Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. 7 pv____________________________________________________________________Fréttir Heilsugæslustoð SeHjamamess: Hefur staðið ókláruð í fimm ár „Hæðin, sem heilsugæslustöðin er á, er um 1.000 fermetrar en þar af eru um 700 fermetrar í notkun. Það er eingöngu beðið eftir fjárveitingu frá ríkinu til að klára verkið," sagði Sig- urgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, en tæplega þriðjimg- irn heilsugæslustöðvarinnar á Sel- tjarnarnesi er enn ónýttur og eru fimm ár nú liðin síðan lokið var við aðra hluta stöðvarinnar. Þessi hluti hefur staöið ónothæfur og vitaskuld ekki skilað neinu til baka af því fjár- magni sem þegar hefur verið til hans varið. Húsnæðið er tilbúið undir pússningu. „Núverandi stærð á stöðinni er vissulega nægileg fyrir okkur Sel- tirninga en hugmyndin var að afgangurinn þjónaði hluta Reykja- víkur,“ sagði Sigurgeir. Hann bætti því við að óljósar hugmyndir hefðu verið uppi um hve stóru svæði í Reykjavík stöðin ætti að þjóna en rætt hefði verið um að það næði jafn- vel niður að Suðurgötu. Það er talið aö um 25 milljónir þurfi til að koma þessum hluta í notkun en af þvi á ríkissjóður að greiða 85%. Við þetta myndi læknum stöðvarinn- ar fjölga úr fjórum í átta. „Eftir því sem ég best veit er þessi stöð í tillögum heilbrigðisráðherra til fjárlaga en óvíst er um afdrif hennar þar,“ sagði Sigurgeir. Ekki búið að skipta fjárveit- ingu tii heilsugæslustöðva I heilbrigðisráðuneytinu fengust þær upplýsingar hjá Ingibjörgu R. Magnúsdóttur að ekki væri búið að skipta þeirri fjárveitingu sem til heilsugæslustöðva á að fara þannig að ekki væri ljóst hvort Seltjarnar- nesstöðin fengi eitthvað í sinn hlut. Það myndi skýrast í byijun næsta árs. „Það er áhugi á því hjá ráðuneyt- inu að klára þessa stöð því hún hefur reynst vel,“ sagði Ingibjörg. Stöðin þjónar nú 3.780 manns eða íbúum Seltjarnaness en auk þess á stöðin að þjóna 3.000 manns pr vesturbæn- um. Sagði Ingibjörg að þetta fólk leitaði þegar í miklum mæh til stöðv- arinnar og væri það réttur fólksins á meðan hægt er að taka við því. -SMJ SAMSUNG ORBYI GJIIOFN .. -lú veitir ekki af góðri aðstoð til að létta undir með jólabakstr- inum og eldamennskunni. Samsung 553T örbylgjuofninn er einmitt rétti ofninn fyrir þig, ekki of lítll, og ekki of stór. 17 lítra, 500 vatta með fimm mismunandi hitastillingum og snúningsdiski. Matreiðslunámskeið fylgir að sjálfsögðu með. 13.900,-stgr. JAPISS BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SiMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.