Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. Erlend myndsjá Afanganum fagnað Mikhail Gorbatsjov er greinilega skemmt þegar hann hlýöir á skálar- ræðu Ronalds Reagan Bandaríkja^ forseta í veishmni í Hvíta húsinu á þriðjudagskvöld. Ef til vill var Reag- an þarna að hafa yfir einn af Rússa- brönduruhum sem Bandaríkjamenn óttuðust að hann kynni að móðga kollega sinn með. Leiðtogarnir höfðu þó ærna ástæðu til að vera hýrir þetta kvöld því þeir fögnuðu þá merkum áfanga í af- vopnunarmálum. Samningur sá er þeir undirrituðu fyrr þennan sama dag, um eyðingu meðaldrægra kjarn- orkuvopna í Evrópu, markar tímamót í samskiptum stórveldanna tveggja. Alls staðar þessi mótmæli Hvar sem Sovétleiðtogar koma á Vesturlöndum mæta þeim yfirleitt mótmæli af einhverju tagj. Svo er einnig í þessarri ferð Mikhail Gor- batsjov því margir telja sig þurfa að koma umkvörtunarefhum á framfæri við hann. Mótlætið byrjaði strax í Bretlandi þar sem Gorbatsjov stoppaði til að funda með Thatcher og hafa verið næsta óslitin í Washington. Þar reyndi meira að segja einn að kasta fótbolta í aðalritarann, þótt ekki sé ljóst hver tilgangur þess tiltækis átti að vera. Á myndinni að ofan eru mótmælendur í Bretlandi en á litlu myndinni sést fótboltamaðurinn leidd- ur á brott í Washington. Undirritun Margra mánaða samningaþrefi lýkur með fáeinum pennastrikum þegar leiðtogar stórveldanna undirrita samninginn. Símamynd Reuter Allur er varinn góður Sovétmenn eru varkárir og aldrei eins og þegar um líf og limi leiðtoga þeirra er að tefla. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart þótt þeir treystí öryggisgæslu í Washingtonborg illa og telji varlegra að bregða einum reið- hjólalás eða svo á hlið sendiráðs síns þai- meðan Gorbatsjov er innan dyra (sjá mynd til hægri). Á myndinni að neðan sjást svo þeir sem reiðhjólalásinn á að vernda, það er sendinefnd Sovétríkjanna á leiðtogafundinum. Gor- batsjov má þekkja af höfuðfatinu en hann er þessi með hattínn. Ef til vill fór svo mikið í pels frúarinnar (vinstra megin á mynd) að hann átti ekki fyrir loðhúfu eins og hinir. f I *¦<¦¦ -, 7 if ' i ¦:'. ,. \. ÝA» *' í '? 1 8 8 ^. f*'** ¦ ' t . -¦¦¦.¦' . ': 'Æ^ h ¦ ¦ • Svo er að skiptast á eintökum af skjalinu sem er afskaplega viðamikið enda mörg ákvæði, undirákvæði, aukaákvæði, aðalákvæði og undir- aukaákvæði að finna í því. Símamynd Reuter Er svo ekki rétt að takast í hendur af þessu tilefni? Innsigla samninginn og þakka fyrir vel unnin störf. Það tilheyrir víst svona athöfnum. Símamynd Reuter Þá er þessu aflokið og við getum snúið okkur að öðrum verkefnum þegar við höfum brosað hvor framan í ahnan hæfilega lengi fyrir myndavélarn- ar. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.