Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Side 19
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. 19 Smælki Sælnú og gleðilegt ár!... Sykurmolamir íslensku hafa gert garðinn frægan i Bret- landi að undanfömu einsog kunnugt er af fréttum. Ekki hefur framganga þeirra þó verið samfelld sigurganga þvi umsagnir breskra tónlistar- blaða um tónleika sem hljómsveitin hélt i London skömmu fyrir jól em frekar neikvæðar, í það minnsta þær sem undirritaður hefur séð. Það sem gagnrýnendur finna helst að em einhæf lög og óttast þeir að hljómsveitin falli i þá gryfju sem svo marg- ar aðrar hljómsveitir á undan Sykurmolunum hafa fallið í, eða að reyna að likja eftir þvi lagi sem velgengnin byggist á, í þessu tilfelli Birthday. Annars var framganga Sykur- molanna á listum í Melody Maker með glæstum hætti, hljómsveitin var kosin sú efni- legasta sem kom fram á árinu 1987 og Björk Guðmunds- dóttir var kjörin þriðja efnileg- asta söngkona ársins í Bretlandi. Á undan henni i röðinni vom þær Julianne Regan númer eitt og Suzanne Vega númertvö... Michael Jackson hefur nú slegið eitt metið enn í popp- sögunni en það er sölumet á tónleika í Bretlandi: Hann kemur næstkomandi sumar til tónleikahalds í Bretlandi og nú þegar er uppselt á fimm tónleika á Wembley en völlur- inn rúmar hátt i hundrað- þúsund manns... Madness virðist ætla að risa upp frá dauðum á nýju ári eða i það minnsta hluti hinnar sálugu hljómsveitar. Ekki ertalið lik- legt að nafnið Madness verði endurvakið heldur nýtt fundið. Plata með þessari nýgömlu Madness er væntanleg í mars... Stranglers er nýbúin að senda frá sér smáskífu sem ekki væri svo i frásögur fær- andi nema fyrir það að lagið er ekki eftir hljómsveitarmeð- limi heldur er um að ræða gamla Kinks lagið All Day And All Of The Night sem gamlir Kinks aðdáendur hér- lendis ættu að kannast mætavel við... HjóninJim Kerr úr Simple Minds og Chrissie Hyndu úr Pretenders komu i fyrsta sinn fram sam- an á sviði skömmu fyrir jól á tónleikum Simple Minds i Glasgow. Gerði þetta uppá- tæki mikla lukku og var þeim hjónum fagnað með langvinnu lófataki í leikslok... tjaldið fellur... -SþS- Sogblettir - Sogblettir Nýjarplötur Áfram veginn Einhvern veginn minnir mig aö þessi plata haíl átt aö heita: Mæður! Lokið dætur ykkar inni - hér koma Sogblettir! Hún heitir þaö bara ekki. Ógnin liggur í innihaldinu; mæöur, feöur, jafnvel afar og ömmur hrökkva í kút af skelfmgu um leið og nálin snertir vínyliö. Menn skyldu frá upphafi foröast að líta á Sogblettina sem eitthvert afsprengi pönksins sáluga. Blettirnir hafa gengiö skrefi lengra í tónlistar- sögunni og um leið tvö skref aftur á bak. Tónlist þeirra er hráslagalegt rokk. Þaö má tína til áhrif héðan og þaðan ef menn kæra sig um. Aðallag plötunnar, Orð öskursins, sver sig til aö mynda í ætt við þungt rokk, því ekki a la Zeppelin, til dæmis? Óg á hinn.bóginn má greina þar nýrri og ferskari strauma, næstum angist, eins og hjá svissnesku sveitinni The Young Gods. Það væri auðvitað endalaust hægt að dunda sér við slíkt púsluspil. Eg nenni því bara ekki. Sogblettir eru einfaldlega þeir sjálfir. Eg trúi því. Þessi tólftomma er í sjálfu sér rök- rétt þróun á þátttöku þeirra á Snarl- spólunum. Sándið er sýnu betra og meiri vinna lögð í efnið en áður ef uppfyllingin á b-hliðinni er undan- skilin. Orð öskursins er sannarlega ekki besta lag sem ég hef heyrt. En það felur í sér sjarmerandi einlægni. Sogblettir tala tæpitungulaust: ...ég finn bara til,“ hrópar Jón söngvari og maður er ekki í minnsta vafa um að hann segir satt. Á lögunum tveim á b-hliðinni er keyrslan aukin til muna. Er nema von, endurspeglar kulda og van- máttarkennd sálartetursins í hend- ingskasti án nokkurar niðurstöðu eöa sýnilegrar undankomuleiðar. 5. gírinn margfrægi sendir aðal ís- lenska nútímasamfélagsins út á guð og gaddinn og spólar yfir leiðum þeirra. Sogblettir standa sum sé allt í botni sem endranær. Þetta eru reiðir ungir menn, öskureiðir. Um leið er vert að velta fyrir sér tilgangi ferðarinnar. Tólftomman sú arna ber vott um þroska sem Sogblettir þurfa á að halda til að vera teknir alvarlega. En orð öskursins þurfa að vera hnit- miðaðri. Árásirnar á samfélagið jafnt sem eingstaklinga þurfa að þjóna fyr- irfram ákveðnum tilgangi. Keyrslan þarf að vera þaulhugsuð eins og hjá ökumanni í kappaksturskeppni. Þá er sigurinn vís. Þorsteinn J. Vilhjálmsson Laddi - ertu búnaðverasvona lengi? Endist ekki lengi Ef Laddi reyndi sjálfur að svara þeirri spumingu, sem hann varpar fram í heiti þessarar plötu, yrði svar- ið eflaust já, því Laddi er búnaðver- asvona frá því elstu menn muna. Plata þessi er í stórum dráttum ekki svo mjög frábrugðin þeim sem Laddi hefur sent frá sér á undanfomum árum, ýmist einn eða í samkrulli við Halla, bróður sinn. Allt stendur þetta og fellur með textum, framsögn og leik miklu frek- ar en lögunum og það er eiginlega synd að Laddi skuli ekki gefa þessa plötu sína út á myndbandi svo hægt sé að i\jóta allra þeirra fígúra sem hér tromma upp í fylgd Ladda. Söng- urinn er bara helmingurinn af öllu gamninu. Hér er fríður flokkur spaugara í fór með Ladda: menn einsog Eiríkur Fjalar, Olli ofnæmissjúklingur, Skúli rafvirki, Ómar tannlæknir, Saxi læknir og Hallgrímur ormur, svo einhverjir séu nefndir. Laddi semur öll lög og texta fyrir þessa heiðursmenn og tekst þokka- lega upp; lögin em frekar tilþrifalítil enda mun meira lagt uppúr textun- um en lögunum. Engu að síður em þetta lipur lög, melódísk og aðgengi- leg en vantar semsé meiri fjölbreytni að mínu mati. Textar em einsog við er að búast á plötu sem þessari; allir í gamansam- ari kantinum en slíkir textar eiga við þá tilvistarkreppu að glíma að af þeim fer gamanið eftir nokkra hlust- un og auðvelt að verða hundleiður á þeim. En áður en það gerist má hafa af þessari plötu nokkurt gaman. Og til þess er leikurinn gerður. -SþS- Robbie Robertson - Robbie Robertson Hefur engu gleymt í kringum 1970 var The Band sú hljómsveit sem hvað flestir litu upp til. Plötur hennar voru hver annarri betri og þótt tónlistarsköpunin hafi aðeins dalað þegar leið að endalokum er vafasamt að nokkur Wjómsveit hafi kvatt með jafnmiklum glæsi- brag og The Band þann 6. desember 1976. Þá héldu þeir lokahljómleika í San Francisco þar sem margar af skær- ustu stjömum poppsins voru gestir þeirra. Martin Scorsese kvikmynd- aöi þessa hljómleika og er vafasamt að betri hljómleikamynd hafi verið gerö. Maðurinn á bak við velgengni The Band var Robbie Robertson, gítar- leikari og lagasmiður. Hann hefur nú loks kvatt sér hljóðs á nýjan leik eftir ellefu ára fjarveru og kemur með plötu er lær hans eigið nafn og þótt mörgum hafi þótt biðin löng eft- ir sólóplötu frá þessum frábæra tónlistarmanni réttlætir platan þá bið svo ekki sé meira sagt. Þessi ellefu ár, sem liðin em frá því að The Band hætti opinberlega, hefur Robbie Robertson notaö til að sinna öörum áhugamálum og verið mörgum tóniistarmönnum innan- handar. Hann hefur samið fyrir kvikmyndir og meira að segja leikið aðalhlutverk í einni kvikmynd að minnsta kosti og ekki má gleyma því að The Band tók sig til fyrir stuttu og hélt í tónleikaferð sem endaði snögglega þegar einn úr hljómsveit- inni framdi sjálfsmorö. Robertson söng lítið með The Band svo það er nýlunda að heyra hann syngja. hann hefur frekar drafandi rödd sem skilar sér vel - varla hægt að segja góða en einhvers staöar á biiinu milli Toms Wait og Peters Gabriel. Sá síðamefndi er meira að segja með honum á plötunni ásamt U2 sem setur sterkan svip á þau tvö lög sem þeir aðstoöa Robertson í. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um gæði þessarar fyrstu sóló- plötu Robbie Robertson. Hún er frábær, lögin fjölbreytileg og textar krefjast þess að hlustað sé á þá. Ro- bertson var og er snillingur á gítar, yfirkeyrir aldrei og lætur melódíuna njóta sín. Ekki tek ég neitt lag fram yfir ann- að, þau em öll góð, eiga ekki heima á vinsældalistum heldur krefjast þau að hlustað sé á þau oftar en einu sinni. Ellefu ár em langur tími og vonandi lætur Robbie Robertson ekki líöa jafnlangan tíma í næstu plötu. HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.