Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. Neytendur Klukkutímavinna á svimandi verði: Gardínur kostuðu 22.000 krv með uppsetningu 27.000 kr. Fyrir jólin síöustu ákvaö heimavinn- andi húsmóðir í Kópavoginum, Aðalheiður að nafni, að kaupa nýjar heimilisgardínur fyrir þrjá glugga af minni gerðinni og gaflglugga, sam- tals um 4 fermetra. Henni leist best á Pílugluggatjöld sem heita Luxaflex. Kaupmaðurinn í Pílurúllugluggatjöldum upplýsti hana um að þeir sæju um uppsetn- ingu á gardínunum. Sendur yrði maður til að mæla fyrir gardínunum, þær síðan framleiddar og svo settar upp af sama manni. í ljós kom að verð gardínanna yröi 22.563 kr. Aðalheiður greiddi kaup- manninum þá upphæð en fékk jafnframt að vita aö uppsetningar- gjald ætti hún að greiða þeim sem mældi út og setti upp. Hann væri verktaki á vegum fyrirtækisins. Uppsetningarmaðurinn kemur Á Þorláksmessu, þegar íbúð Aðal- heiðar ilmaði af kæstri skötu og jólatónlist var spiluð, rann stóra stundin upp. Uppsetningarmaðurinn var mættur meö gardínurnar og hús- móðirin sá fram á að íbúðin yrði með glæsilegasta móti um jóhn. Uppsetn- ingarmaðurinn skutlaði gardínun- um upp á innan viö klukkutíma og ekki mátti í milli sjá hvort var á- nægðara. Þá kom reiðarslagið. Reikningurinn fyrir uppsetningunni var skrifaður út í hvelh og hljóðaði upp á 4.800 kr. Húsmóðirin spurði nú sjálfa sig: Hvað er að gerast, syst- ir mín fékk sömu þjónustu fyrir 1.500 kr. fyrir sex mánuðum? Uppsetning- armaðurinn reyndi að útskýra reikning sinn án þess þó að sættir næðust. Síöan komu jóhn. Hann er ekki á okkar vegum Aðalheiður leitaði aftur eftir jóhn á náðir þeirra í Pílugluggatjöldum þar sem henni fannst gardínurnar hafa hækkaö ótrúlega mikið í verði eða úr 22.563 kr. í 27.363 kr. Kaup- maðurinn sagði aö maður þessi væri ekki á sínum vegum nema að því Darraðardans hjá uppsetningarmanni/kaupmanni og kaupanda Svona líta festingar út fyrir Luxafiex giuggatjöld. Fyrir hverri einingu þarf aö bora fjórum sinnum. DV-mynd S leyti að hann sæi um að setja upp gardínur fyrir fyrirtæki sitt. Kaup- maðurinn væri aðeins milhgöngu- maður vegna þjónustu hans. Hann bæri því ekki ábyrgð á verði því sem upp væri sett og gæti því ekkert að- hafst í þessu máh. Uppsetningarmað- urinn ákvæði verð á sinni þjónustu alfarið sjálfur. Er á trésmiðataxta Blaðamaður hafði samband við kaupmanninn og spurði hvað honum fyndist um verð þessarar þjónustu. „Ég treysti mér ekki til að dæma um það, ég veit ekki hve mikil vinna var innt af hendi í þessu tilviki. Ég veit bara að þessi maður er mjög ábyggi- legur og stendur við sitt, þess vegna hef ég bent á eða fengið hann til þjón- ustu í okkar þágu í tvö ár.“ Uppsetningarmaöurinn, sem alla- jafna starfar sem sendibílstjóri, sagðist hafa komið og mælt fyrir gardínunum. Fyrir það hafi hann skrifað á sig hálftíma, auk aksturs. í seinna skiptið, þegar hann setti gard- ínurnar upp, hafi hann síðan tekiö visst áþær 8 einingar sem hann setti upp. „Eg fer aö mestu leyti eftir taxta trésmiða og vil bara að fólk gefi sér örlítinn tíma til að hlusta á útskýr- ingar varöandi uppgjör á þessari vinnu.“ Mestmegnis vinna með borvél Eftir því sem næst veröur komist var vinna sú sem maðurinn vann að bora 30-35 göt, setja tappa í og skrúfa síöan gardínurnar upp. Þetta tók hann um eina klst. Geri aðrir betur. Sjálfsagt hefðu þó flestir ákveðið að gera þetta allt saman sjálfir heldur en að borga um 5.000 kr. fyrir aö láta einhvern annan gera það. Til þess að svona leiðindi komi ekki upp er ráðlegast fyrir þá sem reka verslanir með sambærilegan vaming að kynna rækilega fyrir við- skiptavinum sínum hvaö þjónusta af svipuðuðu tagi muni nokkum veg- inn kosta. -ÓTT. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð j)ér orðinn virkur þátttak- | andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | ijölskyldu af sömu stœrð og yðar. | Nafn áskrifanda______________________________________ j ■ i Heimili______________________________________________ j Sími________________________________________________ j i Fjöldi heimilisfólks_________ / i Kostnaður í janúar 1987: i Matur og hreinlætisvörur kr. _______________________ Annað kr. ___________________ l I Alls kr. ___________________ brauð brauði, sem þarf nokkuð langan bökunartíma. Ágætt væri að setja brauðið inn í ofn síðdegis og taka síðan út að morgni. 1 kg rúgmjöl 3 litlir bollar sykur 7 tsk. lyftiduft 11 mjólk Þetta er allt hrært saman í hrærivél og haft stíft þannig að það þurfi að hafa fyrir því að taka deigið úr skál- inni. Að þessu loknu er ílát, t.d. kökubox, smurt að innan og deiginu komiö fyrir og lok sett á. Bökunar- tími rúgbrauðsins er heilir 17 tímar við 100 gráðu hita. Döðlubrauð 2 bollar hveiti Vi bolli sykur ‘A bolli döðlur 1 egg 1 tsk. salt 1 tsk. ger 1 tsk. matarsóti 1 msk. brætt smjörlíki Gott er að byrja á að brytja döðl- urnar niður og bleyta þær í heitu vatni, blanda þessu síðan saman og setja í smurt form. Bökunartími er um einn og hálfur tími við 180 gráð- Bökum meira Rúgbrauð Við látum hér fylgja tvær upp- skriftir að brauðum á þessum síð- ustu og verstu tímum brauðhækk- ana. Fyrst kemur uppskrift að rúg-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.