Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. Fréttir Flugstöðin 871 mil||ó«i fram úr áættun: Endurhönnun kostaði 102 milljónir króna Heildarkostnaður við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er 3.170 railljónir króna, aðþví er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoð- unar sem gerð var að ósk íjármála- ráðuneytisins. Við áætlaöan heildarkostnaö, 2.992 milljónir, bætist Qármagnskostnaður að upp- hæð 109 milljónir króna, ásamt áætluöum kostnaði vegna lista- verka upp á 55 milljónir, kostnaöi vegna eftirlits Bandaríkjaraanna - heildarkostnaður 3.170 miiyónir upp á um 10 milljónir og byggingar- nefndarlaun að upphæð 4 milljónir króna. Kostnaðarauka urafrara áætlun telur Rikisendurskoðun vera 871 milljón króna, en hann sundurlið- ast þannig aö 653 milijónir komu til vegna viðbóta við upphaflega áætlun, 135 milljónir vegna magn- aukningar og 83 milljónir eru óskiptur kostnaöur. Helstu þættimir í viðbótum við upphaflega kostnaðaráætlun eru kostnaður vegna endurhönnunar upp á 102 miUjónir, stækkunar landgangs sem kostaöi 98 milljónir, innréttingar upp á 78 milljónir, stækkunar kjallara sem kostaöi 67 raílljónir og landgöngubrýr kost- uöu 40 milljónir króna. Þá . er kostnaður vegna ólokins Ustaverks 14 miUjónir, hljóðkerfi kostar 12 raiUjónir og saraa kostar hússtjóm- arkerfi. Þá er kostnaður vegna ýmissa annarra kerfa talinn 49 mUijónir króna og kostnaöur vegna yfirstjómar og eftirlits 38 mUijónir króna. Sundurliðaður kostnaður vegna magnaukningar skiptist á fimra þætti; bergfcstur, 26 niiiijónir, jarö- skjálftastyrkingu, 37 mUfjónir, stækkun loftræstikerfis, 40 mUijón- ir, vatns- og rafveitulagnir, 19 miiijónir og ýmsan kostnað sem nemur 13 mUljónum króna. -ój Geir Hallgrímsson, fýnverandi utanríkisráðheira: Byggingamefndin vann mjög gott starf „Að svo mUtlu leyti sem ég hafði afskipti af og kom þarna við sögu vU ég láta það koma fram að bygg- ingamefnd flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar vann mjög gott starf af elju, dugnaði og útsjónarsemi," sagði Geir HaUgrímsson, banka- stjóri Seðlabanka íslands, í samtali við DV, en hann var spurður álits á skýrsiu Ríkisendurskoðunar um byggingu flugstöðvarinnar. Geir var utanríkisráðherra frá maí 1983 til janúar 1986. „Án þess að hafa farið nákvæm- lega í skýrslu Ríkisendurskoðunar, áiít ég að þar sé ekki tekið nægilegt tillit tíl þess að verkefnið varð meira en upphafleg áætlun gaf til kynna,“ sagði Geir. „Eg samþykkti tU dæmis að kjall- ari flugstöðvarinnar skyldi stækk- aöur tU þess að rýma mætti geymslur og leiðslur sem vera áttu í dým húsnæði á 1. hæð. Einnig samþykkti ég að lengja landgang- inn úr þvi að þjóna þremur flugvél- um í sex vélar. Reynslan hefur sýnt að á hvom tveggja var brýn nauð- syn. Kostnaðaraukinn var einnig fólginn í því aö eldhús á annarri hæð flugstöðvarbyggingarinnar, sem Flugleiðir áttu að eiga aðild að, var flutt í annað hús og hafði sú framkvæmd nokkum auka- kostnað í för með sér. Þessa þætti, sem og fall dollarans, þarf að hafa í huga og þetta kemur fram í skýrslu Ríldsendurskoðunar þó fjölmiðlar hafi ekki tekið það til greina sem skyldi," sagði Geir. „Varðandi þessar viðbætur þá vom þær kynntar Fjárlaga- og hag- slýslustofnun fyrir hvert ár og síöan þingnefndum sem fjöUuðu um fjárlögin. Raunar kom það fyrir að beiðnir um fjárveitingar vom skomar niöur en það var þá gert með því fororði að heimUt væri aö flytja kostnað á milli ára enda feng- ist gjaldfrestur á þeim' kostnaði. Þess er og að geta að allar fram- kvæmdir vom unnar eftir útboð og var lægsta tílboði yfirleitt tekið. Þó var einu sinni tekiö næstlægsta tilboði, en þá heföi lægstbjóðandi horfið frá tUboði sínu,“ sagði Geir HaUgrímsson. -ój Heildarkostnaður vegna byggingar flugstöðvar á Keflavikurflugvelii er nær 3,2 mllljarðar króna. Byggingamefnd flugstöðvarinnar: Fyllstu hagkvæmni gætt Byggingarnefnd flugstöðvar Leifs Eiríkssonar álítur að byggingar- kostnaður flugstöðvarinnar hafi einungis farið 3% fram úr kostnað- aráætlun að því er fram kemur í athugasemdum sem byggingar- nefndin hefur sent frá sér í tilefni af skýrslu Ríkisendurskoðunar þar um. Byggingamefndin telur þunga- miðju málsins vera þá að byggð hafi verið glæsUeg miIlUandaflugstöö með öllum nauösynlegum kerfum og búnaði. Telur nefndin að það hafi verið meginverkéfniö og að hún hafi unniö þaö með frambærilegmn hætti. Segir nefndin aö aUar stækk- anir og breytingar, sem gerðar hafi veriö, hafi verið gerðar á útboðs- grundveUi og því sé ljóst að þar hafi verið gætt fyUstu hagkvæmni í meö- ferð fjármuna. Þá telur nefndin að þær stækkanir á byggingunni, sem nefndin gerði tUlögu um að fram- kvæmdar yrðu, heföu það í för með sér að miklu síðar þyrfti að fara út í stækkanir á flugstöðinni en eUa hefði þurft. Um samanburð á byggingarkostn- aði telur byggingarnefndin að ekki sé rétt að bera saman framreiknaöan byggingarkostnað við upphaflega áætlun frá árinu 1983. EðlUegt sé að endurmeta upphaflega kostnaðará- ætlim með hliðsjón af þeim ákvörö- unum sem teknar voru um breytingar á framkvæmdatímanum. Sé það gert leiði samanburðurinn í ijós að kostnaður hefi farið 3% fram úr endurskUgreindri áætlun frá ár- inu 1983. -SJ I dag mælir Dagfari Nonni er naskur Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra er glöggur maður þegar kemur að peningamálum enda er Jón alinn upp í Efnahags- og Þjóðhagsstofn- un, þar sem hann var lengi ráögjafi aUra ríkisstjórna íslands um ára- bil. .Glöggskyggni Jóns hefur leitt hann aUa leið í viðskiptaráðuneytið og eru farin að sjást merki þess að þar situr snjall maður við stýrið. Þetta hefur komið fram að und- anfömu í tveim málum. Annars vegar söluskattsmálinu, hins vegar Útvegsbankamálinu. Við skulum skoða það síðamefnda fyrst. Út- vegsbankinn var boðinn til kaups af háifu ríkisvaldsins með sérstakri og ítarlegri auglýsingu þar sem ekki fór á mUli mála hvað var boð- ið'til sölu. Sambandið gerði síðan tílboð og strax á eftir þrjátíu og þrír einkaöilar, þannig að ekki stóð á tUboöunum og áhuganum á kaup- unum. Báöir aöUar vUdu kaupa aUan bankann enda er erfitt að kaupa hálfan banka og stóö ekki heldur tU. Menn muna að þetta vaföist nokkuð fyrir ríkisstjóminni, vegna þess að Sjáifstæðisflokkurinn vUdi ekki seija SÍS og Framsókn vUdi ekki selja einkaaðilanum. Jón Sig- urðsson sagðist mundu afgreiöa máUð eftir helgi en svo leið og beið og ráðherrann kallaði á marga fundi og stakk upp á öllum hugsan- legum útgönguleiðum. VUdi selja Búnaðarbankann í kaupbæti, vildi selja einkabankana í leiðinni og hélt tUboösgjöfum uppi á snakki í allt haust. Nú er Jón búinn aö tilkynna að bankinn verði alls ekki seldur. Hann hefur hafnað báðum tUboð- unum. Forsendan er sú að hvomgt tilboðið hafi uppfyUt þær kröfur sem hann gerir og segir aö tilboöin hafi verið hærri en hann gat sætt sig við. Þeir vUdu báðir kaupa meira en ég gat fallist á, segir Jón í viðtölum við fjölmiðla. Þetta kemur auðvitaö spánskt fyrir sjónir vegna þess að Dagfari man ekki betur en að Útvegsbank- inn hafi verið boðinn til sölu eins og hann lagði sig og annaðhvort kaupa menn banka eða þeir kaupa ekki banka. Út á það gengu tilboð- in. Ef þeir sem tilboöin gerðu vUdu kaupa meira en Jón vildi selja þá er það vegna þess að Jón vUl ekki selja það sem hinir vilja kaupa. Og þá fer vitaskuld aö vandast máliö og það er gott að hafa viðskiptaráð- herra sem neitar mönnum um aö kaupa það sem búið er að bjóða tU sölu af því hann vUl ekki selja það sem hann hefur boðið til sölu. Þetta gera engir nema þeir sem eru glöggir í peningamálum. Varðandi söluskattinn muna menn að ríkisstjórnin lofaði að lækka söluskattinn úr tuttugu og fimm prósentum niður í tuttugu og tvö. Á þeirri forsendu var sölu- skattsundanþágum fækkað. Þegar búið er að fækka undanþágunum kemur Jón Sigurðsson og segir að nú sé hætt við að lækka söluskatt- inn vegna þess að það taki því ekki. Einkum vegna þess að lækkunin skili sér ekki. Þetta heföi enginn fattað nema Jón. Hann er aö vemda okkur neytendurna og af glöggskyggni sinni áttar hann sig á því að lækkun á skatti er alls ekki lækkun á skatti og það sé miklu betra fyrir okkur sem borgum skattinn að hann verði áfram hár vegna þess aö lækkunin verður alls ekki lækkun þegar upp er staðið. Samkvæmt þessu verður varla búist við öðru en að ríkisstjórnin viðhaldi öllum sköttum og helst að hún hækki þá frekar en að lækka þá því lækkanimar borga sig ekki og skila sér ekki nema hækkunin fái að halda sér. Allt er þetta í þágu neytendanna og skattborgaranna og það var gott að Jón skyldi koma auga á þetta. Annars heföi sölu- skattslækkunin lent á okkur með fullum þunga, án þess að skila sér. Ef skattalækkanir eru svona varas- amar er gott að hafa viðskiptaráð- herra sem skilur lögmál pening- anna og gætir þess að skattar lækki ekki að óþörfu. Nú fer maður líka að skilja hvers vegna peningamálin á Islandi hafa verið í svona góðu lagi og skattamir hafa verið svona háir. Þetta hefur allt verið gert af sérstakri tillitssemi við okkur sem þurfum að borga háa skatta til að forða okkur frá lágum sköttum. Hann er naskur hann Nonni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.