Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Page 15
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. 15 Ég hef stundum haldið því fram að ístöðuleysi sé hæfileiki sem eng- inn skyldi vanmeta. Þetta er að vísu ekki mjög frumleg kenning vegna þess að ýmsir aðrir sérvitr- ingar á undan mér hafa sagt það sama til að storka siðgæðiseftirlit- inu og haft það sér til afsökunar að lifa eins og bóhemar við sukk og svínarí. Var það ekki Óskar Wilde sem fyrstur hélt því fram að freistingamar væru til að falla fyr- ir þeim? Margur maðurinn hefur haft vit á því að taka þessa stað- hæfmgu alvarlega, bæði vegna þess að hún er sniðug og svo einnig af hinu að hún kemur sér vel þegar menn eiga sér enga vöm í vitleys- unni og hafa endanlega gefist upp við aga sjálfan sig. En ístöðuleysið er ekkert plat. Þar get ég trútt um talað. Lengi fram eftir aldri lofaði ég sjálfum mér betra líferni við sérhver ára- mót. Það að veröa duglegri við lærdóminn var til að mynda árvisst áramótaloforð á skólaárunum. En það var alveg sama hvað ég lofaði því oft, aldrei tókst mér að efna þetta heit mitt að neinu gagni, fram yflr það að skríða rétt á prófum. Svo ætlaði maður að vera reg- lusamari, ríkari og grennri, vakna fyrr á morgnana og vera betri við aðra. En allt fór þetta út um þúfur, þökk sé ístöðuleysinu. Aö minnsta kosti lét ég aldrei neitt áramótalof- orð aftra mér frá því að sofa lengur fram eftir þegar ekki var nein ástæða til að fara á fætur. Til hvers eiga menn að pína sig með ára- mótaloforðum þegar hitt er miklu þægilegra, aö svíkja þau? Smám saman hætti ég að taka áramótin hátíðlega og ákvaö að þaö væri miklu heiðarlegra að sitja uppi með ístöðuleysið án þess að vera sífellt að storka því með lof- orðum og sjálfspíningu, sem gerði ekki annað en að villa um fyrir samvisku minni og stilla mér upp við vegg gagnvart fyrirheitum sem höfðu enga praktíska þýðingu þeg- ar á hólminn var komið. Það var miklu betra að leyfa ístöðuleysinu að ráða heldur en að rembast við að efna áramótaloforð sem voru fyrirfram dauðadæmd. Eftir það hefur mér líka farnast miklu betur og áramótin eru þar að auki mun léttbærari þegar ekki þarf að taka erfiðar ákvarðanir sem lífsreynsl- an segir mér að ekki muni standast nema þangaö til aö á þær reynir. Móralskar afsakanir Hitt er annað mál að ég hef lent í miklum hrakningum með fólk sem ekki hefur ennþá lært þessa fílósófíu mína og er enn að bisa við að lofa sjálfu sér einhverju sem veldur því svo áhyggjum og sam- viskubiti það sem eftir er ársins. Það dauðsér eftir áformum sínum vegna þess að annaðhvort hefur það þurft að láta þau lönd og leið ellegar standa við þau sem er miklu verra! Enda sagði einu sinni spak- ur maður að það eina sem hann sæi eftir á gamals aldri væri það sem hann hefði neitað sér um. Venjulega eru sjálfsafneitunar- ákvarðanir teknar í móral. Menn hafa ýmist dottið of illa í það eða þá reykt eða étið of mikið yfir jólin. Það er auðvitað þeirra mál en á sér frekar rætur í samviskunni heldur en áramótunum. Það er hins vegar gott fyrir móralinn og allt í lagi að geta stundum beðist afsökunar á sjálfum sér ef því er hægt að treysta í leiðinni að mórallinn beri ekki ístöðuleysið ofurliði. Slæm samviska nær sér oft á strik um áramót því þá fá menn tækifæri til að kvitta fyrir hana. Ég*sé til dæmis að foringjar stjórn- málaflokkanna hafa það fyrir sið að skrifa hátíðlegar hugleiðingar um hver áramót sem auðvitað geta ekki flokkast undir annaö heldur en móralskar afsakanir á því hvað hafi farið úrskeiðis hjá þeim og lof- orð um betrumbót og nýja sigra í nafni flokksins á næsta ári. Það er mikil guðsblessun fyrir allan al- menning að þurfa ekki að skrifta svona opinberlega eins og stjórn- málaforingjarnir þurfa að gera, fyrir nú utan hitt hvað það hlýtur að vera hræðilega leiðinlegt að þurfa að taka sjálfan sig svona há- tíðlega. Sem betur fer eru þessar greinar ekki lesnar nema af þeim sjálfum og hafa þar af leiðandi ekki varanlegar afleiðingar í fór með sér. Þeir lifa þær að minnsta kosti af, sem sýnir hvað kjósendurnir hafa góðan skilning á því að pólitík- usar hafi móral yfir eigin axarsk- öftum. Dramatískt hryggbrot Áramótaloforð hafa þann kost að fæstir taka mark á þeim. Og þar kemur ístöðuleysið að gagni. Ég man til að mynda eftir manni sem tók þá ákvörðun um hver áramót að hætta að drekka. Fyrir vikið varð hann að drekka fram í það síðasta og varð fyllstur á gamlárs- kvöld til að nýta tímann áður en hann hætti. Þá lagði hann leið sína til kunningjanna, reið þar húsum og varð til vandræða fyrir gestgjafa og fjölskyldur þeirra þangað til hann dó út frá loforði sínu um reglusemina. Þetta endurtók sig um hver áramót og þótt enginn hafi efast um ásetninginn reyndist fyrirheitið ekki hafa úthald nema fram yfir timburmennina. ístöðu- leysið kom honum jafnan til bjargar. Þessi maður drekkur enn og er þó búinn að lifa nær sextíu áramót. Geri önnur áramótaloforð betur! En svo eru til áramótaloforð sem koma sér illa þegar við þau er stað- ið. Einu sinni var ég í tygjum við unga og myndarlega stúlku af ein- skærri ást. Hún tók upp á því um áramót að segja mér upp. Án nokk- urrar ástæðu annarrar en þeirrar að sennilega hefur hún verið búin að fá nóg af mér. Þetta eyðilagði að sjálfsögðu fyrir mér gamlárs- kvöldið og nýársdaginn og mig minnir að ég hafi verið í ástarsorg í heila viku á eftir. Minna mátti það ekki vera eftir svona dramatískt hryggbrot. Lengi á eftir var ég í miklum hefndarhug og hét því að hún skyldi sjá eftir því alla ævi aö hafa sagt mér upp á svona and- styggilegan hátt. Ég stóð nefnilega í þeirri meiningu að ég hefði ekki átt þetta skilið og stúlkan hefði gert þetta vegna skorts á ístööu- leysi. Mörgum, mörgum árum síðar uppgötvaði ég að allur minn hefndarhugur hefði verið til einsk- is því stúlkan flutti fljótlega til útlanda og giftist þar hamingju- samlega einhverjum milljónamær- ingi og á nú börn og buru. Hefndin mín var unnin fyrir gýg og dýr- mætur tími farinn til spillis sem sannar auðvitað enn að maður á ekki að taka áramótayfirlýsingar alvarlega. Hefndir koma sjálfum manni verst, sér í lagi þegar sá sem hefndin beinist að veit ekki að ein- hver annar er að hefna sín á honum. Ég ráðlegg ekki nokkrum manni að taka ákvörðun um það á áramótum að hefna sín, nema kynna sér áður hvort hefndin muni bera árangur. Uppgjör konu Já, það eru mörg dæmin um upp- gjör um áramót sem koma sér illa þegar ístöðuleysið bregst og menn sitja uppi með viljastyrk til aö standa við þau. Sér í lagi þegar ákvarðanirnar beinast að því aö ná sér niðri á öðrum sem ýmist eru ekki viðstaddir til að taka við hefndunum eða eru ekki viöstaddir vegna þess að þeir eru látnir. Til þess þarf alveg sérstaka tegund af samvisku og við skulum bara vona að metsöluhöfundinum á jólabóka- markaðinum í ár líði betur eftir að hafa náð sér niðri á fyrrverandi eiginmanni með uppgjöri sínu við hann látinn. Það er ekki á hverjum áramótum sem slík uppgör sjá dagsins ljós enda sló bókin öll fyrri heimsmet hér á íslandi í vinsæld- um. Höfundurinn, sem er kvenkyns, er að skýra frá þeim örlögum sín- um að hafa lent í hjónabandi sem var að mestu leyti martröð fyrir þá sök að eiginmaðurinn vildi ráða og komst upp með það. Mikil gæfa er það fyrir þessa konu að maður- inn skuli nú vera látinn til að hún geti skýrt alþjóð frá þessum hör- mungum sínum. Það er ekki á hverjum degi sem fólk öðlast ham- ingjuna við það að makinn fellur frá og getur þar að auki grætt á því stórfé að skýra frá þeirri óham- ingju sem olli hamingjunni. Vegna þess að ef konan heiði ekki verið svona óhamingjusöm í hjónaband- inu hefði hún aldrei uppgötvað hamingjuna þegar hún losnaði úr óhamingjunni, nema vegna þess að hún var svo heppinn að maðurinn dó frá henni. Það er svo til marks um innræti þjóðarinnar að hún tekur fullan þátt í hamingju ekkjunnar með því að gleypa í sig frásögnina um hina örlagaríku ævi fyrir og eftir andl- át. Miðað við þetta hugarþel þjóðarinnar er alls ekki fráleitt að ímynda sér að ijöldinn allur af ára- mótafyrirheitum snúist nú um það að ná sér niöri á maka sínum strax og hann hrekkur upp af. Það gerir enginn veifiskati að skrifa bersögl- issögur af tuttugu ára þrælahaldi í hjónabandssælunni nema til komi ofurmannleg sjálfsögun meðan á þrælahaldinu stendur. Ekki vanmeta ístöðuleysið Hér eftir getur hver sem hefur geð og viljastyrk sætt sig við þaö um hver áramót að lifa við hjóna- bandsraunir sínar eitt ár í viðbót, í þeirri von að makinn falli frá síð- ar á árinu. Þá er hægt -að verða ríkur á því að skrifa um hann harmþrungna ástarsögu með til- heyrandi auglýsingum í sjónvarp- inu. Þannig geta margir orðiö ríkir á óhamingjunni og gert sér hana að féþúfu ef þeir láta ekki undan ístöðuleysinu. En þá verða þeir líka að sætta sig við óhamingjuna á meðan. Þitt er valið! Vandinn er hins vegar að sá sem veröur aðalpersónan í ástarsögum eftir lát sitt hefur ekki hugmynd um það - ekki frekar en kærastan mín forðum daga sem -aldrei vissi hvers hún fór á mis! Fórnarlambið er nefnilega komiö yfir móðuna miklu, farið langt í burt og kemur ekki einu sinni í leitirnar um næstu áramót, né þau þarnæstu. Þetta er gallinn við viljastyrkinn, að byrgja óhamingjuna inni. ístöðuleysið hefur hins vegar þann stóra kost að ástvinirnir eru til staðar og verða fyrir barðinu á því meðan þeir lifa. Þá er líka unnt að bæta ráð sitt og njóta hamingjunn- ar af freistingunum og eftirköstun- um og enginn þarf aö bæla niður óhamingjuna þangað til hinir eru dauðir sem eitthvað hafa um hana að segja. Maður gengur þá á vegg- ina meðan maður lifir og hinir líka og þarf hvorki að bíða eftir áramót- um né andlátum til að safna kjarki til að gera upp við sína nánustu. ístöðuleysið kemur í veg fyrir óþarfa og erfiða sjálfspíningu og stuölar að stanslausri hamingjuleit með því að falla fyrir þeim freist- ingum sem bjóðast. Sem kennir manni að ístöðuleysið er eiginleiki sem enginn skyldi kvarta undan! Að minnsta kosti ekki þeir sem hafa í fljótfærni verið að lofa sjálf- um sér einhverju nú um áramótin og ástæðulaust er að standa við! Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.