Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 38
. 38
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987.
Tíðarandi
Sorgin gleymir engum
Allir þurfa að fást við sáran harm einhvern tima á ævinni. Mönnum
gengur misvel að fást við sorgina en í þeirri baráttu geta vinir og ætt-
ingjar komið til hjálpar.
Allir verða fyrir sorg einhvem
tíma á ævinni. Eða eins og sagt er:
Sorgin gleymir engum. Sorgin get-
ur stafað af ýmsum orsökum, oftast
einhverjum missi. Hins vegar era
einstakhngamir misvel hæfir til að
vinna bug sorginni. Sumir harma
sáran í fyrstu og takast þá á við
missi sinn en sætta sig síðan við
hann. Aðrir geta aldrei tekist al-
mennilega á við vandamálið, loka
sig af og þjást andlega og líkamlega
jafnvel allt til dauðadags.
Sorgin getur tekið ótrúlega mikla
orku og dregið verulega úr við-
námsþreki líkamans og það er
algengara en menn gera sér grein
fyrir að fólk hafi hreinlega dáið úr
sorg, þó svo dánarorsakir hafi jafn-
vel verið nefndar öðrum nöfnum.
En hvemig bregst fólk við missi
og sorg annarra? Flestum finnst
óþægilegt að standa frammi fyrir
ættingja eða vini sem hefur lent í
sorg og veit ekki almennilega
hvemig hann á að haga sér eða
hvað segja skal. Flestir víkja sér
undan þessum óþægindum á einn
eða annan veg, tala um annað ef
ekki verður komist hjá samræðum,
en reyna jafnvel að hlaupa í felur
eða ganga hinu megin götunnar ef
þeir sjá vin sem hefur lent í að
missa einhvem. Og flestir telja sér
trú um að þeir séu að gera viðkom-
andi gott. Þeir vilja ekki trufla hinn
syrgjandi í sorgum sínum eða vera
að rifja upp eitthvað óþægilegt sem
hinn syrgjandi vill kannski ekki
sífellt vera að hugsa um. En ef þeir
hinir sömu sem svona hugsa skoða
hug sinn vel og vandlega sjá þeir
að með þessu em þeir aðeins að
hugsa um sjálfa sig og koma sér
undan óþægindum.
Fólk gerir sér yfirleitt ekki grein
fyrir því að með því að forðast
syrgjendur eru það yfirleitt að gera
iÚt verra. Þeim sem eiga í sorg
finnst þeir oft vera einir í heimin-
um og þegar þeir sjá og finna
kunningja og ættingja forðast sig
eða umræðuefnið sem flestir syrgj-
endur þurfa að geta rætt til að létta
á sér, missinn, þá finnst þeim þeir
einangrast enn meira og lokast
inni. Það er mjög hættulegt fyrir
alla þá sem eiga í sorg.
Sorg getur stafað af mörgu en
yfirleitt er hún fólgin í einhveijum
missi. Missir ástvinar veldur
mestri sorg, en til er ýmiss konar
annar missir. Missir heilsu, heimil-
is, eða vina getur haft djúpstæð
áhrif. Þá ekki síður hjónaskilnað-
ur, uppsögn úr starfi eða fall í
skóla. Þá finnst mörgrnn þeir missa
sjálfstæðið þegar þeir fara í sam-
búð eða hjónaband því þá þurfa
þeirá ýmsan hátt að breyta lifnað-
arháttum sínum, eða þá þegar þeir
missa íbúðir eða aði-a íjármuni
vegna fjárhagsvandræða. Sumar
konur lenda í þeirri sorg að þurfa
að láta eyða fóstri eða fæða and-
vana eða vanskapað bam. Sorgin
birtist í ýmsum myndum og eru
ástæður hennar misjafnlega stór-
vægilegar í augum utanaðkomandi
en geta þó vegið þungt hjá þeim
sem í missinum lenda. Einna þung-
bærastur virðist þó vera missir
foreldra sem sjá á eftir bömum sín-
um í klær eiturlyfja. Prestar og
sálfræðingar segjast hafa heyrt
marga foreldra segja að hundrað
sinnum heldur hefðu þeir viljað
fylgja bömum sínum til grafar en
að sjá þau veslast upp sem eitur-
lyfjasjúklinga eða fíkniefnasala.
Þeir sem lenda í sorg þurfa oftar
en ekki á hjálp að halda og því eru
samtök eins og stofnuð vom í vik-
unni, Samtök um sorg og sorgar-
viðbrögð, sannarlega tímabær. Við
eigum öll eftir að lenda í sorg fyrr
eða síöar, missárri, og samtökin
gætu hjálpað okkur að takast á við
missinn. Þau gætu einnig hjálpað
vinum okkar að sýna rétta hegðun
gagnvart okkur þegar við þörfn-
umst þeirra hvað mest.
-ATA
Læknar og leikmenn vita
altt of lítið um sorgina
- segir Páll Eiríksson geðlæknir
„Afleiðingar sorgar geta tekið a sig
bæði andlegar og líkamlegar
myndir. Læknar lenda stundum í
þeirri gildru að þegar til þeirra
kemur fólk með til dæmis hjart-
sláttarköst, vöðvaverki og maga-
verki þá gefa þeir því bara lyf. Og
ef lyfin duga ekki eru sjúklingamir
stundum skomir upp við áleitnum
kviðverkjum en ekkert finnst. Og
það er oft svo að þegar einu sinni
er búið að bora gat á sjúkling þá
þarf að gera það aftur og þetta get-
ur leitt til þess aö manneskjan
verður líkamlegur sjúkhngur þó
að orsökin sé andleg - sorg. Því
miður vita læknar jafnt sem leik-
menn allt of lítið um sorgina enda
er ekkert kennt um hana í læknis-
fræðinni," sagði Páll Eiríksson
geðlæknir en hann er einn af stofn-
endum Samtaka um sorg og
sorgarviðbrögð.
„Það eru nefnilega ýmiss konar
líkamleg einkenni sem geta fylgt
sorginni. Menn eru svo misjafnlega
vel undir sorgina búnir og margir
eiga erfitt með að vinna sig út úr
henni og enda sem sjúklingar. Þess
vegna em svona samtök bráðnauð-
synleg."
Páll hefur verið með ellefu
manna hóp í gangi undanfarið ár
sem hefur rætt vandamál sín og
missi. Þá hefur hann verið með
námskeið og ráðstefnur í gangi og
út frá þessari vinnu kom sú hug-
mynd að stofna samtökin.
„Menn lenda ekki bara í sorg
vegna fráfalls heldur öllu heldur
vegna missis af ýmsu tagi. Fyrir
utanaðkomandi getur missirinn
virst mikill eða lítill eftir atvikum,
missir ástvinar, heilsu, skilnaður,
missir öryggis við að fara að heim-
an, missir sjálfstæðis við giftingu
og svo framvegis. En við erum svo
misjafnlega vel undir það búin að
takast á við þennan missi og því
getur það sem einum virðist lítill
missir verið afar þung byrði fyrir
annan.
En eitt er víst og það er að við
þurfum öll einhvem tíma að ganga
Páll Eiríksson geðlæknir: „Margir
syrgjendur hafa lent undir hnifnunt'-
og orðið líkamlegir sjúklingar
vegna þess að læknar hafa ekki
áttað sig á þvi að þjáningar þeirra
hafa verið afleiðingar sorgar."
DV-mynd GVA
í gegnum þann sársauka sem fylgir
sorginni. Sumir vinna sig út úr
sorginni, aðrir staðna og lokast
inni með óunna sorg og öllum þeim
kvillum sem henni geta fylgt.“
Páll sagði að þó samtökin kæmu
ekki öðru til leiðar en fræðslu og
umræðu um sorgina væri vel af
stað farið. Ætlunin væri þó að
vinna meira starf.
„Við sníðum okkur stakk eftir
breskri fyrirmynd en ég hef veriö
í sambandi við sams konar samtök
sem starfað hafa í Englandi í 25 ár.
Þau eru með skrifstofur um allt
land en þangað getur fólk leitað ef
það á um sárt að binda. Við viljum
einnig standa fyrir fræðslufundum
og samverustundum og jafnframt
starfrækja upplýsingaþjónustu.
Margir sem misst hafa ástvini eiga
í fá hús að venda og vita ekki hvaða
aðstoð þeim býðst, fyrir utan það
að sjálfsbjargarviðleitnin er oft í
lágmarki þegar svona stendur á,“
sagði. Páll Eiríksson. -ATA
Missti tvo syni á
voveiflegan hátt
- Einhvem tíma þurfa allir að horfast í augu við dauðann, segir Halla Jónasdóttir
„Við urðum fyrir þeirri skelfilegu
lífsreynslu að missa tvo syni á vo-
veiflegan hátt með þriggja ára milli-
bili. Þetta var hryllileg reynsla og
hræðilegur tími. Við vorum rétt að
komast yfir fyrra áfallið þegar hið
síðara dundi yfir og þvi varð sorgin
og skelfingin enn hræðilegri í síðara
skiptið," sagði Halla Jónasdóttir í
samtali við DV en hún var í undir-
búningshópi fyrir stofnun Samtaka
um sorg og sorgarviðbrögð.
Halla og eiginmaður hennar, An-
ton Angantýsson, bjuggu á Dalvík
ásamt flölskyldu sinni. Arið 1975 lést
sonur þeirra, sextán ára gamall, í
vinnuslysi á Dalvík. Þremur árum
síðar, eða aðfaranótt 17. júní 1978, fór
svo annar sonur þeirra, einnig sext-
án ára, út á gúmmíbát frá Dalvík
með þremur félögum sínum og ætl-
uðu þeir til Hríseyjar. Báturinn kom
aldrei fram og fannst ekki þrátt fyrir
ítarlega leit og hefur ekkert til fiór-
menninganna eða bátsins spurst
síðan.
„Það hjálpaði okkur að við bjugg-
um í litlu samfélagi þar sem allir
þekktu alla. Og þegar fiögur ung-
menni látast á svo sviplegan hátt í
litlu þorpi snertir það nánast alla
íbúana. Það myndaðist viss stuðn-
ingshópur um mann og það hjálpaði
óskaplega mikið. Ég er viss um að
það hefði verið erfiðara fyrir okkur
hefðum við búið í Reykjavík meðan
á þessu stóð. Þar er fólk einangr-
aðra, vamarminna og stendur meira
eitt“
Halla sagði að með hjálp vina og
góðra granna hefði þeim hjónum tek-
ist að vinna sig út úr sorginni en það
hefði verið erfitt.
„Þetta tekur óskaplega mikið á
mann, bæði sálarlega og líkamlega.
Það fer svo mikil orka í sorgina að
það dregur hreinlega úr manni allan
mátt og mótstöðuafl líkamans dofn-
ar. Þannig lagðist ég inn á hæli eftir
fyrra áfallið með berkla og ég kenni
því um að viðnámsþróttur líkamans
hafi hreinlega ekki verið nægjanleg-
ur. Og maöur er feikilega lengi að
jafna sig eftir svona áfall."
Halla og Anton búa nú í Reykjavík
með tveimur soniun sínum en þeir
eru níu og fimm ára.
„Þegar ég frétti af þessum undir-
búningshópi og væntanlegri stofnun
samtaka um sorg og sorgarviðbrögð
vildi ég vera með. Það er mikils virði
fyrir þá sem lenda í sorg að geta tal-
að við einhverja sem lent hafa í
svipuðu og skilja erfiðleikana. Það
er óskaplega mikilvægt að geta talað
við einhvem um vandamálin og
missinn en það er oft erfitt fyrir
syrgjendur að fá einhvem til að ræða
málin við sig. Okkur sem höfum
misst fmnst vont þegar aðrir vilja
ekki tala um þessi mál því við höfum
virkilega þörf fyrir að ræða missinn.
Vingjamlegt klapp á öxl eða hlýtt
handtak er virkilega mikils virði.
Slíkt truflar engan en gefur þeim er
syrgir styrk.“
Halla sagðist hafa trú á því að ný-
stofnuð samtök gætu komið mörgu
góðu til leiðar, bæði til að aðstoða
þá sem syrgja og einnig til að kenna
öðmm að umgangast syrgjendur á
eins eðlilegan hátt og hugsast getur.
„Sorgin gleymir engum og ég held
að það sé öllum hollt að hugsa pínu-
lítið um dauðann og sorgina þvi
dauðinn. er það eðlilegasta í tilver-
unni og einhvem tíma þurfa allir að
horfast í augu við hann,“ sagði Halla
Jónasdóttir.
-ATA
Halla Jónasdóttir á heimili sínu í Hraunbænum. Synirnir Jónas Björgvin, sem er níu ára, og Egill, fimm ára, eru
á myndinni með móður sinni en myndir af drengjunum sem fórust eru á veggnum bakvið þau.
DV-mynd KAE