Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. 35 *"■ Bólu-Hjálmar Eysteinn Sigurðsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Bólu-Hjálmar eftír dr. Eystein Sigurðsson en það fjallar um ævi og skáldskap Hjálmars Jónsson- ar frá Bólu og skiptist 1 tíu megin- kafla: Uppruni og yngri ár, Hjónaband og fyrstu búskaparár, Kveðskapur fram imi 1829, Um form og stfl, Rímnaskáldiö, Bragarhættir og stfll rímna, í Blönduhlíð, Ljóða- gerð fram tfl 1853, Kveðskapur eftír 1853, Að lokum. Eysteinn gerir svofellda grein fyrir verki sínu í formála: „Markmið mitt við vinnuna að þessu verki hefur verið tvíþætt. í fyrsta lagi hef ég vilj- að taka saman yfirht um skáldskap Hjálmars, einkenni hans og stöðu í bókmenntasögunni, sem gæti komið bókmenntafræðingum, kennurum og öðrum sérfræðingum að gagni. í öðru lagi hef ég sett mér það djarf- lega markmið að skrifa þetta jafn- framt sem bók um Hjálmar fyrir alla almenna lesendur. Bólu-Hjálmar er 313 blaðsíður að stærð og er bókin skreytt allmörgum myndum. Að lokum eru skrár yfir mannanöfn og kvæði og önnur skáld- verk. Verð kr. 2.250. Al Pertins smskfilaði bYrjmHu I wm Andrís KnstjSnsson islonskaöi Dagfinnur dýraiæknir og sjó- ræningjarnir umskrifuð fyrir byrjendur i lestri Andrés Kristjánsson íslenskaði. Öm og Örlygur hafa hleypt af stokkunum bókaflokki fyrir byijend- ur í lestri og ber hann samheitið byrjendabækur. Fyrsta bókin er end- urútgáfa á hinni sívinsælu bók Dagfinnur dýralæknir og sjóræn- ingjamir sem kom út fyrir tíu árum og var fyrir löngu uppseld og mikið eftir henni spurt. Byijendabókunum er ætlað að höfða beint í hugarheim bamanna, með tilstyrk efnis og útlits. Glettin og gáskafull ævintýri með fallegum boðskap em auðskilin og auðlesin og hinar litríku teikningar em þann- ig úr garði gerðar að þær „segja“ jafnvel ólæsum bömum söguna. Verð kr. 490. Spaugsami spörfuglinn Þröstur Sigtryggsson skiphcrra lýsir lifshlaupi sínu í léttum dúr Sigurdór Sigurdórsson blaðamað- ur skráði. Þröstur Sigtryggsson skipherra hefur starfað hjá Landhelgisgæsl- unni í hartnær 40 ár og sem sjómaður nokkuð lengur. Nú em endurminn- ingar hans komnar út hjá Emi og Örlygi, skráðar af Sigurdóri Sigur- dórssyni blaðamanni. Þröstur hefur frá mörgu að segja, allt frá grátbroslegum atvikum í landlegum til grafalvarlegra atburða' þegar átökin vora sem hörðust um landhelgina. Þröstur er virtur skip- herra og tekur starf sitt alvarlega, en hann er jafnframt húmoristi og sögumaður eins og þeir gerast bestir. Hann er einn þeirra fáu manna sem alltaf sjá spaugilegu hliðamar á tfl- verunni. Þröstur Sigtryggsson hefur þann sjaldgæfa eiginleika íslensks húmorista að geta einnig gert grín að sjálfum sér. Þaö gerir hann í þess- ari minningabók sinni. Hann segir líka drepfyndnar sögur af skemmti- legum samferðamönnum sínum tfl sjós og lands. Verð er kr. 1.990. Heiður í húfi Fijálst framtak hf. hefur gefiö bókina Heiður í húfi eftir breska rithöfund- inn Jeffrey Archer. Bókin nefnist á frummálinu A Matter of Honour og kom fyrst út í Bretlandi í fyrra. Höfundur bókarinnar, Jeffrey Arc- her, er í hópi vinsælustu rithöfunda í heimi og kvikmyndir og sjónvarps- myndaflokkar hafa verið gerðir eftir flestum bóka hans. Söguþráður Heiður í húfi er í ör- stuttu máli á þessa leið: Adam Scott fær í hendur gulnað umslág þegar erfðaskrá foður hans er lesin upp. í kjölfar þess gerast ótrúlegir atburðir. Það hafði alla tíð hvílt skuggi yfir starfsferli foður hans í hernum en enginn vissi hver raunveruleg ástæða þess var. Þegar Adam Scott kemst á snoðir um leyndarmál föð- urs síns er eins og sprengju hafi verið kastað. Bókin er 388 bls. Verð kr. 1.495. Nýjarbækur Dýrin á bænum og Tommi er stór strákur Bókaútgáfan Björk hefur nýlega sent frá sér tvær nýjar bamabækur. Þær em báöar prentaðar í Prentverki w Akraness h/f og era í fjómm litum. Dýrin á bænum er nr. 18 í bóka- flokknum: Skemmtilegu smá- barnabækurnar. Bókin segir frá henni Kötu - htlu stúlkunni á sveita- bænum - og samskiptum hennar viö dýrin, einkum ungviðið. Stutt lesmál er á hverri opnu ásamt fallegum ht- myndum af dýrum sem bömum era svo hugleikin. Verð kr. 288. Tommi er stór strákur er nr. 19 í sama bókaflokki hinna yngstu les- enda. Hún segir frá Tomma sem vill verða stór strákur sem ahra fyrst, - * einnig leikjum hans, störfum og nán- asta umhverfi. Verð kr. 288. PHILCO A HORKUGOÐU VERÐI. Þvottavél fyrir kr. 29.870.-* og þurrkarinn fyrir kr. 23.600.- Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þu velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvottar. Þurrktími getur varað allt að tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco að enn betri og öruggari þvottavél en áður. Vélin vindur með allt.að 1000 snúninga hraða á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtálsverð orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco og eru frá Heimilistækjum. Þaðtalarsínu máli.Traustnöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.