Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. FRANSKA VINNUKONAN Hin fræga VATNSKNÚNA uppþvottavél var hönnuð handa ykkur sem hafið lítið eldhús, skrifstofu eða hjólhýsi og sumarbústaði. Það er kostur við gegnsætt lokið að þar má fylgjast með hvað þvottinum líður. CAROCELLE þvær rækilega diska eftir 6 manns á 10 mln., þvott- ur og skolun meðtalin, tengist beint I krana I eldhúsvaski. Hún þarf ekki nema nokkra dropa af fljótandi sápu. Til að þurrka þarf ekki nema lyfta lokinu. Á hverri CAROCELLE þvottavél er tengi- stykki fyrir kranann og slanga sem auðvelt er að tengja við. SMÁSÖLUSTAÐIR Þorsteinn Bergmann, Skólavörðustíg 36, Hraunbæ 102, og flest kaupfélög. Heildsölubirgðir Þingholtsbraut 44 - símar 43969, 40354 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 82., 84. og 88. tbl. Lögbirtingablaðsins 1987 á fasteign- inni Þorsteinsgötu 4, Borgarnesi, þinglesinni eign Guðbrands Geirssonar, fer fram að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Sigurðar I. Halldórsson- ar hdl. og Ólafs Axelssonar hrl. á skrifstofu embættisins þriðjudaginn 15. des. nk. kl. 11.00. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Sandkorn Upphefð að utan Verslunarráð íslands er gagnmerk stofnun sem af mörgum er talin eitt af höfuð- vigjum Sjálfstæðisflokksins. Annan desember sendi ráðið út fundarboð þar sem 1307. fundur stjórnar ráðsms var boðaður. Dagskrá fundarins var spennandi eins og gengur með slíka fundi, fundargerð síðasta fundar var lögð fram, störf skrifstofu Verslunar- ráðsins og verkefni framund- an rædd, önnur mál og næsti fundur ræddur. En það sem vakti athygli í fundarboðinu var kynning á gesti fundar- ins. Hann átti að ræða um stöðu ríkisfj ármála og horfur framundan. Og ræðumaður- bm: Jón Baldvin Hannibals- son forsætisráðherra! Ekki þar fyrir að margn töldu Jón Baldvin renna hýru auga til forsætisráðherraembættis- ins fyrir kosningar og að þama væri Verslunarráðið aðeins að beita þýsku kurt- eisisvenjunni að hækka menn aðeins í tign í ávarpi. Öðrum finnst þó sem Þor- steinn Pálsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæð- isflokksins, hafl ekki verið mjög ofarlega í hugum manna þarna í höfuðvígi flokksins, Verslunarráði ís- lands, þegar fundarboðið var samið. Hver erhver og hvur er hvurs og hvur á hvað? En upphefð Jóns Baldvins er ekkert einsdæmi því frétta- og blaðamenn jafnt sem al- menningur eru sífellt að Steíngrímur Hermannsson, utanrík- is-, forsætis-, viöskipta- hvaö? rugla ráðherraembættunum saman. Nýlega var Þorsteinn forsætisráðherra títiaður fjármálaráðherra í sjón- varpsfréttum en þau mistök voru leiðrétt skömmu síðar. Alsiða er að kalla Steingrím Hermannsson forsætísráð- herra, enda gegndi hann því embætti áður en núverandi ríkisstjóm tók við auk þess sem maðurinn er feikn vin- sæll svo mönnum er nokkur vorkunn. Þó tók steininn úr þegar málgagn utanríkisráð- herrans, Tíminn, fjallaði um þetta vandamál í leiðara í sunnudagsblaði 15. nóvemb- er. Leiðarinn hefst á þessum orðum: „Ekki leikurminnstí vafiáaðekkiaðeinsfram- . sóknarmenn em hrifnir af Steingrími Hermannssyni. Ótvírætt hefur komið fram að þorri almennings í landinu er sama sinnis. Enda kemur ekki svo ósjaldan (!) fyrir að menn gleyma að hann er ekki forsætísráðherra heldur við- skiptaráðherra!" Ekki að furða þó framsóknarmenn hafi átalið Jón Sigurðsson fyrir að fara inn á verksvið Steingríms þegar hann heim- ilaði sex fiskvinnslufyrir- tækjum að selja framleiðslu ~ sína á Bandaríkjamarkaði. Okkar maður ástaðnum Útvarpsstöðin Stjaman leggur áherslu á „öðmvísi“ fréttir eins og þeir kalla það. Oft em fréttirnar í gaman- sömum dúr, stundum snúið út úr fréttum og málefnum sem ekki þykja sérstakt fréttaefni á blöðum og öðrum fréttastofum er slegið upp sem aðalfrétt. Nú er mál mál- anna að sjálfsögðu leiðtoga- fundurinn í Washington og undirskrift afvopnunar- samninga risaveldanna. íslenskir fjölmiölar hafa vit- anlega fylgst vandlega með þessum málum og hafa DV, sjónvarpið, útvarpið, Stöð 2 og Bylgjan sent menn til Was- hington til að fylgjast með gangi mála og heyrst hefur að Mogginn hafi sent þangað 3-4 fréttamenn. Stjarnan vill að sjáifsögðu ekki vera minni fréttamiðill en aðrir og í fréttatímum undanfarna daga hafa hlustendur Stjöm- unnar fengið að heyra fréttapistía frá Úlfari Hró- bjartssyni sem grannt hefur fylgst með gangi mála í Was- hington. Þarna er engu til lpgið og hvergi prettað því Úlfar mun hafa fylgst með fréttum frá Washington í gegnum Ríkisútvarpið og Bylgjuna, sjónvarpið og Stöð 2 fyrir utan það að hann hef- ur kannski fengið aðgang að Reuterskeytum. Úlfar er nefnilega staddur í Reykjavík og hefur ekki yfirgefið klak- ann til að skoða Reagan og Gorbatsjov. Átakanlegar lýsingar með kímnum und- irtóni Samkeppnin á jólabóka- markaðnum er ákafleg hörð og stundum óvægin. Þó for- leggjarar séu yfirleitt mæt- ustu vinir dags daglega þá minna j ólin þá á að enginn er annars vinur í leik og við- skiptum. Menn berast nánast á banaspjótum fyrir jólin í áróðursstarfsemi og auglýs- ingum eins og vera ber í frjálsri samkeppni og reynir hver forleggjarinn að slá þann næsta flatan með mergjuðum og safaríkum lýs- ingum. Glæstastar verða lýsingarnar á bókakápum og í auglýsingum. Fyrir örfáum árum kom upp ný lína í kápu- textum og voru þar notaðar meitlaðar og magnaðar lýs- ingar á efni bókanna. Sumt átti við en annað ekki. Nú er svo komið að öll forlögin nota nánast sömu lýsingarorðin á öllum bókarkápum en breyta kannski um röð á lýsingar- orðunum eftir því sem þeim finnst við eiga eða hvað þeir hafa notað á fyrri bókum. Það er dálítíð skondið að allar bækumar eru ritaðar á eink- ar læsilegan (kíminn, næman, hressfiegan) hátt, sagan lýsir á alvöruþrunginn (kíminn, spennandi, hressi- legan, vandaðan) máta skemmtilegum (kímnum, * spennandi, blendnum, al- vöruþrungnum) atburðum en samt er undirtónninn kíminn (alvöruþrunginn, ljúfur, mannlegur, bein- skeyttur, spennandi, trega- blandinn, magnaður) og víst er að sagan heldur lesandan- um hugfóngnum (spenntum). Þennan kjörgrip sem fólk á öllumaldrilessértil skemmtunar og fróðleiks á áleitinn og áhrifamikinn hátt má ekki vanta inn á neitt heimili landsins fyrir þessi jól (páska, sumarfrí, hvíta- sunnu, brúðkaup, afmæh, mæðradag). Umsjón: Axel Ammendrup 8*^53 Jólagetraun DV - 3. hluti: Hvar er jólasveinninn? Nú er jólasveinninn orðinn kolruglaður. Hann þeytist milli staða og útbýtir gjöfum en veit sjaldnast hvar hann er staddur. Svo er einn- ig að þessu sinni. Og enn er hann hundóánægður með farartækið. Nú þarfhann nefnilega að þvælast um á skringilegum báti, sem kallað- ur er kanó, en hann nota innfæddir til ferðalaga. Það er ekki laust við að jólasveinninn sé sjóveikur en hann verður bara að harka af sér. Þið merkið við rétt svar á seðlinum, khppið hann út og geymið þar til allir tíu hlutar getraunarinnar hafa birst. Þá eru þeir sendir í einu umslagi til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, merkt „Jólagetraun“. Og það eru sextán glæsilegir vinningar sem bíða þess að verða dregn- ir út. Heildarverðmæti þeirra er rúmar 130.000 krónur. En spurningin að þessu sinni er: Hvar var jólasveinninn staddur? ■ : V '■ ■ -. V ■: Þessi glæsilegi ferðageislaspilari er einn vinninganna í Jólagetraun DV. Það fer ekki mikið fyrir honum en hljómgæðin eru ótrúleg. Og verðiö er 27.720 krónur. Amason NAFN: Lagarfljóti Volgu HEIMILISFANG: SÍMI: *li|-Í4á-iÍ4 é éá- J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.