Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. 23 Um afkomu ferðaskrifstofa - að gefhu tilefni Á fjórðu síðu DV miðvikudaginn 2. des. sl. er aðalefni grein Olafs Jóhannssonar blaðamanns hjá DV um „tæpa stöðu ferðaskrifstofa af millistærð". Það er út af fyrir sig áhyggjuefni hve stærstu ferðaskrifstofumar virðast eiga greiðan aðgang að fréttasíðum útbreiddustu daghlað- anna fyrir sín sjónarmið. Hjá DV hefur pistillinn venjulega verið skrifaður af þeim blaðamanni sem áður var starfsmaður annárrar stærstu ferðaskrifstofunnar. Það flokkast svo undir sofandahátt eða sinnuleysi okkar, sem málið er skylt, að litlar athugasemdir hafa . verið gerðar við þau skrif og örugg- lega enginn greiði við DV. Kanhski þess vegna skrifa nú fleiri blaða- menn DV í sama dúr. Villandi blaðamennska í áðurnefndri grein ÓJ her allt að sama brunni: - það er „slegist um sætin hjá stærstu ferðaskrifstofunum“ - „smærri ferðaskrifstofur sjá sína sæng uppreidda og setja sértilboö á markaðinn" - „væntanlegir kaupendur sumar- leyfisferða leita fyrst til stærstu ferðaskrifstofanna" - „staða ýmissa ferðaskrifstofa af millistærð er tæp“ - sem sagt, stærri ferðaskrifstofur eru traustar, með eftirsótta vöru, en þær minni „tæpar" með síður seljanlega vöru. Þá þarf ekki lengur að fara í grafgötur um hvar best og öruggast er að versla. Eða hvað. Ég vil nú samt leyfa mér að meta þessar fullyrðingar út frá þeirri ferðaskrifstofu sem ég þekki best til, þ.e. Polaris: - heildarsætanýting fullborgandi farþega í leiguflugi Polaris 1987 var 92,9%. Hvað segja „heimild- ir“ DV um stærstu ferðaskrif- stofurnar? - allar ferðaskrifstofur í leiguflugi sl. sumar settu um takmarkaðan tíma sértilboð á markaðinn, Pol- aris reyndar síðust aUra, enda bókanir góðar. - bókanamunstur ferðaskrifstofa fer að verulegu leyti eftir því hvernig vara er á boðstólum og til hvaða þjóðfélagshópa hún höfðar. Hvað varðar Polaris er KjáUaiinn Karl Sigurhjartarson forstjóri Ferðaskrifstofunnar Polaris t.d. verulegur munur á munstr- inu eftir því hvort um Mallorca eða Ihiza er að ræða. í reynd varð svo betri afkoma 1987 á þeim staðnum sem hægar bókaðist. Varla telst það þó vísbending um „tæpa stööu“ stærstu ferðaskrif- stofanna sé það rétt að þeirra flug hafi bókast hraðar í upphafi sölu- tímabils. Afkoma ferðaskrifstofa Trúlega er íslensk skilgreining á „stærstu" og „meðalstórum“ ferða- skrifstofum einhvem veginn svona: Stærstu: Samvinnurferðir- Landsýn og Útsýn. Meðalstórar: Atlantík, Ferðamiðstöðin, Polaris, Saga, Terra, Úrval. Þar við bætist Ferðaskrifstofa ríkisins sem ætti að skilgreinast stór vegna öflugrar þjónustu við erlenda ferðamenn en tekur takmarkaðan þátt í slagnum á íslenska markaðnum. Aðrar ferðaskrifstofur skilgreinast litlar. ÓJ virðist hafa „heimildir“ um tæpa afkomu meðalstórra skrif- stofa og þá væntanlega viðunandi afkomu stærstu skrifstofanna. Okkur em kunn dapurleg örlög Terrn. Vonandi líður ekki á löngu áður en það ágæta fólk, sem þar starfaði nær að jafna sig. Hins veg- ar er það ekki einkaréttur meðal- stórra ferðaskrifstofa að fara á hausinn, eins og dæmin sanna. En eitthvaö virðast brenglaðar „Varla telst það þó vísbending um „tæpa stöðu“ stærstu ferðaskrifstof- anna sé það rétt að þeirra flug hafi bókast hraðar í upphafi sölutímabils.“ Nauðungaruppboð sem auglýst var í 82., 84. og 88. tbl. Lögbirtingablaðsins 1987 á fasteign- inni Bröttugötu 2, Borgarnesi, þinglesinnni eign Jóns S. Péturssonar, fer fram að kröfu Sigurðar I. Halldórssonar hdl. á skrifstofu embættisins þriðju- daginn 15. des. nk. kl. 10.30. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu BYGGINGALÓÐIR Reykjavíkurborg hefur í hyggju að selja á næstunni lóðirnar Klapparstíg 1 (Völundarlóð) og Laugaveg 148 (Timburverslun Árna Jónssonar). Þeir sem áhuga hafa á kaupum skulu tilkynna það framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar, Austurstræti 16, skriflega fyrir 18. desember nk. Borgarskipulag, Borgartúni 3, veitir allar upplýsingar um lóðarstærðir, byggingarmagn o.þ.h. Reykajvík, 7. desember 1987, borgarstjórinn í Reykjavik. heimildir ÓJ um afkomu annarra ferðaskrifstofa. Þar fékk að vísu Öm Steinsen, fyrir hönd Sögu, tækifæri til að tjá sig. Eftir því sem ég kemst næst stefnir í hagnaö á árinu 1987 hjá Atíantik, Ferðamið- stöðinni og Polaris, svo sem reyndar á síðasta ári. Hjá Úrvali virðist vera verulega bætt afkoma miðað við 2 síöustu ár. Aðaltilefni þessara skrifa eru reyndar fullyrðingar ÓJ um tap- rekstur hjá Ferðaskrifstofunni Polaris. Ábyrgðarlaus blaða- mennska af þessu tagi getur valdiö ómældu viðskiptalegu tjóni ef lausafjárstaða fyrirtækisins er ekki þeim mun sterkari og varðar jafnvel við lög. Mér vitandi var engin tilraun gerö til að leita stað- festingar á „fréttinni" hjá starfs- fólki Polaris. Ég setti mig í samband viö fréttastjóra DV sl. fimmtudag en fékk engin viðbrögð. Ég fer því fram á að þetta bréf verði birt á fjórðu síðu DV við fyrsta tækifæri og óska jafnframt eftir vandaðri skrifum um ferðamál á síðum DV framvegis. Karl Sigurhjartarson Eigum ennþá á lager Husqvarna skápa á „gamla verðinu“. Stærðir 285 1-380 I og tvískiptir. Skápar sem standast gæðakröfur framtíðarinnar Husqvarna Vantar þig ísskáp eða frysti? Verð kr. 1.875,00. m m. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Simt 9135200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.