Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. frrjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Sigur Kvennalistans Sanitök um kvennalista komu sterk út úr síðustu skoðanakönnun DV um fylgi flokka. Kvennalistinn hef- ur möguleika á að tvöfalda þingstyrk sinn, verði kosið innan skamms. Staðan í stjórnmálum hefur verið mjög breytileg. Margt hefur gerzt. Þar veldur mestu matar- skatturinn. Ríkisstjórnin er, þegar á allt er litið, að setja skattpíningarmet. Stjórnin hefur auðvitað sína kosti og lesti. En lestirnir vega þyngst um þessar mundir. Það sést bæði á könnun DV um breytingar á flokkafylgi og könnun DV á fylgi stjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur síðustu vikur glatað meirihlutanum meðal kjósenda. Á þessu græðir Kvennalistinn svo mjög. Nánar skoðað, er örðugt að ræða fylgisaukningu Kvennalistans sem sigur vegna eigin verðleika, stefnufestu og vegna þess að konurnar bjóði okkur betra þjóðfélag. En fólk er á flótta úr öðrum flokkum og hafnar hjá Kvennalistanum, af því að konurnar hafa ekkert gert okkur til bölvunar, sem hönd er á festandi. Kvennalistinn var að vísu með í umræðum um nýja stjórn eftir síðustu kosningar. Konurnar gerðu kröfur, sem virtust óaðgengilegar. En eftir stendur, að láglauna- fólk telur Kvennalistann hhðhollan sér. Einkum kemur þetta fram, þegar að syrtir, svo sem með álagningu matarskatts, sem leggst þungt á hina efnaminni. Með þessu vann Kvennalistinn sér stuðning. Rétt er þó að undirstrika, að fylgjendur Kvennalistans, samkvæmt skoðanakönnun DV nú, eru hópar hinna óánægðu. Sam- tök um kvennalista þurfa að mynda sér ákveðnari grundvöll, eigi samtökin að halda þessu fólki. Stjórnarflokkarnir eiga í vanda. Sjálfstæðisflokkur- inn nýtur að vísu meira fylgis en hann gerði í kosning- unum, en hann hefur tapað síðustu vikur. Þetta kemur fyrir stærsta flokk þjóðarinnar, sem missti mikið í kosn- ingunum. Þetta gerist á sama tíma og klofningsflokkur hans, Borgaraflokkurinn, er í rúst, slíkri lægð, að dagar Borgaraflokksins gætu brátt orðið taldir. Þetta þýðir, að Sjálfstæðisflokkurinn er langt í frá það forystuafl með þjóðinni, sem hann hefur löngum verið. Þetta er mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokkurinn hefur meira fylgi en í síðustu kosningum. Því veldur, að Framsókn hefur að nokkru tekizt að vera stikkfrí í póhtík að undanfórnu. Sumir framsóknarmenn mótmæla því, sem stjórnin gerir. Og stundum komast þeir upp með það, eins og Framsókn sé bara ekki í stjórn og því ekki samábyrg. Þessu hlýtur að linna. Alþýðuflokknum hefur einkum verið kennt um skatt- ana og ekki að ástæðulausu. Þetta sést til dæmis á því, að Alþýðuflokkurinn hefur síðustu mánuði misst þriðj- ung fylgis síns. Alþýðuflokkurinn var í síðustu könnun aftur orðinn minni en Alþýðubandalagið. Alþýðubanda- lagið gæti átt sér viðreisnar von. Það sýnir skoðana- könnunin. En nú flýr þorri almúgamanna th Kvennalistans. Ríkisstjórnin reynir stundum að gera gott. Hún hefur ráðizt gegn ríkishahanum, þeim verðbólguhvata, hvort sem dugir eða ekki. En ráðherrar hljóta að vita manna bezt, að þeir hafa bakað sér óánægju. Margt af því eiga þeir vissulega skihð. Rót er í stjórnmálum. Línurnar gætu enn breytzt fljót- lega. En skoðanakönnunin sýnir landsfeðrunum, að hklega verða þeir að gerbreyta stefnu, eigi þeir að vænta viðunandi fylgis næst þegar kosið verður til þings. Haukur Helgason. Helgi V. Jónsson formaður samninga- nefndar T.R. Björn Önundarson tryggingayfirlæknir Kristján Guðjónsson deildarstjóri sjúkratrygginga- deildar T.R. Enn um sjúkraskrárnar Guðjón Magnússon aðstoðar- landlæknir ritar kjallaragrein í DV 27. janúar sl. sem hann nefnir „DeUan um aðgang að sjúkra- skrám“. Þó að ritdeilur milli opinberra aðila séu að okkar mati ótilhlýðilegar og hljóti að koma al- menningi spánskt fyrir sjónir þykir rétt aö skýra málin einnig frá sjón- arhóli Tryggingastofnunar ríkis- ins. Svo sem alþjóð veit eru í gildi gjaldskrársamningar á milli Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags íslands - (Læknafé- lags Reykjavíkur) um greiðslur til lækna fyrir unnin læknisverk. Greiðslur til lækna samkvæmt samningum þessum geta numið verulegum fjárhæðum. Þetta fé er allt greitt af skattborgurum lands- ins og því þykir Tryggingastofnun ríkisins nauðsyn bera til að eftirlit sé með því haft að greitt sé í sam- ræmi við samninga og raunveru- lega veitta læknisþjónustu. Af hverju deilt? Það var árið 1978 sem þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra beitti sér fyrir samkomulagi á milli Tryggingastofnunar og læknafélaganna, þar sem læknum Tryggingastofnunar óg sjúkrasam- laga er veitt heimild til að fara á stofur lækna, án fyrirvara, hvenær sem þeir telja þess þörf og skoða sjúkraskrár og önnur gögn sem þeir álíta nauðsynleg til staðfest- ingar læknisverka. Tilefni þessa samningsákvæðis, sem var í 10. gr. samningsins, var stórfellt misferli sem kom fram hjá einum lækni þá ekki löngu áður, en frumrannskókn í því máli var í því fólgin að haft var símasamband við viðkomandi sjúklinga og þótti læknum sú aðferð ijúfa trúnaöar- samband það er þarf að vera milli sjúklings og lækhis. SamningsaðO- ar voru ánægðir með þetta nýmæli og töldu að með því væri tryggt að eðlilegt eftirlit yrði viðhaft fram- vegis. A árinu 1979 felldi siðanefnd lækna, en í henni áttu sæti tveir læknar og borgardómari, svohljóð- andi úrskurð: „Ákvæði 10. gr. samnings um sér- fræðilæknishjálp milli Læknafé- lags Reykjavíkur og Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Tryggingastofnun- ar ríkisns f.h. annarra sjúkrasam- laga, með gildistíma frá 1. jan. 1978, brýtur hvorki í bága við lög eða siðareglur lækna né læknalög." Er þetta í eina skiptið sem mál þetta hefur hlotið umfjöllun þar til nú að landlæknisembættið tók það til umræöu á opinberum vettvangi. Samkvæmt siðareglum lækna er lækni óheimilt að ljóstra upp einkamálum sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eöa hann fengið með samþykki sjúklingsins, eftir úrskurði eða samkvæmt lagaboði. Samkvæmt ofangreindum úr- skurði siðanefndar ber því læknum að virða samning Tryggingastofn- unar og læknafélaganna að þvi er varðar þetta atriði. Enginn ágreiningur hefur svo vitað sé verið um mál þetta síðan millilækna og Tryggingastofnunar og engar kvartanir hafa borist frá sjúklingum. Engar deilur hafa því verið í gangi milli þeirra sem málið snertir. Þagnarskyldan Allir læknar og annað starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar, Trygg- ingastofnunar og annarra opin- berra stofnana eru bundnir þagnarskyldu. Enginn munur er á landlækni eða samstarfsmönnum hans í því efni eða t.d. læknum Tryggingastofnunar ríkisins. Landlæknir er lögum samkvæmt fyrst og fremst heilbrigðisráðherra til ráðuneytis þótt embætti land- læknis séu falin tiltekin störf í lögum. Eftirlit með reikningum lækna er ekki á starfssviði embætt- isins. Hjá embætti tryggingayfir- læknis er mikill fjöldi vottorða sem eru mjög viðkvæm og þarfnast fullrar leyndar enda aldrei vikið frá slíku. Það ætti því að vera næg trygging fyrir sjúklingana að marg- ir þeirra eiga einnig vottorð hjá Tryggingastofnun ríkisins sem njóta fullrar leyndar lækna TR. Hvernig er varðveislu sjúkraskráa háttað? Öllum er ljóst að leynd læknis- fræðilegra gagna er ekki sú sem landlæknir vill vera láta. Sjúkra- skrár liggja frammi á hinum ýmsu deildum sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðvum, aðgengilegar öllum læknum og starfsfólki þessara stofnana. Sýnist eðlilegra að land- læknisembættið hefði byrjað á að kanna almenna meðferð þessara ganga í stofnunum þessum í stað þess að stöðva allt eftirlit með reikningum lækna. Af hverju eftirlit? Nokkrir læknar hafa skorið sig úr hvað reikningsupphæðir varðar og hefur því þótt ástæða til að kanna reikningsgerð hjá þeim. Þær athuganir hafa því miður sýnt fram Best fallnir til þessa eftirlits hljóta að vera læknar Trygginga- stofnunar, ásamt deildarstjóra sjúkratryggingadeildar sem starfa daglega aö skoðun reikninga og þekkja því viðkomandi samninga og gjaldskrár út og inn. Að leita til landlæknis í hveiju tilviki, sem sannreyna þarf reikning eins og aðstoðarlandlæknir leggur til, er óhugsandi og órökrétt. Tillaga til lausnar Þá telur aðstoðarlandlæknir að til greina komi að breyta kjara- samningum á þann veg að minna eftirlits sé þörf. Slíkt kemur vissu- lega til greina og er Trygginga- stofnun ríkisins reiðubúin að skoða allar tillögur í því sambandi, en þar til nýr samningur liggur fyrir telj- um viö að leysa megi „ágreinings- mál“ þetta á þann veg að læknir geti undanþegið einstaka sjúkra- skrá samningsbundnu eftirhti ef hún geymir viðkvæmar upplýsing- ar að mati læknisins. Verði hann ekki skyldaður til að veita aðgang að slíkri sjúkraskrá nema að und- angengnum úrskurði dómara. Með þessu gæti íæknir, sem teldi sér óheimilt að upplýsa annan lækni um-sérstaklega viðkvæm mál, beð- ið úrskurðar um skyldu sína varðandi viðkomandi sjúkling ef þurfa þykir en TR að öðru leyti gengið úr skugga um réttmæti reikninga læknisins. Lokaorð Almenningur í landinu leggur fram þá'miklu fjármuni sem hér er um að ræða. Flestir læknar eru heiðarlegir þó að undantekningar séu frá því eins og hjá öðrum stétt- um. Læknasamtökin og Trygginga- stofnun ríkisins hafa hingaö til unnið saman að því að uppræta misferli. Þetta hefur veriö gert með umsömdu eftirliti sem að óbreytt- um aðstæðum ber brýna nauðsyn til að fram verði haldið. Reykjavík, 29. jan. 1988. Helgi V. Jónsson, formaður samninganefndar T.R. Björn önundarson tryggingayfirlæknir. Kristján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeildar T.R. yitneskju um í. starfi sínu nema á nauðsyn aukins eftirlits. „Sjúkraskrárnar liggja frammi á hin- um ýmsu deildum sjúkrahúsa og heilsugæslustöðvum, aðgengilegar öll- um læknum og starfsfólki þessara stofnana.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.