Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
15
Kekkjóttur ráö-
stafanagrautur
Þegar barátta stjórnarandstöðunn-
ar gegn matarskattinum svokall-
aða stóð sem hæst á Alþingi deyfði
almennt jólaannríki umræðuna úti
í þjóðfélaginu, auk þess sem fólk
virtist hreinlega ekki átta sig á af-
leiðingum þessarar aðgerðar fyrr
en hún teygði hramminn inn fyrir
dyr heimilanna að loknu jólahaldi.
25% söluskattur á matvæli virtist
í húgum fólks aðeins tala á blaði,
sem ekkert snerti raunveruleika
daglegs lifs. Enda lofuðu ráðstaf-
anakokkarnir í ráðuneytunum að
þegar allar þeirra aðgerðir hefðu
mallað saman stundarkorn yrði
útkoman svo til alveg sú sama og
gamli lífskjaragrauturinn.
Nú blasir kaldur veruleikinn við
bæði kokkum og kostgöngurum,
almenningur nær ekki upp í nefiö
á sér fyrir vanmáttugri reiði, og
kokkarnir eru komnir út í horn í
vörninni. Ráð- og rökþrota grípa
stuðningsmenn stjórnarinnar til
þess helst að svívirða stjómarand-
stæðinga, sem reyndu til hins
ýtrasta að koma í veg fyrir óhæf-
una, og eru nafngiftimar býsna
skrautlegar:
„Nöldrarar“, „vandlætarar",
„útblásnir blöðruselir", „kveink-
andi ráðlausir smámunaseggir“
, japlá á sínum matarskatti", „með
tár í augum og hor í nefi“, en hér
eru valin nokkur dæmi úr Al-
þýðublaðinu og Tímanum frá
síðustu dögum.
Allt á aðra leið
En hver eru rökin með og móti
hinum alræmda matarskatti?
Ráðstafanakokkarnir segja: Þetta
er liður í endurskipulagningu
tekjuöflunar ríkisins, sem fel$t í því
að íækka og samræma toila og
vörugjöld og fækka undanþágum
frá söluskatti. Markmiðið segja
þeir vera öruggari tekjuöflun ríkis-
sjóðs, stórbætt skattskil og minni
verðbólgu. Um afleiðingarnar af
öllum þessum breytingum var svo
afdráttarlaust fullyrt að fram-
færsluvísitalan mundi ekkert
breytast, byggingarvísitalan
mundi lækka um 2,3% og láns-
kjaravisitalan lækka um 0,8%.
Rökin fyrir þeim fullyrðingum
Kjallarinn
Kristín Halldórsdóttir
þingkona Kvennalistans
voru máttlítil, enda hefur nú allt
farið á aðra leið. Byggingarvísital-
an lækkaði aðeins um 0,46%,
lánskjaravísitalan hækkaði um
1,38% og framfærsluvísitalan
hækkaði um 3,71% frá desember
til janúar.
Illa unnin mál
Breytingar á tollalöggjöflnni
voru vissulega nauðsynlegar, en
því miður voru þær ekki nægilega
vel unnar, sem sést best á því að
þrátt fyrir alltof skamma umfjöllun
á Alþingi tóku frumvörpin um tolla
og vörugjald margvíslegum breyt-
ingum og á hveijum einasta
nefndarfundi komu fram ný álita-
mál sem skoða hefði þurft miklu
betur. Heilsufars- og manneldis-
sjónarmið voru fyrir borö borin,
og fulltrúar launafólks og neytenda
komu hvergi nærri undirbúningi
málanna, meðan aftur á móti full-
trúar atvinnurekenda, innflutn-
ings og verslunar voru hafðir með
í ráðum.
Stjórnarandstaðan er þess viss
að með nánari umfjöllun mátti
bæta tekjumöguleika ríkissjóðs og
jafnframt draga úr þörfinni fyrir
aðrar tekjulindir eins og t.d. matar-
skattinn. Dæmið um ilmvötnin og
fiskinn styðja þá skoðun, en með
því að leggja vörugjald á ilmvötn
og snyrtivörur fengust 130-140
millj. kr. sem nota á til að greiða
niður hluta af neyslufiski. En
stjómarþingmenn höfnuðu allri
samvinnu við stjómarandstöðuna
við endurskoðun mála.
„Litla hryllingsbúðin“
Söluskattslögin eru þó sýnu
verra og alvarlegra mál, enda bein
atlaga að afkomu heimilanna og
þeim mun harkalegri sem tekjurn-
ar eru lægri þar sem brýnustu
nauðsynjar vega hlutfallslega æ
þyngra eftir því sem minna er til
ráðstöfunar. Hækkun barnabóta og
lífeyrisgreiðslna vegur lítið upp í
þann útgjaldaauka sem matar-
skatturinn veldur, auk þess sem
fjöldi manns verður að þola þessa
lífskjaraskerðingu bótalaust, svo
sem námsmenn, bamlaust fólk og
framfærendur barna yfir barna-
bótaaldri.
Vitanlega má halda því fram að
matarskatturinn fullnægi kröfunni
um örugga tekjuöflun ríkissjóðs,
þar sem verið er að skattleggja það
sem enginn lifandi maður getur
verið án. Um leið fer ekki hjá því
að hinn sísoltni ríkissjóður minni
á mannætuplöntuna í „Litlu hryll-
ingsbúðinni“, sem margir kannast
við.
Vandinn annars staðar
Annar megintilgangur með mat-
arskattinum er sagður vera að fá
fram stórbætt skattskil. Það er þó
ekkert sem tryggir betri skattskil,
þótt nú hafi verið lögfest breikkun
söluskattsstofnsins, sem fyrst og
fremst tekur til matvæla. Embætt-
ismenn hafa samsinnt þeirri
skoðun að þessi lög leystu ekki
þann vanda nema að mjög litlu
leyti.
Vandinn vegna lélegra sölu-
skattsskila liggur ekki frekast í
matvöruverslun eða í verslun yfir-
leitt, hann er fyrst og fremst í
þjónustu.og sjálfstæðri starfsemi
af ýmsu tagi. Á þeim vanda er ekk-
ert tekið í þessum nýsettu lögum.
Þaö er einnig blekkjandi að láta
sem nú hafi verið tekinn upp und-
anþágulaus söluskattur, þegar
staðreyndin er sú aö undanþágurn-
ar skipta enn tugum og sumar
margþættar. Auk þess eru heimild-
ir til ráðherra aö veita íjölmargar
undanþágur, m.a. vegna afruglara,
svo að ein nauðþurftin sé nefnd.
Flestar eru þessar nauðþurftir
reyndar sjálfsagðar og nauðsýnleg-
ar, en nauðsynlegust allra var
undanþágan vegna matvæla, sem
nú hefur verið felld niður.
Storkun við launafólk
Furðulegust er sú röksemd ráð-
stafanakokkanna að matarskattur-
inn sé liður í því því að minnka
verðbólguna. Bágt er að skilja að
nokkur trúi því í fullri alvöru að
25% söluskattur á brýnustu nauö-
synjar fólks sé verðbólguletjandi.
Þáð er veriö að veikja stöðu
þeirra sem ævinlega fá minnstu
bitana af nægtaborði þjóðfélagsins.
Það er verið að þyngja byrðar
þeirra sem eyöa mestum hluta
tekna sinna í nauðþurftir, um leiö
og þeim betur megandi er með
tollabreytingum gert léttara að
eignast ýmislegt sem ekki telst til
lífsnauðsynja.
Þessi ráðstöfun er beinlínis
storkun við launafólk og olía á
veröbógubálið, eins og þegar er
komiö á daginn. Þetta er því ekki
aðeins vond ráðstöfun og óréttlát
heldur einnig blátt áfram heimsku-
leg.
Þetta gat hún gert
Ríkisstjórnin þurfti ekki að leggja
á matarskatt til að fylla upp í fjár-
lagagötin. Hún gat lagt harðar að
sér viö sparnað og hagræðingu.
Hún gat skattlagt hæstu tekjur ein-
staklinga umfram aðrar, eins og
Kvennalistinn lagði til. Hún gat
lagt hærri tekjuskatt á fyrirtæki
sem ættu að hafa breiðari bök en
almenningur. Hún gat skattlagt
stóreignir, hún gat skattlagt vaxta-
tekjur, og hún gat unnið betur tolla-
og vörugjaldslögin þar sem kunna
að leynast matarholur.
Sá grautur, sem leiðir af upp-
skrift ráðstafanakokkanna í ríkis-
stjórn Þorsteins Pálssonar, er
kekkjóttur og bragðvondur og ber
það með sér aö næringarfræðin er
ekki þeirra sterka hlið. Þessi graut-
ur stendur nú í ráherrunum og
gæti orðið þeirra banabiti.
Kristín Halldórsdóttir
„Furöuleg er sú röksemd ráðstafana-
kokkanna, að matarskatturinn sé liður
1 því að minnka verðbólguna.“
Fyrir 51 ári, 71 ári og 101 ári
„Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu
voru 1. des. 1987 í Reykjavík 12.200
manns 65 ára og eldri. Auk þeirra eru
í hættu fatlaðir (blindir o.fl.) undir 65
ára aldri.“
*
Fyrir 51 ári
I janúar 1937 kom ég í fyrsta sinn
til Oslóar. Ég kom frá Kaupmanna-
höfn en þar var ég stúdent og var
komin til Noregs til að fá upplýs-
ingar í ritgerð. Veðrið í Kaup-
mannahöfn var leiðinlegt, rigning
og rok. í Ósló var sólskin, logn en
20°C frost. Borgarlæknirinn (heil-
brigðisráðherra eftir stríðið), Karl
Evang, sýndi mér borgina og ég tók
eftir, að á mörgum húsum voru
menn uppi á þaki til að ryðja burt
snjó og grýlukertum. Evang út-
skýrði fyrir mér að ef grýlukerti
dytti og slasaði einhvern yrði hús-
eigandi að greiða háa sekt og háar
skaðabætur.
Fyrir 71 ári
Sem barn var ég oft í skólafríum
hjá afa og ömmu í borg með aðeins
30.000 íbúum í Bæheimi. Borgin var
í fjallahéraði, 600 m yfir sjávar-
máli. Veturinn var langur, frá
október til aprílmánaðar, oft var
40°C frost. Ég sá þá að á hverjum
morgni fóru afi og húsvörðurinn
út um þakglugga og hreinsuðu snjó
og grýlukerti af þakinu. Á eftir
hreinsuðu þeir snjó af gangstétt-
um. Væri ekki hægt að losna viö
spjó að fullu dreifðu þeir ösku eða
sandi.
KjaUarirm
Eiríka A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
Amma sagði að hún heföi dottið
fyrir nokkru (þetta var líklega árið
1917) á gangstétt nágrannans, en
þar var hálka, og handleggsbrotn-
að. Nágranninn varð að greiöa
allan kostnað og háar miskabætur.
Fyrir101 ári
Afi skýrði mér frá að árið 1887,
árið sem faðir minn fæddist, hefði
verið mjög snjóþungt. Þá varð
hann að hreinsa þakið dag eftir dag
á meðan amma mín lá á sæng. Regl-
an um snjómokstur er enn þá í
gildi, skilst mér.
Ósló 1985
í byrjun janúarmánaðar var ég
stödd í Ósló á Drammensveien,
(ekki í miðborginni) og sá að gang-
sféttir voru hreinsaðar af húseig-
anda og auk þess, þar sem um
opinberar byggingar var að ræða,
keyrði snjóplógur á gangstéttum
og á eftir honum kom sanddreifari
og var gangstéttin þá algerlega
hættulaus fyrir gangandi.
Reykjavík 1988
Skv. upplýsingum í blöðum koma
daglega 10-15 manns á slysadeild-
ina með handleggsbrot. Þetta fólk
hefur dottið á hálku. Hálka var all-
an janúarmánuð og ekki er útilok-
að að hún haldi áfram. Má því
búast viö að frost og hálka verði
alls í 50 daga og þvi miður 500-750
slys vegna hálku.
Ég reyndi því að fá upplýsingar
hjá manni í borgarstjórn. Svar
hans var hörmulegt. Hérlendis eru
engar reglur um snjómokstur og
eyðingu hálku. Aðeins er gert ráð
fyrir að ís bráðni þar sem nýlega
hafa verið lagðar pípur sem nýta
frárennslisvatn frá húsum. Hins
vegar eru engar reglur í bygginga-
reglugerð, jafnvel frá 1979, um að
píþur skuh lagðar undir gangstétt-
ir. Endurnýjun vatnslagnakerfis og
þar með hálkueyöing mun því taka
20-30 ár á að giska. Hann sagði að
ekki væri hægt að hafa sömu reglu-
gerö hér eins og í þeim mörgu
löndum sem ég athugaði, þ.e.a.s að
húseigendur hreinsuðu gangstétt-
ir, vegna þess að húseigendur
hérlendis væru of gamlir! En það
er einmitt gamalt fólk sem dettur
oftast og beinbrotnar. Hæstiréttur
viðurkennir heldur ekki bóta-
skyldu húseigenda. (sbr. mál nr.
27/1983, dómsúrsk. 22.5.1985).
Hve margt fólk er þá í hættu í
Reykjavík einni?
Skv. upplýsingum frá Hagstofu
voru l. desember 1987 í Reykjavík
12.200 manns 65 ára og eldri. Auk
þeirra eru í hættu fatlaðir (bhndir
o.fl.) undir 65 ára aldri. Séu þeir
reiknaðir með verður tala þeirra
sem eru í sérstakri hættu líklega
um 13.000 - og þeir hafa kosningar-
rétt! Kosningaraldur er nú 18 ár.
18 ára og eldri voru 1. desember
1987 alls 68.100 manns (erlendir rík-
isborgarar búsettir hér meðtaldir).
Fólk í hættu vegna hálku var í lok
1987:
12.200 af 68.100 eða 17.9%
13.000 af'68.100 eða 19.1%
Þetta fólk gæti krafist af borgar-
stjórn að fá reglugerð eða sam-
þykkt til að forða þvi frá slysum
eins og gert er í öðrum löndum.
Erlendis er heldur ekki snjónum
mokaö að gangstéttum. Sjálf var
ég nærri lent undir strætisvagni
þegar ég var að stíga út úr honum
vegna þess að ég komst ekki alla
leið yfir snjóinn á gangstéttina. Það
varð mér til láns að ung stúlka
hjálpaði mér.
Eiríka A. Friðriksdóttir