Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 5 Fréttir Hagvangur kannar fylgi sijómmálaflokkanna: Samhljóða DV könnun Kvennalistinn eykur fylgi sitt mest frá síðustu kosningum og hlýtur 21,3% fylgi yrði kosið nú, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Hagvangur gerði í síðustu viku og kynnt var i gær. Er niöurstaða könnunar Hagvangs nánast eins í öUum atriðum og niðurstaöa könn- unar DV á fylgi stjórnmálaflokk- anna sem birt var i gær og er munurinn alls staöar innan skekkjumarka. Samkvæmt Hagvangskönnun- inni fær Alþýðubandalagið 8,4% fylgi, Alþýðuflokkurinn 9,2%, Framsóknarflokkurinn 24,1%, Sjálfstæðisflokkurinn 29,8% og Borgaraflokkurinn 5,6% fylgi. Fylgi Þjóðarflokks og flokks mannsins mælist 0,8%, en sérfram- boð Stefáns Valgeirssonar kemst ekki á blað. í könnun DV kemur fram að Alþýðubandalag fær 10,8%, Alþýðuflokkur 10,5%, Framsóknarflokkur 22,9%, Sjálf- stæðisflokkur 29,7%, Kvennalisti 21% og Borgaraflokkur 4,2%. Flokkur mannsins fær í DV könn- uninni 0,3% og Þjóðarflokkur 0,6%, en BJ og Stefán Valgeirsson kom- ast ekki á blaö. í ölium þeim tölum, sem að framan eru taldar, er miðað viö þá sem afstöðu tóku í könnun- unum. Hagvangur kannaði einnig af- stöðu til ríkisstjórnarinnar og þar kemur fram að andstaða við ríkis- stjórnina fer vaxandi og eru andstæðingar hennar nú fleirl en í- síðustu könnun. Nú styðja ríkis- stjórnina 47,9% aðspurðra en iiö- lega helmingur er á móti henni. í sambærilegri Hagvangskönnun í október hafði rikisstjórnin stuðn- ing um 60% aðspuröra. -ój Bensín- hækkun mótmælt Menningarverðlaun DV í áratug Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur nú sent frá sér mótmæb vegna hækkunar á bensíni í því skyni aö standa undir endurgreiðslum á upp- söfnuðum söluskatti. TCT 36, 14" litsjónvarp, staðgreitt kr. 17.846. í frétt frá félaginu er sagt að með þessu vilji ríkið taka til sín verölækk- un á bifreiðabensíni erlendis í því skyni að greiða skuld sína við til- tekna atvinnugrein. Lækkunin muni því ekki skila sér til neytenda sem skyldi og telur félagið þetta furðulega ráðstöfun í ljósi þeirrar álagaöldu sem nú ríður yfir. Ennfremur segir í fréttinni: „Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur þessa hugmynd um dulbúna skattlagningu yfirgengilega ósvífni og ekki sam- rýmast gildandi lögum og mótmælir henni því harðlega.“ -PLP. TCT 5213,20" fjarstýrt litsjónvarp, staðgreitt kr. 27.413. TCT 365,14" fjarstýrt litsjónvarp, staðgreitt kr. 21.623. STONVARPSMIÐSTÖÐIN Síðumúla 2, símar 689090 - 689091 Væntanleg bensínhækkun: Yfírgengileg ósvrfni Eins og fram hefur komið í fréttum stóð til að lækka bensínlítrann um 1,50-1,70 krónur vegna erlendra verðlækkana. Verðlagsráð tók málið fyrir á fundi í síðustu viku en ákvörðun var frestað. Nú hafa þær fregnir borist að til standi að taka þessa lækkun upp í endurgreiðslur á uppsöfnuðum sölu- skatti. DV hafði samband við Jónas Bjarnason hjá FÍB vegna þessa máls. „Við lásum fyrst um þetta mál í Morgunblaðinu á laugardaginn var. Siðan heyrðum við að til þess að rík- isstjómin gæti gert þetta þyrfti að koma til breyting á lögum. Okkur skilst að þegar sé búið að semja frum- varp þess efnis og að til standi að leggja það fram nú á næstu dögum. Slíkar aðgerðir era náttúrlega ekk- ert annað en stuldur. Það er yfir- gengileg ósvífni ef lækkun þessi á ekki að renna til neytenda. Ef þetta fjármagn er á annað borð fært til þá á að minnsta kosti að verja því í vega- kerfi landsins en ekki til að greiöa skuld ríkisins við tiltekinn atvinnu- veg.“ -PLP ....................... HER ER LÆKKUN SEM UM MUNAR Þann 25. þessa mánaðar verða Menningarverðlaun DV afhent í tíunda sinn og hafa dómnefndir þegar hafist handa. Eins og venju- lega verða viðurkenningar veittar fyrir afrek í sex listgreinum á árinu 1987, það er fyrir bókmenntir, leik- list, tónlist, myndlist, byggingarlist og kvikmyndagerð, en í tilefni af tíu ára afmæh verðlaunanna hefur stjórn DV ákveðiö aö stofna til sjö- undu verðlaunanna og verða þau framvegis veitt fyrir íslenska list- hönnun. Dómnefndir eru skipaðar list- gagnrýnendum DV, fulltrúum listamanna og sérfræðingum utan úr bæ og taka nefndimar breyting- um frá ári til árs til að tryggja nauösynlega endurnýjun. Verðlaunin sjálf eru i formi sér- hannaðra listmuna eða skúlptúra sem þekktir íslenskir listamenn fá að gera eftir eigin höfði. í þetta sinn er gerð verðlauna- gripanna í höndum Margrétar Jónsdóttur, keramíkhönnuðar á Akureyri, en hún hefur vakið at- nygh fyrir keramíkskúlptúra sína sem að hluta til eru gerðir með ævafornri japanskri brennslu- tækni. Afhending menningarverðlaun- anna fer fi^un við sérstakan TCT 52, 20" litsjónvarp, staðgreitt kr. 23.914. Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Ellert B. Schram, ritstjóri DV, við af- hendingu Menningarverðlauna DV i fyrra, en þá hlaut Thor bókmennta- verðlaun blaðsins fyrir skáldsögu sina, Grámosinn glóir, sem nú hefur einnig bætt við sig Norðurlandaráðsverðlaunum. málsverð í Þingholti, Hótel Holti, og er málsveröurinn sömuleiðis sérstaklega „hannaður" fyrir þetta tækifæri. Á næstu vikum mun DV segja nánar frá undirbúningi menning- arverðlaunanna, dómnefndum, gerð verðlaunagripanna og þeirri matarlist sem venjulega er framin við afhendinguna, auk þess sem skyggnst verður til baka í tilefni af tíu ára afmælinu. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.