Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
45
IþróttapistiU
Árlegu kjöri íþróttafréttaritara á
íþróttamanni ársins hefur nú verið
lýst og eru flestir sammála um að
knattspyrnumaðurinn Arnór
Guðjohnsen hafi verið vel að útn-
efningunni kominn. Þó heyrðust
óánægjuraddir eins og venjulega
og þá aðallega í þá átt aö hand-
knattleiksmaður hefði átt að hljóta
hnossið að þessu sinni.
Kjör íþróttamanns ársins var
óvenjulegt að þessu sinni vegna
þess að sá sem fyrir valinu var átti
í erfiðleikum með að fá sig lausan
frá félagi sínu í Belgíu. Margar
hendur lögöust á eitt og að lokum
tókst að fá Amór lausan frá And-
erlecht og verður að segjast eins
og er að framkoma forráðamanna
Anderlecht vakti mikla furöu.
Sérstaklega þegar það er haft í
huga að hlé er nú á keppninni í
belgísku knattspyrnunni. En Ar-
nór komst til landsins í tæka tíð
og allt fór vel að lokum.
Lansliðið í enn eitt
keppnisferðalagið
í fyrramálið heldur landslið okk-
ar í handknattleik í enn eitt
keppnisferðalagið og að þessu sinni
er ferðinni heitið til Svíþjóðar á
World Cup keppnina sem nefnd
hefur verið heimsbikarkeppni á
meðal manna. Mót þetta er það
sterkasta á þessu ári ef sjálfir
ólympíuleikarnir í september eru
undanskildir. Fróðlegt verður að
fylgjast með gengi okkar manna á
mótinu en Bogdan landsliösþjálfari
hefur lýst því yfir að hann leggi
ofurkapp á að landsliðið standi sig
vel á þessu stórmóti. Allur undir-
búningur landsliðsins undanfarn-
ar vikur hefur miðast við þetta mót
í Svíþjóð. Róðurinn verður þó
eflaust mjög þungur þar sem öll
bestu handknattleikslið heims
verða með á mótinu.
Fyrst leikið gegn
Austur-Þjóðverjum
Fyrsti leikur íslenska liðsins
verður gegn Austur-Þjóðverjum á
þriðjudag en daginn eftir verður
leikið gegn heims- og ólympíu-
meisturum Júgóslava. Á fimmtu-
dag mætum við erkifjendum okkar,
Dönum, og að þeim leik loknum
verður ljóst um hvaða sæti íslenska
hðið leikur á mótinu.
Leikir okkar gegn Austur-Þjóð-
verjum hafa verið mjög jafnir á
undanförnum árum og hefur ávallt
verið mikil spenna samfara leikj-
unum. Tahð er að Austur- Þjóð-
veijar mæti til leiks meö sitt allra
besta lið sem og aðrar þjóðir í
keppninni en allar þjóðirnar leggja
mikið upp úr góöum árangri á
mótinu í Svíþjóö.
Áframhald á velgengninni
gegn Júgóslövum?
Á síðasta ári gerði íslenska lands-
liðið sér lltiö fyrir og sigraði hið
geysisterka Uð heimsmeistaranna
þrívegis. Vonandi tekst okkar
mönnum að halda áfram á sömu
braut á miðvikudaginn. Leikurinn
gegn Dönum á fimmtudag veröur
eflaust jafn og spennandi en þar fá
Umsjón:
Stefán Kristjánsson
íslensku leikmennirnir kærkomið
tækifæri til að hefna tapsins í Dan-
mörku á síðustu dögum nýhðins
árs.
í raun er ógerningur aö spá fyrir
um árangur íslenska liðsins á mót-
inu. Ekkert er þó óeðlilegt við það
að krefjast þess að lið okkar nái
góðu sæti á mótinu en líklega verð-
um við að sigra eða gera jafntefli
gegn Austur-Þjóðverjum í fyrsta
leiknum til að það takist.
Bogdan hefur aldrei fengið
sínar óskir uppfylltar frá því
hann tók við landsliðinu
Þaö getur oft verið þreytandi að
vera landshðsþjálfari í handknatt-
leik. Það hefur landsliösþjálfari
okkar, Bogdan Kowalczyk, fengið
að reyna frá því hann tók við
stjórnartaumunum hjá íslenska
liðinu árið 1983. Bogdan hefur þurft
að undirbúa íslenska liðið fyrir
mörg stórmótin. Það er vægast sagt
athygUsverð staðreynd að aldrei á
þessum árum hefur Bogdan fengið
alla sterkustu handknattleiks-
menn okkar til undirbúnings. Þetta
er nöturleg staðreynd. Sú spurning
vaknar hvert íslenska liðið hefói
getað náð ef Bogdan hefði alltaf
getað gengið að öhum leikmönnum
sínum vísum.
Atvinnumennska er það sem
koma skal
Við áramót er alltaf freistandi að
líta tíl baka yfir farinn veg og velta
málum fyrir sér. AUir geta verið
sammála um aö síðasta ár var ein-
staklega gott hjá íslenskum íþrótta-
mönnum. Of langt mál yrði hér að
rekja árangur bestu íþróttamanna
okkar en hæst ber þó gengi íslenska
landsUðsins í handknattleik og
frækna frammistöðu Arnórs
Guðjohnsen í belgisku knattspym-
unni. Eðvarð Þór sýndi það á
nýUðnu ári að hann er farinn að
velgja heimsins bestu sundmönn-
um undir uggum og fatlaðan
íþróttamann, Hauk Gunnarsson,
eigum við á heimsmælikvarða.
Bjami Friöriksson stendur sig allt-
af jafnvel í júdóinu og svona mætti
lengi telja.
MUiil og hröð þróun hefur átt sér
stað innan íþróttahreyfingarinnar
á síöustu árum. SífeUt eru gerðar
meiri og meiri kröfur til íþrótta-
manna okkar og allt það fjármagn
sem verið hefur í gangi innan
íþróttahreyfingarinnar nú síðustu
árin og þá kannski sérstaklega á
síðasta ári hefur verið með óhkind-
um. Ég tel að tími atvinnumennsku
nálgist óðum og ekki líði langur
tími þar til íslenskir íþróttamenn
sem iðka íþrótt sína hér á landi
fari að fá greidd laun fyrir æfingar
og keppni. Og hér er auðvitað fyrst
og fremst átt við handknattleik og
knattspymu.
Skíðamenn kætast
Einstök veðurbUöa síðustu mán-
uði nýliðins árs fór ekki fyrir
bijóstið á mörgum en þó örugglega
þeim sem leggja stund á vetrar-
íþróttir og þá sér í lagi skíðafólk.
Snjó hefur kyngt niður hér sunn-
anlands undanfarna daga og
skíðamenn hefur tekið gleði sína á
ný. Senn líöur að því að Bláfjalla-
svæðið verði opnað almenningi og
skíðamótin fara að hefjast hvert af
öðru.
Vertíð skíöamanna verður
eflaust með skemmtilegra móti í
vetur enda hafa gamhr skíðakapp-
ar, sem gerðu garðinn frægan í
skíðabrekkunum fyrir nokkrum
árum, ákveðið að snúa aftur og
keppa í vetur. Án efa verður endur-
koma þessara manna til að lífga
upp á mótin en því verður ekki á
móti mælt að skíðamótin hérlendis
undanfarin ár hafa verið með aUra
daufasta móti.
Stefán Kristjánsson
• Daníel Hilmarsson, einn fremsti skíðamaður landsins, sést hér á fleygiferð í keppni. Skiðafólk hér á Suð-
urlandi getur nú andað léttar eftir snjókomu síðustu daga.
FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
VONARSTRÆTI 4 - SÍMI 25500
Ráðskona
Ráöskona óskast strax til að aðstoða við heimilis-
hald fyrir þrjá roskna menn, í sambýli í vesturbæ.
Stuttur vinnutími og góð vinnuaðstaða.
Upplýsingar í síma 25500 næstu daga.
Símavarsla
og
ritarastörf
Félagasamtök með sameiginlega símaþjónustu óska
að ráða starfsmann.
Upplýsingar um starfsreynslu, menntun og óskir um
laun sendist til afgreiðslu blaðsins,merktSH 123, fyr-
ir 15. janúar nk.
Nauðungaruppboð
á lausafjármunum
Eftir kröfu Sigurðar Sigurjónssonar hdl., Þórólfs Kristjáns Beck hrl.,
Reynis Karlssonar hdl. og skiptaréttar Kópavogs fer fram opinbert
uppboð laugardaginn 9. janúar 1987. Hefst uppboðið kl. 13.00 að
Hamraborg 3, norðan við hús, en þvi verður síðan fram haldið þar
sem munina er að finna.
Eftirtaldir munir verða seldir:
1) Vélbáturinn Hraunborg RE 27, skipaskrárnúmer B-603, 7,96
metrar að lengd, 4,99 brúttósmálestir.
2) Bifreiðin R-52296, Toyota Corolla st. árg. 1977.
3) Nýlegt fundarborð og 8 stólar.
4) Hljómflutningstæki: Kenwood magnari, Pioneer útvarpstæki o.fl.
Samkvæmt ósk Rúnars Mogensen hdl., skiptastjóra þrotabús Gófer
h/f, verður haldið nauóungaruppboó á lausafjármunum i eigu þrota-
búsins aö Kársnesbraut 100, Kópavogi, og hefst þaö kl. 14.00.
Hér er aðallega um að ræða:
1) Trésmíöavélar svo sem bandslípivél (Herseman), kantlímingar-
vél (IDM), plötusög (Kamro), spónlagningatvél (Kupær),
bandsög, afréttara, fræsara og borvélar.
2) Handverkfæri af ýmsum gerðum og stærðum.
3) Fittingsvörur og smíðaefni.
4) Búnað af skrifstofu, þ.á m. tölvubúnað af gerðinni Island með
prentara og bókhaldsforriti.
Greiðsla við hamarshögg.
Bæjarfógetinn I Kópavogi.
STÝRIMANNASKÓLINN
í REYKJAVÍK
30 rúmlesta réttindanám
Námskeið í Stýrimannaskólanum frá 13. janúar-29.
febrúar, samtals 105 kennslustundir.
Kennt er þrjú kvöld í viku; mánudaga, miðvikudaga,
fimmtudaga frá kl. 18.00-20.15 og laugardaga frá
kl. 9.00-13.00.
Kennt og prófað er skv. löggiltri námsskrá mennta-
málaráðuneytisins:
42 stundir
15 stundir
15 stundir
15 stundir
Siglingafræði:
Stöðugleiki skipa:
Siglingareglur:
Siglingatæki:
(ratsjá, lóran, dýptarmælir o.fl.)
Slysavarnir, björgunartæki, eldvarnir:
(Slysavarnaskóla sjómanna)
Skyndihjálp, blástursaðferð:
Fjarskipti, talstöðvar, tilkynningask.:
9 stundir
3 stundir
6 stundir
Samtals a.m.k. 105 kennslustundir
Auk þess verður boðið upp á fyrirlestra í veðurfræði.
Þátttökugjald kr. 8.000,-
Innritun á hverjum degi á skrifstofu Stýrimannaskól-
ans frá kl. 8.30-14.00. Öllum er heimil þátttaka.
Nánari upplýsingar í síma 13194.
Stýrimannaskólinn í Reykjavik,
skólastjóri.