Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Side 35
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
47
Ferðamál
Til Ameríku í skíðabrekkur
Það hafa fleiri lagt leið aína til Evr-
ópu a*skíði en til Ameríku. Margt
hefur ráðið för, kostnaður meðal
annars og ef til vill ókunnugleiki. Is-
lenskar ferðaskrifstofur hafa til
margra ára skipulagt hópferðir á hin
ýmsu skíðasvæði í Evrópu en færri
til Ameríku. En skíðasvæðin þar eru
fjölbreytt og víðfeðm og gefa ekki
eftir því besta sem þekkist í Evrópu.
í Bandaríkjunum eru reyndar nokkr-
ir heimsþekktir skíðastaðir, eins og
Lake Placid í New York fylki og
Aspen í Colorado svo dæmi séu tekin.
Nú er hagstætt fyrir íslendinga og
aðra Evrópubúa að ferðast um
Bandaríkin eftir fall dollarans og því
gefum við aðeins auga skíðaferð til
Ameríku.
Ein hópferð
Eftir því sem næst verður komist
er ein skipulögð skíðaferð héðan til
Bandaríkjanna á þessari skíðavertíð.
Þaö er ferð til Vail í Colorado 28. febr-
úar nk. og kostar sú ferð, sem
stendur í tvær vikur, frá rúmum sex-
tíu þúsund krónum og allt að eitt
hundrað og áttatíu þúsund krónum
fyrir manninn. Afsláttur er fyrir
börn á aldrinum tveggja til sextán
ára, fóst krónutala eða sextán þús-
und krónur. Flogiö er héðan til
Chicago og þaðan til Denver og ekið
síöasta spöhnn til Vail sem er um
tveggja og hálfrar klukkustundar
akstur. Skíðasvæðið í Vail er víö-
feðmt, í uppsláttarriti okkar er sagt
að vanur skíðamaður geti verið á
svæðinu í viku án þess að fara tvisv-
ar niður sömu brekkuna. Þarna er
ágæt aðstaða til að ganga á skíðum,
sleðaferða eða vélsleðaferða. Nýlega
fóru fram miklar endurbætur á
þessu svæði sem sögur fara af.
Margir valkostir
Eitt af því fyrsta sem skíðamaöur
þarf að gera áður en hann heldur á
skiði til Bandaríkjanna - og líklega
hvert sem er - er aö kanna aðstæður
á hverjum stað. Skíðasvæði Banda-
ríkjanna eru stranda á milli en
skiptast í ein sex svæði. Það munar
miklu á kostnaði fyrir okkur héðan
frá íslandi hvort við fórum á skíði í
nágrenni New York og Boston eöa í
Kaliforníu. Já, þar er líka farið á
skíði...
Þeir sem farið hafa á skíði í Kletta-
fjöllunum segja að púðursnjórinn
þar sé sá albesti... Það er hægt að
nefna nokkra skíðastaði í Kaliforníu,
Colorado, Idaho, Montana, New
Hampshire, New Mexico, Utah,
Vermont eða Wyoming en á öllum
þessum stöðum er viðurkennd að-
staða, góð skíðasvæði, veitingahús,
verslanir og menningarfyrirbæri af
einhveiju tagi. Staðirnir .skipta
hundruðum og benda má mjög
áhugasömum skíðamönnum á bók
sem heitir The White Book of Ski
Areas, U.S. & Canada (Inter-Ski
Services, PO Box 3635, Georgetown
Station, Washington, DC 20007; sími
202 342-0886). í þeirri bók er að finna
upplýsingar og umsagnir um flesta
skiðastaöi í Bandaríkjunum og
Kanada.
Frá austri til vesturs
í austurhluta Bandaríkjanna eru
margir vinsælir staöir og til dæmis
í Mainefylki eru staðir eins og Sugar-
Andlitsgrima sem að gagni kemur í Irosthörkum.
Þaö er ýmislegt nýtt sem sér
dagsins ljós á hverri skíðavertíö
erlendis. Ný vetraríþrótt er aö
ryðja sér til rúms og er það segl-
skíðamennska. Auk svigskíða á
fótum eru menn útbúnir seglum,
álíka og notuö eru meö sjóskíðum,
en aðrir hafa tvo seglvængi í staö
skíðastafa. Þessi íþrótt breiðist ört
út, þar sem snjór er í brekkum að
segja.
Fleiri nýjungar eru í frásögur
færandi til dæmis upphitaðir
skíðaskór. Þeir sem klæðast slíkum
skóm geta kveikt á rafhlöðunum í
skónum þegar þeir sjá fram á langa
biðröð við lyfturnar. Rafhlööurnar
duga dagpart á kuldadegi en til aö
„endumýja orkuna" er skónum
stungið í samband, til dæmis yfir
nótt...
Þá eru nýir .skíðastafir með lás
komnir á markaðinn. Það er fyrir-
ferðarlítill víralás sem dugar vel
þegar maður leggur skíöi og skíða-
stafi frá sér við skíðaskála í hvíld-
arhléum. Mikið er um stuld á
skíðastöfum, segja kunnugir, en
ætla má að færri leggi á sig það
erfiði að grípa stafi áfasta skíðum.
Þá er þaö ein nýjung enn sem
kemur frá finnskum uppfinninga-
mönnum. Það er andlitsgríma sem
kemur í veg fyrir að varir notan-
dans springi af völdum frosts.
Þá eru skíðagleraugu með raf-
hlöðum ákaflega vinsæl. Þau eru
með „innbyggðri loftræstingu"
eins og við þekkjum í baðherbergj-
unum okkar. Það er rafhlaðan sem
stýrir loftræstingunni og gleraug-
un eru án móðu hvernig sem viðrar
og ástand notandans er. Það er
ekki allt búiö enn. Upphitaðir
skíðahanskar seljast eins og heitar
lummur í skiðaverslunum í Alpa-
þorpum Evrópu.
-ÞG
loaf. Besti skíöatíminn þar er febrú-
ar, mars og apríl. Þá er einn staður
öllu minni sem heitir Pleasant Mo-
untain en sá skíðastaður heldur
einmitt upp á fimmtíu ára afmælið
sitt nú í janúar. Pleasant Mountain
er í rúmlega tvö hundruð kílómetra
íjarlægð frá Boston.
Frá Islandi er flug einu sinni í viku
til Boston, á þriðjudögum, óg kostar
Apexfarmiöi fram og til baka 23.740
krónur. Flugfargjald til New York
kostar nákvæmlega þaö sama.
í Massachusetts getum við néfnt
tvo þekkta skíðastaði en þeir eru
miklu fleiri. Bousquet í Nýja Eng-
landi er mjög „gróinn skíðastaður“
og elsti skíðastaðurinn í fylkinu.
Hinn heitir Butternut og hefur verið
rómaður fyrir gott „lyftunet".
í New Hampshire er Attitash,
Black Mountain og Mount Washing-
ton Valley. í New York fylki er Core
Mountain alveg við Kanadalanda-
mærin, ekki langt frá Lake Placid og
Holiday Valley.
Ef við færum okkur í vesturátt eru
staðir í Pennsylvaníu eins og Jack
Frost Mountain og Montage og þaðan
til Vermont og er stærsta svæðiö þar
Stratton. Lengsta skíðalyfta á svæð-
inu er í Killington en afarfjölbreytt
skíðasvæði er í Vermont. Lengra í
vestur er Kalifornía og Colorado.
Aspen í Kolorado, Sun Valley, Ke'ys-
tone, Breckenridge og Vail eru allt
mjög rómaðir staðir. I Kaliforníu er
Squaw Valley en þar voru ólympíu-
leikarnir árið 1960.
Kennsla og útbúnaður
Skíðakennsla er á flestum stöðum
og til að gefa hugmynd um verð á
einhverju tengdu skíðaiökun kostar
tveggja tíma skíöakennsla á einum
staðnum tuttugu dollara í átta
manna hópi. Einkakennsla kostar
þrjátíu og fimm dollara á klukku-
stund að meðaltali. Helgargjald í
lyftur er frá tuttugu til þrjátíu og
átta dollarar eoa um sjö hundruð og
tuttugu krónur og allt að tæpum
fjórtán hundruð krónum. Miklu
lægra er fyrir þörn og á virkum dög-
um. Á sumum stöðum er fióðlýsing
og lyftugjald lægra á kvöldin. Skíði
og allan útbúnað er viðast hvar hægt
að leigja og er sú leiga á einum staðn-
um tæpir sextán dollarar á dag eða
tæpar sex hundruð krónur.
Við látum staöar numið á skíða-
svæðum vestur í Bandaríkjunum að
sinni. -ÞG
Skiðakennsla á skíðasvæðinu Gore Mountain í New York fylki.
Snjóleysi á skíða-
stöðum víða í Evrópu
„Vegna snjóleysisins á láglendi segja
menn hér i Austurríki í dag, ef þú
býrð i fimmtán hundruð metra hæð
þarftu ekki að vinna í lottóinu,11 sagði
Snorri Valsson, fréttaritari DV í Vín-
arborg, í vikunni. Við leituðum
fregna hjá honum af veðri og snjó-
leysi í skíðalöndum Austurríkis.
Snorri sagði að mörgum skíðamót-
um hefði verið frestað vegna snjó-
leysis, en hlýindakafli hefur verið í
Austurriki sl. sex til átta vikur, eins
og víðar í Evrópu. Samkvæmt veð-
urspá um miðja viku er gert ráð fyrir
að kólni nú um helgina. Þvi fagna
víst fáir meira en skiðamenn og þeir
sem vinna við ferðaþjónustu í skíðal-
öndunum.
Ástandið í sumum skíðalöndum
Evrópu hefur verið allsérkennilegt
yfir hátíðirnar. Fólksstraumurinn
var mikill að venju fyrir jól, allt var
eins og átti að vera, allur undirbún-
ingur afstaðinn er gestirnir
streymdu að. En snjórinn þakti ekki
allar hlíðar og brekkur eins og til
stóð. Þá var gripið til þeirra ráða að
keyra fólk á milli skíöastaða, t.d. í
Sviss og Frakklandi. Það má segja
aö þegar komið var í 1500 m hæð
hafi ástandiö verið þolarúegt, sbr.
ummæli fréttaritarans hér að fram-
an. En þegar ekið var með skíðafólk-
ið á milli upp á jökla og á þá staði
þar sem snjór fannst var svo mikil
örtröð þar að nánast skapaðist
ófremdarástand. Margir slösuðust
um jólahátíðirnar í brekkum Sviss
og Frakklands, bæði vegna slæms
færis og þrengsla.
Golf og tennis I stað skíða
Að sögn kunnugra í Sviss er þetta
versti veturinn í tuttugu og flögur
ár, eöa síðan 1964.
í Frakklandi starfa venjulega um
fjórtán þúsund einstaklingar \ið
skíðalvftur á skíðasvæðum landsins.
Nú eru aðeins flögur þúsund manns
í vinnu, hinir bíða færis. Aðeins um
tuttugu prósent af lyftunum hafa
verið í gangi að undanfórnu. Á einum
skíðastaðnum í frönsku' Ölpunum
starfa undir venjulegum kringum-
stæðum um eitt hundrað og ijörutíu
skíðakennarar en nú hafa aðeins
fimmtán fengið vinnu.
Yfirbragð á skíðasvæðunum hefur
verið annað en fólk á að venjast en
það má segja um þessar aðstæður
eins og sumar aðrar. að ekkert er svo
illt að ei boði gott. Veitingahúsa- og
verslunareigendur kvarta ekki und-
an snjólevsinu. Gestirnir hafa notað
tímann til að lita í Verslanir og varið
lengri tíma á veitingahúsunum og
næturklúbbum. Síðan hafa önnur
úrræði verið í boði fyrir skíðamenn-
ina til afþreyingar fyrst spjóinn
hefur vantað. Menn hafa snúið sér
að öörum íþróttum. eins og golfi og
tennis.
Fjölbreytt skíðasvæði
Skíðasvæðin í Evrópu eru mörg og
ekki hægt að setja þau öll undir sama
hatt því lega skíðastaðanna skiptir
miklu máli. Til dæmis hefur nægur
snjór verið í Lech í Arlberg í Austur-
riki en enginn í St. Johann í Tirol. í
Megéve í Frakkland hefur ekkert
skíðafæri verið en hið ákjósanlegasta
í Val Thorens. í Saas Fe í Sviss hefur
færið verið gott og eins í Zermatt en
t.d. mjög slæmt í Wengen. í Búlgaríu
hefur skíðafæri verið „slarkfært".
gott í Rúmeníu og sæmilegt í Júgó-
slavíu. í ítölsku Dólómítaölpunum
var víðast hvar þolanlegt færi.
í fréttarispu þessari af ástandi
skíðasvæða í Evrópu má geta þess
að nægur snjór er víða í Noregi þó
snjólaust hafi verið víðast á láglendi.
Um eitt hundrað og fimmtíu þúsund
Danir ætla að bregða sér yfir sundið
og bruna í norskar brekkur á þessari
skíðavertíð. Búast má við að stór
hópur bregði sér einnig norður yfir
til Svíþjóðar, en Svíar segja að Svía-
riki sé skíðaríki og þar fái skíðamað-
urinn mikið fyrir peningana sína .
Innanlands
Af skíðalöndum okkar er það að
frétta að Skíðastaðir í Hlíðarfjalli viö
Akureyri veröa opnaðir í dag, sem
er óvenjuseint. í venjulegu árferði
er skíðasvæðiö í Hhðarfjalli opiö all-
ar helgar í desember. Nú er búist við
að aðeins þijar lyftur af fimm veröi
opnar, skíðafteriö er ekki eins og
best verður á kosið en sæmilegt.
í Bláfjöllum er allt tilbúið en ekki
nægur snjór, nema snjóað hafi í nótt.
í skíöalöndum við ísafjörð hefur ekki
verið skíðafærf vegna snjóleysis.
-ÞG
Svona var ástandið viða í skiðalöndum Evrópu i siðustu viku.