Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. Fréttir Kvótinn er lífsins kraftur. Kvótinn er heimsins von. Kvótinn er kominn aftur. Kvótinn er Halldórsson. DV-myndir GVA Tekinn fyrir landhelgisbrot þar sem kvótalögin vantaði - lögin frá 1976 sem giltu meðan verið var að fjalla um kvótalögin á Alþingi leyfa ekki dragnótaveiðar Um síðustu helgi var Þorlákshafn- arbáturinn Kristín ÁR 1 tekinn að ólöglegum dragnótaveiðum og látinn sigla tii hafnar. Ástæða þess að bát- urinn var tekinn er sú að á meðan ekki var búiö að samþykkja kvóta- lögin á Alþingi giltu lög frá árinu 1976 um fiskveiðar í íslenskri fisk- veiðilögsögu. í þeim lögum eru dragnótaveiðar bannaðar nema frá 15. júní til 30. nóvember með sér- stöku leyfi sjávarútvegsráðherra. Hefðu kvótalögin veriö tilbúin hefði báturinn ekki verið tekinn. Dragnótabátar þurfa að vísu, sam- kvæmt kvótalögunum, að sækja um leyfi til sjávarútvegsráðuneytisins. Þau 5 ár sem kvótalögin hafa gilt, hafa menn haft þann hátt á að senda inn leyfisumsókn um eða fyrir ára- mótin en hefja svo róðra strax 2. janúar. Leyfið kemur svo þegar ráðuneytið hefur haft tíma til að af- greiða það. Nú var aftur á móti bannað að bleyta dragnót. Skipstjórinn á Kristínu ÁR 1 lét ráðuneytið vita af því að hann væri að hefja dragnótaveiðar en samt var hann tekinn og kærður þótt aðeins væri dagaspursmál hvenær kvóta- lögin yrðu afgreidd. Málið verður tekið fyrir hjá sýslu- mannsembættinu á Selfossi og sagði Þorgeir Njálsson fulltrúi að senni- lega félli dómur í málinu um helgina. Þetta mál var nokkuð rætt manna á meðal í alþingishúsinu nóttina sem kvótalögin voru afgreidd. Þótti mörg- um sem hér væri um órétt aö ræða þar sem sá hluta kvótalaganna, sem snýr að afla bátanna sem hófu róðra 2. janúar, er látinn virka aftur fyrir sig og gilda frá 1. janúar. Allt hitt í lögunum gildir frá 8. janúar. -S.dór Nýtt aðsetur ellimálafulltrúa Reykjavíkur og heimilshjálpar. Fatlað fólk og lasburða verður að komast upp brattar tröppur áður en inn verður komið. í húsinu er einnig brattur stigi. DV-mynd Brynjar Gauti Ellimálafulltruinn flytur: Brattir stigar og engin lyfta Elhmálafulltrúi Reykjavikur og skrifstofa heimilshjálpar eru að flytja starfsemi úr Tjarnargötu ll í hús númer 20 við sömu götu. í Tjam- argötu 20, sem er gamalt timburhús, er ekki lyfta og stigar eru brattir. Auk þess eru brattar tröppur upp að húsinu. Samkvæmt byggingalögum á að vera greiður aðgangur fatlaöra að opinberum byggingum. Félagsmála- stjórinn í Reykjavík sagöi að það hús, sem nú er verið aö flytja í, væri mun betra og heppilegra en það sem hýsti þessa starfsemi áöur. Félagsmálastjórinn sagði aö á fyrstu hæö hússins yrði elhmálafull- trúinn og heimilishjálpin á annarri hæð. Hann sagðist telja að aðkoma að húsinu væri ágæt. Að vísu væru stigar í því og eins væri það lyftu- laust. Minnisstætt er þegar skipulags- stjóra ríkisins var gert óheimilt aö flytja í nýtt hús við Laugaveg vegna þess hversu erfitt fatlaðir hefðu átt meö að komast þangað. -sme Nýr aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans Nýr aöstoöarbankastjóri Búnaðar- bankans, Sveinn Jónsson endur- skoöandi, var ráðinn á bankaráðs- fundi Búnaðarbankans í gær. Sveinn er 52 ára, viðskiptafræðing- ur og löggiltur endurskoðandi að mennt. Hann á að baki 16 ára störf í bankakerfinu, lengst af í Seðla- banka íslands en þar var hann forstöðumaður bankaeftirlitsins í 9 ár og aðstoðarbankastjóri í 3 ár. Hann gerðist meöeigandi í endur- skoðendaskrifstofunniEndurskoðun hf. 1978 og hefur starfað þar fram að þessu. Sveinn tekur viö starfinu 1. júlí 1988. -JBj Hótel Örk: Hætti eftir samkomulag Helgi Þór Jónsson, eigandi Hótel Arkar, vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar í DV að hót- elstjóri, sem verið hefur hjá honum, hafi verið látinn hætta störfum: Hótelstjórinn fyrrverandi og Helgi Þór gerðu með sér sam- komulag um að hótelstjórinn léti af störfum. Tiyggingafélögin ósammála: Söluskattur á brunavarnagjald ýmist innheimtur eða ekki Tryggingafélögunum er gert að innheimta sérstakt gjald, bruna- varnagjald. Gjaldið er tekjustofn Brunamálastofnunar. Samvinnu- tryggingar og Húsatryggingar Reykjavíkur leggja söluskatt á brunavamagjaldið en önnur trygg- ingafélög ekki. Lögin um innheimtu gjaldsins virð- ast nokkuð óljós. A.m.k. túlka félögin þaö ekki á sama hátt hvort gjaldið myndi stofn til söluskatts eða ekki. Lögin voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir jól. „Þaö er ekki nema von að það finnist gallar á þessu þar sem þetta var afgreitt í síldarplansstemn- ingu á Alþingi," sagöi forsvarsmaður tryggingafélags. „Ef við verðum krafðir um þessa peninga verður málið látiö fara fyrir dómstóla. Ég er það haröur á þessu. Þau félög, sem innheimta söluskatt á gjaldið, hafa talað við einhvem lög- fræðing í fjármálaráðuneytinu og lagt söluskattinn á í framhaldi af því. Menn hafa verið aö tala um sam- líkingu. Þaö er tekinn söluskattur af viölagaiögjaldi en þaö er allt annaö þar sem þar er um að ræöa trygg- ingaiðgjald. Brunavarnagjaldið er skattheimta, eyrnamerkt ákveðinni ríkisstarfssemi. Ég tel alveg hreint útilokaö að tvískatta þetta gjald," sagði Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélags íslands. Héðinn Emilsson, deildarstjóri hjá Samvinnutryggingum, segir aö Sam- vinnutryggingar innheimti söluskatt af brunavarnagjaldi. Spurst hafi ver- ið fyrir um hvort innheimta ætti söluskatt eða ekki. Bæði fjármála- ráöuneyti og ríkisskattstjóri hafi svarað að innheimta bæri söluskatt. Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, segir að sambandið hafi kallaö til sérfræðinga i skatta- málum og að mat þeirra hafi verið að ekki bæri að innheimta söluskatt afbrunavarnagjáldi. Sigmar sagði að þaö væri mat sambandisns að hvert tryggingafélags réði því hvort það ínnheimti söluskattinn eða ekki. Brunavarnagjald er lagt á allar þær tryggingar þar sem bruni getur vald- iö tjóni. Er þar átt við húseigenda-, smíða-, heimilis- og innbústrygging- ar- ' -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.