Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 3 Fréttir Eggjaframleiðendur um áskorun Neytendasamtakanna: Greina engin viðbrögð „Við getum ekki sagt til um það enn- þá hvort eggjasala dregst saman, það verður ekki fyrr en í lok vikunnar. Ég get þó sagt að ég hef ekki oröið var við nein viðbrögð ennþá,“ sagði Einar Eiríksson, formaður samtaka eggjaframleiðenda, þegar hann var spurður að því hvort eggjaframleið- endur greindu einhver viðbrögð við áskorun Neytendasamtakanna til kaupmanna um,að hætta að kaupa egg. Einar sagði að þeir eggjaframleið- endur vissu lítiö um verðforsendur þær sem Neytendasamtökinn gæfu sér enda ekki fengið að sjá þeirra gögn. Hann sagði að það væri fráleitt ef samtökin væru að miða við erlent verð því fóðurskatturinn hér ruglaði alveg þá mynd. Hann sagðist vita til þess að kjúklingabændur hefðu gert þá athugasemd við könnunina að ekki væri gert ráð fyrir slátrunar- kostnaði. Þá sagði Einar að hann teldi það ekki í verkahring Neyt- endasamtakanna að ákveða vöru- verð. Kæra sú sem forráðamenn Neyt- 5 X reyndist vera blóðrikasti bekkur MR og fékk að launum veglegan tarandbikar sem fulltrúi nemendafé- lagsins, Hörður H. Helgason, scriba scholae, afhendir hér. DV-mynd GVA Keppt í blóðgjöf ÍMR Óvenjuleg keppnisgrein hefur nú verið fundin upp í elstu menntastofn- un landsins, Menntaskólanum í Reykjavík. Keppnin styður reyndar þarft málefni því hún felst í blóðsöfn- un. Sá bekkur, sem gefur hlutfalls- lega mest blóð, fær svokallaðan blóðbikar MR sem gefinn er af skóla- félaginu. Að sögn Harðar H. Helgasonar, rit- ara skólafélagsins, er ekki um það að ræða hér að dælt sé eins miklu og hægt er úr nemendum, enda er aðeins leyíllegt að taka 450 ml af blóði úr hverjum einstaklingi. Þá verða blóðgjafar að vera 18 ára eða eldri og vera færir um að gefa blóð. Sá bekkur, sem sigraði, var með 89% hlutfall en í honum gáfu 16 nemend- ur blóð. Það var bekkurinn 5 X sem sigraði. Hafa nemendur þar til sam- ans gefið um 7 lítra af blóði. „Þetta var aö mörgu leyti áhrifa- ríkur morgunn þegar bíll gekk nánast á milli MR og Blóðbankans í stöðugum flutningum," sagði Hörð- ur. Hann taldi að um 55 lítrar af blóði hefðu safnast í skólanum en hann vildi samt ekki viðurkenna að nem- endur MR væru hálfblóðlausir nú, þaö væri nóg blóð í þeim og þeir til- búnir í slaginn að ári. endasamtakanna segja að sé til meðferðar hjá Verðlagsstofnun vegna ólöglegs verðsamráðs eggja- framleiðenda segir Einar að sé ekki til. „Við tókum verösamráð okkar til baka en sóttum um leið um undan- þágu til að hafa samráð. Samkvæmt lögum má sækja um slíka undan- þágu.“ Einar sagði að þessi undan- þágubeiðni hefði verið send inn í lok nóvember til Verðlagsstofnunar og þá verið lofað svari innan viku. Enn hefðu eggjaframleiðendur ekki feng- ið svar við því og játaði Einar aö framleiðendur hefðu ekki ýtt á eftir svari. Einar sagði því að ekkert verð- samráð væri í gildi en eigi að síður væri verð mjög svipað hjá bændum. Reyndar væri í gildi magnafsláttur til kaupmantia sem skekkti myndina mjög. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hefur auglýst 160 kr. sem hámarksverð á eggjum og sagði Ein- ar að það væri almennt viðmiö hjá framleiðendum. „Algengt er að það sé gefmn allt að 10% afsláttur af þessu verði.“ Ofan á þetta kemur síð- an álagning og matarskatturinn (25%) þannig að endanlegt verö til neytenda er yfirleitt um 220 kr. En hvað skyldu framleiðendur segja um hugsanlegan eggjainnfiutn- ing? „Ef innflutningur eggja hefst er þessi framleiðslugrein drepin meö einu höggi." Innlend eggjafram- leiðsla er nú um 220 tonn af eggjum á mánuði. -SMJ Technics . SONY • DENON ESPanasonic • cgSAMSUIMG 10-40% afsláttur Hljómtækjasamstæður frá kr. 11.600,- Magnarar (Sony) frá kr. 9.950,- • Geislaspilari (Technics) 14.700,- Kassettutæki (Denon) frá kr. 12.700,-Plötuspilarar (Panasonic) frá kr. 4.810,- Útvarpstæki (Sony) frá kr. 7.500,- • Hátalarar (Sony) frá kr. 8.800,- Vídeómyndavélar VHS-C frá kr. 81.700,- • Myndbandstæki VHS 24.900,- Sjónvarpstæki frá kr. 17.600,- • Ferðaútvarp m/kassettu frá kr. 3.800,- VHS spólur 3ja tíma frá kr. 380,- • Kassettur 60 mín. 3 stk. frá kr. 295,- Heyrnartól frá kr. 850,- • Vasadiskó-útvarp frá kr. 1.980,- • og margt fleira. Góð greiðslukjör. JAPISS BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SÍMI 27133 -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.