Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. Merming •• Orstutt og lystaukandi Næstsíöustu Háskólatónleikar á árinu voru í Norræna húsinu í hádeginu í gær. Kom þar fram til- tölulega óvenjulegt tríó, þ.e. klarí- nett, fagott og píanó, og flutti sjaldheyrða musík eftir Beethoven og GUnka. Þetta voru hinir ágætu hljóð- færaleikarar Anna Guðný Guö- mundsdóttir píanisti, klarínettist- inn Sigurður Ingvi Snorrason og fagottleikarinn Björn Th.,Ámason. Maður veit sosum ekki hvort þetta góða fólk æfir saman að staðaldri en það var verulegur fengur að heyra þá Sigurð og Bjöm flytja Duo f. klarínett og fagott eftir Beetho- ven. Stíll þeirra beggja er hreinn og beinn og án sérstakrar tilfinn- ingasemi og naut hann sín ágæt- lega í þessu annars fremur ómerkilega verki. En svo kom Tríó Pathétique eftir Michel Ivanovíts Glinka, langafa rússneskrar nú- tímatónlistar og uppáhald Jósefs sáluga Stalíns. Þetta verk er ekkert sérlega patetískt, heldur Ijómandi falleg og elskuleg „serenaða" með talsverðum ítölskum áhrifum, enda samið í Mílanó 1832. Og þama fóm þeir Sigurður og Bjöm á kost- Tónlist Leifur Þórarinsson um, inspíreraðir af skemmtilegum GUnka og frábærum píanóleik Önnu Guðnýjar. Þessir hádegistónleikar í Nor- ræna húsinu eru næstum orðnir vikulegur viðburður, á miðviku- dögum. Þar hefur að vísu margt misjafnt heyrst í vetur en stundum eru þetta, eins og í gær, tónleikar í háum gæðaflokki, örstuttir og lystaukandi. LÞ Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður I. Snorrason. ígærkvöldi Jón Trausti Leifsson: Fórnaði Mannslíkamanum Það fyrsta sem ég melti af dag- skrá gærkvöldsins yar fréttatími Ríkissjónvarpsins. Ég tek hann fram yfir fréttatíma Stöðvar 2 sem mér finnst heldur leiðigjarn, Rikis- sjónvarpið er hnitmiðaðra í frétta- flutningi. Á Morðgátu reyni ég alltaf að horfa, það emléttir og skemmtileg- ir þættir. Vanalega horfi ég á þáttinn um Mannslíkamann en ég fómaði honum að þessu sinni fyrir þáttinn Á tali með Hemma Gunn. Hemmi Gunn. finnst mér vera frá- bær útvarpsmaður en mér finnst hann vera síðri í sjónvarpi. Þáttur hans í gærkvöldi var þó óvenjugóð- ur. Þættimir um Mannslíkamann á Stöð 2 bæta mjög ímynd hennar og gera hana aö alvarlegri sjónvarps- stöð. Ég er mikill áhugamaður um djass og horfði því á djassþátt Stöðvar 2, enda hef ég afruglara. Þátturinn í gær var mjög góður. Kolkrabbinn í Ríkissjónvarpinu höfðar ekki til mín frekar en aðrir framhaldsþættir þannig að ég lét djassinn verða það síðasta sem ég sá í sjónvarpi í gær. Bíómyndina á Stöð 2 með AI Pac- ino var ég búinn að sjá áður, hún hafði gengiö lengi á myndbanda- leigum. Ég nennti því ekki að sjá hana aftur en hún var mjög góð. Fyrir svefninn hlustaði ég lítillega á næturútvarp Bylgjunnar en þá stöð kýs ég helst af útvarpsrásun- um. Á Bylgjunni er mjög skemmti- legur mannskapur. Fréttir Kvosarskipulag: Skipulagsstjórn ítrekar fyrri samþykkt Tarðarfarir Mans K. Matthíasson, Orrahóli, er látinn. Foreldrar hans vom Matthías Ólafsson og Pálína Dagsdóttir. Hans giftist Sigríði Halldórsdóttur og eign- uðust þau saman fimm böm. Útför Hans verður gerð frá Staðarfelli í dag kl. 14. Guðrún Guðnadóttir, frá Eyjum í Kjós, andaðist í Landspítalanum að- faranótt 4. desember. Útfor hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 14. desember kl. 13.30. Gunnhildur Sif Gylfadóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni laugar- daginn 12. desember kl. 14. Guðmundur Ólafsson, Miðsandi, Hvalfjarðarströnd, verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ ^augardaginn 12. desember kl. 14. Gunnhildur Árnadóttir, Bólstaðar- hlíð 5, Reykjavík, sem andaðist 29. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. des- ember kl. 15. Thora Margrethe Kristjónsson, Hlíðartúni 6, Mosfellsbæ, sem lést 3. desember, verður jarðsett frá Lága- fellskirkju laugardaginn 12. desemb- er kl. 14. Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi vigtarmaður frá ísafirði, sem andað- ist 4. desember á Hrafnistu í Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Áskirkju fostudaginn 11. desember kl. 15. Tilkyimingar Sýningu Leós lýkur á laugardag Vegna ófyrirsjáanlegra anna í veislu- höldum á Hótel Borg lýkur málverkasýn- ingu Leós Antons Amasonar fyrr en ætlað var eða á laugardag, 12. þ.m., kl. 19. Gífurleg aðsókn hefur verið aö sýn- ingunni og fjöldi mynda selst. Dönsk jólastemmning í Óð- insvéum Nú er á boðstólum í veitingahúsinu Óð- insvéum við Óðinstorg hefðbundið danskt jólahlaðborð „Dansk julefrokost" er samanstendur af fjölda danskra rétta sem eru hver öðrum betri og jafnvel for- vítnilegir sumir. Lögfræðiaðstoð laganema Orator, félag laganema, er með ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning á fimmtudagskvöldum kl. 19.30-22 í síma 11012. Kvöldið í kvöld er það síðasta fyrir jólafrí. Hefst aftur fimmtudaginn 7. jan- úar. Kvennadeild Rangæinga- félagsins er með kökusölu og fatamarkað í félags- heimili Óháða safnaðarins við Háteigs- veg nk. laugardag kl. 13.30. Fundir Fræðslufundur Sörla verður haldinn í kvöld, fimmtudags- kvöld, í íþróttahúsinu við Strandgötu í -fíafnarfirði. Fundurinn hefst kl. 20. Sig- urbjörn Bárðarson flytur erindi um fóðrun og vetrarþjálfim hrossa. Sýndar verða videomyndir um helstu viðburði sumarsins. Kaffiveitingar. Alþýðubandalagið: Vill rann- sóknarnefnd um flugstöð Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að flytja tillögu um að kosin verði sjö manna rannsóknar- nefnd þingmanna sem kanni bygg- ingarsögu flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og sérstaklega ábyrgð fyrrverandi íjármálaráö- herra og utanríkisráðherra og hvort hún sé þess eðlis að þeir geti gegn,t opinberum störfum, samkvæmt upp- lýsingum sem DV fékk hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni Al- þýðubandalagsins. Ólafur segir ljóst á skýrslu Ríkis- endurskoðunar að þær ákvarðanir sem leiddu til hækkunar byggingar- kostnaðar hafi verið teknar á valda- tíma fráfarandi utanríkis- og íjármálaráðherra. -ój Skipulagsstjórn ríkisins sam- þykkti í gær svör sín til félagsmála- ráðherra vegna erindis eins stjómarmanna, Guðrúnar Jónsdótt- ur arkitekts, þar sem lagt er til að ráðherra leggi skipulagið fyrir skipu- lagsstjórn að nýju. Skipulagsstjórn í DV miðvikudaginn 9. desember 1987 birtist á bls. 34 klausa sem ber yfirskriftina „Kvosarskipulag ekki samþykkt“. Blaðamaður sá sem ritað hefur þessa frétt fer í henni með staðlausa stafi þar sem hann segir m.a. að fé- lagsmálaráðherra hafi neitað að staðfesta samþykkt skipulagsstjórn- ar á tillöguuppdrætti að skipulagi Kvosarinnr í miðbæ Reykjavíkur og samþykkti með tveimur atkvæðum gegn einu að ítreka fyrri samþykkt um skipulagið. Var hér um að ræða svör við einstökum efnisatriðum skipulagsins og svör við athuga- semdum um málsmeðferð. Sigurgeir Sigurðsson og Garðar að ráðherra telji skipulagið ófrágeng- ið og ábótavant í mörgum veigamikl- um atriðum og hafi lagt til að máhð verði tekið upp að nýju í skipulags- stjórn. Hið rétta er að félagsmálaráðherra hefur óskað eftir umsögn skipulags- stjórnar ríkisins um erindi og grein- argerð Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts, dags. 14. nóvember sl., og er þess vænst að hún berist ráðherra Halldórsson greiddu atkvæði með samþykktinni, Guðrún Jónsdóttir greiddi atkvæði á móti en Hermann Guðjónsson og Helgi Hahgrímsson sátu hjá. -JBj næstu daga. Það skal sérstaklega tekið fram að blaðamaður DV, sem samið hefur umrædda frétt, hefur aldrei haft samband við félagsmálaráðherra eða starfsmenn ráðuneytisins um þessi mál. Heimildir fréttamannsins eru því fengnar annars staðar frá. Lára V. Júlíusdóttir Athugasemd vegna Kvosarskipulags: Ráðhenra óskaði eftir umsögn t ÞAKKARÁVARP Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útförtengdaföður míns, afa okkarog langafa JÓNS BJÖRNSSONAR tónskálds frá Hafsteinsstöðum Eater H. Skaptadóttir SkapU Steinbjörnsson Ragnheiöur Steinbjörnsdóttir SigriAur Steinbjörnsdóttir Björn Steinbjörnsson Jón Steinbjörnsson Hildur Claessen Þorsteinn Birgisson Amnesty Intemational: Listmunauppboð á Borginni I tilefni af 10. desember, sem er alþjóðlegur mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna, munu samtök- in Amnesty Intemational gangast fyrir hátíðardagskrá og hstmuna- uppboði á Hótel Borg. Dagskráin hefst kl. 20.30 og veröur sem hér seg- ir: ★ Formaður íslandsdeildar Am- nesty International, Ævar Kjart- ansson, setur dagskrána. ★ Thor Vilhjálmsson, formaður Pen klúbbsins, flytur ávarp. ★ Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó- leikari og Sigurður Bragason barítonsöngvari ilytja valin lög. * Gaherí Borg annast hstmunaupp- boð. Uppboöshaldari verður Úlfar Þormóðsson. ★ Bubbi Mortens flytur lög af nýju plötunni sinni, DÓGUN. Á hstmunauppboðinu veröur aö finna verk bestu hstamanna þjóðar- innar sem með framlagi sínu styðja starfsemi íslandsdehdarinnar af höfðingsskap. Sama gildir um þá listamenn sem koma fram. Þá heldur Gallerí Borg uppboðið samtökunum að kostnaðarlausu. Á hðnum árum hefur íslandsdehd Amnesty International haldið þenn- an dag hátíðlegan með opinberum samkomum til þess að minnast þess að Mannréttindayfirlýsing Samein- uðu þjóðanna var undirrituð þennan dag árið 1948 eða fyrir 39 árum. Sam- tökin vilja minna almenning á efni þessa sáttmála og vekja athygli á starfi Amnesty en þaö byggist á þess- ari yfirlýsingu. Almenningi er bent á að listaverkin verða til sýnis í Gaherí Borg 9. og 10. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.