Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Sælt er líf í sjálfstrausti Menn eru óvenjulega ósvífnir eöa undarlega mikið úti að aka, þegar þeir verja misgerðir sínar í byggingar- nefnd flugstöðvar með því, að þeir hafi reist glæsilegt hús, sem sé eitt arðbærasta mannvirki í landinu. Þeir munu ekkert læra af áminningum Ríkisendurskoðunar. Ef gert er ráð fyrir, að Leifsstöð sé arðsöm, stafar það engan veginn af umframútgjöldum við byggingu stöðv- arinnar. Raunar væri stöðin arðbærari en hún er, ef kostnaðurinn hefði ekki sprungið úr böndum bygging- arnefndar, sem hagaði sér af landsfrægu ráðleysi. Réttara er að segja, að byggingarnefndin vó svo harkalega að arðburðargetu flugstöðvarinnar með hækkun útgjalda, að leigjendur húsnæðisins, er eiga engra annarra kosta völ, verða að greiða okurleigu, sem er margföld á við það, er þekkist á öðrum sviðum. Gott dæmi um bhndu Leifsstöðvarmanna er einmitt, að þeir vörðu okurleiguna með samanburði við flugstöð- ina í Kastrup, þar sem farþegar eru margfalt fleiri. Vörnin er byggð á algeru skilningsleysi gróinna embætt- ismanna ríkisins á grundvaharatriðum rekstrarfræða. Okurleiguna verða flugfarþegar síðan að borga í verð- hækkun farseðla, sem þegar er komin í ljós í mynd lausnargjalds, er fólk verður að greiða til að komast af landi brott. Þessi nýi skattur er hluti kostnaðar þjóðar- innar af vítaverðum vinnubrögðum byggingarnefndar. Um glæsibrag stöðvarinnar má deila. Hitt er vitað, að stærri og afkastameiri flugstöð var reist á sama tíma í Harrisburg í Pennsylvaníu fyrir minna en helming af kostnaði Leifsstöðvar. Mikinn höfðingsbrag heföi mátt kaupa fyrir minna almannafé en þann mismun. Leitt er til að vita, að ábyrgðarstöður hjá ríkinu skuh vera skipaðar mönnum, sem htið skynbragð bera á pen- inga og taka ekki gagnrýni, heldur hrósa sér af sukki. Vont er líka, að við skulum þurfa að nota slíka menn í viðskiptum við heimsveldi varnarhðsins. Kostnaðarsprengingu Leifsstöðvar var haldið leyndri fram yfir kosningarnar í vor. Þá fyrst fékk þjóðin að vita, hvað var á seyði. Töluvert af aukakostnaðinum stafar einmitt af óðagoti við að flýta vígslu flugstöðvar- innar, svo að hún nýttist í kosningabaráttunni. Byggingarnefndin gætti þess að gefa sem minnstar upplýsingar um fjárreiður sínar, jafnvel eftir að hún var komin í algera fjárþröng. Það var ekki fyrr en viku eftir kosningar, að hún játaði gjaldþrot sitt í bréfi til furðu lostinna manna Qármálaráðuneytisins. Byggingarnefndin ber sjálf ábyrgð á að hafa látið misnota sig í póhtískum tilgangi. Hitt er svo rétt hjá henni, að hún deilir ábyrgðinni með yfirmönnum utan- ríkisráðuneytisins og utanríkisráðherrum byggingar- tímans, sem áttu að kynna sér, hvað var á seyði. Leifsstöðvarmálið er utanríkisráðuneytinu áhts- hnekkir. Uppákoman spáir ihu um velferð utanríkisvið-' skipta eftir flutning þess málaflokks úr viðskiptaráðu- neyti yfir í utanríkisráðuneyti, þar sem meira er vitað um hirðsiði og hanastél en viðskipti og veruleika. Hið jákvæða er, að framvegis má búast við, að emb- ættismenn taki tilht til ábendinga í niðurstöðum Ríkis- endurskoðunar, þar sem hvatt er til vandaðri und- irbúnings framkvæmda, áætlana og annarra vinnu- bragða við verkefni, sem skattgreiðendur borga. Þessi endurhæfmg nær þó ekki til embættismann- anna í byggingarnefnd Leifsstöðvar. Þeir lifa enn sælir í sjálfstrausti og neita alveg að læra af reynslunni. Jónas Kristjánsson Nýlega kom út bókin „Deilt á dómarana“ eftir Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmann. Bók þessi er um margt athyglis- verð og mikið umhugsunarefni. Mér virðist meginniðurstaða lög- mannsins vera sú: „að dómarar við Hæstarétt íslands hafí mjög ríkar tilhneigingar til aö draga taum rík- isins og takmarka og þrengja vernd mannréttindanna." Afleiðing þess að Hæstiréttur er, að mati lögmannsins, hallur undir ríkisvaldið er síðan sú að þegnar þjóðfélagsins njóta ekki þeirrar vemdar sem stjómarskráin veitir mannréttindum. Skýringin er sú að ýmis lagaá- kvæði og ýmis framkvæmd yfir- valda em ekki í anda stjómar- skrárinnar en Hæstiréttur dregur taum ríkisins þegar einstaklingar leita réttar síns. Niðurstöður sínar dregur lög- maðurinn af dómum í sex málum sem hann lýsir í bókinni. Hér er auðvitað um mjög alvar- legt mál að ræða og æskilegt að þeir sem besta yfirsýn hafa fjalli málefnalega um. Raunar verð ég að játa að mér „Bili Hæstiréttur þá bresta varnir stjórnarskrárinnar og réttarríkið stend- ur ekki undir nafni,“ segir í greininni. - Aðsetur Hæstaréttar. Vegið að Hæstarétti þykir hlutur löggjafarsamkund- imnar litill þegar ég hugsa málið. Þessi bók hlýtur að verða mikið umhugsunarefni fyrir þingmenn. Réttarríki íslendingar hæla sér gjarnan af því að þeir búi í réttarríki. Grannur réttarríkisins hvílir á því að al- mennar rammareglur gildi og gildi fyrir alla, háa sem lága, hvemig sem þeir era í sveit settir eða að- stæðum þeirra háttað. í stjómarskránni era þessar grunnreglur bundnar, grannreglur um einstaklingsbundin mannrétt- indi, sem hvorki löggjafarþing eða framkvæmdavald mega skerða. I bókinni er mest fjallað um tján- ingarfrelsi, vemdun eignarréttar, félagafrelsi og rétt til að leggja á skatta. Efst í hugum manna er sjálfsagt að dómstólar skuli dæma eftir lög- um og túlka lög. Hitt er fjær almenningi, að dóm- stólar skuli dæma um hvort lög séu samrýmanleg stjómarskrá, hvort lög séu í raun ógild vegna þess að þau stangist á við sfjómarskrána, við grannreglur réttarríkisins. Mér virðist Jón Steinar hafa mik- ið til síns máls í bókinni. Raunar er miserfitt að meta málin en með mínum leikmannsaugum séð era sum augljós þó önnur kunni að orka tvímælis. Hlutur löggjafans Mér viröist augljóst t.d. af lestri bókarinnar, að löggjafinn virðir ekki 40. gr. stjórnarskrárinnar, að engan skatt megi leggja á, né breyta, né taka af nema með lög- um. Dæmi era einnig um að lagður sé á skattur framhjá íjárlögum þannig að hann komi hvorki fram tekju- né gjaldamegin. Augljóst er að löggjafinn framsel- ur vald. Mér virðist augljóst að hann gerir það í tilvikum sem ekki era heimil samkvæmt stjómar- skrá. Framsal valds frá löggjafanum til ráðherra eða hagsmunaaðila getur valdið því að geðþóttasjónarmið ráða úrslitum, þvert á það sem stjómarskráin ætlast til. Þar með er réttarríkið brostið. íslendingar, sem eiga elsta þjóð- þing í heimi og langa þinghefð, hljóta að leiða hugann að þessu. Stjómarskránni er ætlað að koma í veg fyrir að tímabundin pólitísk sjónarmið geti skert grund- vallarmannréttindi í landinu. Þess vegna era þjóðþinginu sett tak- mörk. Hættan er sú að löggjafarvaldiö er á hverjum tíma hallt undir fram- kvæmdavaldið, enda er við okkar þingræðisskipan framkvæmda- valdið eða ríkisstjómin hluti af löggjafarvaldinu. Þessi skipan er oft rædd og telja KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn margir óæskilegt að blanda fram- kvæmdavaldi og löggjafarvaldi saman. Reyndar vora einnig þess dæmi aö dómsvald og löggjafarvald tengdust og enn tengjast dómsvald og framkvæmdavald. Ég er ekki í neinum vafa um að aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds gerði löggjaf- ann óháðari framkvæmdavaldinu og minni hætta væri á að löggjafinn bryti ákvæði stjómarskrár við lagasetningu. Enn ein hætta í nútímaþjóðfélagi er þegar ríkisvald verður hallt und- ir hagsmunaaðila í þjóðfélaginu, t.d. aðila vinnumarkaðarins eða fjölmenn félagasamtök. Ríkisvald- ið beitir þá áhrifum sínum við lagasetningu á Alþingj í þágu hags- munaaðila. Alþingi, sem er hallt undir ríkisvaldið, setur lögin. Þá getur farið svo að einstakling- amir eigi aðeins eina og síðustu vörn, dómsvaldið. Ef dómsvaldið reynist hallt undir ríkisvaldið gengur dæmið ekki lengur upp og réttarríkið er aðeins fallegt orð á blaði. Færi hins vegar svo, að dómstól- ar teldu ákveðin lög ógild vegna þess að þau brytu í bága við ákvæði stjómarskrárinnar, veittu þeir lög- gjafanum mikilsvert aðhald. Stjórnarskráin og breyttir tímar I sumum málum telur Jón Stein- ar eðlilegt að túlka ákvæði stjóm- arskrárinnar í samræmi við breytta tíma, tæknivæðingu og þróun. Til dæmis beri að skilja ákvæði stjómarskrárinnar um prentfrelsi sem ákvæði um tjáning- arfrelsi almennt og þar með frelsi til útvörpunar. Augljóst virðist af lestri bókar- innar að Hæstiréttur túlkar sum ákvæði stjómarskrárinnar mjög rúmt, td. varðandi álagningu skatta og valdframsal. Hvort Hæstiréttur telur það eðli- legt vegna þróunar þjóðfélagsins á síðustu áratugum er hins vegar ekki ljóst. I dómi Hæstaréttar um kjamfóð- urmálið vorið 1981 segir meirihluti réttarins orðrétt: „Það hefur lengi tíðkast í ís- lenskri löggjöf að ríkisstjóm eða ráðherra væri veitt heimild til þess að ákveða hvort inn- heimta skuli tiltekna skatta. Verður að telja að nú sé svo komið að þessi langa og athuga- semdalausa venja löggjafans hafi helgað slíka skattheimtu innan vissra marka.“ Þessi skýring Hæstaréttar er at- hyglisverð. Ekki era síður athyglisverð orð Jóns Steinars í bókinni: „að „löng og athugasemdalaus venja löggjaf- ans“ skuh hafa áhrif til að breyta skýrri stjómarskrárreglu, þ.e.a.s. reglu, sem löggjafmn hefur ekkert vald til að breyta. Sýnist felast í þessu sú afstaða að stjómarskrár- brot löggjafans breyti stjómarskrá, ef hann kemst upp með brotin nógu lengi, þ.e. án þess að nokkur beri þau undir dómstóla." Viðhorf Hæstaréttar annars veg- ar og viðhorf lögmannsins hins vegar hljóta að vekja menn til al- varlegrar umhugsunar. Ég hallast að áliti Jóns Steinars aö það hljóti „að vera mjög var- hugavert að telja stjómarskrár- breytingar geta orðið með þessum hætti.“ Bókin er athyglisverð, málefnið sem hún íjallar um er óháð tíma- setningu, það hefur ævarandi gildi. BUi Hæstiréttur þá bresta varnir stjómarskrárinnar og réttarríkið stendur ekki undir nafni. Málefnið er svo alvarlegt að æski- legt væri að Hæstiréttur skýrði mál sitt svo allir megi vel við una. Raunar ættu lögfræðingar að efna til ráðstefnu og brjóta málið til mergjar. Þjóðin hefur menntað þá til að takast á við svona mál og skyldur þeirra era því miklar. Hlutur löggjafans er síðan ærið umhugsunarefni og dygði í aðra bók. Guðmundur G. Þórarinsson „Mér virðist meginniðurstaða lög- mannsins yera sú: ,,að dómarar við Hæstarétt Islands hafi mjög ríkar til- hneigingar til að draga taum ríkisins og takmarka og þrengja vernd mann- réttindanna“.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.