Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. 21 Merming Ohugnanleg táknmynd Gyrðir Elíasson: Gangandi ikorni Mál og menning 1987, 119 bls. Þetta er fyrsta skáldsaga þessa unga skálds sem hefur getiö sér gott orð fyrir fimm ljóðabækur á undanfornum árum. Sagan skiptist í tvo hluta og veröa skil í miðri bók. Fyrri hlutinn er ságður í fyrstu persónu en seinni hlutinn í 3. persónu og hann er á yfirborðinu barnabók, nær aUar persónur eru dýr sem haga sér þó eins og menn. Einangrað barn Sagan hefst á því að sögumaður vaknar og lesendur fylgjast síðan með lífi hans í fáeina daga. Smám saman skýrist mynd hans, hann er ungur drengur, líklega um tíu ára gamall, og býr hjá rosknum hjón- um á sveitabæ nálægt þorpi. Aðrar persónur koma varla við sögu, nema þegar hann fer með húsmóð- urinni í bæinn til að láta taka úr sér tönn; þá bregður fyrir konu sem þau heimsækja, auk læknis og búð- armanns. Strákur segir bara frá því sem hann heyrir, sér og gerir, talar ekki um hugarástand sitt. En það sést þá þeim mun betur af orðum hans og gerðum, og sviðsljósið beinist allan tímann að hugarástandi hans. Lýsingar umhverfisins eru mjög myndríkar, og þær myndir eru samstilltar, svo sem ljóðskáld- inu hæfir. Þannig eru venjuleg tæki lífi gædd 1 vitund drengsins: „ljósakrónan.. .áþekk risavöxnum dordingli spinnur hún sig niður að mér.“ (hls. 9) „Farmall-Cub traktor samanhnipraður á túninu virðist þess albúinn að stökkva yfir skurð- inn“ (bls. 11), trébfiar eru eins og hræddar kanínur (bls. 17) „í skápn- um undir stiganum lúrir ryksugan einsog steinfiskur í sjávarhelh" (bls. 20), o.fl. Þessum lötingum er sameiginlegt að minna á hættuleg rándýr, þannig sýna þær öryggis Bókmerintir Örn Ólafsson leysi drengsins, þótt það sé aldrei nefnt, allt umhverfið er þrungið spennu og óhugnaði. Nákvæmar lýsingar drengsins á hversdagsleg- ustu hlutum eru svo sérkennilegar að mér finnst ég þekkja allt aftur eftir aldarþriðjimg. En umfram allt sýna þær hugarheim barns, með annað gildismat en fullorðnir, og mér finnst þær einnig sýna leiða drengsins og einangrun. Enda birt- ist það líka í einkennilegri hegðun hans; hann gleypir nokkur högl (bls. 10), bankar veggina tímunum saman, öskrar eins hátt og hann getur inní tundurdufli, grefur sig hálfan ofan í jörð. Hugarástand hans birtist líka í endurteknum óhugnaðarminnum: afsöguð mannshöfuð (bls. 12, 80 og 107), henging (bls. 96 og 104), þvottur í myrkri minnir á drauga (bls. 43). Björg bústýra segir að kettir dræp- ust úr leiðindum á bænum og drengurinn hugsar: „hugsanlega er ég þá nokkurskonar köttur." (bls. 30) Drengurinn fremur skemmdar- verk hvað eftir annað og sýnir það með öðru leiða hans. En hann verð- ur líka fyrir skemmdarverkum hinna fullorðnu, af tómri mein- bægni að því er virðist. Hvað eftir annað er minnst á að áður hafi verið á bænum drengur sem hvarf. Þetta verkur óhug, væntanlega leynast þá hættur undir yfirborði þessa hversdagslega umhverfis. Og reyndar hverfur þessi drengur lika, jafnvel virðist hann láta lífið vegna þess að fullorðna fólkiö virðir ekki sköpunarverk bamsins. Annars vísar síðasta orð sögunnar tfi upp- hafs hennar, má þá ætia að seinni hlutinn sé allur einn draumur, en hann er ekki síður mikilvægur þessvegna. Bygging fyrri hlutans mótast af kynningu á sögumanni og um- hverfi hans framan af - og raunar má segja að það sé alla tíð efnið. Þetta umhverfi einkennist af kyrr- stöðu þrunginni spennu, í rauninni gerist ekkert, en mikið er dvalist við ásýnd hlutanna, sem oft eru drasl. En svo koma tfi ítrekaðar tfiraunir drengsins tfi að bijótast út úr drunganum. Þær misheppn- ast allar. í bæjarferðinni talar enginn við hann, það er bara rifin úr honum tönn. Hann fór í könnun- arleiðangur að eyðibýli, langaði að leika þar vofu, en það er læst; „Ég sest niðurlútur undir vegg og tæmi brúsann og tinboxið." (bls. 53). Þeg- ar hann kemur heim eru komnir gestir, enginn yrðir á hann og hann Gyrðir Eliasson nennir ekki að hlusta á endalausar sjúkdómasögumar sem eru eina umræðuefni fullorðna fólksins. Hann hlerar símann, en jafnvel þar er bara verið að tala um slys og sjúkrahús, og honum er skipað að fara af línunni. Þá teiknar hann ævintýralega mynd og hverfur, úr þessum heimi inn í myndina, sem íkorni, inn í innri heim ímyndun- arinnar. Hvað er hinum megin? íkominn fer til borgarinnar. Sagt er frá því hvemig hann fær íbúð, kaupir húsgögn í hana og 1 matinn. Þessi frásögn af hversdagslegustu hlutum sýnir sterka tómleika- kennd, ekki síður en í fyrri hlutan- um. Sérlega skýrt kemur þetta fram þegar íkominn hittir vini sína að máli. Umræðurnar em mjög yfirborðslegar og lýkur jafnan svo að hann er engu nær. Mörg atriði em hér endurtekin í breyttri mynd frá fyrri hlutanum, þannig finnur lesandinn að þetta er allt draumur drengsins, sofandi eða vakins. Annars ber mikið á allskyns ógn sem steðjar að hortum: innbrot hjá íkomanum og hann er eltur um húsagarða að kvöldlagi (það er eitt af mörgu sem minnir á síðustu ljóðabók Gyrðis; Blindfugl svart- flug). „Einstöku sinnum sá íkom- inn verar skjótast milli húsa, heyrði æpt í bakporti.“ (bls. 113). En það fæst aldrei neinn botn í þetta. Þessi tómleiki og ógn er í andstöðu við ytri mynd sögunnar sem er heimur barnabókanna, per- sónugerð dýr. En öll þessi ferð í síðari hlutanum reynist erindis- leysa, loks er eins og ekkert hafi gerst. íkorninn snýr aftur til upp- hafs síns og þar bíður dauðinn. Þannig verður þessi saga óhugnan- leg táknmynd af lífinu í hefid. Þetta er áhrifamikil bók, því sterkari sem lesandinn kynnist henni betur. Því veldur einkum vönduð samstfiling smáatriða, svo- sem þegar sagt er frá fjársjóði sem Björg húsmóðir á bænum kom fyr- ir þegar hún var bam. Hún hefur þá verið eitthvaö svipuð og dreng- urinn og nú er hún eins og gengin í björg. Þetta em þá framtíðar- horfur drengsins sjálfs, öll sund lokuð. Ö.Ó. Nýjarbækui Margaret Alwood SAGA ÞERNUNNAR Saga þernunnar Hjá Almenna bókafélaginu er komin út Saga þernunnar eftir Margaret Atwood, í þýðingu Áslaugar Ragn- ars. Saga þessi gerist í náinni framtíð í samfélagi sem nefnist Gfieað. Það hefur' risið þar sem áður voru Banda- ríkin. Gíleað er einræðisríki. Því er stjómað af bókstafstrúar kristnum karlmönnum. i þessu nýja samfélagi eru konur flokkaðar eftir því til hvers þær þykja nýtar. Þernur, eins og sú sem segir sögu sína, em í rauðum klæðum sem hylja líkamann og bera hvít höfuðföt með vængjum sem skýla andhti þeirra og takmarka sjónarsviðið. Mánaöarlega eru þær leiddar undir liðstjóra í von um að þær ali þeim og frúm þeirra böm. Bókin er 278 bls. að stærð. Setning og prentun: Prentberg hf. Verð kr. 1.980. Viðtals- og myndabók um Jón Pál Viðtalsbækur þykja ef til vill ekki nýstárlegar núorðið en nýjasta bók Bókaútgáfunnar Reykholts er ný- stárleg vegna þess að hún fjallar um komungan mann, aðeins 27 ára gamlan. en þrátt fyrir lágan aldur eru ekki vandkvæði að fylla eins og eina bók af viðtölum við afreks- manninn Jón Pál Sigmarsson og myndum af honum við hin ýmsu tækifæri. í bókinni greinir Jón Páll frá þeim spennandi aflraunamótum sem hann hefur tekið þátt í - keppn- inni um titilinn „sterkasti maður heims“ undanfarin ár og keppninni um titfiinn „sterkasi maður allra tíma“ sem fram fór á þessu ári. Fer- ill hans er rakinn allt frá því hann hóf þátttöku í íþróttum og reyndar sagt frá ýmsum strákapömm æsk- unnar. Skrásetjari viötala er Jón Óskar Sólnes. Bókina prýðir fjöldi mynda. Verð kr. 1.885. List og lífsskoðun Út er kominn II. flokkur í heildarút- gáfu AB á ritverkum Sigurðar Nordals. Nefnist hann List og lífs- skoðun. List og lífsskoðun er í raun mjög fjölbreytt safn, en í aðalatriðum má segja að flokkurinn hafi aö geyma slcáldskap hans. Ennfremur marg- víslegar ritgerðir frá ýmsum tímum, sem tengjast þessum efnum og bera kaflaheitin Skiptar skoðanir, Hug- leiðingar, Háskóli og fræði, Listir, Heilbrigði og útivist, Endurminning- ar. í skáldskaparkaflanum er að finna kvæði Siguröar Nordals frá ýmsum tímum, leikrit hans svo sem Upp- stigningu, hina frábæm þýðingu á kvæði Frödings um Atlantis, afburða smásögur eins og Lognöldur og Síð- asta fullið. Prentun: Prentsmiðja Árna Vald- imarssonar. Verð kr. 5.600. BOKDFORLOGSBÓK^ GEKK EG YFIR SJÓ OG LAND eftir Kristján Róbertsson Hér segir (ra þeim miklu umbrotum sem áttu sér stað í lífi fólks i Vestmannaeyjum a siðari hluta 19. aldar, þegar istenskir mormónatru- boðar birtust þar og fóru að boða nýtt fagnaöarerindi sem ekki hafði heyrst hér a landi áður. Þetta er bæði furðuleg og fróðleg saga, sem margir munu areiðanlega hafa gaman af að kynna ser. Verð kr. 2.250,00. Eltt andartak f umferðlnnl gatur kostafl margar andvðkunaatur. UMFERÐ4R RAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.