Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 19
r FIMMTUDAGUR 10. DE8EMBER 1987. DV 19 Erlendir fréttaritarar Uggandi um markaðinn vegna söluskattshækkunar Á þingi Evrópubandalagsins i Brussel hefur meðal annars verið rætt um að tölvuskrá titla í bókasöfnum landa bandalagsins. Meö því yrðu útlán milli bókasafnanna auðveldari. Ásgeir Eggerlsson, DV, Miinchen; Líkt og íslenskar bækur seljast þýskar bækur ákaflega vel fyrir jólin. Bókin hefur ekki glatað gildi sínu sem gjöf á dögum örrar tækni- þróunar. En ekki er þar meö sagt að öll útgáfustarfsemin sé miðuð við jólamarkaðinn því bækur eru gefnar út aUt árið um kring jafnt og þétt í Vestur-Þýskalandi. Samt sem áður eru bókaútgef- endur hér í landi uggandi um framtíð markaðarins þar sem ráð- gert er að hækka söluskatt á bókum um helming og þykir þó fólki bækur vera dýrar fyrir. Að meðaltali kostar innbundin skáld- saga um 730 íslenskar krónur sem íslendingum fmnst sjálfsagt ekki ýkja dýrt. Þegar nógu erfitt Söluskattur á bókum hefur hing- að til verið sjö prósent en á öðrum vörum er hann fjórtán prósent. Útgefendur segja að þegar sé nógu erfitt að láta dæmið ganga upp. Segja þeir að ef söluskatturinn verði hækkaður um sjö prósent muni salan einnig minnka um sjö prósent. Eins og komiö er segja útgefendur að aukin áhersla verði þá lögð á auðmeltanlegar bækur. Rétt er að geta þess að í Vestur- Þýskalandi er bókaútgáfa ekki styrkt með neinum hætti ef frá er talinn lágur söluskattur. Ekki er um að ræða að þýðendur séu styrktir til að snara áhugaverðum bókum frá nágrannalöndunum yfir á þýsku og eiga þó ítalskir, spæn- skir og jafnvel franskir höfundar nógu erfitt uppdráttar í Vestur- Þýskalandi. Útlán á milli landa Á síðustu mánuðum hefur mikið verið rætt um það á þingi Evrópu- bandalagsins í Brussel hvort ekki mætti auka bókasölu á milli land- anna með því að slaka á ýmsum reglugerðum um tolla og þess hátt- ar lögum. Þetta gæti haft ýmis menningarleg áhrif, til dæmis styrkt tungumálakunnáttu ' le- senda. Einnig er rætt um að veita styrki til þýðinga og að tölvuskrá bókatitla í bókasöfnum landa Evr- ópubandalagsins sem myndi auðvelda útlán á milli bókasafna. Og að síðustu er sú hugmynd sett fram að árlega verði veitt verölaun sem geri bókaútgefendum kleift að láta þýða tólf bækur á öll þau tungumál sem töluð eru innan Evr- ópubandalagsins. Minnkandi bókalestur En snúum okkur aftur að Vest- ur-Þýskalandi. Til eru ýmsar áhugaverðar kannanir sem sýna hvernig Þjóðveijar haga lestri sín- um. Af þeim má sjá að bókalestur í Vestur-Þýskalandi hefur minnkað um þrjú prósent á síðustu tuttugu árum. Sú staöreynd að þriðjungur þjóðarinnar hefur ekki tekið sér eins og svo sem eina bók í hönd á öllu síðasta ári þætti íslendingum vera nokkuð slæm frammistaða. Einnig er það einkennandi fyrir bókaútgáfu í Vestur-Þýskalandi að þær bækur, sem teljast söluhæstar, eru aðeins fimm prósent af heildar- sölu bóka í landinu. Mun það vera vegna þess að Þjóðverjar gefa út einhver ósköp af sérfræðiritum eða rúmlega sjötíu prósent af heOdar- útgáfunni. Ný tegund bókabúða A síðustu áriun hafa ýmsir fjár- sterkir aðilar staðið að miklu endurskipulagi á því sem varöar sölu bókanna. í helstu stórborgum V-Þýskalands eru risnar margra hæða bókabúðir sem selja bækurn- ar í gjörbreyttu umhverfi. Tilvon- andi kaupendum er gefmn kostur á að setjast niður í rólegu um- hverfi og skoða bækumar í ró og næði með kaffibolla við höndina. Þessar nýju búðir hafa einnig sett ýmsar aðrar vörur í hillur sínar sem hingað til hafa tahst með öllu óskyldar bókum. Hér er um aö ræða tölvuforrit og myndbönd. Ótt- ast er að þessar bókabúðir geti gengið af þeim búðum dauðum sem hingaö til hafa lagt áherslu á per- sónulega þjónustu. Allar fást auðveldlega Þegar minnst er á orðið þjónusta kemur manni strax í hug hve auð- velt er að útvega fólki bækur hvar sem er í Vestur-Þýskalandi þótt bókin hafi komið út í mjög Utlu upplagi. Þetta hafa stórfyrirtækin gert aö veruleika með því aö setja upp geymslurými viðsvegar um landið og er þannig hægt að útvega hvaða þýska bók sem er á einum degi án þess að það hafi áhrif á auglýst verð hennar. A þessu ári hafa hefðir frá ensku- mælandi löndum gert vart við sig á v-þýskum bókamarkaði. Eru það svokallaðar talandi bækur. Oftast eru frægir leikarar fengnir til að lesa sígild skáldverk inn á snæld- ur. Forlögin beina þá einkum sjónum sínum að þeim sem gjarnan þurfa að ferðast í lestum og hafa undir höndum vasadiskó. Ös í bókabúðum á aðfangadagskvóld tngum Ólafedóttir, DV, Bixmingham; Aldrei er meiri ös í breskum bókabúðum en á aðfangadagskvöld jóla. Á meöan íslendingar gæöa sér á jólasteikinni hlaupa Bretar búð úr búð í leit að jólagjöfum. Jóladag- ur er þeirra hátíð, aðfangadags- kvöld er svipaö íslensku Þorláksmessukvöldi og er notaö í búöaráp og oft bjórdrykkju. Sumir segja að án jólanna myndu margar breskar bókabúðir leggja upp laup- ana. Allt aö íjörutSu prósent af árlegum viöskiptum fara fram síð- ustu sex vikur ársins. Bækur til gjafa nefnist bókalisti sem árlega kemur út fýrir jóhn. í honum eru um tvö hundruö og fimmtíu bókatitlar, valdir af sérs- takri nefnd sem skipuð er bóksöl- um. Útgefendur leggja bókahsta sSna undir þessa nefhd og ef ein- hver af bókum þeirra er vahn verða þeir að borga eitt þúsund pund tii að vera meö á listanum. Árlega eru gefnar út um þijár og hálf mihjón bóka, sérstaklega fyrir þennan jólalista. En í Bretlandi eins og svo víða hafa aörir flölmiölar S auknum mæli tekið við hlutverki bókarinn- ar. Bretar eru sjónvarps- og myndbandaþjóð frekar en lestrar- þjóð. Alþjóðlegar kannanir hafa sýnt að engin þjóð horflr jafnmikið á myndbönd og með flórar sjón- varpsstöðvar í gangi ahan daginn er úr nógu að velja. Bækur eru þó enn lesnar og algengt er að sjá fólk grípa í bók í strætó, lestum og jafn- vel í almenningsgörðum. í breskum bókabúðum eru papp- írskiljurnar allsráðandi. Vandlega flokkaðar eftir innihaldi þekja þær flesta veggi. Þær kosta yfirleitt eitt til flögur hundruð krónur og eru keyptar fyrst og fremst til lestrar en ekki til að stiha upp í hillu. Inn- bundnar bækur eru mun dýrari og vandaðri. Tveir vinsældahstar fyrir bækur eru gefhir út. Einn fyrir pappír- skfljur og annar fyrir innbundnar bækur. Vinsælasta innbundna bókin um þessar mundir er núút- komin bók með Ijósmyndum úr bresku mannhfi. Hún er gefin út til styrktar krabbameinsrannsókn- um. Bókin margumtalaða, Spy Catcher, með minningum fyrrver- andi leyniþjónustumannsins Peter Wright, trónar einnig hátt á vin- sældalistanum þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir sölu hennar. Þaö er þó ein tegund bóka sem aldrei er getið á vinsældahstum eða í dálkum gagnrýnenda. Þó seljast fleiri eintök af þessum bókura í Bretlandi en af nokkurri annarri tegund bóka. Útgáfufyrirtækið Mills and Bonns gefhr vikulega út litla pappírskhju og kemur henni meðal annars fýrir innan um sykur og hveiti i matvöruverslunum. Höf- undar þessara bóka fá í hendur strangar reglur um blaðsiöuflölda og söguþráð. Allt eru þetta ástar- sögur. Lesendur eru aðallega konur á öllum aldri og salan er gíf- urleg. Mills og Bonns eru eitt blómlegasta bókaútgáfufyrirtæki Bretlands án þess aö þurfa sam- þykki bókmenntagagnrýnenda og menningarvita. Verðkr. 1.875,00 ÖKAFORLAGSBEK V ui>,\uvu \x m qg im CBOKHFORmGSBOK) KVEÐJA FRA AKUREYRI eftir Richardt Ryel Her skráir höfundur minningar fra uppvaxtararum sinum á Akureyri og fram yfir seinni heimsstyrjöld. Frá- sögnin er glettin og hly og mun ylja mörgum lesandanum um hjartaræt- urnar. Bókin er prydd fjölda mynda fra gömlu Akureyri, sem margar eru áður obirtar. Tiivalin og skemmtileg gjafabók.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.