Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 9 Útlönd ísraelskir hermenn á hlaupum til þess að sundra mótmælagöngu Palestínumanna á Vesturbakkanum. Palestinu- menn höfðu hlaðið grjóti á veginn til að hefta framför hermannanna. Simamynd Reuter Bandaríkin beita Mesti snjór í 100 ár Miklar samgöngutruflanir urðu í sovésku lýðveldunum Georgia, Armeníu og Azerbaijan í gær, vegna gífurlegrar snjókomu þar. Kyngdi niður meiri snjó á þessu svæði í gær heldur en gert hefur nokkum tíma undanfarin eitt hundrað ár. Meöal annars varð að stöðva feröir járbrautarlesta yflr Kákasusfjöll, að sögn sovésku fréttastofunnar Tass. Snjóflóö hafa falliö víða á þessu svæði, vegir em ísi lagðir og víða lokaðir með öllu og rafinagnslínur eru mjög hlaönar ísi, hafa sums staðar slitnað niður vegna hans. Að sögn Tass féll allt aö þijú hundruð og tuttugu sentímetra lag af snjó þar sem verst var. Snjókoma olli einnig nokkrum vandkvæðum og umferðartruflun- um í Tyrkiandií gær, meðai annars í Istanbul. Eiturlest af sporinu neitunawaldi Bandaríkin beittu í gær neitunar- valdi er gengið var til atkvæða- greiðslu um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað var á ísraelsk yflrvöld að fylgja Gen- farsáttmálanum varðandi meðferð á óbreyttum borgurum á stríðstímum. Var þetta í annað skipti á tveimur vikum sem Bandaríkin koma í veg fyrir samþykkt sem gagnrýnir stefnu ísraels. Fulltrúi Bandaríkjanna sagði ályktunina ekki koma að gagni auk þess sem hún væri ótímabær á með- an diplómatískar tilraunir færu fram annars staðar. Kvað hann Bandarík- in vera í beinu sambandi við deiluað- ila varðandi lausn málsins. Þrátt fyrir afstöðu Bandaríkjanna heitir aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, Perez de Cuellar, að halda áfram friðartilraunum. Hann hefur i skýrslu um ástandið á herteknu svæðunum hvatt til alþjóðlegrar frið- arráðstefnu um Miðausturlönd. Vamarmálaráðherra ísraels, Yitz- hak Rabín, hefur látið þá skoðun í ljós við ísraelska þingmenn að óeirð- irnir á herteknu svæðunum, sem þegar hafa krafist fjörutíu og eins mannslífs frá þvi í desember, gætu haldið áfram mánuðum saman. Isra- elskir hermenn skutu til bana tyo Palestínumenn í gær og rúmlega tuttugu Palestinumenn særðust í átökum á Vesturbakkanum. Menn- irnir voru skotnir til bana þegar hundruð ungmenna köstuðu grjóti að farartækjum hermanna. Skotin, sem felldu mennina, komu frá venju- legri bifreið en ekki er vitað hvort óbreyttir borgarar ferðuðust í henni. Rauðskinnar sigruðu Anna Bjamason, DV, Denver: Bandaríska fótboltaæðinu og skrautsýningunni í San Diego er lok- ið með sigri Rauðskinnanna frá Washington DC. Þeir gersigruðu Broncoliðið frá Denver með 42 stig- um gegn 10. Stuðningsmenn Denver- liðsins brosa gegnum tárin og sumir köstuðu Broncopeysunum sínum á arineldana í vonbrigðum sínum. Úrslitaleikurinn er sá sögulegasti sem fram hefur farið og sviptingarn- ar í leiknum meiri en elstu menn muna. Broncoliðið var talið sigur- stranglegra. Þegar það skoraði 10 fyrstu stig leiksins gegn engu í fyrstu lotunni töldu margir að úrslitin væru ráðin. Svo var þó ekki. Rauðskinn- arnir breyttu vörn í sókn og kæfðu allar sóknartilraunir Denverliösins í fæðingu og tóku leikinn gjörsamlega í sínar hendur. Rauðskinnarnir skor- uðu 35 stig í annarri lotu. Eftirleikur-. inn varð þeim auðveldur og þeir réöu lögum og lofum til leiksloka. Það var enginn vafi á því að betra liðið sigr- aði. Fagnaðarlæti Washingtonbúa voru gífurleg. Vonsviknir Denverbúar heiðruðu eftir sem áður lið sitt með skrúðgöngu um miðborgina og úti- hátíð. Gleiðast brosa þeir sem græddu ómældar fjárfúlgur á leiknum. Þeirra á meðal eru minjagripasalar og einnig ABC-sjónvarpsstöðin sem keypti einkarétt á sjónvarpi frá leiknum og seldi síðan 30 sekúndna auglýsingainnskot á 1,4 milljónir dollara. Innskot auglýsinga voru ótrúlega mörg því að leikurinn stóð í rúmar fjórar klukkustundir þótt leiktími án tafar sé ekki nema ein klukkustund. Útvarpiö i Moskvu skýrði frá því í gær aö tankvagn hefði rifnað og eitur- efni lekið úr honum þegar lest fór út af spori sínu nálægt borginni Yaroslavl, um tvö hundruð og fimmtíu kílómetra norð-austur af Moskvu í gær. Sagði útvarpið aö hætta væri á loftmengun vegna lekans og að sveitir þjóðvarðliða ynnu nú aö hreinsunarstörfum á staðnum. íbúar í næsta nágrenni viö slysstaðinn hafa veriö fluttir á brott. Utvarpið nefndi ekki hvert eiturefniö sem lak út hefði verið og skýröi ekki frá því hvort slys hefðu orðið á fólki vegna lekans. Lestin var á leiöinni norður til borgarinnar Vologda. Sleginn til riddara Breska utanríkisráðuneytið til- kynnti í gær að Elísabet Bretlands- drottning hygðist slá Caspar Weinberger, fyrrverandi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, til riddara í heiðursskyni. Hlýtur Weinberger upphefð þessa fyrir framlag sitt tfl samvinnu Breta og Bandaríkjamanna í vamarmálum. Weinberger verður sleginn til riddara þegar hann heimsækir Bretland þann 22. febrúar næst- komandi. Fyrir úrslitaleikinn lét þessi aðdá- andi Denverliðsins grísina tákna sóknarmenn Rauðskinna. Ekki fer sögum af því hvort grísirnir hafi ver- ið látnir skipta um félagsbúning eftir leikinn. Simamynd Reuter sérverslun Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Reykjavik. Sími 32347 P0STSENDUM, Dömu- hár toppar stuttir síðir Nýjasta tíska 50 litir Verð frá kr. 1700-2000 Herra-hártoppar Algjör nýjung Stórkostleg verðlækkun Verð kr. 4500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.