Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Page 31
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
43
Handknattleikur unglinga
Grótta og HK sigruðu í jólamóti Hauka
Jólamót Hauka fór fram í íþrótta-
húsinu við Strandgötu, 20. des. sl. og
var keppt í 6. flokki karla og 5. flokki
kvenna. Mikill áhugi skein úr andlit-
um þessara ungu leikmanna, jafnt
innan sem utan leikvallar, og er leið
að leikslokum létu áhorfendurnir
ungu leikmenn ávallt vita hve mikið
væri eftir með því að hrópa í kór að
leik væri aö ljúka.
Mótshaldiö fórst Haukum mjög vel
úr hendi og ekki var handboltinn
sem leikmennirnir sýndu síðri,
glæsileg mörk úr langskotum, af línu
eða hornum. Þeir sýndu að þama
fóru handboltamenn framtíðarinnar.
í 5. flokki kvenna fór lið Gróttu
hamförum og vann alla leiki sína.
Þær unnu fyrst hð Hauka 7-5 og
reyndist það vera úrslitaleikurinn
þar sem Haukar lentu í 2. sæti. Grótta
vann síðan UMFG 8-4 og FH 6-3. Liö
Gróttu er vel að sigrinum komið, þær
eru með gott spil og einnig er mark-
varslan góð.
Haukar urðu í 2. sæti eins og áður
sagði, þær töpuðu aöeins fyrir Gróttu
en unnu UMFG í hörkuspennandi
leik, 6-5, og á móti nágrönnunum,
FH, var mikil barátta sem endaði
með sanngjörnu jafntefli, 3-3. UMFG
sigraði síðan FH 5-4 og tryggöi sér
þar með 3. sætið.
í 6. flokki karla vann lið HK alla
leiki sína nokkuð örugglega. UBK
unnu þeir 6-2, Hauka 6-4 og Val 11-5.
Haukar urðu einnig hér í 2. sæti þar
sem þeir sigruðu Val 6-3 og UBK í
úrslitaleik um 2. sætið í hörkuspenn-
andi leik þar sem úrslit réðustu ekki
fyrr en á síðustu mínútunni, 7-6.
UBK vann síðan Val 5-4 og endaði í
3. sæti.
Eins og áður sagði var leikgleöin í
fyrirrúmi enda hér fyrstu leikir
þessa unga handboltafólks. Sigur eða
tap er ekki aðalmálið heldur það aö
vera með, læra og þroskast.
• Lið HK i 6. flokki karla sem sigraði á jólamóti Hauka,
B 0*Íj.:J 1 i 1 j f ># 2 g M-.
s «41 % '&sr MpW njBy > K waí n ■ ..J BBr'
-< Txyv? % Wm íf g
1
• Valsari og HK-maður stíga dansspor i jólamótinu.
• 5. flokkur kvenna Gróttu með verðlaunin sem þær hlutu fyrir sigur á jólamóti Hauka.
• Rúnar Ágústsson.
Leikið í
í 6. flokfi '
Leikiö verður í fyrsta skipti í
íslandsmóti í 6. flokki karla í
vetur og er liðunum skipt niður
í tvo riðla eftir stafrófsröð.
A-riöill, sem spUaður verður-
í Kópavogi, er skipaöur eftir-
töldum liðum: UMFA, FH,
FRAM, Fylki, Gróttu, Haukum,
HKogKR.
B-riðUl, sem spUaður verður
í Hverageröi, er skipaöur eftir-
töldum liöum: Selfossi, Stjörn-
unni, UBK, UFHÖ, UMFG,
UMFN, Val og Víkingi.
Athugið sendið inn alla 10 seðlana í einu umslagi. Skilafrestur til 11. janúar ’88-
- dregið um sextán glæsilega vinninga -
1. Technics geislaspilari m/fjarstýringu frá Japis að
verðmæti kr. 45.660.-
3. Panasonic ferðaútvarpstæki frá Japis að verðmæti
kr. 7.380.-
7-10. Lazer Tag leiktæki frá Radíóbúðinni, að verðmæti
kr. 2.980.-
2. Sony Discman ferðageislaspilari frá Japis
að verðmæti kr. 27.720.-
4- 6. Bangsi bestaskinn og Gormur vinur hans frá
Radíóbúðinni að verðmæti kr. 8.800.-
11-16. Dansandi dúkkur frá Radíóbúðinni að verðmæti
kr. 1.980.-