Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 19 Menning Tveir norskir listamenn tóku sig einnig prýðisvel út í Norræna hús- inu, Yngve Zacharias og Frans Widerberg. Mikil ládeyöa ríkir enn í íslenskri ljósmyndun. Nánast eina íslenska ljósmyndasýningin, sem sameinaði metnað og þekkingu, var sýning Þor- varðar Ámasonar í Djúpinu. Eins og venjulega sýndu íslenskir myndlistarmenn víða um heim við góðan orðstír, jafnvel alla leið austur í Japan þar sem þau Gunnar Örn og Kolbrún Björgólfsdóttir vöktu sér- staka athygli heimamanna. Auk þess eru íslenskir listamenn orðnir fastir þátttakendur í öllum þeim norrænu samsýningum sem Myndlistarmið- stöðin í Sveaborg stendur fypir. Bækur og dánarfregnir Fjórar bækur um íslenska mynd- list og sjónmennt almennt komu út á árinu, jafnvel fimm ef bók Hjörleifs Stefánssonar um Kvosina er talin með. Hér á ég við bækurnar um Tryggva Ólafsson, Kristínu Jónsdóttur, Lou- isu Matthíasdóttur og loks bók Péturs H. Ármannssonar um heimili og húsagerð á íslandi á síðastliðnum tuttugu árum. Á árinu létust tvær manneskjur sem sett hafa mikinn svip á íslenskt listalíf, nefnilega hinn litríki teikni- snillingur, Alfreð Flóki, og dr. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Lista- safns íslands í marga áratugi. í útlöndum létust popplistamaður- inn Andy Warhol, einn af helstu málurum súrrealismas, André Mas- son, ítalski listmálarinn Renato Guttuoso og bandaríski myndhöggv- arinn Seymour Lipton. Þar með hnýti ég endahnút á annál minn fyrir myndlistarárið 1987. -ai Hollenski grafíklistamaðurinn Pieter Holstein hefur haft talsverð áhrif á marga íslenska myndlistarmenn. Hér á landi sýndi hann grafíkverk sin og þjónaði gestum við opnun á sýningu Huldu Hákonardóttur, athyglisverðrar listakonu af yngri kynslóð. Georg Guðni Hauksson, sem hér sést með eitt málverk sitt, er sivaxandi hæfileikamaður á sínu afmarkaða sviði. Sýning á grafikverkum Asgers Jörn var eitt helsta myndlistarframlag Norræna hússins árið 1987. Á landamænim listar og sirkuss Á öllum tímum koma fram óvenju- legir tónsnillingar sem þykja slá öllu við. Samanborið við þá verða margir úrvals listamenn eins og hverjir aðrir gutlarar, í augum al- mennings að minnsta kosti. Kunn dæmi úr sögunni eru Paganini og Liszt, svo að dæmi séu nefnd. Voru, og eru, slíkir jafnvel taldir göldrótt- ir eða hafa rangt við - að þeir lékju ekki einir - og annað eftir því. Einn slíkan álíta menn japanska gítar- leikarann Kazuhito Yamashita. Og víst er aö Yamashita treður óvenju- legar slóðir, svo ekki sé meira sagt. Ekkert að dútla við smámuni Það er alþekkt að menn umskrifi verk fyrir alls kyns hljóðfæri. Mörg renaissance- og barokkverk fyrir lútu þekkja margir aðeins sem git- arverk. Ýmis vinsælustu gítarverk eru til að mynda umskriftir píanó- verka, snilldarlegar geröar. En heimsmeistari gitarsins, eins og margir telja Yamashita, er ekkert að dútla við svoleiðis smámuni. Honum hæfir aöeins að vega salt á landamærum listar og sirkuss. Á tónleikum, sem undirritaður hlýddi nýverið á hjá honum, stóðu verk eins og Myndir á sýningu og Níunda sinfónía Dvoráks (Úr Nýja heiminum), umskrifuð fyrir ein- leiksgítar, á efnisskránni. En strengirnir aðeins sex Þegar menn koma slíkum verk- um af á einn gítar með aöeins sex strengjum hlýtur það að teljast töluvert afrek. Það er að minnsta Kazuhito Yamashita - „Heims- meistari i gitarleik eða loddari". Tánlist Eyjólfur Melsted kosti sirkushliöin á máíinu og ekki að furða að fólk standi á öndinni yfir slíkum afrekum. Aö það reyni st galdramanninum ofviða, í allri sinni ofurtækni, að koma radd- færslunni í nokkurn veginn óbrengluðum línum til skila, og að stundum hljómi herlegheitin líkt og leikin af korsíkanskri mandól- íngrúppu, truflar margan yfir sig hrifinn áheyrandann lygilega lítið. En þannig er það nú ekki alltaf. Þessa er aðeins getið sem dæmis um að jafnvel svona galdrakarlar geti líka skotið yfir markið. Eða hvernig halda menn að hægt sé að ætlast til að rómantísk sinfónía komi í heilu lagi og óbrengluð út úr einum gitar? Við verðum meira að segja að viðurkenna að um- skriftir Liszts á Beethovensinfón- íum fyrir píanó séu á köflum harla þunnar þótt einstöku píanistar sjái nú í þeim píanistisk ágæti og spili jafnvel á tónieikum. Og inni á milli hreinustu perlur En þar sem Yamashita heldur sig listarmegin landamæranna og læt- ur sirkusinn lönd og leiö skín við frábær útsetjari og gítaristi sem unun er á að hlýða. Góö dæmi þess eru til að mynda sumir þættir Mynda á sýningu sem í meðfórum hans eru hreinustu perlur, full- komlega sambærilegar viö hina alþekktu hljómsveitarumskrift Ra- vels. Enda þurfa menn að hafa töluvert til að bera til að vera kall- aðir heimsmeistarar í gítarleik. Heimsmeistari eður ei - Kazuhito Yamashita er galdrakarl sem allir geta haft gleði af að hlýða á, hvort sem þeir telja sig hafa vit á gítar- leik eða ekki. Vonandi fá Frónbúar að njóta leiks hans af öðru en hljóð- ritunum fyrr en varir. Eyjólfur Melsted civtön

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.