Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 25 Dægradvöl Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Auðbjörg Bjömsdöttir: Alltaf kátar þegar við komum úr leikfimi - þær láta sig aldrei vanta í leikfimina hjá Júdódeild Ármanns Sigfús Ægir Árnason, framkvæmdastjóri TBR, i anddyri TBR-hússins við 'Gnoðarvog. EHtaffjórambestu liðunum í Evrópu - segir Sigfús Ægir Ámason, framkvæmdastjóri TBR „Það hefur orðið stöðug og áber- andi aukning á áhuga fólks til að stunda líkamsrækt og það hefur til dæmis orðið sprenging í áhuga fólks á „eróbikk" og fleirl sviðum líkams- ræktar. Samfara þessum áhuga hafa líkamsræktarstöðvar sprottið upp en þrátt fyrir það eykst alltaf ásóknin í badminton,“ sagði Sigfús Ægir Árna- son, framkvæmdastjóri Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. „Við erum nýlega búnir að taka nýtt, stórt badmintonhús í notkun og erum nú með 17 velli í gangi. Vell- irnir eru allir fullnýttir nema hvaö nokkrir tímar eru lausir fyrir há- degi, síðast á kvöldin og um helgar. Alls koma um tólf hundruð manns í húsiö til að stunda badminton á hverjum degi og segir það sína sögu um ásóknina," sagöi Sigfús. Sigfús sagði að líkamsræktarstöðv- arnar virtust spjara sig vel vegna þessa aukna áhuga almennings á íþróttum en hins vegar hefði forysta íþróttahreyfingarinnar brugðist aö sínu mati. Flest íþróttahúsin væru lokuö almenningi og undantekninga- lítið notuð fyrir afreksmenn í bolta- íþróttum. Líkamsræktarstöðvarnar og hús eins og TBR-húsin hefðu brugðist vel við er almenningur taldi allt í einu að nauðsynlegt væri að stunda íþróttir. í leiðinni heföu stjórnendur íþróttamála til dæmis ákveðið að leggja söluskatt á líkams- ræktarstöðvar og lækkaö framlög til badmintoníþróttarinnar um tvo þriðju. „Áhuginn fyrir badminton eykst samt sem áður gífurlega. íþróttin er líka aðlaðandi fyrir fólk á öllum aldri og í hvaða líkamsástandi sem það er. Menn fá það út’ úr badminton sem þeir sjálfir vilja, það þarf ekki nema einn félaga til að stunda íþróttina og allir geta fundið sér andstæðing við hæfi.“ Sigfús sagði að badmintonaðstaðan í TBR-húsunum væri á heimsmæli- kvarða enda væru íslendingar að skapa sér nafn í badmintonheimin- um. í keppni félagsliða í Evrópu væri liði TBR raðað niður sem einu af fjórum bestu liðunum, en Sigfús kvað raunhæft að telja liðið örugg- lega eitt af tíu bestu liðunum í Evrópu. -ATA Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Auðbjörg Björnsdóttir. Þær hafa árum saman stundað leikfimi hjá Júdódeild Ár- manns og verið með hundrað prósent mætingu í mörg ár. v „Ég er búin að stunda leikfimi hérna hjá Júdódeild Ármanns lengi og ég hef verið með hundrað prósent mætingu á hverju einasta ári,“ sagði Auðbjörg 'Björnsdóttir þegar hún kom út úr búningsherberginu hjá Ármanni eftir strembna leikfimi. „Ég hef unniö fulla vinnu allan þennan tima. Ég set leikfimina bara inn í dagskrána hjá mér enda gæti ég helst ekki misst af henni. Það er sama hvað mikið álag hefur verið á mér í vinnunni, ég er alltaf kát þegar ég kem úr leikfimi,“ sagði Auðbjörg sem hóf störf hjá Morgunblaðinu fyr- ir þrjátíu árum. „Þegar ég var á besta aldri,“ sagði Auðbjörg, “en ég er reyndar enn á þeim aldri.“ „Ég fer í leikfimi tvisvar í viku eins og Auöbjörg en er þó ekki búin að vera eins lengi og hún. Ég fæ mikla útrás í leikfiminni og mér líður vel á eftir. Svona líkamsrækt er bæði heilsusamleg og orkugefandi," sagði Sigurbjörg Guðmundsdóttir sem hef- ur stundað leikfimi hjá Ármanni í meira en áratug en hún er svæða- nuddari að atvinnu. Auðbjörg og Sigurbjörg voru á einu máli um að þaö væri mikið leik- fiminni að þakka hvað þær væru heilsuhraustar. En hvers vegna fóru þær að stunda leikfimi fyrir tíu til fimmtán árum þegar það þótti ekkert sérstaklega fínt að vera að þessu óþarfa sprikli? „Ég var í fimleikum í gamla daga og vildi reyna að halda mér ögn við,“ sagði Auðbjörg og Sigurbjörg bætti við: „Ég leit meira á þetta sem fyrirbyggjandi aðgerð. Ég fór í leik- fimi til að veijast því að verða stíf og stirð þegar ég eltist. Enn sem kom- ið er hefur það gengið“. -ATA í tísku að halda sér í góðu formi - segir Guðný Ingadóttir sem hefur fetað í fótspor foreldranna og leikur badminton af kappi „Ég byrjaði í Menntaskólanum við Sund í haust. Ég er í skólanum eftir hádegi og mér fínnst tilvalið að hafa eitthvað fyrir stafni og hreyfa mig fyrir hádegi. Auk þess fínnst mér bráðskemmtilegt að spila badminton," sagði Guðný Ingadóttir er DV hitti hana á bad- mintonæfmgu rétt fyrir hádegi í síðustu viku. „Ég byrjaði ekki að spila badmin- ton fyrr en í nóvember. Ég kaus badminton vegna þess að foreldrar minir léku þessa íþrótt hér áður fyrr, en ég sé ekki eftir því að hafa byrjað vegna þess að mér finnst þetta mjög skemmtilegt," sagði þessi 16 ára gamli menntskælingur. Guðný sagðist ekki hafa tekið þátt í öðrum íþróttagreinum ef undan væri skilið að hún hefði ve- rið í danstímum fyrir nokkrum árum og lært þá meðal annars s- ameríska dansa, en iðkun þeirra er töluvert átakamikil. „Viö erum tjórar saman með þessa tima og við ætlum okkur sannarlega að halda iðkuninni áfram. Maður fínnur greinilega aukinn áhuga fólks fyrir því að stunda íþróttir og hreyfa sig. Það er hreinlega komið í tísku að vera í góðu formi,“ sagði Guðný Inga- dóttir. -ATA Guðný Ingadóttir gefur ekkert eftir i högginu og „makkerinn" fylgist vel með hvert kúlan fer. * ‘íulléjs inninutmrnsás i tiácj siist lúmsit uMicn ibliv r.s Jisl A'! /■ uniaúff-Ha r i uiljBvn hhótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.