Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. Spumingin Finnst þér jólaleyfi þing- manna of langt? Gísli Vilmundarson: Er það ekki bara svona hæfilegt? Ég held það. Haraldur Gíslason: Ætli það sé nokk- uð of langt. Ingi Magnússon: Nei, bara alveg hæfilegt, held ég. Þorfinnur Finnlaugsson: Nei, það er ekki of langt því ég held þeir noti einhvem tíma þess til starfa að sín- um málum. Ingibjörg ívarsdóttir: Já, mér finnst það ansi langt, nema það sé þá vel nýtt þjá þeim. En sem frí eingöngu finnst mér það of langt. Fanney Sumarliðadóttir: Já, mér finnst það heldur langt. Ég er líka sammála þeim sem finnst þingmenn ekki halda sig nógu vel í þingsölun- um meðan á fundum stendur. Lesendur Jólalýsing í miðborginni: Lækjartorg og fleiri staðir drungalegir Stefán Pálsson hringdi: Það skal tekið fram strax að ég fagna þvi að borgin hefur haft frumkvæði að uppsetningu smekk- legra jólaljósa meðfram Laugavegi. Þetta hefðu nú kaupmenn sjálfir átt að sjá um því það er þeirra hag- ur að þarna sé lif og aðdráttarafl vegna fallegra skreytinga. Það sem komið var áður en borg- in setti upp þessa nýju tegund lýsingar var fátæklegt, mest gervi- greni með gömlu, ljótu, mislitu stóru perunum, sem ég hef kallað grýluljós, sömu tegundar og enn sjást á svölum sumra blokkaríbúð- anna. Nú jæja, þegar maður gengur svo niður Laugaveginn og kemur í Bankastrætið þá blasir miðborgin við. En þar er ekki bjart um að lit- ast. Á Lækjartorgi er nánast engin lýsing og mikið myrkur grúfir yfir þeim stað sem ætti raunar að vera flóðlýstur öll kvöld. Þarna hefði mátt koma fyrir fall- egu jólatré og Lækjartorg tel ég heppilegri stað fyrir risajólatré heldur en Austurvöll, einfaldlega vegna þess að mun fleiri eru á ferli upp og niður Bankastrætiö en viö Austurvöll. Auk þess sem Lækjar- torg er enn sem komið er hjarta miðborgarinnar. Og sá staður er það dimmur að það er full þörf á að lýsa hann verulega upp. Það er ekki víst að svo mikið væri um rúðubrot og skemmdarverk ein- mitt á þeim stað, ef þama væri nánast dagljóst af flóðlýsingu. Svo er það blessaö norska tréð á Austurvelli. Geta þeir norsku ekki aíhent tréð svona viku fyrr en gert er? Það er alltof seint að setja upp borgarjólatré um miðjan desemb- er. En þetta eru einstaklega fallegt Bréfritari telur stórt jólatré sóma sér betur á Lækjartorgi en Austur- velli auk þess sem miðborglna þurfi að lýsa betur. tré og vinsamlegt af þeim norsku að gefa okkur eitt árlega, þrátt fyr- ir það að við hlupum úr landi á sínum tíma án þess að gera skil á sköttum. Og svona í lokin. Ég vænti þess að borgin noti nú lítil jólaljós á stóra jólatréð en ekki gömlu ljótu seríuna, úr því hún er byrjuð að endumýja jólaljósin eins og sést á Laugaveginum. - Og fyrir næsta ár. Stórt jólatré á Lækjartorg. Til umhugsunar: Dauðinn og krabbameinið Haukur Haraldsson skrifar: Ástæðan til þess að ég skrifa þetta er þáttur sem var í sjónvarpinu fyrir nokkru. Hann fjallaði fyrst og fremst um dauðann og krabbameinið og vakti hann mig til umhugsunar. En það var ekki umræðan um krabba- meinið, sem kom mér á óvart, heldur það hvaö við íslendingar virðumst ófróðir og ómeðvitaðir um dauðann. Ef viö athugum hvað Biblían segir um dauðánn þá stendur í Jóhannes- arguöspjaUi, 3. kafla og 16. versi: „Því svo elskaði Guð heiminn, aö hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Karl Jónsson skrifar: Skýrt hefur verið frá því í flölmiðl- um að bandarísk umhverflsvemdar- samtök hafi þingað í Washington vegna hvalveiða íslendinga og að Greenpeace samtökin hafi boðað viðamiklar aðgerðir gegn íslending- um í upphafi næsta árs. Loks barst sú frétt nú fyrir fáum dögum að Sea Shepherd menn væm komnir á stúfana og að fyrirliði þeirra, Paul Watson, væri væntan- legur tíl landsins og „ætlaði að nota tímann til að bregöast viö háhym- ingaráninu", eins og haft var eftir honum í blaðafrétt. Ástæðan til þessara umbrota nú mun einkum vera háhymingaveiðar sem fræðslustjóri Reykjanesum- dæmis og nokkrir aðrir stóðu fyrir í haust. Þær veiðar vöktu mun meiri athygli en nokkum óraði fyrir og fóm mjög fyrir brjóstið á hvalavin- um, einkum í Bandaríkjunum. Að fenginni reynslu má búast við að boðaöar aðgerðir hvalavina verði tvíþættar. í fyrsta lagi munu þeir leit-. ast við að spilla mörkuðum fyrir íslenskar afurðir og í öðm lagi er ekki hægt að líta fram hjá þeim möguleika að þeir reyni aö fremja einhver hefndarverk hérlendis. Öllum er í fersku minni þegar hval- veiðibátunum var sökkt í Reykja- víkurhöfn og skemmdarverk unnin í hvalstöðinni í Hvalfirði. Ef að líkum lætur munu þessir aðilar skeyta Og í 17. versi: „Guð sendi ekki son- inn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.“ - Jesús segir sjálfur í Jóh. 14:6. „Ég er vegurinn, sannleik- urinn og lífið. Enginn kemur til fóðurins, nema fyrir mig.“ Eina leiðin til Guös er gegnum Jes- úm Krist. Án Jesú komumst viö ekki til Guðs og höfnum þar með í hel- víti. En sem betur fer, þá er það Guðs vilji, aö allir menn verði hólpn- ir (1. Tím.2:4). íslendingar þurfa að fá aö heyra fagnaðarerindið um Jesúm Krist og geta þannig tekiö afstöðu til þess hvort þeir vilji bjóða hann velkom- skapi sínu á þeim aðilum íslenskum sem næstir standa hvalveiðum Hvals hf. og nú má búast við aö þeir hafi bætt fræðsluskrifstofu Reykjanes- umdæmis á listann. Sjálfsagt verður reynt að draga úr hættunni á skemmdarverkum með því að heröa eftirlit með mannaferð- um til landsins en enginn treystir því að þær ráðstafanir nægi. Það er auövelt fyrir fjölmenn sam- tök eins og þau sem héreiga hlut að máli að gera út flugumenn sem erfitt er aö greina frá öðrum. Annað úr- ræöi er aukin varðgæsla þar sem hættan er mest. En slík gæsla er kostnaðarsöm til lengri tíma. Hvalur hf. er blómlegt fyrirtæki sem veitir íjölda manns atvinnu og inn í hjarta sitt eða ekki. Guð hefur skapað okkur með fijálsan vilja, við veljum sjálft Jesús hefur þegar gert sitt. Hann hefur keypt okkur fijáls, viö þurfum bara að samþykkja það og taka á móti. Guö hefur gert þetta allt mjög einfalt fyrir okkur. í Rómveijabréfinu 10. kafla og 9. versi stendur: „Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, aö Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða." - Svona einfalt er að frelsast og öölast þar með eilíft líf eftir dauðann og stórkostleg fyrirheit hér á jörðinni. margir eiga því afkomu sína undir. Sama verður ekki sagt um háhym- ingaveiðar fræðslusljórans og félaga hans. Þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu en eru hins vegar til þess faUnar að espa gegn okkur erlenda ofstopamenn. Veiöiheimild sína munu háhym- ingamenn hafa fengið á þeim for- sendum að fyrir andvirði dýranna ætti að endurreisa Sædýrasafnið í Hafnarfiröi. Taldi talsmaður þeirra að um íjórar miHjónir króna fengjust fyrir hvem háhyming. Aðrar heim- ildir herma að vísu að gangverð hvers dýrs sé um tíu milljónir króna og sé það rétt eiga hér fleiri en Sæ- dýrasafnið hagsmuna að gæta. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Berþóra Árnadóttir á hljómleik- um árifi 1985. Hvað tefur gagnrýn- endur? Helgi Már Jónsson skrifar: ég vil þakka Bergþóru Ámad- óttur fyrir nýju hljómplötuna, „Bergþóra í seinna lagi“. Ég tel hana tvímælalaust þá bestu sem frá henni hefur komiö og vafalítið er hún ein af betri plötum, sem gefnar hafa verið út, hvað varöar ljóö og texta. Nú er þónokkuð síðan þessi plata kom út og enn hef ég ekki séð neinn dóm eða sérstaka um- fjöllun um plötuna í dagblöðun- um meðan ýmsar hljómplötur hafa tæpast verið komnar út þeg- ar blöðin hafa veriö uppfull af umsögnum um þær. Hvað er það sem tefur gagnrýn- endur dagblaöanna? Greenpeace samtókin: Er hæfta á hefndaraðgerðum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.