Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
Lesendur______________________________x>v
Verðbólga og fiskvinnsla:
Gengisfelling og vaxta-
breyting engin lausn
„Skyldi vaxtakostnaður í fiskvinnslu minnka við gengisfellingu", er spurt i
bréfinu.
Spumingin
Er hægt að tala um „stuld“
bankanna af sparifjáreig-
endum?
Eiríkur Sæmundsson: Ég tel að spari-
fé hafi rýrnað vegna verðbólgunnar,
en varla sé hægt aö tala um stuld.
Oddur Þórðarson: Fólk hefur auövit-
y að verið platað gegnum árin, t.d.
varðandi gengisfellingar, og allt ann-
að en raunvextir er þjófnaður.
Björn Halldórsson: Nei, ég vil nú
ekki taka svo gróflega til orða. - Samt
sem áður visst arðrán.
Ægir Vigfússon: Nei, ég held nú að
ekki sé hægt að skella skuldinni á
þá vegna rýrnunar sparifjár.
Ólafur Jónsson: Ég myndi ekki segja
að svo væri.
önundur Ásgeirsson: Nei. Aldrei
verið betri möguleikar á sparifjár-
myndun fyrir fólk en eipmitt nú.
; fltíi'i&.iumíj'i í4 n-i3
Lárus Jónsson hringdi:
„Verðbólgan er að drepa fisk-
vinnsluna" er slagorð sem við erum
ekki óvön að heyra. Þetta slagorö er
einmitt nú notað hvað mest til að
reyna að hnykkja á um að gengið
verði fellt - til þess að fiskvinnslan
fái haldið sínum hlut - eins og það
er orðað.
Annárs er nú farið að orða hinar
og þessar kröfum með svo mismun-
andi hætti, þótt margar þeirra beinist
að einhverju ákveönu marki, aö mik-
il áhöld eru um hvort þáer skiljast
eða komast til skila þar sem þeim er
ætlað að valda mestum áhrifum, þ.e.
a.s. hjá ríkisstjórninni.
Tökum t.d. kröfuna um gengisfell-
ingu. Allir vita að flestir sem við
útgerð og fiskvinnslu fást hafa talið
það eina ráðið gegn slakri afkomu,
einkanlega í fiskvinnslunni, að fella
gengið. Þegar almenningur fór að
mótmæla og stjórnvöld tóku undir
með honum, um að gengisfelling
væri engin lausn til langframa, fóru
hagsmunaðilar í fiskvinnslunni að
draga í land og sögðu sem svo í opin-
berum viðtölum: Ja, gengisfelling,
ein og sér leysir ekki allan vandann,
- en aðlaga þarf gengiö til samræmis
við þróunina fram að þessu!
Hvað þýðir nú svona setning á
Stína hringdi:
Það er nú loksins farið að bera á
því opinberlega að fólki finnist nóg
um ásælni Ríkisútvarpsins hvað
snertir greiðslur hins almenna borg-
ara í afnotagjöldum. Og ekki er ég
sammála því sem stundum hefur
verið látið liggja að, um að taka upp
nefskatt vegna reksturs þessa bákns
sem Ríkisútvarpið er orðið.
Það vita þó allir sem vilja vita aö
langmestur kostnaður Ríkisútvarps-
ins stafar af sjónvarpinu sem er
óseðjandi hít á útgjaldasviðinu ef
eitthvað er umfram venju í dag-
skránni og er þar auðvitað innlenda
efnið dýrast eins og alþekkt er orðið.
Segja má að stjórnvöld, eða þá Al-
þingi, en undir þá eyðslusömu
stofnun fellur víst rekstur Ríkisút-
varpsins, ætti að sjá að það er ekki
í takt við tímann að LÁTA fólk greiða
afnotagjald vegna Ríkissjónvarps,
hvort sem það vill nota þjónustu þess
eða ekki. Þetta er kvöð á fólki og hún
er að verða ansi þvingandi svo ekki
sé meira sagt.
Ég legg nú til að Neytendasamtökin
mannamáli? Jú, hún þýðir einfald-
lega: Auðvitað viljum við gengisfell-
ingu umfram allt, en viö getum ekki
haldið áfram að biðja um hana, ríkis-
stjórnin verður því að taka af skariö
sjálf og fella „helv... gengið“. - Þiö
verðið bara að hjálpa okkur með
þetta einhvern veginn.
skeri upp herör gegn þessari kúgun
sem skyldugreiðsla til Ríkisútvarps-
ins er og mótmæli háum afnotagjöld-
um og í leiðinni, skori á Aiþingi, að
fella niður skyidugreiöslu afnota-
gjalda, þótt fólk slysist til að hafa
keypt sér sjónvarps- eða útvarps-
tæki.
Þótt forfeöur okkar hafi ekki átt
annarra kosta völ í útvarpsmálum,
þá eru aðrir tímar nú og engin
ástæða til að láta fara svona með sig
lengur. Hér áður fyrr var líka aðeins
um útvarpið aö ræða og eðlilegt að
margir hafi tekið tryggö við það sem
slíkt. En allir þeir er þá störfuðu þar
og urðu vinsælir hjá þjóðinni eru þar
ekki lengur og nú eru þar engar þjóð-
sagnapersónur á borð við frumherj-
ana hjá útvarpinu gamla.
Hér verður aö vera frelsi í þessum
málum sem öðrum og Ríkisútvarpið
er ekki lengur sá þjónustuaðili sem
þaö var. Ríkinu ber engin skylda til
að halda úti Ijósvakamiðli yfirleitt
og allra síst á þðim forsendum að
skylda landsmenn með einum eða
öðrum hætti.
Og svo er það vaxtakostnaðurinn,
sem er aö sliga fiskvinnsluna. Skyldi
hann minnka við gengisfellingu?
Vita þessir menn í fiskvinnslunni
ekki, að gengisfelling kallar á aukna
veðbólgu og meiri vaxtakostnað? -
Hvernig geta þessir sömu aðilar þá
haldiö því fram að gengisfelling sé
Borgari skrifar:
í útvarpsþætti hinn 28. f.m. hlýddi
ég á umræður milli Guðrúnar
Helgadóttur aiþingismanns og Svölu
Thorlacius lögmanns. Þar var komið
inn á erfðalögin, erfðaskrár og reglur
sem gilda um óskipt bú, ásamt ýmsu
öðru sem þetta varðar.
Nú, það þarf ekki að orðlengja það
að ég vil heilshugar taka undir með
Guðrúnu, varðandi flest er hún hafði
um mál þetta að segja, og þó einkan-
lega það er hún hefur barist fyrir
lengi á Alþingi, nefnilega rétt eftirlif-
andi maka til að sitja í búi sínu eftir
fráfall hins.
■ Lögin, semumþettagildaldag.eru
allt frá árinu 1962, með smábreytingu
sem gerð var á árinu 1985 í kaflanum
um óskipt bú. En þar var bætt við
þessari grein: „Annaö hjóna eða
bæði geta þó ávallt mælt svo fyrir í
erföaskrá, að það þeirra, sem lengur
lifir, skuli hafa heimild til að sitja í
óskiptu búi með niðjum beggja hvort
sem þeir eru fjárráða eða ófjárráða.
Ber skiptaráðanda þá að gefa út leyfi
til setu í óskiptu búi til eftirlifandi
eina úrræðið gegn verðbólgu og
vaxtakostnaði? Ætli hitt sé ekki
sönnu nær að forsvarsmenn í fisk-
vinnslunni séu lítið sem ekkert að
hugsa um þjóðarhag, heldur það
hvernig afla skuli með skjótum hætti
fleiri króna til rekstursins, og þá er
gengisfelling nærtæk ósk eins og hún
hefur verið hingað til.
Til þessa hafa allar ríkisstjórnir
látið til leiðast og fellt gengið eftir
pöntun. Þar til nú að þessi stjórn er
eitthvað að þybbast við, sem eðliegt
er, en er þó komin það langt í eftir-
gjöfinni, að gefið er í skyn, að reikna
megi með „svona“ 6 - 10% gengis-
fellingu nokkuð fljótlega!
Sannleikurinn mun þó verða sá að
ef ríkisstjómin gefur fiskvinnsluaö-
ilum eftir nú, þótt ekki sé nema um
þumlung, þá er ekki bara komin óða-
verðbólga heldur er þá stjórnin fallin
og tími til kominn að efna til nýrra
kosninga (tilgangslausra auðvitað),
og annar hringur er hafinn í dansin-
um í kringum eld óðaverðbólgu og
óréttlætis. Fólk mun ekki sætta sig
við þessa aðferð eina ferðina enn og
reyna að koma sér burt, þangað sem
lífvænlegri og réttlátari skipting við-
gengst, þar sem ekki er ein eða tvær
stéttir þrýstihópa, sem ráða ferðinni.
maka eftir umsókn hans, nema
ákvæöi 8. gr. standi í vegi fyrir því.“
Þessi viðbót er svo sem ekki nein
allsherjarlausn fyrir eftirlifandi
maka því þetta verður að hafa gerst
með fyrirfram gerðri erfðaskrá, en
er þó bót frá því sem áður var þegar
erfingjar, t.d. börn, áttu heimtingu
á, hvernig sem á stóð, að búi væri
skipt og jafnvel aö reka ekkju eða
ekkil á götuna ef svo bar undir.
Guðrún hefur haldið vel á þessum
erfðamálum og haft mjög haldbær
rök fram að færa, sem sé þau að hjón,
sem búiö hafa saman þar til annað
deyr, skuli ekki þurfa að líða fyrir
það að annað þeirra deyr, umfram
það sem slíkur atburður er auðvitað
ávallt áfall.
Þaö nær engri átt, einsog þingmað-
urinn raunar mótmælir að'börn hins
látna foreldris geti svipt hitt svo eig-
um sínum að það verði að hrökklast
úr húsi sínu eða íbúð. Er ekki kom-
inn tími til að aðrir þingmenn taki
upp baráttuna með Guðrúnu og
reyni að stuðla að meira réttlæti í
erfðalögunum en nú er þar að finna.
Of há afhotagjóld
Ríkisútvarps
Hringið í sima 22022 milli
ki. 13. og 15 eða skrifið
Erfðalög.
Lög
n brcyling á crfðalugum, nr. 8/1962.
li ný m jUgrci
Ugcrfingjar eru þc»»ir: A eflir 3. mgr. 9. gr. I
1. Börn »rflcifan<la og aðrir niðjar. öskilgc''ð barn erfir ffiður og föðurfrændur Annað hjóna eda Ivedi gcla þó ávalll m*ll svo fyrir í crfðaskrá
og þeir það. ef það er feðrað með |>eini liarlli, sein segir I löggjöf um Askilgelin lengur lifir, skuli hafa hcimilU lil aðsiija I óskiplu búi með niöjum bcggj:
böm. L'in erfðarélt kjörbnrns og nrf efllr |iað fer samkvieml 5. gr. Ijárráða eða ófjárráða. Uer skiplaráðanUa þá að gcfa úl lcyfi lil sei
2. 1'orelUrar arfleifanda og niðjar jieirra. eflirlifanUi maka eftir umsókn hans ncma ákvzði 8. gr. slanUi f vcgi fyrir
3. Köðurforeldrar og móðurforelUrar arflelfanUn og börn þeirra.
4. Maki arfleifanda.
Mhc-.
í .Vjkiplu b
Lóg þcssi öðlasl þcgar gildi.
2. gr.
Makl erfir V4 hlula elgna, þegar börn eru á llfl, en H hlula erfa börnin a
Jðfnu. Kf inaka er ekkl lil að Ureifa, laka börn og aðrir niðjar allan arf.
Nú hefur barn anUait á undnn nrfleifandá, og erfa börn þcss jiá þann hluL
þvl hefði borið. Flrnari niðjar laka arf með sama hmlli.
Samþykkt ú Alþingi 29. mal 1985.
Núgildandi erfðalög eru frá árinu 1962, með smábreytingu sem gerð var á
árinu 1985 í kaflanum um óskipt bú.
Erfðalögin og sanngirni þeirra:
Tekið undir með
Guðrúnu Helgadóttur