða hálfu sjötta ára
styttri.
102 kílómetr-
ar á klukku-
stund
Nú er það komið á hreint
að til þess að vera öruggur
um að missa ökuleyflð fyrir
of hraðan akstur á greið-
færustu götum þarf að þeyta
blikkinu upp í 102 kílómetra
hraða á klukkustund. 101
kílómetra hraði dugir ekki;
maður losnar ekki við öku-
skírteinið fyrir að dóla sér á
þeirriferð.
Þessi mörk hljóta að vera
vísindalega flmdin því engar
ákvarðanir eru teknar í ís-
lenskum umferðarmálum
nema eftir nákvæmar rann-
sóknir og mikla yflrlegu. En
hvemig nákvæmlega þessi
hraðamörk urðu ofan á er
auðvitað hulin ráðgáta fyrir
sauðsvartan almúgann sem á
hvort sem er ekkert að vera
að brjóta heilann um hvað
honum sé fyrir bestu.
Fógetinn með
allt á hreinu
Skímarraunum eigenda
nýja veitingahússins í Kefla-
vík er lokið. Ætlunin var að
láta staðinn heita spænska
nafninu E1 Rancho sem mun
vera heiti Argentínumanna á
bóndabæ. Þá sagði Jón fógeti
stopp. Og eigendumir flettu
upp í orðabók þar sem
spænska heitið var þýtt bú-
garður. Þess vegna hefur
þessi nýi veitingastaður hlot-
ið nafnið Búgarður sem
hljómar að vísu örlítið á ská
við íslenskan veitingastað.
En hvað um það, nafnið er
fundið og fógetinn er ánægö-
ur.
Þrasið um nafngiftina hef-
ur svo auðvitað skapað nýja
staðnum gríðarlega, ókeypis
auglýsingu á Suðumesjum,
rétt eins og þegar Starlight
var breytt í Glaumberg með
þeim árangri að ekki er leng-
ur pláss fyrir eigandann í
Keflavík einni.
Kínafrétt
Víkurfréttir í Keflavík
segja frá því að nýlega hafi
verkalýðsfélögin á Suður-
nesjum fengið Kínverja í
heimsókn. Þá kom í ljós aö
kínversk verkalýðshreyfing
hefur öllu fleiri starfsmönn-
um á að skipa en sú íslenska
þvi þegar þeir vom taldir
nýlega reyndust þeir vera um
460 þúsund manns. Þetta þýð-
ir að íslenska verkalýðs-
hreyfmgin á ekki minnsta
möguleika á að jafna metin
því við íslendingar emm ekki
nema rétt yfir 240 þúsund
talsins.
Edvard og
Carl
Það vita allir að Albert
Guðmundsson er formaöur
Borgaraflokksins. Sárafáir
vita hins vegar að varafor-
maður flokksins heitir
Edvard og ritarinn Carl. En
þannig er þetta samt. Vara-
formaðurinn, sem er þekktur
undir heitinu Július, heitir í
rauninni Edvard Júlíus Sól-
nes. Ogritarinn heitir ekki
aðeins Ólafur heldur Carl
Ólafur Gránz. Ekki sakar að
geta þess að báðir em þeir
miklir byggingamenn því
Edvard er byggingaverk-
fræðingur og Carl trésmíða-
meistari.
Loks má ekki gleyma að-
alástæðunni fyrir því að
Edvard varð fyrir valinu sem
varaformaður. Það var ekki
umdeildur stuöningur Ás-
geirs Hannesar Eiríkssonar,
sem ætlaði sér stólinn, heldur
sú staðreynd að Edvard er
sérmenntaöur í jarðskjálfta-
fræðum. Allur er varinn
góður og ekki ráð nema í tíma
sétekið.
Varaformaður Borgaraflokksins
heltlr Edvard og rltarlnn Carl...
Þelr eru ekkl í bresku konungstjöl-
skyldunni en jafngóóir fy rir þaó.
Umsjón:
Herbert Guðmundsson
Fjölmennt var í dagsferðinni sem SBS bauð öldruðum Stokkseyringum i
nýiega en hátt i fimmtíu aldraðir Stokkseyringar þáðu boðið. Þessi mynd
er tekin i kaffisamsæti sem ferðalöngunum var boðið í á Hótel Flúöum.
DV-mynd Ingi S. Ingason
Stokkseyri:
Blómleg elli
Ingi S. Ingason, DV, Stokkseyri:
Félagsstarf aldraðra á Stokkseyri
hefur staðiö með blóma um nokkurt
skeið. Má það þakka giftudrjúgri
samvinnu nokkurra aðila, svo sem
sveitarfélags, verkalýðsfélags og
SBS.
Fyrir hálfu öðru ári var hér opið
hús með Ævari Kvaran, þar sem
hann sagði frá miðilsstarfi sínu og
leikstarfsemi. Þá komu hingað fé-
lagsráðgjafarnir Anna Jónsdóttir og
Jóna Eggertsdóttir og fjölluðu um
starfslok og almenn lífeyrisréttindi
aldraðra.
Á hverju sumri gengst verkalýðs-
félagið Bjarmi á Stokkseyri fyrir
sumarferö og er öllum sem orðnir
fyrst var skoðuð svepparæktunar-
stöð, líklega sú fullkomnasta á
landinu. Næst var límtrésverksmiðj-
an heimsótt.
Að margra mati var þó hápunktur
ferðarinnar innlit í byggða- og muna-
safn Emils bónda Asgeirssonar í
Gröf, sem hann hefur búiö um i af-
lögðu fjósi á bæjarhlaðinu í Gröf og
að því loknu var öllum boðið í kaffi-
sopa hjá þeim hjónum þótt hópurinn
væri hálfur fimmti tugur.
Loks bauð svo verkalýðsfélagið
Bjarmi á Stokkseyri til miðdegiskaff-
is að Hótel Flúðum.
Tekiö var að kvölda þegar heim var
komið en þó þótti við hæfi að kíkja
við í leikskólanum á Stokkseyri. sem.
verið var að vígja þennan sama dag.
JEPPADEKK:
Allar stærðir af White Spoke felgum fyrirliggjandi.
OPIÐ LAUGARD. 10-13.
ÁRMÚLI 1 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-685533
Þátttakendum i ferðinni var meðal annars boðið að skoða svepparæktunar-
stöðina að Flúðum sem talin er ein sú fullkomnasta á landinu.
DV-mynd Ingi S. Ingason
eru löggild gamalmenni á félags-
svæðinu boðið með. Einnig er árlega
farið í dagsferð í boöi SBS. sem áður
hét Sérleyfisbílar Selfoss og Ólafur
Ketilsson hf.. og áð þessu sinni var
sú ferð farin sunnudaginn 11. okt. sl.
Ekið var upp Grímsnes og snæddur
hádegisverður að Hótel Geysi í boði
sveitarstj órnar Stokkseyrarhrepps.
Þaðan var rennt upp að Gullfossi.
sem var í nokkrum klakaböndum.
og sem leið liggur yfir Hvítá hjá Brú-
arhlöðum og allt að Flúðum. þar sem
því tvisvar verður gamall maður
barn.
Var ekki annað að heyra á ferða-
löngunum en flestir væru ánægðir
og aldurforsetinn. sem hefur fióra
um nírætt. lét engan bilbug á sér
finna.
Fvrirhugað er að fá 2 landskunna
listamenn til að.skemmta eldri borg-
urum í Stokkseyrarhreppi með söng
og upplestri áður en þetta ár líður í
aldanna skaut og einnig er leikhús-
ferð á prjónunum.
Akureyri:
Sveinborgin senn á veiðar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það stendur ekkert annað til í
bili en að gera skipið klárt og koma
því á ísfiskveiðar," sagði Þorsteinn
Baldvinsson, framkvæmdastjóri
útgerðarfélagsins Samherja lif. á
Akureyri, er DV spurði hann um
fyrirætlanir fyrirtækisins með tog-
arann Sveinborgu sem Samheiji
keypti nýlega frá Siglufirði. -
Talsvert hefur verið rætt um að
Samherji ætli að kaupa annað skip
fyrir Sveinborgina sem er nítján
ára gamalt skip. „Það mál er ekki
komið neitt áleiðis og ákvörðun
verður ekki tekin á næstunni hvað
sem síðar verður,“ sagði Þorsteinn.
Nú er verið að gera Sveinborgina
klára á veiðar og áður en skipið
heldur á miðin verður skipt um
nafn á því.