Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Síða 17
17
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988.
Ríkisútvarpið er baggi á almenningi
„Útþensla ríkisútvarpsins er hroðaleg
tímaskekkja. Það er óeðlilegt að ríkis-
fyrirtæki skuli standa í samkeppni við
einkafyrirtæki með því að láta almenh-
ing borga herkostnaðinn.“
Það er líklega einsdæmi í heimin-
um að verð á þjónustu skuli hækka
þegar samkeppni kemur í viðkom-
andi grein. En svo er nú samt
háttað um útvarp og sjónvarp hér
á landi.
Þessi verðhækkun á reyndar að-
eins við um einn rekstraraðila,
ríkisútvarpið. Á sama tíma og
einkaaðilar bjóða neytendum
ókeypis hlustun á útvarp þá hækka
afnotagjöld ríkisútvarpsins um 85
prósent. Fyrst hækkuðu þau síð-
astliðið sumar og svo aftur nú um
áramótin.
Þetta 'er hreint óskiljanlegt. Á
sama tíma og einkareknar stöðvar
auka fjölbreytnina fyrir neytendur
þá steypir ríkisútvarpið sér út í
meiri dagskrárgerö en nokkru
sinni fyrr. Þetta, ásamt byggingu á
kastala við Efstaleiti, kostar ríkis-
útvarpið hátt í tvö hundruð milljón
króna tap á árinu 1987.
Afnotagjaldið er skaftur
Afnotagjald ríkisútvarpsins er
ekkert annað en skattur. Háttalag
forráðamanna ríkisútvarpsins síð-
asthðið ár er ekkert annað en bruðl
með almannafé.
Nú bjóða tvær öflugar útvarps-
stöðvar í einkaeign upp á útvarps-
efni sem nær til 70 til 80 af hundraði
landsmanna. Þar sem þessar stöðv-
ar nást hafa þær alls staðar meiri
hlustun en rásir ríkisútvarpsins,
nema í fréttatímum. Efni þessara
stöðva er neytendum að kostnaðar-
lausu.
Nú nær Stöð 2 til 93 af hundraði
landsmanna. Þessi sjónvarpsstöð
er fyrir löngu búin að skáka ríkis-
sjónvarpinu. Hún sendir út tvöfalt
meira efni en sjónvarpið. Metnaður
KjáUaiiim
Ólafur Hauksson
útvarpsstjóri Stjörnunnar
og gleði skín út úr dagskrá Stöðvar
2.
Þrátt fyrir stóraukið úrval út-
varps- og sjónvarpsefnis frá einka-
stöðvunum rembist ríkisútvarpið
eins og ijúpan við staurinn að
framleiða meira efnir Lítið bar á
slíkri þjónustulund þegar ríkisút-
varpið einokaði öldur ljósvakans.
Niðurgreitt auglýsingaverð
Útþensla ríkisútvarpsins er
hroðaleg tímaskekkja. Það er óeðli-
legt að ríkisfyrirtæki skuh standa
í samkeppni við einkafyrirtæki
með því að láta almenning borga
herkostnaðinn.
Ekki nóg með það. Afnotagjöldin,
sem renna til ríkisútvarpsins,
vinna beint á móti einkastöðvun-
um. Afnotagjöldin standa undir
helmingi af rekstri ríkisútvarpsins.
Þar af leiðandi er auglýsingaverð
hjá ríkisútvarpinu lægra en það
mundi vera ef almenningur stæði
ekki að hluta undir rekstrinum.
Ríkisútvarpið heldur auglýsinga-
verði annarra stöðva niðri með
þessu móti. Það selur niðurgreidd-
ar auglýsingar. Einkastöðvamar
hafa ekki almannafé th að greiða
hluta af rekstrinum.
Einkarekstur er betri
Á rétt rúmu ári hafa einkaaðilar
sýnt með glæsibrag að þeir geta
starfrækt útvarps- og sjónvarps-
stöðvar sem bjóða ekki aðeins upp
á betri dágskrá en ríkisútvarpiö
heldur eru þær einnig ódýrari og
hagkvæmari í rekstri en ríkisút-
varpið.
Viðbrögð ríkisins hefðu átt að
vera aht önnur en raun varð á. í
stað þess að verða baggi á almenn-
ingi hefði ríkisútvarpið smátt og
smátt átt að draga úr umsvifum
sínum, sérstaklega á þeim sviðum
þar sem einkastöðvumun hefur
tekist best upp. Það hefði stuðlað
að hraðari vexti einkastöðvanna.
Það er í þágu almennings að einka-
stöðvamar dafni því þær eru ekki
sá baggi sem ríkisútvarpið er.
Ólafur Hauksson
„Afnotagjöld rikisútvarpsins er ekkert annað en skattur," segir greinarhöfundur.
Lagt hefur verið fram á Alþingi
frumvarp th laga um breytingu á
lögum um hlutafélög og var það
tekið th 1. umr. í efri deild 24. nóv-
ember. Jón Sigurðsson viðskipta-
ráðherra mælti fyrjr frv. og th
máls tóku einnig Eyjólfur Konráð
Jónsson og Guðmundur Ágústs-
son.
í frv. eru margar thlögur th
breytinga á núghdandi lögum.
Margar þeirra eru æskilegar end-
urbætur á lögunum en aðrar orka
tvímæhs.
Ekki næg rök
Samkvæmt frv. er lágmarksfjöldi
stofnenda hlutafélags lækkaður úr.
fimm í tvo og einnig er lagt th að
stjómina megi skipa einn maður
eða tveir, ef hluthafar em fjórir eða
færri, en skv. núghdandi lögum
skihu minnst þrír menn skipa
stjóm í hlutafélagi.
Rökin fyrir þessum breytingum
eru þau að nauðsynlegt sé að sam-
ræma lögin betur lögum nágranna-
landanna en þetta em ekki næg
rök. Lögin um hlutafélög veita
hluthöfunum ákveðin réttindi eins
og t.d. takmörkun fjárhagslegrar
áhyrgðar við framlagt hlutafé og
þess vegna er ekki rétt að draga
úr skyldum stofnendanna að þessu
leyti jafnvel þótt stundum megi
nefna suma þeirra málamynda-
hluthafa.
Hlutafélög em venjulega stofnuð
í þeim thgangi að sameina krafta
margra aðha th að koma á fót fyrir-
tæki og það er ástæðulaust að
nefna einstaka hluthafa mála-
myndahluthafa nema gefa um leið
í skyn að frumkvöðull félagsins
hafi ekki hreint mjöl í pokanum og
thgangm- hans með stofnun þess
sé annar en upp er gefinn.
Um stjórnarkjör
En það em önnur atriði í lögun-
um sem þarfnast umbóta og
samræmingar og ekki era tekin
KjaUariim
Guðmundur Jónsson,
bóndi á Kópsvatni
nógu fostum tökum í frv. Má þar
t.d. nefna ákvæðin um stjómarkjör
og samband atkvæðisréttar og
hlutafjár.
Ákvæðin um stjómarkjör eru nú
of flókin en það er einfalt og auð-
velt í framkvæmd að kjósa stjóm-
ina meö hlutfallskosningu og það
ætti að vera aðalreglan en sé fram-
boð ekki lagt fram skal margfeldis-
kosning þó vera heinhl. Heimild
einstakra hluthafa til að nefna
mann í stjórn ber að fella niður og
sömiheiðis er órökrétt að heimila
beina kosningu formanns en
ábending um formann mætti þó
koma fram á aðalfundi, t.d. með því
að formannsefni skipi efsta sæti á .
framboðslista.
Setja þarf nákvæmari reglur um
tilkynningar th hlutafélagaskrár
og ekki er rétt að afnema skyldu
félaganna th að skha ársreikning-
um en hins vegar getur verið rétt
að leyfa ekki almennan aðgang að
þeim fy rr en að nokkrum tíma liön-
um frá lokum reikningsárs.
Ábyrgð stjórnar
Þá er einnig nauðsynlegt að setja
ákveðnari reglur um íjárhagslega
ábyrgð stjómar og einstakra hlut-
hafa, t.d. hvenær stjórn eða ein-
stakir hluthafar taka á sig
ótakmarkaða fjárhagslega ábyrgð á
skuldbindingum félagsins vegna
brota á lögum um hlutafélög. í
þessu sambandi er rétt að vekja
athygli á eftirfarandi orðum Guð-
mundar Ágústssonar á Alþingi 24.
nóv.:
„í þriöja lagi hefði ég kosið aö
ábyrgð stjómarmanna í hlutafélög-
um yrði aukin, bæði skaðabóta-
ábyrgð og refsiábyrgð, því að allt
of oft hefur það komiö upp að menn
skýla sér á hak við hlutafélagalögin
og formið hlutafélag þegar eitthvað
hefur komið upp á.“
Síðasthðið sumar ræddi ég undir-
ritaður við háttsettan ríkisstarfs-
mann um málefni eins hlutafélags
og hann lét þá þessi orð falla:
„Hlutafélög era lögvemduð leið th
þjófnaðar". Ég mótmælti þessari
skoðun hans því að lög um hlutafé-
lög gefa ekkert thefni th slíkrar
ályktunar. En á það má hins vegar
leggja áherslu að lög um hlutafélög
þurfa ýmissa endurbóta við og
sama má segja um framkvæmd
þeirra og eförlit með starfsemi fé-
laganna.
Guðmundur Jónsson
„Ákvæðin um stjórnarkjör eru nú of
flókin en það er einfalt og auðvelt í
framkvæmd að kjósa stjórnina með
hlutfallskosningu. ‘ ‘